Morgunblaðið - 29.07.1949, Síða 6

Morgunblaðið - 29.07.1949, Síða 6
6 MORGUNfíLAÐIÐ Föstudagur 29. júlí 1949 d jHOTgtutMftMft Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 7S aura m«8 LefBW, Húsnæðismálin UM MARGRA ára skeið hafa húsnæðismálin verið meðal mestu vandamála þjóðarinnar. Bæði vegna erfiðleika á út- vegun byggingarefnis fyrstu ár styrjaldarinnar og þó enn frekar vegna mikilla fólksflutninga innanlands, einkum til Reykjavíkur, hefir fjöldi fólks orðið mjög illa úti við öflun viðunandi húsnæðis. Húsnæði er hverjum manni lífsnauðsyn eins og fæði og klæði. Einmitt af þessum sökum hefir húsnæðismálunum mjög verið hampað í pólitísknm áró'ðri. Því miður hafa þó sumir flokkar meira gert að því að bera fram yfirborðstillöe- ur og ásakanir á hendur þeim, sem reynt hafa að leysa vand- ann, heldur en koma nokkru raunhæfu til leiðar sjálfir. Sjálfstæðisflokkurinn hefir aldrei gengið þess dulinn, hversu mikilvægt mál væri hjer um að ræða, en hann hef- ir hinsvegar aldrei reynt að telja fólki trú um, að það væri hægt að leysa með einföldurn reikningsdæmum. Andstöðu- flokkarnir hafa sjerstaklega reynt að sverta Sjálfstæðis- flokkinn í augum Reykvíkinga fyrir aðgerðarleysi í hús- næðismálunum. Allir, sem sannleikanum vilja þjóna, verða þó að játa, að byggingarframkvæmdir í Reykjavík hafa verið svo stórkostlegar síðustu árin, að algert einsdæmi er, enda hafa risið upp heil hverfi á fáum árum. Hefir bæjar- stjórnin sjálf undir forustu Sjálfstæðismanna haft forustu um að koma upp miklum fjölda íbúða, og yfirleitt allt gert, sem unnt hefir verið, til þess að koma þessum málum í við- unandi horf. Þótt enn búi fjöldi fólks í óviðunandi hús- næði, er það engin sönnun þess, að ekki hafi verið vel á málum haldið, því að ekki aðeins hefir þurft að koma upp íbúðum fyrir eðlilega fólksfjölgun í Reykjavík, heldur þús- undir manna, sem hingað hafa safnast víðsvegar af landinu. Ein af moðsuðutillögum Framsóknar fjallar um húsnæð- ismálin. Þar þykjast þeir hafrt komið auga á það bjargráð að leysa þennan vanda með því að byggja sem flestar íbúðir. Engar nothæfar leiðir er bent á til þess að koma þessu í framkvæmd. Þetta setur Framsóknarflokkurinn fram sem úrslitakosti við samstarfsflokka sína. Það er dálítið broslegt fyrir Sjálfstæðismenn að lesa þessa barnalegu skrumtillögu, því að þeir eirnr hafa beitt sjer fyrir ráðstöf- unum til þess að auðvelda íólki að koma sjer upp eigin húsnæði með viðráðanlegum kostnaði. Fyrir forgongu Sjálfstæðisflokksins var samþykkt á síð- asta þingi að undanþiggja frá skatti vinnu manna við að koma upp eigin húsnæði. Er vitað, að margir hafa reynt að koma sjer upp húsi á þann hátt að vinna að því sjálfir í aukavinnu til þess að kostnuðurinn yrði viðráðanlegur. Til þessa hefir öll slík vinna verið talin tekjur og skattlögð sam- kvæmt því. Á þessu er nú íengin viðunandi lausn, sem á- reiðanlega verður vel þegin af mörgu efnalitlu fólki. Til þess að greiða fyrir því, að fólk geti hagnýtt sjer þetta tækifæri, hefir borgarstjórinn í Reykjavík átt frumkvæði að því að hefja á vegum bæjarms smíði fjölda íbúðarhúsa af sömu gerð. Er ætlunin, að bærinn komi húsunum undir þ'ak, en síðan geti væntanlegir kaupendur tekið við íbúð- unum og lokið við þær sjálfir, ef þeir hafa aðstöðu til. Er gert ráð fyrir, að hver íbúð muni ekki kosta nema um 100 þúsund krónur. Á síðasta þingi SUS var gerð ályktun um það, að gefa bæri frjálsar byggingar íbúðarhúsa innan tiltekinnar stærð- ar, er menn reistu til eigin nota, þannig að ekki þyrfti að sækja um fjárfestingarleyfi til slíkra bygginga. Þessi ráð- stöfun myndi leysa menn við mikið umstang og erfiðleika. Það er skoðun Sjálfstæðismanna, að leitast eigi með öll- um ráðum við að auðvelda einstaklingunum sjálfum að eignast sín eigin hús. Bæði gjaldeyriserfiðleikar og láns- fjárskortur valda því, að ekki er