Morgunblaðið - 09.07.1949, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.07.1949, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐiÐ Laugardagur 9. júlí 1949. • Jakcb Krisfinsscn: Lióðmæli eftir Steingrím Arason LJÓÐMÆLI eftir Steingrím Arason. Gefin út á kostnað Col- umbíasjóðs. Reykjavík 1948. ÞESSI BÓK sver sig í ættina. Hún er góð og elskuleg, eins og höfundur hennar. Samt er ekk- ert líklegra en einhver segi, að í henni sje ekkert stórfelt kvæði. Og samkvæmt venju- legri viðmiðun kann það að vera rjett. En hver og einn verður að dæma fyrir sig um það hvað stórt sje og mikið, því að það er ekki til neinn algildur kvarði á ljóðagildi. — Páll frá Tarsus og Henry Drummond sögðu, að kærleik- urinn væri mestur í heimi, og margir munu samsinna því, sumir af trú, aðrir af eigin reynslu. En í ljóðmælunum hans Steingríms er mikið af kærleika, kærleika til Guðs og manna, ungra og gamalla, blóma, dala og bláfjalla, heit löngun til að hjálpa öllu væn- legu og uppvaxandi, þrá til að glæða samúð og fegurð og alls- herjar bræðralag, bjartsýni, dáðir og drengskap. Ef slíkur kærleikur og hjálparþrá eru aflgjafi kvæðis og höfundar þess á smekk og skáldgáfu, getur varla farið hjá því, að það verði ýmsum glæðing og hvatring til góðs, og svo ætla eg. að fari um kvæði Steingríms. Hins vegar getur rammt heiptarkvæði, þótt stórfellt sje kallað, orðið hefnd- argjöf og valdið illu einu. Ljóðmæli Steingríms verða ekki vatn á myllu hins illa og óhrjálega í veröldinni, enda þótt eitt níðkvæði sje í bókinni — um Bakkus, og vinum hans kunni að þykja hann heldur ó- mjúklega ávarpaður þar. Yfir öllum hinum kvæðunum er bjart og hlýtt, og þó að stöku sinnum kenni trega, er vonleysi ekki til. Á nokkrum stöðum hoppar gleði og græskulaust gaman upp í fangið á manni. enda er það kunnugt öllum, er höfundinn þekkja vel, að hann er auðugur að þeim gersemum. Þarna eru allmörg prýðisgóð og ljómandi falleg kvæði, í önn- ur er aftur minna spunnið, eins og gengur og einstöku tækifær- isvísur finnst mjer að hefðu mátt missa sig. Bókin hefst á fallegu og fagn- andi kvæði um ísland. Þar í er þessi vísa: „Landið dýrra dætra og sona, dýrðarlandið bjartra vona, þar sem ótrautt karl og kona knýja sókn á þroskans tind, sigla hugdjörf háan vind. Hvar í heimi sástu svona sigrað oft af fáum undir lista- og menntamerkjum háum?“ Og víða í kvæðum hans kem- ur föðurlandsástin fram. í einu af bestu kvæðunum veltir skáldið því fyrir sjer, hvert sje „stórmálið stærsta". Að dómi hans er það ekki stór- pólitíkin, ekki heldur það, að Island fái atkvæði í alheims- þingi, ekki austurinn úr lindum hafs og lands, ekki að fallvötn Steingrímur Arason öll snúi vjelum eða að við fá- um verksmiðjulýð og borgir. Ekkert af þessu skiptir mestu máli. „En hvert er þá stórmálið stærsta? Að styðja og bjarga hinu smæsta. Manngullið nema, móta, skýra. í manndómsátt hverri hönd að stýra. Að fá hverju auga framtíð bjarta, fylla samúð hvert mannlegt hjarta Já, það er stórmálið stærsta. Sje gull það ávaxtað, ekki grafið. er auðlegð vís, eins og djúpt er hafið. Sú þjóð, sem elst upp við andlegt frelsi, fær ytra sjálfstæði, brýtur helsi. Ef helgast dáðum hver hönd, hver andi, er heill og gæfa með þjóð og landi. Uppeldi er stórmálið stærsta.