Morgunblaðið - 28.06.1949, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.06.1949, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 28. iúní 1949- MORGUmíLA&tÐ 9 SKÓGRÆKTARKYMIMiSFÖRIIMIMI ER LOKI Hið skóglausa land. Hinn norski fararstjóri, Erl- ing Messelt, þakkaði fyrir hönd Norðmannanna ágætar viðtök- ur hjer á landi, hvar sem þeir fóru. Hann lýsti því síðan meðal annars, hvernig Norðmönnun- um leist á ísland. Þegar þeir nálguðust landið úr lofti og sáu fyrst hinar hvítu fannbreiður jöklanna, kvaðst hann hafa hugsað með sjer, að þetta land mundi þá bera nafn með rentu. En við nánari kynni, komst hann að allt annarri niðurstöðu. Hann kvaðst hafa furðað sig á, og glaðst yfir því, hve mikið væri hjer af góðum jarðvegi af auðræktuðum víðáttum. En hön um og fjelögum hans hefði brugðið í brún, er þeir kynntust þvi, hve landið er ömurlega skóglaust. Hann sagði, að nokkuð hefði borið á landsspjöllum af ágangi búfjár í heimahjeraði þeirra í Noregi. En þegar Norðmenn kynntust landeyðingunni hjer, þá myndi þeir skilja betur, hve mikið væri í húfi, ef þess væri ekki gætt, að forða landinu frá slíkum spjöllum. Sendiherra Norðmanna Tor- ger Andersen-Rysst, þakkaði fyrir hönd landa sinna. Hákon Bjarnason skógrækt- arstjóri bauð Norðmönnunum á heimili sitt seinna um daginn. Norsku gestirnir ánægðir. Það yrði of langt mál að lýsa því hjer, hvað Norðmennirnir höfðu um þessa heimsókn sína að segja, en óhætt er að full- yrða, að þeir hafi verið hinir ánægðustu, er þeir fóru, enda luku þeir upp einum munni um það, að þessi ferð mundi verða þeim ógleymanleg alla æfi. Margir höfðu það við orð, að þeir mundu leitast við að koma hingað aftur, til frekari kynna . af landi og þjóð. Á Akureyri. Einna hrifnastir voru þeir af verunni á Akureyri. En þar voru þeir einn dag á vegum Skógræktarfjelags Eyjafjarðar. Er þeir komu í Yaglaskóg, en þar voru þeir í nokkra daga, sögðust þeir fyrst að vissu leyti hafa fengið þá tilfinningu, að þeir væru heima hjá sjer, þeg- ar þeir hittu skóginn. Um leið gátu þeir þá líka betur sjeð þar Anderssen-Rysst sendiherra Norðmanna og Reidar Bathen fylkisskógarmeistari. Myndin er tekin á Flugvallarhótelinu á sunnudaginn (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.). en annarsstaðar, eða fengið hug mynd um, hvernig umhorfs yrði á skógi vöxnu Islandi. íslendingarnir koma frá Tromsö. A áttunda tímanum á sunnu- dagsmorgun kom hinn norski ílugbátur hingað og settist á Skerjafjörð. Þetta var Sandr- inghambátur, er Norðmenn hafa nýlega keypt frá Englandi. Hann flaug hingað frá Tromsö á átta klukkutímum. Farþegar bátsins voru komn- ir í land kl. rúmlega níu. Er norsku gestirnir höfðu tekið á móti þeim, sem frá Noregi komu fóru þeir suður i Fossvogs- kirkjugarð. Þar var norski sendi herrann, norsku stúdentarnir, sem hingað komu á norræna stúdentamótið, formaður í Norð mannafjelaginu, Einar Farest- veit o. fl. Norski sendiherrann ' sagði nokkur velvalin orð við minnisvarða hinna föllnu Norð- manna í garðinum. En gestirn- ir lögðu blóm við minnisvarð- ann og sungu sálmavers. Var þetta hátíðleg stund. Hádegisverður , Norftmannafjelagsins I Nordmanslaget hjer í bæn- um bauð hinum norsku skóg- ræktargestum og íslensku Nor- egsförum til hádegisverðar á Flugvállarhótelinu. Auk þess var þangað boðið nokkrum öðr- um gestum. Þar var Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Anderson-Rysst sendiherra, Há .kon Bjarnason skógræktarstjóri og þar var kominn Reidar Bathen fylkisskógarmeistari og frú