Morgunblaðið - 05.08.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.08.1949, Blaðsíða 8
8 7Í . | 7T*ltf MORGUNBLAfílÐ Föstudagur o. ágiist 1949. — Meðal annara orða Frh. af bls. 6. enn sætu þar. Síðan var skila boðum komið til aðstandenda hinna óhamingjusömu manna. Nú hefir Hildebrandt spjald- skrá yfir 12,000 óbreyttra borg ara, sem hann veit um í Rúss- neskum fangabúðum. En frá því stríðslok hafa um 250,000 manns horfið á dularfullan hátt á rússneska hernámssvæðinu. En 7,000 beiðnir um upplýsing ar liggja fyrir hjá fjelagsskapn um. • • REYNA AÐ VINNA HYLLI HANS KOMMÚNISTAR lýsa því yf- ir, að Hildebrandt sje ekkert annað en ensk-bandarískur njósnari. Samt hafa þeir hvað eftir annað sent fulltrúa til hans til að reyna að vinna hann á sitt band. Úfflufningur Berlín eyksf BERLÍN, 4. ágúst: — Útflutn- ingur iðnvarnings frá Berlín hefir aukist mikið síðan járn- brautarsamgöngur opnuðust á ný. Nam hann í júlímánuði 1 milljón 600 þús. dollurum. | Renoult | | 4ra manna, lítið keyrður, \ = til sölu við austurenda j j Hafnarhússins kl. 5—6 í ; I dag. — Trjen hans Mendelsohn fá að lifa CAMBERWELL í Bretlandi. — Felix Mendelsohn bjó um tíma í Camberwell. Hann unni því mjög að dveljast í stórum trjá- garði skammt frá borginni. Þar voru rúmlega 100 trje og um vor eitt, er þau voru að laufgast kom andinn yfir Mendelsohn og hann samdi yndisfagurt lag ,,Vorsönginn“ sem flestir kann ast við. í sumar ákvað bæjar- ráð að það skyldi höggva 70 trje vegna þess, að þau væru orðin hættuleg og gætu fallið og valdið slysum. Átti að fara að hefja verkið, en þá kom upp sterk mótmælaalda Brjef bár- ust svo þúsundum skifti þar sem trjánum var beðið lífs. Og ný- lega sat bæjarráð fund að nýju. Þar var ákveðið, að trjen skyldu fá að vera óhögguð —Reuter. Einvígiskappi missir marks. HAVANA: Eduardo Chiba; fyrr- verandi öldungadeildarþingmaður, sem hefir sex sinnum skorið úr stjóm málaerjum við andstæðinga sína með því að skora þó á hólm. fór nýlega enn einu sinni til einvigis, en hvorki hann nje andstæðingurinn særðust. Aldrei þessu vant hafði Chibas skammbyssu að einvigisvopni, en venjulega hefir hann barist með sverði. Skutu Chibas og rithöfundur sá, er á hólminn gekk móti honum, sin- um tveimur skotunum hvor í 20 skrefa fjarlægð. en hæfðu víðs fjarri settu marki. Einvígisdómarinn taldi heíðrinum þó borgið og stöðvaði frek Lá við dauðaslysi Frá frjfettaritara Mbl. í Kjós. NÝLEGA VAR á- ætlunarbíllinn R 2050 að koma frá Reykjavík. En hann hefir daglegar ferðir upp í Kjos. Var bíllinn á leið upp í Laxárdal. Staðnæmdist hann á móts við hinn nýja barnaskóla eri hann stendur skamt frá aðalvegi. — Vinna 3 menn við skólann, auk þeirra eru þar hjón með dreng tæpra 2ja ára oamlan. Á meðan billinn stansaði hafði drengurinn hlaupið upp að bíln um, en bílstjórinn stansaði, sá hann drenginn hfcitna við skólann og einn af verkamönn- unum, sem vinna við skólann fór upp að bilnum og var dreng urinn þá heim við skólann. — Hafði því drengurinn hlaupið upp að bílnum án þess að bíl- stjórinn eða aðrir, sem í biln- um voru eoa þessi verkamaður vrði hans vör. En móðir drengs ins og menn þeir, sem heima voru við skólann, sáu htnsveg- ar til ferða