Morgunblaðið - 25.08.1949, Side 2

Morgunblaðið - 25.08.1949, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fiœmtudagur 25. ágúst Umhyggja kommúnista fyrir smygi urum, gjaldeyrisafbrotamönnum og skattsvikurum Alt í lagi, e/ jbeir eru komm- únistar, segir Þjóðviijinn ÞESS munu fá dæmi, að nokkr- »i menn hafi látið dólgslegar út af gjaldeyrisbrotum. skatt- ■svikum og smygli annarra en kommúnistar hér á landi. Mál- ílutningur þeirra hefur löngum fjallað mest um ákærur á hend- ur einstaklingum og stundum jofnveí heilum stjettum fyrir ferot þessarar tegundar. Ijmantómt orðagjálfur liommúnista ! Þrátt fyrir allan dólgsháttinn <og látlausar ákærur hafa komm únistar þó látið það undan fall- ast, að benda á ákveðin dæmi í þessum efnum. þar sem brot hafi komist upp og þeim ekki verið fylgt eftir á þann veg, sem lög mæla fyrir um. Gffuryrði í þessum efnum sem öðrum stoða lítt. Það sem máli skiptir, er að benda á á- kveðna sökunauta og sanna sek.t þeirra. Þá fyrst er tíma- bært áð % béra fram ásakanir. gegn stjórnarvöldunum, ef mál gegn sönnuðum söku- nautum eða þeim, sem á- kveðin rök eru færð fyrir, að sokir muni vera, eru ekki rek- in svo sem lög mælá fvrir um. Giamur kommúnista hefur ekki miðað að því. að hjálpa til að halda uppi landslögum, heldur að hinu, að vekja tortrygni, sundrungu og illindi á meðal manna. (Heðjast ef andstæðingar þeirra era sakfeldir Út af fyrir sig getur enginn undrast þá starfshætti komm- unista í þessum málum, því að þannig starfa þeir ætíð. Við hjnu hefði mátt búast, að þeir tækju því fegins hendi, ef sak- ir -sönnuðust í ákveðnum tilfell- um, svo að rjettvísin hefði hend ur hárí þeirra. sem af sjer höfðu % brotið. Svo hefur einnig verið, ef þeir, sem sekir hafa reynst, eru andstöðumenn kommúnista í stjórnmálum. Þá kunna komm- únistar sjer engin læti og ætla af göflunum að ganga af gleði yfir ófarnaði þessara manna. En hafi svo farið, að yfirlýstir á«i*«íMuúnistar hafi flækst í net rj^lrvísinnar og verið á sama og aðrir dregnir fyrir lög dóm, héfur hvinið töluvert á annan veg í hinum kommún- istiska skjá. Jón Aðalsteinn Menn minnast þess hvílíkt ofsalegt æði greip kommúnista í f^'rra sumar, þegar það var ekk.i þolað, að vjelstjórinn Jón Aðalsteina, gamalþekktur er- indreki kommúnista og boðberi peirra á milli landa, beinlínis ögraði tollyfirvöldunum, og reyndi að skjóta undan mikil- vægum sönnunargögnum um sekt sína. Af því, að þarna var um að ræða mann úr innsta hring kommúnista, einkavin Einars hins þógla Olgeirssonar. Brynj- ó!fs KuUsinenbróður Bjarna- sonar, og annarra kommúnista- brodda hjer á landi, töldu •Jíorwaúnistar það hreina goð- jgá, að látin voru gilda sömu lög fyrir hann og aðra, sem á sjiraa veg hafa reynst brotlegir. Játar sekt sína Þjóðviljinn taldi, að þarna væri um einbera ofsókn að ræða. Jón Aðalsteinn væri sak- laus sem unglamb, það væri að- eins óvætturinn Bjarni Ben, sem vildi gera honum bölvun. Nú fyrir nokkrum mánuðum er genginn dómur í máli Jóns þessa Aðalsteins. Svo sem nærri mátti geta, var Jón fundinn sek ur og dæmdur í háa sekt fyrir afbrot sitt. Þjóðviljinn hefur látið sjer hægt um, að skýra frá þessum .málsúrslitum. Er það og að vonum, því að Jón Aðalsteinn taldi málið svo von- laust fyrir sig, að hann hefur ekki þorað að áfrýja málinu til hæstarjettar. Þrátt fyrir andóf sitt og undanfærslur hefur Jón Aðalsteinn með þessu játað sekt sína svo greinilega sem frekast mátti verða. ísleifur Högnason Þeir ísleifur Ilögnason, for- stjóri Kron, og forstöðúmaður bókabúðar Máls og menningar, þóttust hinsvegar standa fastari fótum, því eftir að hjeraðsdóm- ur hafði dæmt þessa tvo hefð- arkommúnista, báða fyrir brot á innflutnings- og gjaldeyris- löggjöfinni, skutu þeir málum