Morgunblaðið - 17.08.1949, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.08.1949, Qupperneq 12
VEÐURUTUT — FAXAFLOI: SA-kalíli eða stinningskaldá. — Kigning, |tegar líður á daginn. FRJALSLYNDU stefmmnj eru að skapast ný baráttumál. —1 Grein á bls. 7. 183. tbl. — Miðvikudaginn 17. ágúst 1949. fiþreifanlegt sönmm< irgngn fyrir skríis- Érás kommiínislsi Kasfaði lögregian grj ófi í sjáifa sig? ENGINN, sem sjer kvikmynd Sigurðar Norðdahls af atburðunum við Austurvöll 30. mars s.l. getur annað en sannfærst um frum- kvæði kommúnista að óeirðum þeim og skrílslátum, sem þar urðu. Myndin sýnir mikinn fjölda friðsamra borgara fyrir framan Alþingishúsið meðan kommúnistar halda útifund sinn við Mið- bæjarskólann. Hún sýnir að kommúnistafundurinn er fámennur eg að meðan hann stendur yfir fer allt fram með reglu og frið- semd við Austurvöll. En nokkru eftir að kommahópurinn er kominn í Kirkjustræti byrja skrílslætin. Mannsöfnuðurinn sjest í kring um bíl þann, sem einn af æsingamönnum kommúnista hafði sett í gjallarhorn og ætlaði að nota til að trylla með lið sitt. Grjótkast áður en nokkur iögreglumaður hefst handa Þá sjest grjóthandlöngurum kommúnista bregða fyrir og bríðin að þinghúsinu hefjast. Þetta gerist áður en nokk- ur lögreglumaður hreyfir sig til aðgerða gagnvart óaldarseggjunum. Er þar með afsönnuð sú höfuðlygi kommúnista að árásin á þinghúsið hafi þá fyrst haf- ist er lögreglan hafði beitt kylfum. Ennfremur sjást greinilega ýmsar ofbeldisaðgerðir komm- únista gagnvart löggæslumönn- um og friðsömum borgurum. Sjest, hvernig einstakir ofbeld- ismenn beita bareflum og grjót- kasti. En þýðingarmesta sönnun- argagnið um sekt kommún- ista er það að allt er með friði og spekt við Austur- vöil þar til hópganga þeirra kemur þangað. Gasárás lögreglunnar kemur þá fyrst til greina þegar grjót- kast og meiðingar komm- únistaskrílsins hafa náð hámarki og lífi fjölda manna er stór hætta búin. Vegsummerkin En vegsummerki þau, sem myndin sýnir að atburðunum loknum, eru ekki síður athygl- jsverð. Framhlið Alþingishúss- ins blasir við nær rúðulaus. Grjóthrönnin í Kirkjustræti er jafnhá gangstjettarbrúninni og greinilega sjest að mikill hluti braungrýtisins við gangstígi Austurvallar og umhverfis styttu Jóns Sigurðssonar hefur verið rifinn upp og notaður til árásarinnar á þinghúsið. Kommúnistar halda því að sjálfsögðu fram að lögregl- an hafi rifið þetta grjót upp til þess að kasta því í sjálfa sig, Alþingi og friðsama borgara!!! En bæði þeir, sem sjá mynd- ina og fylgdust með atburðun- um sjálfum 30. mars, sáu að það voru kommúnistar sjálfir, sem þenan verknað frömdu og sögð- úst gera það í minningu Jóns Sigurðssonar!! Sögulegt sönnunargagn. Þessi kvikmynd Sigurðar Nordahls er sögulegt sönnunar- gagn, sem mikils virði er að skuli vera til. Enda þótt hún hefði getað verið greinlegri, þá sýnir hún greinilega höfuð- drætti atburðanna 30. mars. — Og hún sannar áþreifanlega sekt kommúnista og ábyrgð á hinum einstæðu ofbeldisaðgerð- um gagnvart löggjafarsamkomu þjóðarinnar, löggæslumönnum og friðsömu fólki. Það er kjarni málsins. Myndin verður sýnd í Aust- urbæjarbíó í síðasta sinn í kvöld kl. 7. Síðar verður hún sýnd víðsvegar um land. Er vonandi að sem flestum gefist tækifæri til að sjá hana. Ný gerðaf skrá- setningarmerkjuim Á K V E Ð IÐ hefur verið að leggja niður þá gerð af skrá- setningarmerkjum bifreiða, sem tíðkast hefur og sem svo mjög hefur verið látið illa að. Bifreiðaeftirlit ríkisins hefur ákveðið að láta gera nýja gerð skrásetningarmerkja. — Verða stafir þeirra þrykktir í merkið sjálft, en þeir síðan silfurhúð- aðir, en grunnurinn er svartur. Er hjer um erlenda fyrirmynd að ræða, sem fengin er á margra ára reynsla, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Bifreiðaeftirlitið er búið að bjóða út skrásetningarmerkin, * en af þeim þarf að gera 22 þús.1 stykki, eða fyrir 11000 bíla og bifhjól, sem nú eru skrásett í umferð hjer á landi. 