Morgunblaðið - 05.08.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.08.1949, Blaðsíða 2
2 MORG II IS'BLAÐIÐ Föstudagur 5. ágúst 1949. 1 Framsókn ætlar að rjúfa stjórnarsa mvinnuna Þ A.Ð' ef kunnara en frá þurfí að -egja, að Hermann Jónasson æt Lar hverri þeirri ríkisstjórn se • hann er sjálfur ekki for- sætisráðherra í, skamma líf- ■daga. Um þetta breytir engu þó að flokkur sá, sem hann telst formaður fyrir, sje þátttakandi í ríkisstjórninni. Óværð Her- rnanns er alveg hin sama. „Næsta helgi'1 Allt frá því, að núverandi stjórn var mynduð, hefur Her- tnann hugað henni bráðan dauða. Venjulega hafa spádóm- ar hans um dauða-stund stjórn- aemnar miðast við einhvern á- kvrei'Jinn tima að h. u. b. árs- fjórðungi liðnum frá því spoki- yrðin fjellu af vörum spá- mannsins. Dm tveggja og hálfs árs bil hefur hin fyrirhugaða •dánarstund stjórnarinnar þann- ig ætíð verið á næstu grösum, að sögn hins djúpúðga sjáanda, ■en þó ætíð skotist eitthvað á frest eftir því sem tímar liðu fram, Loksins virðist þó sem hin stóra stund sje komin. Nú er ekkí iengur spáð tvo þrjá mán- uði fram í tímann, heldur sagði Timinn 1 síðustu vikulok, að um næstu helgi myndi ’iið rriikls augnablik Hermanns renna upp. Þá eiga þeir Ey- steinn Jónsson og Bjarni Ás- geirsson að knýja stjórnina til að segja af sjer. Síidarieysið ræður úrslitum Þetta er engin nýjung fyrir þá, sem fylgst hafa með þró- umnni innan Framsóknarflokks ins siðustu mánuðina. Fram- sóknarbroddarnir hafa farið um landið þvert og endilangt til að uiidirbúa kosningar. Ætíð hafa þeir þó fram að þessu haft ein- hvern fyrirvara. Nú sýnist svo •sem adir fyrirvarar sjeu úr sógunni. Hvað því veldur er ekki gott að segja. Alþýðublaðið, sem frá fornu fari er nákunnugt í herbúðum Framsoknar, fullyrðir, að það sje vegna þess, hve illa horfi með stldveiðatnar. Framsókn- armenrnrnir sjeu ófúsir til að taka á sig örðugleikana, sem af aflabresti muni leiða. Þeir aefcli í þess stað að gera sig stóra á fyrirsjáanlegum fjárhagsvand ræðum vegna síldarleysisins. Dra þetta iiggja enn ekki fyrir óyggjandi gögn, en sannarlega er ekki ólíklega til getið. F3 rirslattur Tímans Hítt er greinilegt, að sú á- fitæða, sem Tíminn færir fyrir því, að Framsóknarflokkurinn fari nú úr stjórn, fær ekki með r»einu móti staðist. Hún er sú, að hinir stjórnarflokkarnir hafi ei.ki viljað fallast á úrræði Framsóknarflokksins í fjárhags og dýrtíðarmálunum. Það er ekki nema að vonum að öðrum fiokku.m hafi reynst erfitt að fallast á úrræði Fram- sóknar í þessum málum, því að !><u úrræði hafa aldrei verið gorð heyrum kunnug. Jafnvel nú, eítir að Tíminn daglega er farirtn að undirbúa kosningar, lætur hann engan heyra hver ó tæði flokksins sjeu í dýrtíð- ftrmálunum. Það eitt er sagt, að Helgin, sem Hermann hlakkar ti þau mál þurfi að leysa. Auðvit- að bendir Tíminn ekki nú frem- ur en áður á neina leið til þess, nema ef Tíminn og aðstand- endur hans skyldu telja það vænlegasta úrræðið til lausnar þessum vandasömu málum, að efla