Morgunblaðið - 31.08.1949, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.08.1949, Qupperneq 2
2 M O RGU N B L AÐlÐ Miðvikudagur 31. ágúst 1945'' VALDABRfiSKlB EITBAR STJÓRNMÁLIN Oheilindin eyðileggja Framsókn SJALFSTÆÐISMENN hafa margoft bent á, að umbóta sje J>örf í atvinnu- og fjárhagsmál- um landsmanna. A meðan helstu atvinnuvegir eru reknir með styrkjum af almanna fje •og athafnir einstaklinganna •eru heftar og hindraðar af ým- iskonar nefndum og algerum lagabönnum, þá er vissulega breytinga þörf. Lang-varandi Jæknisaðgerðir Umboðsmenn Sjáílfstæðis- manna í ríkisstjórn hafa æ ofan í æ gert tilraunir til þess að' fá samkomulag um að ráð- stafanir yrðu gerðar til að greiða fyrir því. að atvinnu- vegirnir gætu starfað styrkja- laus og ljett yrði af einhverj- ura þeim höftum, er nú liggja oins og mara á athöfnum ein- staklinganna. Hið sjúklega ástand atvinnu- og fjárhagslífsins verður ekki læknað imeð neinum skyndi- ráðstöfunum eða skottulæknis- meðölum. Það verður að gera margar og margskonar ráðstaf- anir og lækningin mun að lík- indum taka langan tíma Líkurnar til varanlegs bata eru þeim mun meiri, sem frek- ar er hægt að forðast ósam- komulag og illdeilur út af þeim úrræðum, er beita verður. — Ráðstöfun getur orðið að gagni ef utn hana er samkomulag, en hún kann að verða til ills eins, ef að nauðsynjalausu er stofn- að til haturs og sundrungar um hana. Saínkomulag æskilegt Þessvegna hafa Sjálfstæðis- menn viljað leita samkomulags um lausn þessara mála til lengstra laga. Slíkt samkomu- lag hefur því miður ekki tekist. Alþýðuflokkurinn trúir sam- kvæmt stefnu sinni á hÖft og hömlur og sem allra mesta í- hlutun ríkisvaldsins um mál- ef'ni einstaklinganna. Forvstu- menn hans viðurkenna að vísu, að ekki sje vænlegt til lengdar að láta atvinnuvegina lifa á oninberum styrkjum. en þeir hafa talið, að enn væri ekki tímabært að breyta til í þess- inn efnum. Ákefð Alþýðuflokksins í að ■tileinka sjer og verja núverandi ástand í atvinnu- og fjármálum er ekki skynsamleg, en hún hvílir þó á málefna-grundvelli. Framsókn andvíg málefnaíhugun Framsóknarmenn láta að vísu svo í öðru orðinu, sem beir geri sjer Ijóst, að núverandi ástand sje ekki viðhlítandi. En mál- efnaleg íhugun þeirra á vanda- máíunum er ærið stopul. Það var engin tilviljun, að Tíminn skyldi sjerstaklega finna að því, að Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksráðherrarnir vildu í sumar fá nokkurt svigrúm til að kynna sjer og íhuga greinar- gerð um þessi efni, er lærðasti hagfræðingur, íslenskur, hafði samið að tilhlutan ríkisstiórn- aiinnar. Blaðið þorði raunar, eklci að setja út á það berum orðum, að leitað skyldi álits h.uHauss mjög lærðs fræði- rnj.uns í þessu efni. Hitt fanst blaðinu fyrir neðan allar hell ur, að menn þyrftu tíma til að lesa og setja sig inn í þær merki legu rannsóknir, er hagfræðing urinn hafði gert Tímatakmark Hermanns Slík vinnuaðferð“ er óþekt á stjórnmálaheimili Hcmanns Jónassonar. Hermann hefur ekki áhuga fyrir lausn aðkall- andi vandamála Hans eina á- hugaefni er það að koma rík- isstjórninni frá völdum. Ætíð frá því að stjórnin var mynduð, hefur hann fullyrt víðsvegar um landið. að hún skvldi vera farin frá eftir 2—3 mánuði. Loksins taldi hann um síðustu mán- aðamót, að draumur sinn væri að rætast og tilkynti í Tíman- um, að nú væri dauðastund stjórnarinnar komin — „Um næstu helgi“, sagði hann að stjórnin myndi segja af sjer. Ráðherrar flokksins og aðrir ráðamenn gerðu sjer hinsvegar grein fyrir, að það var hvorki holt u.pp ;i áframhaldandi stjórnmálasta,'f í landinu, nje hafði Framsókn sjálf rrálefna- grundvöll til þess að hverfa úr ríkisstjó. ninni um þá helgi, er Hermanr hafði ákveðið. Þess- vegna tóku þeir það ráð til að friða Hermann, að segja að stjórnarsamstarfinu væri „raun verulega slitið“ en segja þó alls ekki af sjer, heldur bara lýsa yfir því. að þeir ætluðu að gera það eirsl'vern tíma síðar. Órólegi maðurinn í