Morgunblaðið - 05.08.1949, Blaðsíða 10
10
MORGU'NBLAÐIÐ
Föstudagur 5. ágúst 1949.
Framhaldssagan 57
■ IIIMMIIIMIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIItMIIIIMIIIMI
IMMIM■IMMMMMMIIIMIMMMMMMMMMMtMMMMMMMIIII,.
Kira Arqunova
Eítir Ayn Raná
IIMMIMMMMM
IM|i,*IIIMIMIIIHIIIHIIIIMMIIMIIIIMMIIHMMIHMMMI
IMMMIMMMMMMMIMI
IIIMIMMlmllllllllllllllllMMMMMIMMMMMM
sumarið og stóðst ekki freist-
inguna. Leo hafði fengið vinnu
þennan sama sunnudag við að
rífa upp steinlagningu í götu,
sem átti að gera við. Hann vildi
að hún færi með Andrei.
Siórinn var spegilsljettur og
sólargeislamir ljeku sjer á yf-
irborðinu. Vindurinn hafði
feykt sandinum á ströndinni í
jafnar bylgjur og rætur furu-
trjánna stóðu berar upp úr
jarðveginum.
Kira og Andrei syntu kapp-
sund. Kira vann, því að hann
gat ekki náð iiandfestu á fót-
um hennar, sem þutu áfram
fyrir framan hann og hún
skvetti vatninu í augu hans. En
Andrei var á undan, þegar þau
komu á land og hlupu eftir
ströndinni, svo að sandurinn
þyrlaðist yfir höfuð þeirra og
vatnið skvettist yfir sunnudags
gestina. sem lágu og sóluðu sig
í ró og spekt. Hann náði henni
og þau ultu niður brekkuna og
veltu matarkörfu fyrir rosk-
inni konu, sem sat flötum bein
um í sandinum. Henni varð svo
bilt við að hún hljóðaði upp
yfir sig, en þau gátu varla stað
ið upp fyrir hlátri. Þegar kon-
an stóð upp og vaggaði á burt
með körfu sína og tautaði í
barm sjer eitthvað um . æsku-
fólkið nú tii dags ,sem aldrei
gæti farið leynt með ástaræv-
intýrin“, þá hlógu þau ennþá
hærra.
Þau borðuðu kvöldverð á
litlu, óþrifalegu veitingahúsi.
Kira talaði ensku við veitinga
manninn. Hann skildi ekki
eitt einasta orð. en hneigði sig
og stamaði og hélti vatni yf-
ir boiðið í ákafanum við að
gera fyrsta úílen.ska gestinum
til geðs. Þegar þau fóru. borg-
aði Andrei tvöfalt verð fyrir
matinn og veitingamaðurinn
hneigði sig alveg niður í gólf
fullviss þess að þetta væru út-
lendingar. Kira gat ekki dulið
undrun sína, en Andrei hló.
„Því ekki?“ sagði hann. —
„Hann verður áhægður og jeg
vinn mjer inn miklu meiri pen
inga, en jeg hefi þörf fyrir
sjálfur“.
Þegar þau sátu í lestinni um
kvöldið á leiðinni til borgar-
innar, spurði Andrei:
„Kira, hvenær fæ jeg að sjá
þig aftur?“
„Jeg skal hringja til þín“.
„Hvenær?"
„Eftir nokkra daga“.
„Nei, jeg vil fá að vita ein-
hvern ákveðinn dag“.
„Jæja, þá á miðvikudags-
kvöldið“.
„Eftir vinnutímann við
Sumar-skemtigarðinn“.
„Fyrirtak“.
Þegar hún kom heim, sat
Leo sofandi í stól. Hann var
óhreinn og rykugur og enni
hans var heitt og þvalt. Dökk-
ar augabrýrnar voru Ijósar af
ryki. Hún sá strax, að hann
var úrvinda af þreytu.
Hún þvoði honum í framan
og hjálpaði honum úr fötunum.
Hann hóstaði þurrum hósta.
Næstu kvöld rifust þau, en
loksins ljet Leo undan. Hann
lofaði að fara til læknis á mið-
vikudaginn.