hans. Þau höfðu tekið sjer far með íslendingunum frá Tromsö kvöldið áður, til að að „fylgja þeim úr hlaði“, en sneru aftur heimleiðis með flug bátnum. Með þeim var líka einn af fremstu starfsmönnum Bath- ens, er hafði unnið með Islend- ingunum í Noregi, Elverum skógarvörður. Þegar settst var að borðum í Flugvallarhótelinu klukkan að ganga eitt, var búist við, að flugbáturinn mundi snúa heim- leiðis klukkan tvö. En á því varð nokkur bið. Einar Farestveit bauð gestina velkomna og lýsti ánægju sinni yfir, að þessi kynnisför hefði komist á og tekist eins vel og raun var á. Þvínæst talaði Valtýr Stefánsson nokkur orð og tók í sama streng. Þakkaði upphafsmönnum hugmyndar- innar, Anderson-Rj^st og Reidar Bathen, fyrir forgöngu þeirra í málinu. Bathen fyrir áhuga hans á framfaramálum ísl. skógræktar, og fyrir þann ómet anlega fróðleik og leiðbeining- ar, sem hann þegar hefur látið íslendingum í tje í þessum mál- um. Hákon Bjarnason skógræktar stjóri tók þá til máls og lýsti því, hve ánægjulegt það hefði verið að vera leiðsögumaður Norðmannanna á ferð þeirra hingað, og kvaðst vona, að sú jsamvinna, sem hjer er tekin .upp, mætti halda áfram. I Svo hafði verið ráð fyrir gert, Norsku gestirnir hjer. SEINT á föstudagskvöldið var komu norsku skógræktargest- irnir hingað frá Akureyri Þeir voru hjer um kyrrt á laugardag, en fóru kl. 6 á sunnudagskvöld. Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri var leiðtogi á ferðum þeirra hjer, og voru þeir í hans umsjá allan tímann. Fyrri partinn á laugardag skoðuðu þeir sig um hjer í bæn um, en um hádegi voru þeir í boði bæjarstjórnarinnar, er haldið var í Tjarnarcafe uppi. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri flutti þar ræðu, þakkaði þeim komuna hingað og lýsti því, hve slík gagnkvæm kynnis- för gæti bæði orðið til þess að auka þekkingu og áhuga íslend- inga almennt á skógrækt, og orðið til þess að almenn kynni og vinátta ykist milli þjóðanna. imenn ánægjn yfir íslendlngarnir kemu á sunnudagsmorgun — HorSmennirnir féru m kvöidið rangrinum að næstur tæki sendiherrann til máls. Hann sagði, að þar sem stuttur tími væri til stefnu, ósk aði hann heldur eftir að Bat- hen segði nokku, orð. Trúin grundvöllur framfara. Bathen tók til orða á þessa leið: Heimsókn íslendinganna í Tromsfylki, hefur orðið mjer mikið ánægjuefni, og að hafa getað átt þátt í því, að hún yrði gagnkvæm. Hjer er gerð byrj- un til þess að íslendingar kynn- ist því, bvernig við Norðmenn ræktum skóg. Það er mikils virði fyrir ís- lenskan almenning að fá að sjá, hvernig skógur getur vaxið und ir svipuðum skilyrðum og hjer eru, og komast að raun um. að hægt er að koma upp nýskóg- um á skóglausu landi. Undirstöðuatriðið er, að menn hafi trú á, að slík verk I geti blessast. Hafi menn ekki þá trú, er tæpast á góðu von. En sje sú trú staðföst og byggð á staðreyndum, þá fer allt vel. Jeg vonast tiL að árangur- inn af ferð ykkar til Noregs sje sá, að þið hafið öðlast þessa trú. Jeg hef það á tilfinningunni að enn sjeu nokkrir menn á ís- landi, sem trúa því tæplega að hjer sje hægt að rækta skóg í stórum stíl. En þegar almenn- ingur veit, hvað hjer er hægt að gera, þá lifa ekki margar kyn- slóðir á Islandi, uns miklir skóg ar verða komnir upp, bæði á Suður og Norðurlandi. En það kvaðst Bathen vilja segja strax í upphafi, að við mættum bu- ast við að verða fyrir nokkrum óhöppum og vonbrigðum í skóg rækt okkar Islendinga, áður en það mál væri komið í örugga höfn. Næstur talaði Árni Eylands stjórnarráðsfulltrúi. Rakti