nú fjandskap og illindi í landinu. Það er hið eina, sem flokk- urinn og málgögn hans virðast nú hafa fram að færa í þjóð- málunum. Skömtuuarseðlarnir og aðalfundur SÍS En tillögurnar um skömmt- unarseðlana og hin atriðin, sem Tíminn öðruhvoru er að burð- ast við að telja upp? Skömmtunarseðla tillagan er þess eðlis, að áður en Fram- sókn setur hana á oddinn til samstarfsslita við aðra flokka, væri henni nær að tryggja fylgi eigin flokksmanna við hana. Þetta hefur að vísu verið reynt. Árangurinn var ekki betri en sá, að samvinnufrömuðir risu upp á flokksfundunum úti um land, hver á fætur öðrum, og sögðu, að þessi tillaga um skip- un innflutningsmálanna væri samvinnufjelögunum síst til góðs. Sannleikurinn væri, að hún væri einber vitleysa, jafn gagnslaus samvinnufjelögunum sem öllum öðrum. Þessi var einnig dómurinn á aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufjelaga. Jafnvel þótt einn aðalhöfundur þessarar fjar stæðu, Skúli Guðmundsson, bæri sjálfur fram á fundinum tillögu um þessi efni, þá þorði hann ekki að minnast á skömmt unarseðla frumvarpið í tillögu sinni. Hann vissi of vel, hver hugur fundarmanna var til þeirrar fjarstæðu, til þess að hann þyrði að leggja hana und- ir dóm þeirra. Af hverju aðgerðalausir á þinginu? En setjum nú sem svo, að Framsóknarmenn tryðu sjálfir á þau bjargráð, sem Tíminn er að fitja upp á þessa dagana, skömmtunarseðlana og annað ekki burðugra, hvernig stendur þá á því, að flokkurinn fylgdi þessum bjargráðum ekki fastar eftir á meðan Alþingi sat frá veturnóttum fram á sumar? Fulltrúafundir Framsóknar hafa ekki bent á önnur úrræði en þau, sem miðstjórnarfund- ur Framsóknar samþykkti í vetur. Sá fundur mun hafa verið einhverntíma í febrúar- mánuði eða þar um bil. Þá var eftir þriggja mánaða þingseta. Ef Framsóknarmennirnir hefðu talið, að þeir gætu ein- hverju verulegu góðu komið fram með þessum tillögum sín- um, þá hefðu þeir vitanlega sett samstarfsflokkum sínum stólinn fyrir dyrnar á meðan þingið sat. Framsóknarmenn mundu þá hafa tilkynt sam- starfsmönnum sínum, að ef þeir fjellust ekki á þessar tillögur, neyddist Framsóknarflokkurinn til að hverfa úr ríkisstjórninni. Ekkert slíkt kom fram af hálfu Framsóknarflokksins. Úrræðaleysi Framsóknar Þingmenn Framsóknar vissu ofur vel allan þingtímann, að skömmtunarseðla frv. þeirra mundi ekkL ná fram að ganga. Þeir ljetu sjer það vel lynda eins og við var að búast, bví að frumvarpið var flutt til að sýnast en ekki í alvöru. Sum hinna ,,bjargráðanna“ munu að vísu einnig hafa verið flutt í frumvarpsformi á þittg- inu, en fæst þeirra vöktu svo mikla athygli, að þau þættu umræðuverð af Framsóknar- flokksmönnum sjálfum, hvað þá öðrum. Allir vissu, að hjer var um hjegómann einberan að ræða: Máttlausar samþykktir úrræðalauss flokks, sem ekki kunni við að halda miðstjórn- arfund án þess að láta þó eitt- hvað eftir sig liggja, jafnvel þótt það væri orðaskvaldrið eitt. Framsókn vill þinghald alt árið En loksins þegar komið var fram á síðasta