Morgunblaðið - 21.08.1949, Side 10

Morgunblaðið - 21.08.1949, Side 10
10. MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. ágúst 1949. FrasÉaidssapn 69 iiiiiniiiHiiiiiimiminiiiiiiiiimiiiiumiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiKiiM^ Kira Arqunova Eítir Ayn Rand 11111111111111111 „Býr Leo Kovalensky hjerna?“ Kira starði undrandi á de- mantshringina, á stuttum, digr- um fingrum hennar. „Já. . .. já, hann býr hjer,“ etamaði hún. Hún krækti ekki öryggis- keðjunni upp, en starði stórum augum á konuna. En konan setti upp bros og byrsti sig um leið, „Mig langar til að fá að tala við hann.“ Um leið og hún gekk inn. kipraði hún saman augun og virti Kiru fyrir sjer. Leo lyfti brúnum undrandi, þegar þær komu inn. Kvenmaðurinn rjetti honum báðar hendurnar og hrópaði með uppgerðarhrifningu: „Leo. Hvað það er yndislegt að sjá þig aftur. Þú sjerð, að jeg læt verða af því, sem jeg fcótaði þjer, að leita þig uppi. Og jeg ætla svei mjer ekki að láta standa á mjer.“ Það brá ekki fyrir brosi á vörum Leos. Hann hneigði sig kurteislega og sagði: „Kira. Þetta er Antonina Pavlovna Platoshkina .. .. Kira Alexandrovna Argunova." „Jæja .... Argunova? ...... Einmitt.... “ sagði Antonina Pavlovna og rjetti hægri hend- ina í áttina til Kiru, svo hátt, að það var eins og hún ætlaðist til þess, að Kira kyssti á hana. „Antonina Pavlovna og jég vorum nágrannar á heilsuhæl- inu,“ sagði Leo. „Já, og hann Var afskaplega óvingjarnlegur nágranni það segi jeg satt,“ sagði Antonina Pavlovna og rak upp hásan hlátur. „Það var ekki við það komandi, að hann vildi bíða eftir mjer. Mjer hefði þótt svo gott, að geta orðið samferða honum í lestinni. Og, Leo, þú sagðir mjer ekki einu sinni númerið á íbúðinni þinni, svo að jeg er búin að standa í stappi við húsvörðinn, til þess að fá að vita hvar þú byggir. Þessir húsverðir nú á tímum eru voða- legir viðureignar, og við í ment uðu stjettinni getum ekkert ráð ið við þá og verðum bara að brosa við öllu, sem þeir segja.. ‘ Hún fór úr kápunni. Hún var 1 svörtum, einföldum kjól úr nýju, dýru efni, sniðnum eftir nýjustu tísku. í eyrum hennar hjengu grænir, útlenskir bein- hringir. Hár hennar var greitt frá enninu og lá í bylgjum fram á vangana, og hún var snjóhvít í framan af andlitsdufti. Hár hennar var einkennilega rauð- gult í sama lit og raf-perlufest- in, sem hjekk um háls hennar og náði alveg niður á maga. Kjóllinn var dálítið þröngur og strengdist yfir breiðar mjaðmir hennar. Hún hafði granna ökla og smágerðar fætur, sem virtust alls ekki vera því hlutverki vaxnir að bera uppi -líkams- þunga hennar. Þegar hún sett- ist flattist maginn út í keltu hennar. „Hvenær komstu, Tonia?“i spurði Leo. „í gær og jeg ætla ekki að | reyna að lýsa því, hvað ferða- i lagið var erfitt,“ sagði hún og stundi. „Þessar sovjet-lestar eru j alveg hryllingur, og jeg :-r dauð hrædd um að jeg sje búin að missa aftur öll pundin, sem jeg var búin að bæta við mig á heilsuhælinu. Jeg fór til lækn- inga vegna tauganna," sagði hún og sneri sjer að Kiru. „Já, hvaða tilfinninganæm mann- ,eskja getur svo sem komist hjá því að verða taugaveikluð á þessum tímum. En á Krím. Ó, Krím hefur bjargað lífi mínu.