Morgunblaðið - 27.08.1949, Side 1
36. árgangur.
194. tbl. — Laugardagur 27. ágúst 1949.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Skógarbrunamir í Frakklandi.
LAÐ er talið víst, að skógareldarnir miklu, sem brutust út í
Frakklandi á dögunum, hafi verið af mannavöldum. Um SO
manns fórust í elduunm og mikið verðmaeii eyðilagðist, áður
en það tókst að slöltkva eldinn. — Á myndinni sjást slökkviliðs-
menn, sem eru að koma fyrir vatnsslöngum á skógargötu, þar
sem eldurinn er að nálgast.
Albanskir harmenn barjasð
mei grískum skœruliðum
Sijérnarherinn í sákn hji Grammosfjöllum
Einkaskeyti til Mbl. frá Beuter.
AÞENA, 26. ágúst. — Gríski stjórnarherinn hefur nú byrjað
sókn gegn herjum uppreisnarmanna í Grammos fjöllum skammt
frá albönsku landamærunum. Það hefur enn sem fyrr sann-
est, að grísku uppreisnarmennirnir njóta stuðnings frá Albaníu
og nú janfvel meiri en nokkru sinni áður, því albanskir her-
rnenn, sem barist hafa með grísku uppreisnarmönnunum, voru
teknir til fanga.
Tvíþætt sóku
vSókn stjórnarherjanna hefir
verið tvíþætt. í fyrsta lagi með
fram albönsku landamærunum
fyrir vestan Grammosfjöll en
ætlunin með þeirri sókn er að
rjúfa öll tengsl uppreisnar-
maona við kommúnista í Alban
íu. — í öðru lagi stefna fylk-
ingar stjórnarhersins beint að
helstu bækistöðvum uppreisn-
armannanna í fjalllendinu.
Flýja til Albaníu
Bardagar við albönsku landa
mærin hafa verið hatðir, upp-
reisnarmenn vilja umfram alt
halda sambandi við fjelaga
sína í Albaníu, en þrátt fyrir
það hefir stjórnarherinn unnið
verulega á síðustu daga- Fjöldi
uppreisnarmanna hefir flúið yf
ir albönsku landamærin og ný-
ir óbreyttir liðsmenn komið frá
Albaníu.
<s— -------------------:-------
I
Albanir verjast á grískri
grund
En auk þess hefir orðið vart
við það, að albanskir hermenn (
eru farnir að veita uppreisnar- J
mönnum virka hjálp. Varð þess
vart í dag, að vopnaðir al- ^
banskir hermenn voru komnir
inn á grískt landsvæði.
20 fallnir, 7 handteknir
Eftir bardagana í dag varð
það ljóst, að 20 albanskir her-1
menn höfðu fallið og 7 verið
handteknir. Grísku uppreisnar
mennirnir eru nú orðnir lið-
fáir og verða fjelagar þeirra í
Albaníu að hjálpa þeim með
herlið sem annað.
BUENOS AIRES: Fundist hafa nýj
ar járnnámur í Suður-Argentínu. Er
talið að þetta sjeu stærstu járnnám-
ur, sem enn hafa fundist i Suður-
1 Ameríku.
Fjelagsmál rædd á Evrópuþinginu
WASIiINGTON, 26. ágúst: —
Flotamálaráðuneyti Bandaríkj-
anna skýrði frá því í dag, að
bandaríski kafbáturinn Tusk
hefði farist í norðurhluta At-
lantshafs, og' hefðu 7 manns lát
ið lífið, en meginhluti áhafnar-
innar bjargast. Kafbáturinn
mun hafa sokkið eftir spreng-
! ingu, sem varð í vjelaírúminu,
sennilega hefir orðið ketil-
! sprenging. Ekki er vitað með
! vissu, hvar kafbáturinn hefir
Tillaga um waidamikia
menningarstofnun
Einkaskeyíi til Mbl. frá Keuter.
STRASSBURG, 26. ágúst. Á fundi Evrópuþingsins í dag
var rætt um fjelags- og menningarmál og tók fjöldi fulltrúa
til máls. Nokkuð var rætt um tryggingalöggjöf og uppástung-
ur komu fram um að hefja starf til að samræma trygginga-
lög' Evrópuríkjanna. Þá vakti mikla athygli tillaga frá svert-
mgjanum Leopold Sengkor (sem er fulltrúi frönsku ný-
lendanna), um að komið skuli á fót menningarstofnun
Evrópu.
verið staddur, en svo virðist,
sem Hammerfest í Norður-
Noregi hafi veiið nálægasta
höfnin frá slysstaðnum.
— Reuter.
BUENOS AIRES, 26. ágúst.
Lengstu umræður um nokkurt
mál í argentínska þinginu er
nú lokið eftir 44 klst. þing-
fund. Málið sem á dagskrá var,
var samþykkt verslunarsamn-
ingsins við Bretlands, sem
gilda á í fimm ár.