eða næst síðasta dag þingsins, ljet Eysteinn Jóns son svo ummælt í útvarpsræðu, að í sumar yrði að semja um vandamálin. Annars gaf hartn í skyn, að Framsóknarflokkur- inn mundi ekki vilja verða í samvinnu áfram. Tíminn segir nú, að Hermann hafi sagt eitthvað svipað á þing- inu. Vel má ’vera að svo hafi verið. Eftir því tóku engir, en upp úr hinu, sem Eysteinn sagði, var sýnu meira lagt, eða a. m. k. gerði Helgi Hjörvar svo, því að hann skýrði skömmu síðar svo frá í Útvarpinu skv. ummælum Eysteins, að sýnt væri, að Framsókn væri með bollaleggingar um að rjúfa st j órnar samstarf ið. Eftir kokkabókum Framsókn arflokksins átti það ekki að nægja að hafa þing frá því um miðjan október og fram í miðj- an maímánuð. Strax og þessu langa þingi lauk átti að kveðja það saman á ný til þess að fara að semja um mál, sem legið höfðu fyrir hinu langa þingi, en það ekki viljað sinna. Þetta eru víst þær „hag- kvæmu vinnuaðferðir,“ sem Framsóknarmenn gera sjer stundum tíðrætt um. Framsókn blekkir engan Allur þessi skollaleikur er þýðingarlaus og fær ekki dulið þá staðreynd, að málefna áhugi ræður ekki þessum gerðum Framsóknarflokksins. Ef svo hefði verið hefði flokkurinn lát- ið til skarar skríða á meðan þingið sat. Það, að bitið skuli í skjaldar- rendur um leið og þingið hverf- ur af hólmi, sýnir, að tilætlunin er ekki sú að semja, heldur að slita samstarfinu. Hitt er skiljanlegt, að Fram- sókn vilji reyna að láta þennan tilgang dyljast. Forystumenn hennar vita ofurvel, að megin- hluti landsfólksins vill, að nú- verandi stjórnarflokkar hatdi áfram vinsamlegu samstarfi. Má þó segja, að vinsemd Framsókn- ar, eða a. m. k. Tímans, í nú- verandi samstarfi, hafi verið fremur fyrirferðarlítil. Óttast upplausn flokksins Ráðandi menn Framsóknar eru og áreiðanlega þeirrar skoð- unar, að best færi á því, að nú- verandi stjórnarflokkar ynni saman. Ástæðan til, að þeir hafa látið hrekja sig af rjettri braut er sú, að þeir hafa ekki haft kjark til að horfa fram á ennþá einn klofninginn í flokki sínum. Þeir vita, að Hermann Jónasson mundi ekki hemjast lengur, ef óværð hans fengi ekki útrás. Út af fyrir sig sjá kannske ýmsir Framsóknarmenn ekki svo mikið eftir Hermanni úr flokknum. Þeir óttas.t fremur, að ef það ætti enn einu sinni fyrir flokknum að liggja, að formaður hans flæmdist úr . 1 . í honum, mundi það opna augi^ fylgismannanna um land alfl fyrir allsherjar óheilbrigðl flokksins og leiða til skjótrajj upplausnar hans. Horfið augnablik Þess vegna er það, sem þeiil blása nú í herlúður sinn, til a<3 reyna að halda hinni dreifðtí hjörð saman. í alt sumar hafaí þeir hikað, en nú segir Tím-< inn, að þeir sjeu staðráðnir 2 að leggja út í stríðið. Er senni-s legt, að rjett sje getgáta 41-< þýðublaðsins um, að síldarloys-i ið hafi haft úrslita áhrif til að sannfæra lúðurþeytarana um, að nú væri rjetta „augnablik- ið“ til að hefja herblásturinn. Allt er þetta mannlega skilj- anlegt. En hætt er við, að Frairi sóknarflokkurinn fái að reyna, að landsfólkinu líst ekki leng- ur sjerlega gæfulega á flokk þeirra. Sundrungin og óheil- indin innan Framsóknar fá ckkl lengur dulist. Slíkur flókkur er* ekki vænlegur til forystu í rrál- um þjóðarinnar. Þjóðin mun og sannfæra Hermann Jónasson og fylg^ménn hans um, að ,.at -.na blik þeirra er liðið.