Vava Milovskaja hafði tal-
að svo um við Victor, að þau
hittust á miðvikudagskvöldið.
Síðari hluta miðvikudagsins
hringdi Victor til hennar. Hann
bað hana afsökunar á því, að
hann gæti ekki komið. Hann
sagðist hafa ýmsum áríðandi
störfum að sinna í skólanum.
Áríðandi störf höfðu einnig
hindrað að hann kæmi þrjú
síðustu skiptin. Vava hafði
heyrt orðróminn, sem var kom
inn á kreik. Hún hafði heyrt
nafns getið. Hana var farið að
gruna ýmislegt.
Um kvöldið klæddi hún sig
í sparikjólinn, batt svart lakk-
belti utan yfir hvítu sumarkáp
una sína, málaði varir sínar
vandlega með nýja útlenska
varalitnum og setti á sig bein-
armbandið Hún sagði móður
sinni, að hún ætlaði að fara
og heimsækja Kiru Argunovu.
Hún hugsað sig um dálitla
stund, þegar hún stóð fyrir ut-
an dyrnar og höndin í hvíta
hanskanum var lítið óstyrk,
þegar hún hringdi dyrabjöll-
unni.
Leigjandinn, sem var í skó-
verksmiðjunni, opnaði fyrir
henni.
„Kira Argunova? Jú, gerðu
svo vel“, fjelagi“, sagði hann.
„Þú verður að ganga í gegn
um herbergi borgara Lavrovu.
Það eru þessar dyr“.
Vava opnaði dyrnar án þess
að berja.
Þarna stóðu þau saman ....
Marisha og Victor .... við
grammófóninn og tónarnir úr
,Moskva-brunanum“ ómuðu
um herbergið.
Victor fölnaði af reiði, en
kom ekki upp nokkru orði. En
Vava leit ekki á hann. Hún
kastaði til höfðinu eins kæru-
leysíslega og hún gat, enda
þótt hún berðist við tárin, og
sagði við Marishu;
„Jeg við þig afsökunar,
borgari, jeg þarf að komast inn
til borgara Argunovu“.
Marishu grunaði ekkert. Hún
benti með þumalfingrinum á
dyrnar inn til Kiru og Vava
sveif hnarreist í gegnum stof-
una. Marisha skildi ekki, hvers
vegna Victor þurfti að fara
strax.
Kira var ekki heima, en Leo
var heima.
Kira hafði verið kvíðafull
allan daginn. Leo hafði lofað
að hringja til hennar á skrif-
stofuna og segja henni, hvað
læknirinn hefði sagt, en hann
hafði ekki gert það. Hún
hringdi þrisvar sinnum heim,
en enginn svaraði. Á heimleið-
inni mundi hún eftir því, að
það var miðvd. og hún hafði
lofað að hitta Andrei. — Hún
vildi ekki láta hann bíða á-
rangurslaust. Hún ákvað að
fara strax heim. Hún var kom-
in að hliðinu á Sumar-skemti-
garðinum á tilsettum tíma.
Andrei var ekki kominn.
Hún leit út á götuna. Það
var farið að rökkva og hún
gægðist undir trjen i garðin-
um. Hún beið. Tvisvar sinnum
spurði hún varðmanninn hvað
kiukkan væri. Hún beið. Hún
skildi ekki, hversvegna hann
kom ekki.
Þegar híut loksins hjelt heim
leiðis, var hún búin að bíða í
rúman klukkutíma.
Hún kreppti hnefana í vös-
unum. Hún mátti ekki hafa á-
hyggjur af Andrei. Hún þurfti
að hugsa um Leo og hvað lækn
iránn haíði sagt. Hún hljóp
upp tröppurnar, í gegnum her-
bergi Marishu og opnaði dyrn-
ar. Vava lá á legubekknum, svo
að hvíta kápan hennar fjell
niður á gólfið. Hún lá í örmum
Leos og varir þeirra mættust í
kossi.
Kira stóð kyrr og horfði á
þau, sem þrumuilostin.
