Morgunblaðið - 19.08.1949, Qupperneq 1
r>P
Bernard Shaw í kínverskri skikkiu.
FYRIR skömmu átti Bernard Shaw 93 ára afmæli. í afmælis-
boðinu var gamall vinur hans, Robert Hotung, auðugur verk-
smiðjueigandi frá Hongkong, sem er 87 ára. Hann hafði gefið
Sliaw þessa kínversku skykkju, sem hann er í á myndinni.
Svalbarði og Atlantshafsríkin
Hlufverk Svalbarða ef til sfyrjaldar kemur
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB.
NEW YORK, 18. ágúst. — Stórblaðið New York Times getur
þess i grein, er það birti í gær, að Norðmenn muni fá ríkjum
Atlantshafsbandalagsins land undir bækistöðvar á Svalbarða,
ef koma skyldi til árása af Rússa hálfu. Þykist blaðið hafa
góðar heimildir fyrir þessu.
Noregur mun ekki sleppa
eignarhaldi á Svalbarða.
í gær birtist í stórblaðinu
„New York Times“, grein um
Sválbarða. Segir þar á þessa
leið: „Noregur er staðráðinn í
að sleppd ekki eignarhaidi sínu
á Svalbarða, en mun ljá At-
lantshafsríkjunum landið undir
bækistöðvar sínar, ef til rúss-
neskrar árásar skyldi koma“.
Höfundur greinarinnar vitn-
ar i marga merka Norðmenn á
Svalbarða máli sínu til stuðn-
ings.
Svalbarði mikilvægur
í stríði.
Margir eru þeir staðir víðs-
vegar um landið, sem eru heppi
legir landflugvjelum til lend
ingar, en firðirnir eru hinir
bestu lendingarstaðir fyrir flug
báta.
Norsk stjórnarvöld gera sjer
fulla grein fyrir mikilvægi
Svalbarða sem hernaðarbæki-
stöðvar, ef til styrjaldar kæmi,
þar sem norðurskautið væri
miðdepill hernaðaraðgerðanna.
Norðmenn gera og ráð fyrir
keppni um þennan stað, ef til
styrjaldar kæmi, og jafnvel fyr.
„New York Times“ nefnir
sem dæmi, um viðhorf Norð-
manna til þessara mála, heim-
sókn ríkiserfingjans til Sval-
barða og þau ummæli hans, að
stundum kunni að vera nauð-
synlegt, að fórna lífinu fyrir
frelsið.
Getur blaðið og um 3 norska
tundurspilla, sem hafa verið við
Svalbarða nú um sinn, og hin
mörgu æfingaflug norska flug-
hersins milli Svalbarða og
Tromsö.
Skemmsta leiðin.
Loks bætir blaðið því við, að
skemmsta leið milli Bandaríkj-
anna og iðnaðarhjeraða Sovjet-
samveldisins liggi einmitt um
Svalbarða.
Hörð áftök í Finnkndi milli
verkiallsmanna og lögreglu
Einn maður Ijet lífið - sextán særðust.
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB.
HELSINGFORS, 18. ágúst. — í borginni Kemi í Finnlandi
kom í dag til óeirða milli lögregluliðs og verkfallsmanna. Einn
verkfallsmanna var drepinn í óeirðum þessum. Tíu lögreglu-
níenn og sex verkfallsmenn særðust. Lögreglan greip til tára-
gassins,. en verkfallsmenn svöruðu með því að beita bareflum
Norðmenn kunna að
fá aukna Marshall-
hjáip á næsta ári
PARÍS, 18. ágúst: — Á morg-
un munu verða lagðar fyrir ráð
efnahagssamvinnustofnunar Ev
rópu tillögur um, hvernig Mars
hallfjenu skuli skipt á næsta
ári. Búist er við, að í tillögun-
um sje gert ráð fyiir, að dregið
verði úr hjálpinni til nokkurra
landa. ;
Tillögur þessar, sem unnið
hefir verið að að undanförnu,
munu þó sennilega gera ráð fyr
ir aukinni hjálp til handa Nor-
egi og Tyrklandi, og ekki þyk
ir ólíklegt, að lagt sje til, að
Portúgal fái hjálp, sem nema
mundi 30 miljónum dollara, en
Portúgal fjekk ekkert framlag
á síðasta ári.
Að tillögum þessum hafa
unnið fulltrúar 6 þjóða.
— Reuter.
Cripps að koma
frá Svisslandi
LONDON, 18. ,ágúst. — Sir
Staffords Cripps fjármálaráð-
herra, er væntanlegur frá Sviss
landi til Bretlands á morgun
(föstudag). Cripps hefur dvalið
á heilsuhæli að undanförnu.
Fjármálaráðherrann mun ekki
hafa getað dvalið í Syisslandi
eins lengi og hann ætl-aði upp-
haflega, sökum . fyrirhugaðrar
ferðar hans til Washington. —
Hann heldur af stað til Banda-
ríkjanna með ,Queen Elizabeth'
27. þessa mánaðar. — Reuter.
Bærinn tekur lil-
boði um smíði
leikskóla
BÆJARRÁÐ ræddi . síðastl.
miðvikudag á fundi sínum, um
tilboð þau er bárust um smíði
tveggja leikskóla, er bærinn
ætlar að láta reisa nú í haust.