gömul kynni þjóðanna frá fyrstu tíð, samband þeirra gegn um aldirnar og hvernig ýms n^’tsöm málefni hjer á landi á sviði menningar og atvinnu- vega, hafa átt rót sína að rekja til Norðmanna. Þá báru þeir fram þakkir fyr- ir sig og fjelaga sína, farar- stjórarnir Erling Messelt og Garðar Jónsson skógarvörður' á Tumastöðum, en hann var far- arstjóri Islendinganna í Noregi. Sveinbjörn Jónsson sagði nokk ur orð um skógræktarmál frá sjónarmiði iðnaðarmanna, og kvaðst gleðjast yfir því, að hann hefði nú fengið vissu um, að skógræktin væri eitt af mestu framtíðarmálum íslands. Þá flutti Hvammen kennari þeim Islendingum þakkir, sem staðið hafa fyrir þessari heimsókn, en einkum Hákoni Bjarnasyni skóg ræktarstjóra fyrir framúrskar- andi stjórn og leiðsögn á ferð Norðmanna hjer um landið. Frændþjóðirnar eiga aft efla kynni sín. Að lokum flutti Bjarni Bene- diktsson utanríkisráðherra ræðú ,þar sem hann þakkaði Norð- mönnunum fyrir komuna, fyrir þá vinnu, sem þeir hefðu fram kvæmt hjer í þágu skógrækt- arinnar. Hann. sagði, að fram til þessa hefðu menn hjer k landi haft misjafnlega mikla trú á skógrækt. Þessi kynnis- ferð mundi óefað marka mikil- væg spor í þá átt, að tryggja framtíð þessa máls. Verk Norð- mannanna hjer við skóggræðshi myndi verða til þess að heinv sókn þeirra yrði minnst um langa framtíð. En þessi kynnisför væri jafn- framt því, sem hún gerði skóg- ræktarmálunum gagn, mikiT- vægur þáttur í auknum kynn- um almennt milli Norðmanna og Islendinga. Hann kvaðst telja, að þegar norski sendiherrann hafði tekið frumkvæðið að þessari ferð, þn hefði hann hugsað um 'þetta líka, jafnframt skógræktinni, því það væri áhugamál hans, eins og annarra góðra manna, að Norðmenn og íslendingar mættu í framtíðinni tengjast sterkustu vináttuböndum. Eng- um tveim þjóðum í heimi vætú það eins eðlilegt og Norðmönn- um og Islendingum, að auka og styrkja kynni sín. Hjer vseru frændþjóðir af sama ættstofni. Ekkert, sem væri á móti því, allt, sem væri með því, að þær ynnu saman. Og allt, sem gert er til þess að auka þessi. kynni, er til góðs. . Anderson-Rysst bað nú Norð mennina að rísa úr sætum og fagna íslendingum með húrra- hrópum, sem og var gert, og Bjarni Benediktsson stóð síðan fyrir því, að hinir íslensku gest ir fögnuðu Noregi á sama hátt. Heklumynd. Var nú klukkan orðin tvö, og búist við að hinir norsku gestir þyrftu að fara beina leið útd flugbátinn. En vegna öldu á Skerjafirði, hafði ekki tekíst að koma bensíni út í bátinn. Tími varð því til að sýna gestunum Heklukvikmynd. Dr. Sigurður Þórarinsson annaðist þá mynda sýningu, lýsti síðasta Heklugosi með fáum orðum og úts'kýrði myndina jafnóðum. Þvínæst fóru Norðmennirnir að búa sig til ferðar og fóru út í flugbát sinn klukkan að ganga sex. Um sex leytið flaug bátur- inn af stað og var eftir átta tima flug kominn til Tromsö. VMI hæfta barátlunni HONKONG 27. júní — Chang Chim Chang, hershöfðingi, for maður friðarnefndar þeirrar, er þjóðernissinnar sendu til Peip- ing, fór þess í dag á leit við lei3 toga Kuomintang-flokksins, aíf þeir „hættu hinni vonlausu bar áttu gegn kommúnistum“. Kommúnistar lýstu yfir í dag, að þeir hefðu tekið Kutien, er\ þaðan geta þeir hafið árás á Foochow, andspænis Formosa, þar sem Chiang Kai-shek dvel ur nú. — Reuter,- Nýtt verkfal! í London LONDON 27. júní ÁÍ xjm þa(J bil 6000 hafnarverkamr nn i London hófu verkfall að nýju i dag, og er allt útlit fyrir, a(S verkfallið kunni að breiðist út. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.