Framsóknar-stofunni Með Hermann var farið eins cg æstan og óróan mann, sem situr í stofu og heimtar, að ein- hver, sem þar er inni, hypji sig út. Honum er til fróunar sagt, að maðurinn sje farinn, þó að hann hreyfi sig hvergi. Þegar sá órólegi segir: ,.Já, en jeg sje dónann. Hann er alls ekki far- inn“, þá er hann huggaður með því, að maðurinn sje að minsta kosti „raunverulega farinn“, þótt hann sje enn inni í stof- 'unni. Ef sá órólegi trúir betur Ísínum eigin augum, heldur en ' I I hinu, sem honum er sagt, að sje „raunverulegt“ og lætur sjer' það ekki lynda, er því að lokum bætt við, að hinn fari „eftir svo sem rúma tvo mánuði“. Það er farið að miða við alveg sama frestinn og Her- mann hefur ætíð sjálfur gert um fall stjórnarinnar. Hann hefur ætíð boðað dauða hennar eftir svo sem tveggja til þriggja mánaða tíma. Bóngóðir við Stefán Jóhann Elcki ckal um það sagt, hvort Hermann hefur skilið, að sam- starfsmenn hans voru beinlínis að hæðast að honum, með því að tiltaka einmitt þennan frest, því að vitanlega skilja þeir jafn vel og allir aðrir, að yfirlýs- ingar um afsögn þeirra eftir kosningar hefir harla litla þýð- ingu. Það eru ekki slíkar yfir- lýsingar gefnar nú, sem skera úr um hverjir fari með stjórn landsins þá, heldur úrslit kosn- inganna. Svo er og að sjá sem Tíminn skilji þetta öðru hvoru, því að hann þarf viðbótar skýringa. — Fyrst var sú, að Stefán Jóhann hefði beðið Framsóknarráðherr ana svo vel að vera í stjórninni, að þeir hefðu ekki getað fengið af sjer, að neita honum um það. Hvernig færi, ef Stefán Jóhann bæði þá nú ennþá betur að kosn ingunum afloknum? Mundu þeir þá fara eða alls ekki fá af sjer að synja jafnágætum manni ekki útátameiri bónar? „Sitja vegna síldarmjölsins“ Þá fann Tíminn það snjal- ræði, að skýra áframhaldandi stjórnarsetu Framsóknarráð- herranna, þrátt fyrir það, að þeir væri ,,raunverulega“ farn- ir, með því að þeir hefðu þurft að sitja í stjórninni „til að út- hlu-ta síldarmjöli11- Á þann veg varð Tíminn til að sanna þá ásökun á Fram- sóknarflokkinn, að óværð hans stafaði meðal annars af síldar- leysinu. Strax og aðeins fór að örla á síld, þótti það svo miklu skifta, að úthlutun síldarmjöls átti að vera nægileg ástæða fyr- ir að halda áfram því samstarfi, sem sagt var að ,,raunverulega“ væri slitið!!! Klofningurinn í Framsókn Enginn skyldi halda að allar þessar fáránlegu skýringar Tím ans kæmi eingöngu af því, að það sjeu svo rniklir kjánar. sem skrifa í það blað. Nei, þannig fer oftast, þar sem sundrung og óheilindi eru öllu ráðandi. Flestir þingmenn Framsókn- arflokksins eru sammála Sjálf- stæðismönnum um það, að þjóð inni ríði nú ekki mest af öllu á auknum fjandskap og illind- um, heldur þurfi þolinmæði og þrautgæði til þess að sigrast á meinsemdum atvinnu- og fjár- hagslífsins. Valdabrask Hermanns Jónas- sonar samrýmist ekki heilbrigð- um stjórnarháttum. Framsókn- armennina skortir hinsvegar enú kjark til þess að hristg valdabraskarann af sjer. Þess vegna sannast á þeim, að erfitt er tveimur herrum að þjóna. Þeir geta ekki í senn farið eftir sannfæringu sjálfra sín og hjálpað Hermanni Jónassyni upp í forsætisráðherrastólinn með aðstoð kommúnista. Vegna þessa tvískinnungs skapast óheilindin innan flokks ins og tvísöglin í Tímanum. Framsókn þarf að fá hvíld Sjálfstæðismenn vilja heil- brigt samstarf við aðra flokka, en það verður að játa, að Fram- sóknarflokkurinn hefur í senn gert sjálfan sig óstarfha;fan inn á við og ósamstarfshæfan út á við. Hann verður að lækna eig- in meinsemdir áður en hægt er að treysta honum til að lækna meinsemdir þjóðlífsins í heild. Fyrverandi kjósendur Fram- sóknar munu býsna margir átta sig á þessu. Þess vegna munu þeir ætla Framsóknarflokknum eðlilega hvíld. svo að hann þurfi ekki að þreyta sig á áhvrgð af stjórnarstörfum og geti í ein- verunni fundið sjálfan sig og í friði gert upp við valdabrask- arann. Stef fær ekki gjald af grammofónpiötum STEF hefur ekki rjett til að