Þau stukku á fætur. Leo var
drukkinn. Hann átti bágt með
að halda jafnvæginu. — Hann
brosti bitru og háðslegu brosi.
Vava eldroðnaði. Hún opn-
aði munninn og ætlaði að segja
eitthvað, en kom ekki upp
nokkru orði. Þegar hin þögðu
líka, hrópaði hún loksins:
„Þjer finnst þetta voðalegt,
er það ekki? — Þú hefir and-
styggð á mjer, jeg veit það.
Það hefi jeg líka. Andstyggð og
viðbjóð. En mjer er alveg
sama. Mjer er alveg' sama,
hvað jeg geri. Mjer þykir ekki
vænt um nokkurn mann í öll-
um heiminum. Þjer finnst jeg
skepna. Já, þá skal jeg segja
þjer, að jeg er ekki eina skepn-
an. Og mjer er sama. Hund-
sama“.
Hún fór að gráta, hentist út
úr stofunni og skellti hurðinni
á eftir sjer.
Hin tvö stóðu hreyfingar-
laus.
„Jæja, segðu það þá“, hreytti
hann loksins út úr sjer.
„Hvað á jeg að segja?“ svar
aði hún rólega.
„Það er alveg eins gott að
þú farir að venja þig við það.
Það er best áð þú farir að sætta
þig við að jeg sje ekki hjer.
Jeg verð hjer ekki mikið leng-
ur“.
„Leo, hvað sagði læknirinn?“
Hann hló.
„Hann sagði hitt og þetta“.
„Hvað á að gera, svo að þjer
batni?“
„Ekkert. Ekki nokkurn skap
aðan hlut“.
,,Leo“.
„Ekkert. Jeg fæ það ókeypis.
Eftir nokkrar vikur kemur
það“.
„Hvað, Leo?“
Hann riðaði og sló kæruleys-
islega til höndunum.
„Ekkert .... merkilegt. Bara
.... berklar“.
„Eruð þjer konan hans?“
spurði læknirinn.
Eftir nokkra umhugsun svar
aði Kira:
„Nei“.
„Nú, já, jeg skil“, sagði lækn-
irinn.
Svo bætti hann við:
„Jeg býst við, að þjer hafi
rjett á að fá að vita, hvernig
málinu er háttað. Heilsu fjelaga
Kovalenskys er mjög hætt kom
ið. Við köllum þetta berkla á
byrjunarstigi. Það er ennþá
hægt að koma í veg fyrir, að
veikin nái tökum á honum. En
eftir nokkrar vikur er það
orðið of seint“.
„Eftir nolrkrar vikur er hann
búinn að fá .... berkla?“
„Já. Berklar eru altaf alvar-
Vofan í Triona kastala
Eftir WINIFRED BEAR
9.
Þær gengu enn áfram um stund. Þegar þær voru næst-
um komnar upp að kastalanum, fór María að horfa svo
mikið á klettanibbu, sem var fremst út við sjóinn. „Nei,
sjáið þið klettinn,“ hrópaði hún. „Sjáið þið, hann er alveg
eins og stór rjómabolla í laginu,“ sagði hún hlæjandi.
Ella fór að hlæja. „Eigum við að klifra upp á klettinn og
sitja þar nokkra stund,“ sagði hún og leit til Rosemary.
En báðum stúlkunum til undrunar tók Rosemary kulda-
lega undir. „Við verðum að flýta okkur,“ sagði hún og leit
á armbandsúrið. „Jeg bjóst ekki við, að við myndum tefj-
ast svo lengi á ströndinni við að tala við fólkið. Jeg hjelt,
að við hefðum nógan tíma, en nú er best, að jeg fylgi ykkur
upp að kastalanum.“
„Það þarf alls ekki að fylgja okkur alla leið, ef þú hefur
lítinn tíma og vilt snúa við,“ sagði Ella.
„Jeg ætla að fylgja ykkur upp að kastalanum,“ svaraði
Rosemary ákveðin, eins og þetta væri frekar herganga en
skemmtiganga, sem þær voru á.