“ Bærinn tefgisl m fyrir ár A BÆJARSTJORNARFUNDI í gær minntist borgarstjóri á staðsetningu nokkurra stórbygg inga og sagði m. a.: Kjötmiðstöðin í fyrra var gert ráð fyrir að væntanleg kjötmiðstöð yrði byggð við Grenásveg og Suður landsbraut, í nánd við fyrirhug aða iðnaðarhverfi, sem þar á að rísa. Ágreiningur var milli skipulagsnefndar ríkis og skipulagsmanná bæjarins, um staðsetningu þessa. Skipulags- nefnd ríkisins vildi velja kjöt- miðstöðinni stað við Elliðarár- vog, en skipulagsmenn bæjar- ins töldu það óþarft, að hafa stöðina út við sjó, hentugra að geyma þann stað handa þeim stofnunum. sem þurfa að vera við sjóinn. Þann 18. júní kom brjef frá SIS um lóð fyrir kjötfrystihús og matvælagerð, sem á að vera í sambandi við kjötmiðstöðina. Eftir þetta óskaði bæjarráð eftir, að samvinnunefnd skipu- lagsmanna ríkis og bæjar á- kvæðu staðsetningu kjötmið- stöðvar, áburðarverksmiðju og athafnasvæðis fyrir bæjarstofn anir. Áburðarverksmiðjan Nefnd sú, er fjallað hefir um áburðarverksmiðjumálið, hefir komist að þeirri niður- stöðu, að nauðsynlegt sje, að áburðarverksmiðjan verði reist í Reykjavík, eða í grend við bæinn, vegna þess, að hjer verður auðveldast í framtíðinni að láta verksmiðjunni í tje alt það rafmagn, sem hún þarfn- ast. Samvinnunefndin er helst á því, að kjötmiðsötðin verði reist innan við Elliðaár og á- burðarverksmiðjan við Elliða- árvog. Athafnasvæði bæjarstofnana Oft hefir verið rætt um það, að hentugt væri í framtíömni, að stofnanir bæjarins hafðu sameiginlegt athafnasvæði, þav sem væru viðgerðarverkstæðí, geymsluhús og fleira er þær gætu haft sameiginleg not af, Þarna þyrfti að vera rúmgott svæði með nauðsynlegum bygg ingum. Samvinnunefndinni hef ir verið falið að gera tillögur um staðsetnngu þessarar stofn unnar. Nokkur ágreiningur hefir verið um það hvort iðnbyggi. byggingarnar sem talað var um að staðsetja við Grensás- veg og Suðurlandsbraut ættu að vera þar eða ekki. —■ Vilja sumir hafa íbúðarhús meðfram aðalveginum inn i bæinn. En þá ber þess að gæta, að Suður. landsbrautin verður ekki ein9 mikil aðalumferðaræð inn £ bæinn og hún er nú þegar Miklabrautin kemst í full not. Hefir bæjarráð óskað eftir að þessi mál verði athuguð sem fyrst. Ijekkar eiga að gleym Masaryk og Benes PRAG, 3. ágúst: Póststjórnm i Tjekkóslóvakíu tilkynti í dag„ að frímerkin með myndum Z Masaryk og Benes, fyrrum for" setum Tjekkóslóvakíu, sem út’ voru gefin 1945—1948 væru 6- gild og tekin úr umferð frá og með 31. október n. k. ÞaS eina, í Prag, sem enn minnir á að Benes forseti hafi vericS til, eru smámyndir af honum* sem enn eru til sölu og stilí er; út í suma búðarglugga. — Reutetv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.