“ | „Já, þar var ágætt að vera,“ sagði Leo. j „En svo að jeg segi eins og er, þá var ekki eins gaman að vera þar, þegar þú varst farinn Leo. Hann var ábyggilega ynd islegasti sjúklingurinn á hælinu, og allir dáðust takmarkalaust að honum. . .. Mjer finnst jeg eigi að segja það hreint eins og var. En þjer skylduð verða af- brýðissöm.... “ Hún deplaði augunum til Kiru. i „Það er jeg ekki,“>sagði Kira. | „Leo var svo góður að hjálpa mjer með frönsku lexíurnar. Jeg lærði... . það er að segja jeg tók upp aftur frönskulestur þarna suðurfrá. Jeg hafði -auð- vitað lesið frönsku í bernsku .... eins og við gerum öll. En því miður varð jeg að hætta í miðju kafi vegna fjárhagsörð- ugleika í fjölskyldunni. Annars hefði mig langað til að læra miklu meira. Þess vegna er það alveg yndislegt nú á tímum að hitta mann, eins og Leo. Þú verður að fyrirgefa, Leo, það getur verið að óþægilega standi á fyrir þjer. En það er til of mikils ætlast af mjer að rjúfa slík vináttubönd í þessari and- styggilegu borg, þar sem varla kemur fyrir, að maður hitti sómasamlega persónu.“ I „Nei, Tonia, mjer þykir mjög gaman, að þú skyldir gera þjér það ómak að leita mig uppi.“ j „Ó, það er alveg hræðilegt fólk hjer í borginni. Jeg þekki allan fjöldann. Við hittumst, tölum saman og tökumst í hend ur. Og hvað liggur svo sem á bak við? Ekkert. Alls ekkert annað en innantómt rugl. Hver þeirra þekkir djúp sálarinnar, þennan leyndardómsfulla innri eld, sem er eini sanni verðleiki lífsins?“ | Leo brosti, en bros hans bar þess ekki vott, að hann skildi hvað hún var að fara- „Það væri reynandi að sökkva sjer niður í eitthvert skemmtilegt verkefni og gleyma umhverfinu11. „Já, þar sagðir þú satt. Auð- vitað er það ógerningur fyrir menntaða nútímakonu að sitja aðgerðarlaus. Jeg er búin að setja mjer dagskrá fyrir allan veturinn. Jeg ætla að stunda nám. Jeg hefi ákveðið að kynna mjjer til fullnustu menningu Forn-Egypta“. „Hvaða menningu?“ spuiði Kira. , „Menningu Forn-Egypta“, — sagði Antonina Pavlovna. — „Jeg ætla að kynna mjer anda hennar. Þessir gömlu menn- ingartímar eru mjög athyglis- veiðir og eru í dularfullu sam- bandi við nútímann. En það gera menn nútímans sjer ekki Ijóst. Jeg er aíveg viss um, að í fýrra lífi hefi jeg verið .... þú hefir kannske ekki áhuga á spiritisma, Leo“. | „Nei, það hefi jeg aldrei . haft“. j „Jeg get auðvitað vel skilið ,þína afstöðu, en jeg 'hefi kynnt |mjer spíritisma mjög ítarlega. |Það er ótrúlega mikill sann- |Ieikur fólginn í spiritisma og i’oar er hægt að finna skýringar á mörgu í lífi okkar, sem var mönnum ólióst áður. Eðli mitt er þannig, að jeg þrái að kom- ast í kynni við það dularfulla. En þú mátt ekki halda. að jeg sie gamaldags þess vegna. Þú mátt ekki verða allt of undr- andi. bó að ieg segi þier að jeg les stiórnmálahagfræði“. ..Er það, Tonía? — Hvernig' istendur á því?