hægt að framkvæma allt í einu. Það er staðreynd, sem allir ábyrgir menn verða að horfast í augu við. Húsnæðismálin verða engu fremur en cnnur vandamál leyst af skrumurum, sem þykjast geta leyst *£llan vanda, en eru svo ráðalausir, þegar til framkvæmd- anna kemur. Sjálfstæðismenn munii hjer eftir sem hingað til stuðla að því af öllum mætti, að vandræði fólks verði leyst sem fyrst, en fólk hefir lítið skjól af skýjaborgum kommúnista eða moðsuðu Framsóknarmanna. \Jdzuerji áhrífar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Lundúnakaffið BRESKUR maður, sem hjer er staddur skrifar á þessa leið: — Mjer þótti gaman að lesa dálkana yðar og sjá það, sem dr. Jón Stefánsson segir um kaffjð í Lundúnum. Jeg held, því miður, að það sje alveg rjett sem haft er eftir honum. Það eru raunverulega fáir staðir í Lundúnum, þar sem menn geta fengið sæmilegt kaffi. — Þó verð jeg að segja, að jeg minnist að hafa fengið gott kaffi í listamanna- hverfinu í Chelsea, í kaffistof- unni „The Blue Cockatoo", neðst í Oakley Street og hjá Caletta’s í Kings Road. Kaffi er þjóðardrykkur ykkar, en ekki okkar. Englend ingur vill heldur te og jeg verð að. segja, að það eru fá veitingahús, eða kaffihús, sem framleiða gott te hjer í borg. • Reykjavíkurte EFTIR að hafa leitað um alla Reykjavík hefi jeg aðeins rek ist á einn, eða tvo staði, þar se hægt er að fá sæmilegt te. Á öðrum stöðum fær maður hálfvolgan, gráleitan vökva, eftir að þjónustufólkið hefur glápt á mann, eins og maður væri ekki með rjettu ráði, að byðja um te í stað kaffis. — Vökvi þessi hefur venjulega kaffibragð (vegna bruggssins. sem áður var í könnunni). • Hvernig búa á til te OG að lokum segir þessi Breti frá því hvernig fólk á að fara að því að búa til gott te Ekki er ónýtt að fá sjerfræðing til að kenna sjer það. — Hann segir: „Þar sem að íslendingar eru sjerstaklega gestrisnir og vilja allt fyrir ferðamenn gera, þá væri kannske ekki úr vegi að segja frá því hvernig hægt er að búa til ágætt te. Tvennt er nauðsynlegt við tegerð: Að hita tekönnuna, áð- ur eri teið er sett í hana með því að skola hana með heitu vatni og hella sjóðandi vatni yfir teblöðin í könnunni“. Gott. Þá vitum við það. Fleira til óprýði V.G. SKRIFAR: „Við Mennta- skólann í Reykjavík er fleira til óprýði en viðarkestir (Dag- lega lífið 27 7.), verra og var- anlegra, þ.e. trjáræktin — ef svo mætti nefna — þar á tún- blettinum. Skólanum, bænum og landi voru er hún til skamm ar. Hríslur eru það fremur en trje, sem þarna hjara, hálf- dauðar og meira en það, ár frá ári. Oklyptar og umhirðu- lausar, sumar með kögrið frá rótum, sem dregur frá stofn- inum og drepur gieinarnar, og arfann og grasið í kring, til að hirða næringarefnin úr jarð- veginum. Vantar röggscmi „FEGRUNARFJELAG bæjar- ins hefur margt á prjónunum, sem bæði er orðið og horfir til umbóta, þótt það fái litlar þakk ir fyrir Nú mætti það ennþá sýna röggsemi. Skipa forráða- manni skólans og umsjónar- manni, að bæta úr þessu hirðu leysi, eða þá að taka alveg burt hálfdauðu hríslurnar og hætta að hugsa um trjárækt þar. Þótt ekki kæmi nema grasið eitt í staðinn, væri það ólíkt fegura. Hæfði vel ,,OG vel hæfir það þessum gamla og göfuga stað, að þar sjáist algengur íslenskur túna- gróður, með fyrirmyndar vinnubrögðum við heyskap og töðuverkun, að fornum sið, á- samt töðuilminum ágæta. — En hitt að sjá grasið á blett- inum kroppað vikulega, og það liggur svo í óhirðu eða er hent í sorpið, það særir mig jafnt og að sjá matarleifum fleygt í sorptunnurnar“. Fleiri munu taka undir þessi orð V. G. • Tvær óskir TVEIMUR mjög svo ólíkum óskum hefi jeg verið beðinn að koma á frsmfæri. Onnur er fiá slökkviliðsstjóra, sem fer fram á það við alla, sem kunna að eiga gamlar filmur af eldsvoðum hjer í Reykja- vík, að þeir láni Slökkviliðinu, eða gefi því þessar filmur. — Það stendur í sambandi við Reyk