Morgunblaðið - 05.08.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.08.1949, Blaðsíða 1
r 36. argangur. 175- tbl. — Föstudagur 5. ágúst 1949. Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandarísku herforingj- arnir komnir til Parísar Æfla að ræða yið Monlgomery rnarÉálk Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. PARÍS, 4. ágúst. — Yfirforingjar herstyrks Bandaríkjanna fcru irá London um miðjan dag í gær, eftir að hafa átt viðræður við herforingja Breta, Dana og Norðmanna. Komu þeir til París, ætla að dveljast hjer í tvo daga og ræða við franska, belgíska, hollenska og portúgalska herforingja. Auk þess munu þeir ræða við Montgomery marskálk, yfirmann sameiginlegs herstyrks Vestur-Evrópu. Fundur með frönskum yfirfcringjum. Herforingjarnir, sem koma fram í viðræðunum fyrir hönd Frakka eru George Marie her- ráðsforingi, Lemonnier *flota- foringi og Lecheres flugforingi. Viðstaddur verður einnig Paul Reynaud landvarnarmálaráð- herra Frakka. Fundur þessi verður fyrir hádegi á morgun. Ræða við Montgomery. A eftir munu bandarísku herforingjarnir fara til við- ræðna í Fontainebleu höllinni í París við Montgomery mark- skálk, yfirmann sameiginlegs herafla Vestur-Evrópu. A þeim fundi verða einnig Tassigny hershöfðingi, Jaujard flotafor- ingi og Robb flug'marskálkur. Skipulagning hervarna. Denfeld yfirflotaforingi Bandaríkjanna skýrði frá því í dag, að á öllum viðræðufund- unum undanfarið hefði ríkt hið besta samkomulag. Unnið hefði verið að skipulagningu her- varna Vestur-Evrópu í sam- ræmi við Atlantshafssamning- in og hefði nokkuð verið rætt um tilvonandi skiptingu á her- gagnasendingum til Vestu,--Ev- rópu-ríkjanna PARÍS, 4. ágúst. — Aga Khan, hinn indverski auðjöfur og kona hans komu til París í dag, eftir að hafa dvalist í Nissa í Suður-Frakklandi, en þar var stolið frá þeim gimsteinum og skartgripum að verðmæti 213 milljón frankar. í fyrstu ndt- aði hann að tala við blaðamenn, en hálftíma siðar átti hann fund með þeim. Var hann þá hlæj- andi og sagði m. a.: „Nú þurf- um við ekki að vera hrædd við þjófa, við eigum ekkert eftir, sem hægt er að stela frá okkur.“ — Reuter. Taugasfríðið æflar aldrei að faka enda í Kanfaraborg KANTARABORG — í síðustu styrjöld var það þáttur í tauga- stríði Þjóðverja gegn almennum borgurum í Englandi, að setja flautur á stjelin á sprengjum þeim, er þeir vörpuðu yfir breskar borgir. Flauturnar gáfu frá sjer skerandi hvinhljóð. svo að hverjum einum fannst sem sprengjan væri óðfluga að nálg- ast. Styrjöldinni lauk, en í Kant araborg heyrist oft sama hljóðið og í hryllingsflautunum. Sem betur fer er samt engin hætta á ferðum heldur kemur hljóðið frá páfagauk, sem lærði að herma eftir hljóðinu. Pafagauk- urinn heitir Polly. Hann kann einnig að líkja eftir vjelbyssu- skothríð. — Reuter. Truman vcngóður um fjárveitingu WASHINGTON, 4. ágúst: —- Truman forseti Bandaríkjanna átti fund með blaðamönnum í dag, þar sem hann sagði, að hann teldi líklegt, að banda- ríska þingið myndi óbreytt fall ast á að veita fjárupphæð þá, sem hann hafði fari^ fram á til hergagnasendinga til Ev- rópu. Upphæðin var 1450 milj- ón dollarar. Hinsvegar taldi Truman, að þingið myndi vilja setja vissar reglur um, hvert hergögnin yrðu send. — Reuter. Drobny fær svissnoskf vegabrjef GENF, 4. ágúst; — Tjekkneski tennismeistarinn Drobny, sem neitað hefir að snúa heim und ir stjórn kommúnista, er nú farinn frá Svisslandi. — Hann ætlar að taka þátt í tennis- keppni á þriðjudaginn kemur í Ostend í Belgíu. Hann fjekk vegabrjef hjá svissnesku stjórn inni. Síðar í mánuðinum mun hann fara til Bandaríkjanna, taka þátt í keppni og ef til vill setjast þar að. — Reuter. Útvarpsstyrjöld. LONDON — Utanríkisráðuneytið hefir tjáð júnginu, að Bret.and og Bandai íkin sjeu að vinna „útvarps- styrjöld“ við Rússland. Kommúnistaher hefur foyrjað innrás í S-Kóreu Syngman Rhee Þessi mynd var tekin nýlega af Syngman Rhee, forseta Suður-Koreu. Mei í fyggigúmmí- úfflufningi WASHINGTON; — Utflutn- ingur Bandaríkjanna á tyggi- gúmmí hefir aldrei fyrr verið meiri en á síðasta ári. — Nam útflutningurinn 5,500 smálest um. Mest var flutt út til Filipps eyja eða um 25 prósent. — Reuter. Nota tækiíærið erbanda- ríska hernámsliðið hvarf Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Rcuter. SEOUL, 4. ágúst. — Það var tilkynnt í dag, að hersveitir kornm- únista í Norður-Kóreu hefðu gert innrás í Suður-Kóreu og standa nú yfir bardagar á landamærunum. Er attiyglisvcrt, £.