Sumir þingmenn ljetu í ljós
ótta um að með þessum samn-
ingum gæfist Bretum einokun-
a\raðstaða yfir argentínskum
útflutningi. Samningurinn var
þó að lokum samþykktur með
98 atkv. gegn 28.
iiiEagssijórn Aibana
PARÍS, 26, ágúst: — Fjöldi
albanskra frelsisvina, sem flú
ið hafa föðurland sitt, komu
nýlega saman á fund í París og
ákváðu þeir að stofna útlaga-
stjórn Albana. Bækistöð henn-
ar verður í Bandaríkjunum, en
forsætisráðherra hefir verið
kosinn gamall stjórnmálamað-
ur, sem var forsætisráðherra
Albaníu á þriðja tug þessarrar
aldar. — Reuter.
Hljebarði gisti á hóteli
NEw YORK: Bandarísk hjón, Ric-
hards og kona hans komu nýlega til
Bandaríkjanna eftir nokkurra ára
dvöl í Abyssiniu. Þau höfðu meðferð
is stórdoppóttan hljebarða, sem er hið
mesta rándýr að upplagi. En svo er
skepna þessi þæg og tamin, að hún
bjó með þeim á hótelinu.
Oliuhreinsunarstöð sprengd
í loft upp í Júgóslavíu
Skæraliðar að verki
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
TI<IESTE, 28. ágúst. — Ljósar fregnir hafa borist af því, að
eina olíuhreinsunarstöð Júgóslava hafi sprungið í loft af í-
kveikju sem varð þar. Talið er, að hermdarverkamenn hafi
valdið íkveikjunni.
Slökkviliðið kvatt út.
Olíuhreinsunarstöð þessi var
í Fiume og bygð af Itölum,
meðan borgin tilheyrði þeim. I
gærdag varð stórbruni í öðrum
enda borgarinnar, og fór mest-
ur hluti slökkviliðs Fiume
þangað. Talið er, að sá bruni
hafi verið af völdum brennu-
varga.
Eldur í olíustöðinni,
En meðan slökkviliðið var að
sinna þeim bruna, kom upp eld-
ur í Romsa olíuhreinsunarstöð-
inni, sem einnig er talið að
hafi verið af völdum brennu-
varga. Skifti það engum tog-
um, að eldurinn breiddist út og
Tillaga svertingjans.
Leopold Sengkor er svert-
ingi, sem getið hefur sjer orð
sem skáld og heimspeking-
ur. Tillaga hans, sem er
um sameiginlega menningar-
stofnun gengur einkum út á
það að gera menntastofnanir
óháðar pólitískum ríkisstjórn
um í álfunni.
Háskólasamband vísir að
meiri samvinnu.
Sengkor stingur upp á því,
að myndað verði háskólasam-
band Evrópu, í þeim tilgangi
að gera alla háskóla óháða póli-
tískum ríkisstjórnum. Síðan
vill hann láta auka svo sam-
starfið, að'komið verði á mið-
stöð alls menningarlífs álfunn-
ar. Ætlast hann til að stjórnir
hinna ýmsu ríkja greiði viss
fjárframlög til stofnunarinnar,
sem deili fjenu svo milli ein-
stakra mentastofnana. Sengkor
bar þessa tillogu fram í ræðu
sinni í dag, en hann kvaðst
myndi leggja hana skjallega
fram næst þegar Evrópuráðið
væri kvatt saman.
Umræður um tryggingamál.
Breski fulltrúinn Whiteley,
hóf umræður um tryggingar-
löggjöf. Kvað hann nauðsyn-
legt að samræma tryggingar-
lög í Evrópu, því að mikið mis-
ræmi væri í hinum ýmsu lönd-
'um. Fulltrúar Frakklands,
jGrikklands og Tyrklands, tóku
í sama streng. Franski fulltrú-
inn sagði m. a., að góð trygg-
ingalöggjöf væri ein traustasta
vörnin gegn því, að einræðis-
stefnur næðu fótfestu í ríkj-
unum.
náði í olíu- og bensíngeyma
stöðvarinnar, sem sprungu í loft
upp og stendur ekki steinn yfir
steini í olíustöðinni.
Tveir flokkar skæruliða.
Það er talið víst, að hjer hafi
andstæðingar Tito stjórnarinn-
ar verið að verki, en vitað er,
að minnsta kosti tvennir
flokkar skæruliða starfa í hjer-
aðinu kringum Trieste. Annar
er skipaður kominform komm-
únistum, en í hinum eru and-
kommúnistar, sem vilja koma
aftur á konungsstjórn í land-
100 þúsiind má! tii
Raufarhafnar
FRJETTARITARI Mbl., á
Raufarhöfn, símar að verk-
smiðjan þar hafi í fyrradag ver
ið búin að taka á móti rúmlega
100 þúsund málum síldar.
í fyrra á síldarvertíðinni
allri, tók Raufarhafnarverk-
smiðjan á móti um 75 þúsund
málum og 116 þúsund í hitteð-
[fyria.
Á miðvikudag og fimmtudag
komu þangað um 30 skip með
um 13.489 hektól. af síld alls.