“ | „Menn eiga að revna að vera í fullu samræmi við nútímann. Til þess að geta gagnrýnt hlut- jina. verða menn að læra að jskilia. Mjer finnst stjórnmála- .hagfræði mjög skemmtileg og markaðir oa vjelar eru blátt ^áfram heillandi. Já, vel á minnst, hefir þú lesið nýjustu ikvæðin eftir Valentina Sir- kina?“ „Nei, það hefi jeg ekki“. „Þau ’eru alveg dásamleg . . ort upp á nýja mátann, en hafa þó sálræna dýpt. Þar er til dæmis kvæði .... hvernig er það nú aftur .... um hjarta mitt úr asbesti, sem var kalt í glóandi iðrun tilfinninga minna .... eða eitthvað þess háttar. Hann er sannkallaður listamað- ur“. „Jeg verð að játa, að jeg hefi ekki fylgst með nýju skáld- ska"arstefnunum“. „Jeg skal lána þjer bókina, Leo. Jeg er viss um, að þjer þykir gaman að henni og þú skilur kvæðin. Jeg held, að Kiru Argunovu finnist hún líka skemmtileg“. „Þakka yður fyrir“, sagði Kira, „en jeg les aldrei kvæði“. „Ekki það. Það er einkenni- legt. Yður hlýtur þó að þykja gaman að hljómlist". ,,Já, mjer þykir gaman að danslögum“, sagði Kira. „Nú, svoleiðis“. Antonina Pavlovna brosti lítillega. Þeg- ar hún brosti, skagaði hakan enn lengra fram, og efri hluti andlitsins hallaðist enn lengra i aftur á bak. Hún varð pírevgð, eins og hún væri nærsýn og það j skein í tennurnar á milli eld- ,rauðra varanna. „En fyrst við erum farin að tala, um hljómlist“, sagði hún og sneri sjer að Leo, „þá get jeg sagt þjer, að hljómlistin skipar háan sess í dagskránni, sem jeg hefi sett mjer fyrir veturinn. Jeg neyddi Koko til að lofa mjer, að jeg skyldi fá stúkusæti við alla filharmonisku hljóm- leikana, sem verða haldnir í vet ur. Vesalings Koko. Hann er í rauninni ákaflega listrænn í eðli sínu, ef hann er tekinn á rjettan hátt. En jeg er hrædd um, að hann sje ekki enn bú- inn að læra að meta gildi hinn- ar æðri tónlistar. Það stafar af óheppilegu uppeldi, sem hann hlaut í æsku. Þess vegna býst jeg við að þurfa að sitja ein í stúkunni. Eða .... nú dettur mjer nokkuð í hug .... hvers vegna skyldir þú ekki koraa með mjer, Leo? .... og auðvitað Kira Argunova líka“. «jnmndedhól( Refsing og rjettmæt laun ÍTÖLSK ÞJÓÐSAGA 4. Og gamla konan fór með honum og hjelt, að hann ætti við konungshöllina. — En það var bara ekki. Höllin, sem |hann var að tala um, var Dísarhöllin, þar sem dísirnar tólf j attu heima. Þegar þau komu þangað steypti hann úr pok- ' anum í stóran klefa, sem var alveg fullur af peningaseðlum og gullpeningum og konan varð svo yfir sig undrandi við að sjá alla þessa peninga, að hún gleymdi alveg að taka (nokkuð handa sjer og það var þó gott, því að þá hefði kannski getað farið illa fyrir henni. j En nú gengu þau inn í annan sal, sem var með dýrmætum húsgögnum, — hvorki meira nje rhinna en það, að öll hús- gögnin voru úr silfri og á borðinu voru tólf gulldiskar og tólf gullhnífapör og föt og glös og könnur allt úr púra gulli. J Svo komu