j avíkursýninguna. Hin óskin er frá íbúum við Bergstaðastíg (stræti heitir það víst nú orðið), sem nú hafa sjeð, hvað búið er að gera Hallvegarstíginn „fínan“. Þeir biðja um að gert sje við gangstjettina austanvert við götuna, til hagræðis fyrir þá sjálfa og samræmis í prýði þarna í umhverfinu“. „Visað- til bæjarveikfræð- inga til athugunar“, eins og þeir segja í bæjarstjórnar- skjöluTium. Hx 'ers vegna hverfur mjólkin TVÆR húsmæður voru að veltp vöngum út af þvi, að það fengist ekki mjólk í mjólkur- búðunum þar sem þær versla, þegar líða fer á daginn. — Önnur þeirra fullyrti að það myndi stafa af þvi, að af- greiðslustúlkurnar pöntuðu ekki næganlega mjólk og að þær gerðu það með ráðnum hug til þess, að geta tekið þess fyr til í versluninni og þar með lokið störfum fyr á dag- inn. Ótrúleg getgáta er það. En vafalaust rannsakar forstjóri Mjólkursamsölunnar máiið. — Það getur varla verið um mjólk urskort að ræða á þessum tíma árs. „Heitasti tíini ársins“ ÖNNUR saga úr mjólkurbúð: — Kona spurði hvort rjóminn værj góður. „Já, ágætur“, var svarið Það hefur verið kvart- að vfir því að hann væri súr, en það er líka heitasti tími árs ins, . bætti afgreiðslustúlkan við. „Það er þá velgjan, varð konunni að orði. — Það er oft heitara í véðri hjer í Reykjavík í desmebermánuði, en verið hefur undanfarna daga. Hvern ig ætli mjólkurbúin fari að því að geyma rjómann, þar sem verulegir sumarhitar ganga?“. „Heitasti tími ársins ..... tautaði hún um leið og hún fór út. Jeg er svo aldeilis hissa! MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Flugið gegnum himinhvolfið. VÍSINDAMENN i læknisfræði- skóla Bandaríkjahers við Rrand olph flugvöllinn í Texas hafa undanfarið ár unnið að rann- sóknum í sambandi við hugsan- legt flug manna gegnum hin- inhvolfíð til annara hnatta. Hver áhrif hefir það á manns líkamanp að fara svo langt frá jörðunni? Hvernig getur mensk ur maður athafnað sig þar sem ekkert aðdráttarafl er? Hvernig geta mehn hugsað þegar farið er með slíkum ofsahraða, sem þarf til flugs til annara hnatta? Hvernig er með öndun og mat- arræði? Öllum þessum spurn- ingum og fleirum þarf að svara áður en lagt er í ævin- týrið. • • EKKI LANGT UNDAN. DR. Armstrong skólastjóri við fyrnefndan skóla hefir svar á reiðum höndum við mörgum þessara spurninga. Hann full- yrðir að ekki verði langt að bíða þar til loftskip vei ði send út j í himinhvolfið og lendi t. d. á Mars. Þrátt fyrir ýmsa örðugleika hefir verið fundið ráð til að taka með súre'fni til slikrat ferðar og er tiltölulega einfalt og auðvelt að greiða ur því vandamáli. Hver maður þyrfti ekki nema svo sem hálfa smá- lest af súrefni í ferðalag til Mars og aftur til baka. Með því að bæta örlitlu súrefni við það loft, sem dælt væri inn í flugfarið, væri hægt að halda þar hreinu öndunarlofti i nokkrar vikur. • • AÐDRÁTTARAFLIÐ. ERFIÐAST viðfangs yrði ef til vill aðdráttaraflið. Vöðvastyrk leiki manna og taugastarfsemi lúta þyngdarlögmálinu, eins og það er á jörðinni. En í loftskipi í himinhvolfinu er ekkert að- dráttarafl. Undir þessum kring umstæðum yrði maðurinn [„Ijettur eins og loft“ og honum þryti mjög afl. Rannsóknir og tilraunir í Randolph flugvelli hafa hins- vegar sannað, að hægt er að yfirvinna þessa erfiðleika. Mað urinn myndi fara um flugfarið eins og fiskur í vatni og hreyf- ingar hans yrðu ekki ólíkar fiska á sundi. • • EKKI HÆGT AD DREKKA ÚR BOLLA. VEGNA þess að ekkert aðdrátt arafl er til myndi áhöfn skips- ins ekki geta drukkið vatn úr bolla, eða glasi, ekki einu sinni í gegnum holt strá, því vatnið myndi ekki haldast í ílátinu. Sjerstaklega útbúin dæla yrði gerð til a.ð þi-engja drykknum ofan í rrianninnj í stað gafla og hnífa yrði að nota tengur, þeg- ar ménn tnatast og það yrði að festa fseðuna við diskana með einhverju móti, því annars Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.