“ Hugsunin í þessari síðustu ljóðlínu, og raunar í vísunni allri, er rauði þráðurinn 1 bók- inni, enda hefur höfundurinn varið allri ævi sinni til skóla- starfs og uppeldismála og unn- ið þar mikið og fagurt verk Ungur að aldri fór hann í Möðru vallaskóla, en síðan í Kennara- skólann. Eftir hálfa öld kom hann aftur að Möðruvöllum og kvað þar gott kvæði. Þar í er þetta: „— Oft var napurt svefns í sölum. Sakaði ekki neitt, þó að frysi á þvottabölum, þá var blóðið heitt. Einbeiting og orka í námi allvel lærðist þá, þegar allir aðrir hlóu, æptu og flugust á. Skólar háir hlýir fæðast. Hugur mirin að þessu spyr, áhuga hvort eldar glæðast á við það, sem gerðist fyr. Harðir bekkir, baklaus sæti breytst hafa nú í hægan sess. En skyldu sætin skipuð betur? Skylt er oss að spyrja þess. Bót er víst að bættum skólum. Bætt skal þorp og fegruð sveit. En þúsund sinnum met eg meira mannbætur í hverjum reit.“ Höfundurinn hefur dvalið ár- um saman og oftar en einu sinni í Bandarikjunum, fyrst til þess að nema uppeldisfræði, seinna til að læra enn meira og kynna sjer hið nýjasta á sviði þeirrar fræðigreinar. í Ameríku kynntist hann konu sinni oe mörgum öðrum ágætum mönn- um. Hann hefur ort af mikilli hlýju kvæði til esturálfu, sem „— hefur það sýnt og sannað, að saman má lifa á jörð í margbýlis friði og menning hin mislita drottins hjörð. Þú veitir hinu veika og smáa. Hann varð þjer oft lyftistöng. 1 litlu fræi er oft falin heil framtíðar skógarþröng —“ En höf. man vel, að sá, sem fann Ameríku kom ,,af Fróni, þar frelsisins vagga stóð.“ Og ekkert jafnast við föðurlandið: „Hundrað kalla hugir mig heim í fjallageiminn. Drottning mjalla met eg þig meira en allan heiminn.“ Um biðukolluna yrkir hann þetta: „I fyrradag varstu fífill, nú fýkur þitt hvíta hár. Það er gert til þess að grói blóm við götuna næsta ár. Náttúran fölva faldar, fræjum er sængin hlý. Nú breiðir hún ofan á börnin sín þau blunda — og vakna á ný—“ Og hann er innilegur trú- maður og bjartsýnn, eins og áður var minnst á. í bók hans er fallegur sálmur og bæn, sem hvorttveggja ætti skilið að kom ast í Sálmabókina. En auk þessa biður hann víða í kvæð- um sínum, beint eða óbeint fyr- ir börnunum, ættlandi og þjóð. Skal eg nú ljúka þessum orð- um með tveimur vísum úr kvæðinu „Eilift lögmál“: „Reyndu að sjá með sjónum barna sælu, hvar sem er. Upp í bláma brosir stjarna, blóm við fætur þjer. Þú ert gæddur guðdóms þreki grýlum öllum mót. Eilíft lögmál elsku og speki öllu ræður bót.