5096. farþeginn með „Gullfaxa". Veiðiveður ekki gefl fyrir Norður- í gær LÍTIL síldveiði var í gær, enda var bræla á miðunx’.m og veiðiveður ekki sem best. Útlit var fyrir betra veður með kvöldinu. Blaðinu bárust eftir- farandi skeyti frá Siglufirði, Húsavík og Raufarhöfn í gær- kvöldi: Siglufjörður: Hingað komu 15—20 skip í dag með síld. Fór mest af henni í söltun. —• Fanney var með mestan afla, eða 700 mál, sem allt fór í bræðslu. Frjettir bárust ekki um neina veiði í dag, en flotinn er dreifður um veiðisvæðið. Húsavík: — I dag var saltað hjer í 700 tunnur og 1200 mál- um landað í bræðslu. Síldin var veidd við Rauðunúpa og Sljettu. Það var ekki veiðiveður í morgun, en veður fer batnandi með kvöldinu. Raufarhöfn: — Geir goði frá Vestmannaeyjum landaði hjer 700 málum í dag, en löndunar bíða: Þorsteinn frá Akranesi, með 700 mál, Víðir frá Akra- ! nesi með 600 mál og Heimir frá Vestmannaeyjum rneð 200 mál. Stormur er á veiðisvæðinu og frekar lítið veiðist. 5000. farþeginn, sem flaug með „Gullfaxa“ á milli landa, kom bingað 29. júlí s.l. Hann heitir Jens Gausland og er bóndi að Jaðri í Noregi. Hann sjest á meðíylgjandi mynd ásamt flug- stjóranum, Sigurði Ólafssyni, og flugfreyjunni, Kristínu Snæ- hólm. „Gullfaxi“ var keyptur hingað til lands 8. júlí í fyrra. 14, nóv. samkomu- dagur Alþingis. Kjördagar 2 eða 3 TVENN bráðabirgðalög voru sett á ríkisráðsfundi í gær. — Annað voru lög um breyting á lögum nr. 3 frá 14. febrúar 1949 um samkomudag reglulegs Alþingis 1949. Var ákveðið, að hann skyldi vera 14. nóvember næstkomandi. Hitt var breyt- ing á lögum um kosningar til Alþingis nr. 80 frá 7 sept. 1942. Segir þar, að kjördagar skuli tveir og þrír, ef veður hamlar, þannig að kosning geti ekki farið fram í einhverju kjör- dæmi. rr í logi frá Færeyingahöfn fil Álasunds BERGEN, 16. ágúst. — Björg- unarskipið Jason lagði af stað frá Færeyingahöfn á Grænlandi í gær (mánudag), með skipið Stavsund í eftirdragi. Er ætl- unin, að björgunarskipið dragi Stavsund alla leið til Álasunds í Noregi og mun ferðin taka 12 til 13 daga. Er talið, að hjer sje um að ræða þá lengstu leið, er norskt björgunarskip hefur haft skip í togi. — NTB. Barmen' eign skaflfellsku bændanna TOGARINN Barmen, sem bræð urnir á Kirkjubæjarklaustri björguðu af strandi, ásamt nokkrum sveitungum sínum, er nú örðinn íslensk eign. Samningar munu ekki hafa tekist milli björgunarmann- anna annars vegar og hins veg- ar eigenda og vátryggjanda og var bændunum þá gefið afsals- brjef fyrir togaranum. Dómkvaddir menn voru látn- ir meta skipið, og möttu þeir það á um 600 þús. kr. Er það mat talið síst of hátt og telja kunnugir Barmen vera hið besta skip. Sagt er að vjelar þess beri það með sjer að þær sjeu nýjar. Þá.er skipið og búið öllum veiðarfærum. Bændurnir munu hafa hug á að selja Barmen annað hvort hjer innanlands eða til útlanda. Togarinn hefur legið vestur við Ægisgarð í allt sumar. Milli 10 og 20 otvaðir við aksiur FRÁ því var skýrt.í Mbl. síð- astl. sunnudag að ökuníðingur hefði ekið vörubíl sínum á einn af sjúkraflutningavögnunum. Maðurinn, sem ók þessum bíl, gaf sig fram við rannsókn- arlögregluna á mánudaginn og jafnframt við slökkviliðið. Við- urkendi maðurinn að hafa verið drukkinn, er hann ók bílnum, sem var R-3670, en það er vöru- bíll. Þá ók maður nokkur á bif- reiðinni R-1665 á eitt af bif- hjólum Landssímans og eyði- lagði það, þar sem það stóð við Múla-Kamp. Maðurinn ók á brott, en lögreglunni tókst að handsama hann nokkru síðar. Það sem af er ágústmánuði hefur götulögreglan handtekið milli 10 og 12 menn, sem drukknir voru við akstur. — Flestir þeirra voru handteknir að næturlagi. Nýja kjölið kom í gær í GÆRDAG kom fyrsta sum- arslátraða dilkakjötið á mark- aðinn hjer í Reykjavík, en sum- arslátrunin hófst í fyrradag, á um 20 stöðum víðsvegar um landið. Framleiðsluráð landbúnaðar- ins, er verðleggur landbúnaðar- vörur, hefur ákveðið, að dilka- kjötið skuli kosta krónur 19.60 kg. í smásölu. Er það allmiklu lægra verð en frjettst hafði um og ber að fagna því. Dilkarnir munu yfirleitt vera mjög sæmilegir. Hjer í Reykja- vík fer slátrun þeirra fram í Sláturfjelagi Suðurlands. Þjóðarafkvæðagreiðsla í Belgíu BRtJSSEL, 16. ágúst. — Gaston Eyskens, forsætisráð- herra Belgíu, lýsti því yfir í dag, að allt yrði gert til að leysa vandamáhð i sambandi við Leópold konung. Mun stjórnin, sem er samsteypa (kaþólska flokksins og frjáls- i lyndra, 1 eitast við að leysa þetta mál í samvinnu við stjóin arandstöðuna, tn sósíalistinn Spaak er þar í fyrirsvari. Munu 3 aðalflokkar þings- ins nú i meginatriðum hafa komið sjer saman um þjóðarat- kvæðagreiðslu til að skera úr um, hvort Leopold konungur skuli hverfa hexm eða ekki. —• Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.