Á annar þeirra að verða á opna
svæðinu á horni Barónsstígs og
Njálsgötu, en hinn skólinn við
Ránargötu, vestan Bræðraborg-
arstígs.
Bæjarráð samþykkti að taka
tilboði þeirra Þóris Long og
Sigurðar Guðmundssonar um
smíði húsanna. Var borgarrit-
ara og bæjarverkfræðingi jafn-
framt falið að gera frumvarp að
verksamningi.
PARlS — Átj 'in manns ljetu ný-
lega lífið, er langferðabíll fjell nið-
ur í 490 feta djúpt gil í námunda
við Marrakesh í Marokko.
og grjóti.
Finnar koma sjer
upp læki til kjarn-
orkurannsókna
HELSINGFORS, 18. ágúst: —
I Finnlandi er nú verið að búa
til fyrsta tækið til sundrunar
frumeindakjarnanum, sem gert
hefir verið þar í landi. Þetta
tæki, sem Lennart Simon pró-
fessor sjer um smíðina á, er
nokkurskonar rafall.
Er ætlunin, að tæki þetta
verði fullgert árið 1951. — Er
það ómissandi við eðlisfræði-
rannsóknir, og var smíði þess
hafin fyrir nokkrum árum.
í ljós hefir komið, að ekki
er unnt að búa tæki þetta til í
Finnlandi að öllu leyti. Það,
gem á vantar. verður að fá frá
Bandaríkj unum.
Verður tæki þetta hið stærsta
sinnar tegundar á Norðurlönd-
um. Eiga Danir þegar eitt slíkt
tæki, og í Svíþjóð er annað í
smíðum, þótt ekki verði það
eins stórt og það finnska.
— NTB.
Abdullah konungur
í Bretlandi
LONDON, 18. ágúst. — Ab-
dullah, konungur Transjórdan-
íu, kom flugleiðis til Bretlands
í dag í opinbera heimsókn. —
Hann mun meðal annars heim-
sækja bresku konungshjónin og
eiga viðræður við Bevin utan-
ríkisráðherra-
I fylgd með konunginum er
sonur hans einn og tveir ráð-
herrar. — Reuter.
Belgiska sijórin fær
frausfsyfirlýsingu
BRUSSEL, 18. ágúst: — Stjórn
Eyskens forsætisráðherra fjekk
traustsyfirlýsingu í dag í öld
ungadeild belgiska þingsins. —
Var traustsyfirlýsingin sam-
þykkt með 99 atkvæði gegn 51.
í dag fóru fram lokaumræð-
ur í deildinni um stefnuskrá
samsteypustjórnar kaþólskra
og frjálslyndra. — Reuter.
Verkfallsmenn fara af
æsingafundi
í Finnlandi hafa 11 Verklýðs
fjelög undir forystu kommún-
ista hafið verkföll. Krefjast
verkamenn kauphækkunar,
sem nemur 10 af hundraði.
í borginni Kemi, sem er fyr-
ir botni Botniskaflóans, kom
síðdegis í dag til átaka milli
verkfallsmanna og lögreglunn
ar. Var þetta að afstöðnum æs-
ingafundi, sem haldinn var í
borginni.
Er fundinum lauk hjeldu um
1500 verkfallsmanna, syngj-
andi kommúnistasönginn „Inter
nationalinn“ að brú ár þeirrar
er rennur gegnum borgina. —-
Brúarinnar gætti lögregluvörð
ur, sem hafði verið fyrirlagt að
vernda þá verkamenn, sem ósk
uðu að hefja vinnu að nýju.
Skerst í odda
Er verkfallsmenn höfðu hróp
að brigslyrðum að verkamönn-
unum, tóku um 100 lögreglu
menn sjer stöðu á brúnni og
skoruðu á verkfallsmennina að
hverfa á brott. Verkfallsmenn
svöruðu áskoruninni með grjót
kasti. Beitti lögreglan þá tára-
gasi og kylfum til að sundra
mannfjöldanum. Þegar alt kom
fyrir ekki skaut lögreglan við-
vörunarskotum upp í loftið.
Þessum átökum lyktaði svo,
að einn verkfallsmanna ljet
lífið, mun hann hafa fengið
hjartaslag. Sex verkfallsmanna
og tíu lögreglumenn særðust.
Líta menn mjög alvarlegum
augum á ástandið í borginni og
bíða frekari atburða, og hefir
stjórnin kvatt herlið og lög-
regluvaralið þangað.
I
Stjórnin mun standa
ótrauð
Hafnarverkamenn í 23 finnsk
um höfnum gerðu verkfall í
morgun, svo að öll skipaaf-
greiðsla stöðvaðist, og hefir
stjórnin lýst yfir, að hún muni
einskis láta ófrestað til að
stöðva verkfallsölduna, sem
kommúnistar hafa stofnað til.
(Grein um verkföllin í Finn-
landi er á bls. 7).
an styriöldinni lauk.
ítalskir bændur fá jarðir.
RÖMABORG —- Ákveðið hefur
verið að skifta 3.500.00 ekrum i Suð-
ur Italíu a milli 250,000 sniábænda
þar.
1