Hvað hafði umbreytt svo skyndilega skapi hennar Rose-
mary, gat það verið, að hún hefði reiðst svona þegar hún
sá luralega rauða sjómanninn? Um þetta var Ella að hugsa
og nú sagði hún til að reyna að koma öllum í gott skap og
til að jafna deiluefnið:
„Jæja, við höfum þá ekki tíma til að klifra upp á klett-
inn, en jeg ætla bara að skreppa yfir að honum og rjett hta
á hann. Ætlar þú að koma með María?“
„Já, hvort jeg ætla,“ hrópaði María.
Báðar stúlkurnar litu til Rosemary og væntu samþykkis
eh hún var orðin náföl í framan, nema rauðir blettii á
kinnunum. -úþáSii
"„Jæja,’þið ætlið að fara ykkar fram,“ muldraði hún. „En
það lendir allt á mjer, ef þið komið of seint upp í kastal-
ann.“
! -Þessi síðustu orð urðu þess valdandi, að Ella hikaði. En
María var þrárri í lund.
7,Það tekur ekki meira en eitt augnablik,“ sagði hún. „Jafn-
vel þó þú gangir áfram með þessum hraða í áttina til kastal-
ans, þá skulum við vera búnar að ná þjer löngu áður en
þangað kemur.“
"Og þar með hlupu þær af stað.
IfífljurJ ]
Kúrckinn, sem útli vanda til aS
sparka ofan af sjer sænginni.
★
Mússólini var <lvr í rekstriS
Jamkvæmt skýrslu, sem út hefur
verið gefin, hefur Mussolini kostað
itdl ska ríkið hvorki meira nje minna
en- 3 miljarða líra í beinum útgjöld-
uIW. Þar með eru talin útgjöld við
lífvörð hans, en í honum voru 700
m@nn. Hann kostaði um miljón líra
á ? mánuði. Hátíðahöldin, þegar
Mússólini tók á móti vini sinum
Hitler 1938, kostuðu alls um 1 mil-
jarð, og svo var það síðasta ástar-
æfíntýri einræðisherrans. Það kost-
aði landið um 500 miljónir.
*
Hve mörgum ætluði hún aft
giftast?
— Jeg er að velta því fyiir mjer,
hve marga menn jeg geri óhamingju-
sama, þegar jeg giftist?
— Hefurðu hugsað þjer að giftast
mörgum?
¥
Ifei, ert þaS þú, Monty?
— Jeg lifi í landi, þar sem jeg
verð að borga 8 shillinga af hverjum
20, sem jeg vinn mjer inn, í skatt,
en samt fæ jeg ekkert í staðinn,
sagði Montgomery marksálkur í
ræðu í klúbb, þar sem hann var
heiðursgestur. Enginn tænur ösku-
bakkann fyrir mig, enginn tekur
brjefaruslið, sem jeg hefi ekkert við
að gera og fjarlægir það. Jeg verð
sjálfur að fara með það út og
brenna því.
Siðar i ræðunni fór hann að tala
um fjelagslyndi. Þegar jeg er að aka
með strætisvagni og hann stansar
á gatnamótum, vegna þess, að um-
ferðarljósið segir svo til um, litur
kannske vagnstjórinn aftur til min
og segir:
— Hei, ert það þú, Monty?
Slikan vinskap líkar mjer vel við.
Meðal hermanna er hann mjög tið
ur, og ef hann kæmist einnig á mcð-
al óbreyttra borgara yrði heimurinn
miklu friðsamlegri.
¥
ÞaS var í Frakklandi.
— Jeg skil ekki hversvegra Pielri
er svona þögull, þegar hann er að
aka?
— Það er vegna þess, að hann
getur ekki tekið hendurnar af stýr-
inu til þess að tala.
| MAGNUS THORLACIUS, |
hæstarjettarlögmaður |
| málflutningsskrifstofa I
| Aðalstræti 9, sími 1875 |-
(heima 4489). 2
■iMIIIIIIMMIIMIIIIMIIMIMMIIMIIIIIIIIIIIIMIIMMIIiMIIIIIKt
Einar Ásmundsson
hœstarjettarlögmalfur
Skrifstofa:
Tjamargölu 10 — Sími 5407.