þau inn í eldhúsið og þar stóðu dísirnar tólf við eldinn og voru nýbúnar að hita sjer súpu hver í sinni kastarholu. Nú höfðu þær rjett lokið við að búa til matinn ’ og gengu til baka inn í salinn og fóru að borða úr kastar- holunni sinni. | En gömlu konunni fannst það reglulega ókurteist af þeim að bjóða henni ekki að setjast til borðs með þeim, það var alltaf siður, þar sem hún þekkti, að ókunnugum væri boðið j til borðs með heimafólki. Hún sagði þess vegna um leið og hún tók eina gullskeiðina og stakk henni ofan í þá kastarholu, sem næst var: „Þið hafið vonandi ekkert á móti því, göfugu frúr, þó jeg taki sjálf til matar míns, fyrst þið hafið gleymt að bjóða mjer að setjast að borði með ykkur.“ En varla hafði hún sleppt orðinu fyrr en öll súpan í kastarholunni fór í breiðri bunu upp úr og yfir í næstu kastarholu. Hún skóf með skeiðinni í kastarholu botninum, en fann ekkert nema þurran botninn. Rjett meðan mesta undrunin var að renna af henni, vissi liún ekki fyrr til en veggurinn opnaðist og inn um hann kom fljúgandi grængulur, ákaflega fallegur fugl og sagði með mannsrödd: „Fugl er jeg, maður vil jeg verða.“ Á samri stundu breyttist hann í ungan mann, sem var mjög hryggur á svipinn og fór að gráta svo tárin streymdu niður kinnarnar. 'rruo^qAA^rJu^þyru^ — Máttu ekki koma út að leika. Presturinn: — Hvernig stenrlur á þvi, að þjer eru*5 kominn hingað, góði maður? Fanginn: — Það er vegna þess, að jeg ók of hægt i bíl. | Presturinn: — Þjer eigið sjálfsagt við, að þjer hafið ekið of hratt. I Ranginn: —• Nei, jeg ók of hægt. Eigandi bílsins náði i mig. Gat ekki annað. I — Það hryggir mig, að þjer hafið orðið að flytja föðurbróður yðar til hinstu hvildar. — Jeg var nauðbeygður til þess. Karlinn var steindauður. I ★ Ilvað heilir þjer, telpa tnín? ’ Franskur heimspekiprófessor sagði eftirfarandi sögu af embættisbróður sínum, Þjóðverjanum Mommsen: — Mommsen sat einu sinrii í strætisvagni og vantaði þá gleraugu sin. Sneri hann út öllum vösum sin- um en gat þó ekld fundið þau. Við hlið hans sat lítil telpa. Sneri hún sjer að honum og sagði: ,,Þú ert með þau á enninu“. Mommsen hagræddi gleraugunum, leit á telpuna og sagði: „Þetta er fallega hugsað af þjer, telpa min. Hvað heitir þú?“ „Jeg heiti Anna Mommsen, pabbi“, svaraði telpan. Var svikiS. Hún: — Hvernig dettur yður í hug að móðga systur mína? Hann: — Móðga hana? Það datt mjer ekki í hug, jeg sagði bara, að ef andlit hennar væri fjársjóður, þá mætti taka hana fasta fyrir fjár- svik. fíún œtlaði aS þegja. Frúin: — Sko, nuna, þegar gestim koma, okaltu vera mjög varkár, sv< að þú spillir ekki neinu. Nýja vinnukonan: — Það er allt lagi, jeg skal þegja yfir öllu. RAGNAR JONSSON, hæstarjettarlögmaður, Laugavegi 8, sími 7752. Lögfræðistörf og eigna- umsýsla. GEIR ÞORSTEINSSON HELGIH.ÁRNASON verkfrœömgar Járnateiknmgar Miðstöðvateikningar * Mœlingar o. ft. TEIKNISTOFa AUSTURSTRÆTI 14,3.hœö Kl. 5-7

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.