“ Jakob Kristinsson. Sex fulltrúar Senussí- höfðingjans BENGHASI 7. júlí — Sayd Idris foringi Senussi þjoðarinn ar í Cyrenaica hefur skipað sex fulltrúa sína í landinu. Þeir eiga að hafa eflirlit me'ð verk- legum framkvæmdum • land inu og vera ráðgjafar þjóðhöfð ingjans. — Reuter. Stúlkur | helst vanar saumaskap. | óskast. Um framtíðar- í vinnu getur verið að I ræða. Upplýsingar í síma j 6293. iMVHijinmMit ! sólasett | 3 stólar og sófi, Vil sölu f á Hagamel 23, I. hæð. til f vinstri, frá kl. 3—6 í dag. 1 >•lll•••ll•ll•ll•ll•■•lllllll•l■lllll•«•■••lltl•■l•llll•ll■••lll - Ung hjón með barn vantar | 1—2 herb- og eldhús nú þegar. f Lítilsháttar húshjálp get- | ur komið til greina. Til- f boð sendist í Box 1001. Húsnæði | Barnlaus, miðaldra hjón i óska eftir einu til tveim- | § ur herbergjum og eldhúsi l f til leigu 1. október í i f haust. Tilboð sendist Mbl. f f fyrir 15. þ. m , merkt: | f „Húsnæði — 1949 — f 5 A C 1 a : Getur ekki einhver leigt | ungum og reglusömum I sjómanni l-2 herbergi i og eldhús j eða eldunarpláss. — Má i vera í risi eða kjallara. f Mætti vera óstandsett að f einhverju leyti Tilboð, l ásamt leiguskilmálum sje f skilað á afgr. Mbl. fyrir f þriðjudagskvöld, merkt: f „Sjómaður — 450“. Kvensfúdent j úr mála- og stærðfræði- j f : deild, óskar eftir atvinnu f I f nú í sumar. — Tilboð, f | l merkt: .,Júlí—ágúst — f f f sendist í pósthólf 836 fyr f f f ir þríðjudagskvöld. Kvenfafnaður notaður og nýr, miðalaus, til sölu á Sníðastofunni Óðinsgötu 14a. Upplýs- ingar frá kl- 2—6. Sími 80217 >mi »illllllllllllllllllllllll•l•l••,,,,,,,,,,,,,,,,,,,:,,,l,,,,,,l, ” Sófasett svefnsófi og tveir arm- stólar til sölu. Gítar til sölu á sama stað. Uppl. í síma 80697. Sem ný- Ryksuga til sölu. — Upplýsingar í síma 6027. : f»iiiifiiiiiiiiiiiiiii*iiiiiiiiiiiiiiiiiiii«i,,i*iii*ii|,i*,l*,v f Kona óskar eftir | Atvinnu j t.d. við að leysa af í sum f arfríum við ljett eldhús- 1 störf eða aðra heppilega I vinnu. — Upplýsingar í f síma 1873 frá kl. 1—6 í f dag. Oldsmobile l 1941, hefur verið í einka- f eign, keyrður 28 km. — I Verður til sýnis á bif- I reiðaverkstæðinu við I Garðastræti milli Túng. f og Öldugötu kl. 2—4 í I dag. — Tilboð óskast á f staðnum. ♦llllllllllll»lllllllll•l,||,••,,,,,,,,,,,s,,l,,,,,,,,,,,,l,,,** : fónn í fallegum kassa. til sölu | á Ásvallagötu 27, Radíó- i stofan. lllllllll•llll•ll•l•l•l|•||•,•l•|,,,,,l,l,",,,,,,i,,l,,>,t,l>l>( : BMIiHVEI I enskur, til sölu. Upplýs- j i ingar í síma 4396. : Verð fjarverandi j næstu vikur. Á meðan i gegnir Gunnar Cortes f læknisstörfum fyrir mig. Kristinn Björnsson. j.............................. f Vandað I Sófasett j aðeins kr.: 3700,00 | Einnig til sölu sett með f útskurði á örmum. Gott | tækifæri. Húsgagnabólstrunin, Grettisgötu 69, klukkan 3—7 í dag. uiiiiiMiiiniiiiiiiiiiiimiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiii'su Klæðaskápur i Stór, þrísettur, danskur f klæðaskápur, sem nýr, i mjög fallegur, til sölu á i Brávallagötu 22 í dag kl. j 2—4. : llllllltlllllllll•llll■llllltlllllllllt•l■illMlllllll■t,l•l,•,,- | Vegna sumarleyfa i verður tannlækninga- f stofa Engilberts Guð- f mundssonar lokuð frá 9. i júlí til 1. ágúst. f Engilbert Guðmundsson, tannlæknir. » uiniiuiiiiiiiiMtiiiim<iiii«»MciiHMði03imiiMn»flnn l

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.