drengsins og hljóp til þess að forða honum frá slysi, en varð of sein. Og skipti það engum togum, er bíllinn ók af stað, hafði drengurinn þá verið fyrir framan bílinn, fjell hann þegar undir bilinn og varð drengurinn á nnili hjól anna og segir sjónarvottur er nærstaddur var, að annað aft- urhjól bílsins hafi lítille?a snert hann. Fór bilstjórinn strax suð ur með drenginn. Við athugun kom í ljós, að hann er töluVert marinn á öðrum fæti og upp á læri og mjðm, en óbrotmn. Drengurinn heitir Róbert Gunnar. Foreldrar hans eru Ása Þórarinsdóttir og Alan E. Boncher, M. A. Er hann vörslumaður við Laxá í sum- ar. 1 sambandi við þessa frjett skal það tekið fram, a* hjer hafi engum verið hægt um að kenna, eins og að framan er frá skýrt. Enda er bílstjóri sá er stýrir þessum bíl, viður- kendur ágætis bilstjóri og hef- ir fengið sjerstakt orð fyrir gætilegan akstur og er hann búinn að keyra bíl í fjölda mörg ár. St. G. ! Amerísk sumarföf | I ljós einhneppt vönduð á : l meðalmann, til sölu án i i miða. Upplýsingar Hverf- i i isgötu 40 frá kl. 1—8 í f I dag. Sími 80158 Maður druknar við Álffanes SÍÐASTLIÐIÐ laugardags- kvöld vildi það sviplega slys til að Grímur Thomsen Tómas- son húsasmíðameistari, fjell út af trillubát sínum og drukkn aði. Grímur heitinn var nýfluttur að Katrínarkoti á Álftanesi. Fór hann þetta kvöld í bát sín um til þess að vitja um hrogn- kelsanet úti á firðinum •— Ná- granni hans Valgeir Eyjólfsson bóndi á Hausastöðum, varð honum samferða á sínum bát, því netalagnir þeirra voru á sama miði. Er þeir voru komn ir skammt frá landi bilaði vjel in í bát Gríms heitins, eða var í ólagi, svo Valgeir dró bát Gríms út -að netunum. En þeg ar þeir voru komnir nálægt netunum, var dráttartaugin losuð og ætlaði Grímur heitinn að róa út að sínu dufli. Hafði hann lagt út árar. En það skipti engum togum. Rjett á eftir varð Valgeir þess var, að Grímur steyptist útbyrðis. Valgeir hafði stöðvað vjelina í sínum bát og rjeri nú eins hratt og hann gat þangað sem bátur Gríms var, En Grími skaut ekki upp. Ekki er hægt að gera sjer fulla grein fyrir hvernig á því stóð að Grímur heitinn fjell úr bát sín um, en talið líklegt að hann hafi fengið aðsvif. Á sunnudaginn tókst að finna lík hans, því hægt var að finna staðinn af duflinu. Með fjör- unni sást hvar líkið lá í botn- inum á 3% faðms dýpi. Grímur heitinn var 41 árs að aldri. Hann lætur eftir konu og fjögur börn, það yngsta 4ra ára, en það elsta ftýfermt. — Ekkja hans er Anna Kristins- dóttir. Eggert Claessen f Gústaf A. Sveinsson | | Odfellowhúslð Sími 1171 \ hæstarjettarlögmenn I Allskonar lögfræðistörf ? MlJIIHMMMMIMMMMIHMMIIIHMIMIimiMMIIIHIIMHW .......................MMMIMMMMMMM jViðtalstími j jj minn verður framvegis I I kl. 1—2V2 laugardaga 10 \ Hannes Þórarinsson § læknir i Vesturgötu 4. Sími 81142. i IflMIMIIIIIIIMIIIMIIIIIIIIIMIIIIIMMIIIIIMMIMIMIIIIIMIIIIMI • lllllllfllllflfllllllllMMIIIIMIIIIMIVIlriMIM Tilboð óskast í 3—5 kgw. (eftir vatnsfallshæð 20 —30 m) vatnsaflsrafstöð 110 w. jafnstraumur með ýmsu tilheyrandi svo sem 110 m. af vírbundnum 6’ trjerörum, mælura, heimilis- tækjum o. fl. Upplýsingar hjá undirrituðum Guðjón A. Sigurðsson, Gufudal — ölvesi. iminnun