sínum til hæstarjettar. En svo sem kunnugt er, spratt það af laumuinnflutningi til landsins. þessara fyrirtækja á blöðum og tímaritum frá Sovjet-Rússlandi. Þar var viljinn til brota á settum reglum óvenjulega auð- sær. Engin fyrirstaða hafði verið, nje var, fyrir innflutn- ingi rita þessarar á löglegan hátt. Strax og leyfis var beðið fyrir hann, var leyfið veitt. En löngunin til lögbrota var svo mikil hjá þessum mönnum, að þeir kusu heldur að fara lög- brotaleiðina en leita levfis með sama hætti og aðrir óbreyttir borgarar. Hæstirjettur sakfeldi ísleif Sjálfsagt hefur þá dreymt um, að þeir væru þá þegar komnir í Sovjetsæluríkið, og gætu, að sið annara Sovjethöfð- ingja, farið sínu fram. Lögin og reglurnar væru ekki til, fyr- ir þá útvöldu, heldur aðeins fyrir „almúgann“. svo að orða- lag Hermanns Jónassonar sje notað. Að vonum fjellst hæstirjett- ur ekki á þessi kommúnisíisku sjónarmið. Hann dæmdi ísleif Högnason og sakarbróður hans úr Mál cg menningu með sama hætti og aðra íslenska þegna, sem lögin hafa brotið. Þjóðviljinn hefur látið sjer tiltölulega hægt um þessi máls úrslit. — En þó hefur það ekki dulist, að hann kann því illa, að á íslandi skuli lögin ná einnig til hinna æðstu vild- armanna kommúnistaklíkunn- ar. Halldór Kiljan • Út yfir tekur þó framkoma kommúnista' út af skattaálagn- ingunni á Halldór Kiljan Lax- ness. Þar koma enn fram hin sönnu einkenni kommúnista og áður, aðeins í ennþá ríkari mæli en nokkru sinni fyr. I Þjóðviljanum er berum orð- um sagt, að slíkt ofurmenni og Halldór Kiljan Laxness eigi ekki að fara að íslenskum lög- um. Sjálfsagt er enn ýmislegt ó- upplýst í máli rithöfundarins á Gljúfrasteini. Skattsvikin eru aðeins önnur -hlið afbrots hans. Ef til vill eru sjálf skatt- svikin þó ekki jafnmik.il og hinn gífurlegi skattur, sem Ríkisskattanefnd hefur áætlað honum, bendir til. Sú skátt- álagning byggist á því, að skáldið hefur neitað að gefa skattyfirvöldunum samskonar upplýsingar og allir íslending- ar, skattskyldir hjer á landi, eru skyldugir til. Hvað er um gjaldeyris- brot Kiljans? Ef skáldið lætur svo lítið að gefa lögákveðnar upplýsingar, kann svo að fara, að skattur hans lækki eitthvað. Það er sjálfsagt mál. Halldór Kiljan Laxness á síst að verða verr úti en aðrir skattþegnar. En hann verður a|S skilja, að um hann gilda í þessu sömu lög og aðra. En úr því að sannað er, að Halldór Kiljan Laxness hefur skotið undan skatti mjög veru- legum fjárhæðum í erlendum gjaldeyri, og þá einkum banda- rískum dollurum, þá spyr al- menningur, hverjar ráðstafanir yfirvöldin hafi gert til að koma fram lögum á honum út af gjaldeyrisbrotum hans. Því að mönnum skilst, eins og fyrr segir, að afbrot Kiljans sje tví- þætt: Annarsvegar eru skatt- svikin, hinsvegar er undanskot gjaldeyris í óvenju stórum stíl. Allir vilja vera góðir við skáldið Hvað sem pólitískum skoð- unum Halldórs Kiljan Laxness líður, verður ekki um það deilt, að hann er mikill rithöf- undur. Hann á þess vegna allra manna síst skilið nokkurskon- ar ofsókn, erida virðast yfirvöld in hafa sýnt honum einstaka hlífð í allri meðferð þessa máls. Á það geta allir fallist, að slíkur maður sje meðhöndlaður mjúklega, en hann verður að skilja það eins og aðrir, að lög- in eru til þess að halda þau, en ekki brjóta Enda ætti slíkur maður, sem Halldór Kiljan Lax ness, er íslenska þjóðin hefur dekrað við, öðrum fremur að finna hjá sjer löngun að leggja af mörkum lögskyldar kvaðir, svo meðal annars sje hægt að ptyrkjaú fáteekal upprennandi rithöfunda og kaupa nauðsynjar Þrátt fyrir það, þó að rit- höfundurinn hefur skrifar heil- ar bækur, sem ekki síst fjalla um, að öðrum hafi orðið áfátt í þessum efnum, virðist hann hafa í því gert töluvert minni kröfur til sjálfs