krefjast gjalds fyrir flutning tón- verka af grammófónplötum, sem gefnar hafa verið út til sölu til almennings, að því er Haraldur V. Ólafsson forstjóri Fálkans h.f. hefur skýrt Morgunblaðinu frá, en Fálkinn hefur aðal- umboð fyrir „His Masters Voice“ grammofónplötufjelagið. Svar við fyrirspurn. Yfirlýsing Fálkans er á þessa leið og er hún dagsett 29. ágúst: „Út af kröfu sem ,,STEF“ hefir gert um greiðslur fyrir rjett til opinbers flutnings hljómlistar af grammofónplöt- um, sem þegar hafa verið gefn- ar út til sölu, viljum vjer hjer með taka fram, að samkvæmt skeyti er vjer í dag höfum mót- tekið frá, „International Federa tion of the Phonographic Indus try“, sem er samband grammo- fonplötu-iðnaðarins erlendis, hefir „STEF“ ekki heimiltl til þess að krefjast greiðslu fyrir flutningsrjett á, His Masters Voice — Columbia — M.G.M. — Parlophone eða Regal plöt- um, þar sem gjald (Copyright) af öllum slíkum skrásettum grammofonplötum er greitt jafnóðum og þær eru framleidd ar“. Óftasl rembing Þjóðverja PARÍS, 30 . ágúst — Moch, inn anríkisráðherra Frakka, hjelt ræðu í Suður-Frakklandi í dag, þar sem hann minntist á uppá- stungu Winston Churchills um að Þýskaland fengi sæti í Evrópuráðinu. Sagði Moch, að sjer þætti mjög varhugavert að hefja nú svo náið samstarf við Þjóðverja. Það hefði komið í ljós, að þeir væru enn fullir af þjóðarrembingi og hel'ðu ekkert lært af síðustu styrjöld. Þetta sagði Moch samt aðeins vera persónulega skoðun sína en ekki túlkun á skoðun frönsku stjórnarinnar í heild. — Reuter.' Staksteinar Utanfarir og pólitík BLÖÐ allrá hinna rauðu hálf bræðra, kommúnista, Alþýðu flokksmanna og Framsökn- ar hafa undanfarið rætt mik ið utanfarir og eyðslu gjaid- eyris. Eru blöðin sammála um það, að það sje fyrst og' fremst ótætis „íhaldið“, sem fyrir þessum ferðalögum og eyðslu standi. Einmitt það. Undarlegt er lífið og sannarlega ekki rjettlátt, ef það er að eins fólk úr einum stjórnmála- flokki á Islandi, sem fær að litast um í heiminum. En er þetta virkilega þánnig. Hafa þær þúsundir íslend- inga, sem farið hafa utan t. d. á þessu sumri allar verið úr Sjálfstæðisflokknum? Er Viðskiptanefnd virkilega svo hlutdræg að lofa ekki nein- um nema eindregnum Sjálf- stæðismönnum að fara út fyrir Pollinn? Ef svo væri. fyndist mjer Viðskiptanefnd voðaleg stofnun. En Við- skiptanefnd veitir ekki gjald eyrisleyfi til utanferða eftir pólitískum lit umsækjenda. Það vita allir nema blöð hinna rauðu hálfbræðra. Florida og Monte Carlo EN þessi blöð segjast vera viss um það að Sjálfstæðis- menn eyði miklu af gjald- eyri, sem sje stolið undan og skemmti sjer fyrir hann í Florida!! Ljótt er að heyra, ef satt væri. En annars kom bað í ljós þegar ríkisstjórnin Ijet rannsaka, eftir því, sem unt var, inneignir íslendinga vestan hafs, að stærsti inn- flytjandi landsins, Sambana íslenskra samvinnufjelaga, hafði engum eyri skilað af umboðslaunum sínum til ís- lenskra banka. Ætli Sjálf- stæðismenn hafi skemmt sjer fyrir hann á Florida? En fór nokkur, sem Tím- inn kannast við til Monte Carlo, eða þekkir Þjóðvilj- inn nokkurn, sem „iifði hátt“ í Stokkhólmi og viðar á Norðurlöndum. Getur Al- þýðublaðið gefið upplýsing- ar um flokk, sem sendi tvo fulltrúa til þess að sitja UN& þingið í París vegna þess að tveir þingmenn hans þurftu að ,,fá jobbið“? I Bjálfaleg brigslyrði SANNLEIKURINN er sá að þessi brigðslyrði rauðu blað anna um það að Sjálfstæðis- menn eyði löglegum og ólög- legum gjaldeyri til skemti- ferðalaga í útlöndum eru eitthvað það bjálfalegasta, sem hjer hefur sjest á prenti. Kjarni málsins er að mikill fjöldi Islendinga úr öllum stjettum og stjórnmálaflokk- um hefur farið til útlande undanfarin ár til þess að skemta sjer og víkka sjón- deildarhring sinn. — Þetta fólk hefur verið misjafnlega efnum búið og lifað misjafn lega vel. Flestir hafa að sjalí sögðu farið vel með íerða Frh. á bls. 12. ■s

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.