Gorðsiólor Vandaðir garðstólar fyrirliggjandi. — Sendum gegn póstkröfu út a land. ^JJeiiduerái S>oíiclo Sími 3616. HV ' THESE ^ MU3T BE MARK'S PICTURES OF AAORLEY mr The 'níi 4/ RUNAWAV \\ 1LOGGING TRAIN\ GATHERS TERRIFICl SPEED AS IT , APPROACHES l Vbeaver run / TRE5TLE /t 'BM | Markúe & á* Eftir Ed Dodd — Þetta hljóta að vera mynd- ir, sem Markús hefur tekið af Vígbirni. Hjerna eru filmurnar. I Vígbjörn og Markús nálgast hvorn annan, varlega og það er ’ útilokað annað en að þeim lendi ’ saman í hatrömmum bardaga. Vígbjörn er sterkari og langtum þyngri, en Markús er fimari. Eimreiðin æðir á meðan stjórnlaust áfram. — Hraðinn eykst óskaplega og þeir eru að komast fram á hættulegan stað: beygjuna við Bjórstíflu. Sr. Óskar J. Þorláks- son á Rolaryþingi SJERA ÓSKAR Þorláksson, umdæmisstjóri Rotary klúbb- anna hjer á landi, er nýkominn heim frá Bandaríkjunum, þar sem hann sat 40. alþjóðaþing Rotary International, sem hald ið var í New York dagana 11. —16. júní s. 1. Var þing þetta hið 40. í röðinni og jafnframt hið fjölmennasta, sem haldið hefur verið til þessa. Alls voru mættir þarna full- trúar frá 64 löndum en Rotary- fjelagar og gestir á mótinu voru um 16 þús. að tölu. Að þessu sinni voru mættir full- trúar frá Þýskalandi og Japan, en Rotary-klúbbarnir hafa ný- lega verið endurvaktir í þessum löndum, en fyrir allmörgum ár- um voru þeir leystir þar upp af stjórnarvöldum þessara landa. Hlutverk þessa þings eins og Rotary-hreyfingarinnar yfir- leitt, var að efla samstarf og kynningu og hvetja til þjón- ustu við hugsjónir friðar og mannrjettinda. Efling góðvildar, voru ein- kunnarorð mótsins. Á Þinginu fluttu ræður ýms- ir heimskunnir menn, svo sem Trygve Lie, ritari Sameinuðu þjóðanna, O. Dwyer, borgar- stjóri New Yorkborgar og for- ustumenn Rotary International Angus S. Mitchell og Percy Hodgson. Angus S. Mitchell forseti kom hingað til íslands s. 1. vor, en Porcy Hodgson var kjörinn forseti fyrir næsta starfsár, sem byrjaði 1. júlí s. 1. Rotary-fjelagsskapurinn á miklu fylgi að fagna víða um heim, og mun vera einn alþjóð- legasti fjelagsskapur, sem til er. Höfuðtilgangur hans er að efla skilning og góðvild milli manna, er stunda ólík störf í þjóðlífinu, vinna að hjálpar- og menningarstarfi, og efla kynn- ingu og samstarf þjóða á milli. Þá ferðaðist sjera Óskar all- mikið um New York ríki og flutti þar 20—30 erindi um ís- land í Rotary-klúbbum, skólum og kirkjum. Hafði einn af umdæmisstjór- um Rotary International í því ríki, Herbert E. Pickett, skóla- stjóri í Cooperstown undirbúið ferð hans og boðið honum að heimsækja klúbbana. Sjera Óskar fjekk allstaðar hinar bestu viðtökur og naut mikillar gestrisni Rotary-fje- laga. Alls munu 3—4 þús. manns hafa hlustað á erindi hans og var þeirra víða getið í blöðum. Nazistar í Þýskalandi. MuncHKn — McCloy hernámsstjóri Bandarikjanna í Þýskalandi, hefur fyrir skömmu skýrt frá því, að hann mundi rannsaka, hvort nokkuð væri h.eft í þeim orðrómi. að fyrrverandi nasistar vaeri meðal æðstu embætt- ismanna stjórnarinnar i Bayern. Tek að mjer ( = að mála og bika þök. — § | Upplýsingar frá 7 til 9, | : síðdegis í síma 6060.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.