sín. Látum það vera. Slíkt er mannlegur Ibreyskleiki. En einhver tak- mörk eru þó til. Um það verð- ur því miður ékki deilt, að hið snjalla skáld hefur farið út fyrir þau. Glatað tækifæri kommúnista Blindur er hver í sjálfs sín sök, en sú blinda ætti þó ekki að slá heila flokka. Ef komm- únistar hefðu lýst yfir samúð sinni með Halldóri Kiljan Lax- ness, en látið uppi óskir um, að rjett lög væru látin ganga yfir hann, hefði þetta mál getað orðið þeim til ávinnings. Til þess skortir þá bæði vit og þroska. Maðurinn er kommún- isti, og þar af leiðandi á hann að vera hafinn upp yfir lögin að þeirra áliti. Þjóðviljinn lætur sjer ekki nægja einn daginn minna en tvær greinar til að býsnast yfir ,,ofsóknunum“ á Halldór Kiljan Laxness. Er jafn vel gefið í skyn, að gera eigi skrauthýsis- eigandann að Gljúfrasteini, með bílana tvo, hungurmorða, með atferli yfirvaldanna, og hrekja hann úr landi!!! Slíkur málflutningur kann að þykja góð latína á sellu- fundunum. En almenningur unir honum ekki. Abdullah í heimsókn í Breflandi LONDON, 24. ágúst: — Ab- dullah konungur af Transjor- dan er nú í heimsókn í Bret- landi og kom hann í dag til hins fræga liðsforingjaskóla í Sanjiurst. Fjekk hann að kynna sjer starfsemi skólans og talaði við nokkra unga Transjordan menn, sem eru nú að námi við skólann. — Reuter. • • P Staksteinar Frjáls verslun Blað viðskiptamálaráðherr ans og pínulitla flokksins ræðir í gær um tómar búð- I ir og frjálsa verslun. Segir ' það rjettilega frá því að alls konar brask, svartur rhark- aður og okur eigi sjer nú stað með margskonar vör- ur, sem eftirsóttastar sjeu meðal almennings. Allfc þetta gerist undir stjórn Al- ' þýðuflokksmannsins, sem fer með stjórn viðskiptamálanna í núverandi ríkisstjórn. Að því gáir blað hans ekki þeg- ar það er að lýsa öngþveit- inu í verslunarmálunum. En meginvilla Alþýðublaðs 5 ins í þessum skrifum er sú að það kallar þetta ástand „frjálsa verslun“ og hæðist ! að ágæti hennar. Sannleik- urinn er hinsvegar sá, að aldrei hin síðari ár hafa Is- lendingar verið fjær því að búa við frjálsa verslun en einmitt nú. Það er einmitt vegna þess að hjer er ekki frjáls verslun, sem að ástand ið er eins og það er. Þess- ■ vegna veður hjer uppi svarta 1 markaðsbrask og allskonar : óheilbrigði í viðskiptamálum 1 landsmanna. Afleiðing haftanna j Kapphlaupið um vörurnar, ' baktjaldasala og brask, er afleiðing haftanna. Ef hjer 1 væri frjáls verslun, ef kaup- í getan og þörfin innanlands fengi að ráða innflulningi nauðsynlegra vara, þá hyrfu 1 þessi sjúkdómseinkenni við- \ skiptalífsins. Allt bendir til I þess að afnám haftanna ' myndi að verulegu leyti ’ koma í veg fyrir braskið, ! Viðjar þær, sem viðskipti og 1 verslun hafa verið hneppt í eru nefnilega að verða eitt ' hættulegasta mein þjóðlífs- ' ins. Þær eru beinlínis orsök j ófremdarinnar. Allar líkur 'j benda til þess að með skyn- I samlegri stefnu í fjárfest- I ingarmálum og fjármálum ríkisins væri hægt að kom- ] ast hjá að beita verslunar- og ’ innflutningshöftum, effj hverfa í þeirra stað til raun- verulega frjálsrar verslunar. ’ Enginn nema erkiflón Al- þýðublaðsins geta orðað þaö ! ástand, sem nú ríkir í þess- i um málum við frjálsa versl- un. — ■ I Dauðahaldið En Alþýðuflokkurinn, Eramsókn og kommúnistar geta ekki hugsað sjer neina lausn á verslunarmálunum ! aðra en áframhaldandi höft. 1 Reynslan af þeim blasir aS I vísu við augum þeirra. En. það er alveg sama. Höftir eru , einu úrræði þessara flokka þrátt fyrir það a& braskið, svarti markaðurinn og önnur sjúkleg fyrirbrigði viðskiptalífsins valdi almenn ingi tjóni og óhagræði. Þeir halda dauðahaldi í þetta niðurlægingarástand. 1 Framh. á bls. E, j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.