ð þetta gerist daginn áður en Chiang Kai Shek og Syngrnan Rhee forseti Suður-Kóreu koma saman í Seoul til að ræða stofnun Kyrrahafsbandalags. "^Bandaríska hernámsliðið far- I ið á brott. Fíugferðir fii Hong Kong Landamærj Suður- og Norð- ur Kóreu liggja eftir 38 hreidd arbaug. Sú skifting var ákveð- in? þegar landinu var skift nið- LONDON, 4. ágúst: — Breskaiur í hernámssvæði Bandaríkj • flugfjelagið BOAC tilkynnti í anna og Rússa. Nú hefur verið stofnað lýðveldi í Kóreu og er allt bandaríska hernámsliðið á dag, að það hefði ákveðið að taka hina langfleygu tegund farþegaflugvjela Argonaut til flugferða frá Bretlandi til Austur-Asíu. Verður flogið um Indland. Ferð til Hong Kong mun taka þrjá daga og til Tokyo fjóra daga. Flugvjelar þessar munu taka 40 farþega. — Reuter. ..Voveiflegur dauðdagi. LONDON — Fyrir vköminu fanst kona nokkur í Glasgow dauð á heimili sinu. Halði verið skorið á slagæðar beggja lianda. Tveimur dögum síðar þekktist lík manns hennar, en það hafði fundist í ánm Clyde nokkru fyrr. Hjónin höfðu verið 6 mánuði í hjónabandi. Tito marskálkur óttast herárás á Jágóslavíu Biður hermenn að vera filbúna fil varnar Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. EELGRAD, 4. ágúst. — Tító marskálkur, einræðisherra Júgó- slaviu, sem nú er á ferð í suðurhluta Júgóslavíu, hjelt ræðu í dag yfir júgóslavneskiim hermönnum. Virðist eftir ræðunni að dæma, að Tító sje farinn að óttast róttækari aðgerðir Rússa og ef til vill innrás í Júgóslavíu. ÍMeesta hættan í Makedóníu. Tító sagði í ræðu sinni, að hermennirnir yrðu jafnan að vera viðbnnir til að verja frelsi Júgóslavíuu. Hann sagði, að Makedónia væri sá hluti Júgóslavíu, sem væri í mestri hættu fyrir árásum. Óttast stríð. Hann kvað þar vera bestu hermenn Júgóslavíu og þeir væru jafnan viðbúnir til að verja frelsi Júgóslav u og mynda skjaldborg um nýsköp- un landsins. Þá sagði hann það andvaraleysi, að ímynda sjer, að Júgóslavia fengi jafr.an að búa í friði. t>ingmanni ræni á Sikiley PALERMO, 4. ágúst: — ít- alsld þingmaðurinn Giovanni Lomonte var nýlega á gangi eftir þjóðveginum nálægt Cast- ronova, þegar vopnaðir ræn- ingjar spruttu upp við vegar- brúnina, bundu hann og kefl- uðu og höfðu á burt með sjer. Hafa ræningjarnir krafist lausn argjalds fyrir þingmanninn, en lögreglan leitar í nágrenninu með fjölda blóðhunda. burtu þaðan. Bardagar á Ong Chin skaga- Kommúnistar frá Norður- Kóreu hafa gert innrás á Ong Chin skagann, sem er landfast- ur við Norður Kórea, en fremsti oddi skagans er fyrir sunnan 38. hreiddarbaug og tilheyrir því Suður Kóreu. —- Talið er, að um 5000 manna herlið kommúnista hafi ráðist inn fyrir landamærin, en Suð- ur Kóreuliðið hefur búist til varnar og standa yfir harðir bardagar á skaganum. Viðræður uni Kvrrahafs- handalag. Á morgun koma Chiang Kai Shek foringi Kuomintang flokksins kínverska og Syng- man Rhee forseti Kóreu saman á fund í Seoul, höfuðborg Ko reu. Munu þeir ræðast við urn stofnun Kyrrahafsbandalags á móti kommúnistum, en áður hefur Quirino forseti í ilipps- eyja lýst sig fylgjandi stofnun slíks handalags. Forsefi heiðrar dr. Björn Þórðarson 1. ÁGÚST sæmdi forseti ís- lands fyrrverandi forsætisráð- herra, dr. juris Björn Þórðar- son stórkrossi Fálkaorðunnar. Eins og kunnugt er var dr. Björn forsætisráðherra er lýð- veldið var stofnað, auk þess gengdi hann samviskusamlega einu umfangsmesta og vanda- mesta dómaraembætti á Islandi um langt árabil, svo og ýms- um trúnaðarstörfum. Var með- al annars sáttasemjari ríkisins í rúm 16 ár Ennfremur hefir hann innt af hendi merkileg ritstörf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.