Morgunblaðið - 31.08.1949, Síða 6

Morgunblaðið - 31.08.1949, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. ágúst 1949 Mapús Isleifc tneisfari — Mi HINN 25. ágúst s.l. andaðist hjer á Landsspítalanum Magnús ís- leífsson, trjesmíðameistari frá Vestmannaeyjum, eftir langa og þunga legu. Hann var fæddur 8. ágúst 1875 á Kanastöðum í Land- eyjum, sonur þeirra hjór.anna Is- leifs Magnússonar og Sigríðar Árnadóttur, er þar bjuggu þá. — ísleifur faðir Magnúsar var ætt- aður frá Núpakoti undir Eyja- fjöllum, en frú Sigríður var dótt- ir Árna á Stóra-Ármóti í Flóa og var móðir hennar Helga Jóns- dóttir Johnsen,, umboðsmanns á Stóra-Ármóti. Magnús ísleifsson futtist um það bil hálfþrítugur til Vest- mannaeyja. Það var í kringum aldamótin. Þar giftist hann Her- dísi Magnússínu Guðmundsdótt- ur, en Guðmundur bjó í Eyjum þar sem heitir London, og tóku þau Magnús og kona hans við búi þar og bjuggu þar jafnan síðan rausnarbúi, en konu sína misti Magnús fyrir nokkrum árum. Þau hjón eignuðust fimm börn, sem öll komust upp ,og eru 4 þeirra hjer í Reykjavík, tvær dætur, Sigríður og Unnur, Guð- mundur bílstjóri og Þorsteinn, húsgagnasmiður, en einn sonur- inn ísleifur Magnússon, er vjela- meistari við rafstöðina í Vest- mannaeyjum. Að Magnúsi ísleifssyni stóðu góðar bændaættir og voru sjer- staklega miklir hagleiksmenn í báðum ættum, enda voru þeir Kanastaðabræður smiðir góðir. Magnús lærði fyrst trjesmíði hjá eldri bróður sínum, Gissuri að nafni, en Gissur fluttist síðan til Kaupmannahafnar og ætlaði að taka arkitektspróf, *en dó áður en því lauk. Magnús lauk svo trjesmíðanámi í Vestmannaeyj- um og tók þá þegar til óspiltra málanna, og má segja, að hann hafi verið þar við riðinn allar helstu stórsmíðar frá því fyrst hann kom þangað og þar til hann brast heilsu. Eitt af fyrstu verk- efnum hans var það að umsmíða hina frægu Landakirkju alla inn- anstokks og þótti það vera gjört af mestu snilli, eins og raunar öll verk Magnúar þóttu vel af hendi leyst, svo frábært er. Hann stóð m. a. fyrir smíði barnaskól- ans og samkomuhúss Vestmanna- eyja og hafði eftirlit f. h. ríkis og bæjar með smíði hinnar nýju landsímastöðvar og rafstöðvar- innar, sem nú er nýlokið við, fyrir utan aragrúa af íbúðarhús- um, sem hjer verða ekki upptalin. Mátti segja, að honum fjelli aldrei verk úr hendi því hann var mjög eftirsóttur til smíða. Jafnhliða smíðunum hafði Magn- ús því nær alla tíð búskap og út- gerð í Eyjum. Magnús kemur til Vestmanna- eyja, eins og áður segir, um alda- mótin og þá einmitt i upphafi þess viðreisnartímabils í atvinnumál- um Eyjanna, sem þá hófst fyrir alvöru. Var þar margra góðra krafta vant á landi og sjó, en ekki síst þeirra, sem ávalt gátu Ijeð lið sitt samborgurunum til þess ýmist að byggja nýtt eða gera við og bæta það sem farið var að bila. Ekki batt Magnús ísleifsson sig eingöngu við smíð- ar á húsum og innanstokksmun- um, þó hann gerði hvorttveggja með prýði, heldur fjekst hann oft mikið við skipasmíðar og þá einkum viðgerðir á vjelbátum á vertíðinni, þegar þeir urðu fyr- ir áfalli og skjótt þurfti til að taka og bæta skaðann. Þá var oft leitað til Magnúsar og þóttu fáir viðbragðsfljótari eða afkasta meiri en hann við að hjálpa út- on, frjesmíða- ■ gerðinni á þennan hátt og var þá ekki sparaður tími nje fyrirhöfn af hans hendi og þeirra annara, sem fengnir voru til þess að bæta það sem brotnaði í stórviðrum og sjógangi. Mun það mörgum minnisstætt samtíðarmönnum Magnúsar ísleifssonar frá þeim tíma að þá lagði hann oft nótt með degi og hlífði sjer hvergi. Þar við bættist, að Magnús ís- leifsson var svo bóngóður mað- ur, að hann virtist bókstaflega ekki geta synjað um liðveislu sína hvernig sem á stóð fyrir honum sjálfum, þegar aðrir voru í vand- ræðum. Nú er hann horfinn af sjónarsviðinu, eins og svo marg- ir aðrir dugandi liðsmenn Yest- mannaeyja, sem uppi hafa verið fyrr og síðar. Mun mjer og mörg- um öðrum, sem til þektu títt verða hugsað til þeirra mörgu ágætismanna, sem starfað hafa í Vestmannaeyjum síðasta manns aldurinn. Á þeirra herðum hef- ir hvílt það mikla verk að lyfta atvinnulífi Vestmannaeyia á það stig, sem það er nú, og var Magnús ísleifsson í því efni eng- inn meðalmaður. Hans mun því lengi verða saknað og lengi minnst. Magnús var í allri fram- göngu sinni hinn vandaðasti og prúðasti. Hann var fríður maður sýnum og jafnan glaður og reif- ur, meðan hann mátti. Veikindi sín og hinar miklu þjáningar bar hann með karlmennsku allt til enda. í Dómkirkjunni í Reykjavík var í gær fjölmenn minningar- athöfn Um hinn látna, en jarð- neskar leifar hans verða fluttar til Vestmannaeyja og jarðsettar þar og er það vel að hann fái hvíld í faðmi þess byggðarlags, sem hann helgaði sína miklu og farsælu starfskrafta. Jóhann Þ. Jósefsson. Vanfar afvinnu I Ungur maður, reglusam- I 1 ur og áreiðanlegur, með f | margra ára reynslu og i I góða þekkingu sem versl- f 1 unaimaður, óskar eftir at- f I vinnu nú þegar. Tilboð i 1 auðkent „Áreiðanlegur— f | sendist afgr. Morgunblaðs | f ins fyrir 10. september, | I næstkomandi- 'iiiiiiiiiiiii111111111iiiiiiiiiiiIIiiliiiiiiiiuiill••lll•■lll|ll||■l '• ■■11111111111111111111 iiiniiiiiiiiiiiimiiniMiii iimii iiiuiin s . | Til leigu | Suðurstofa 1 | ásamt litlu samliggjandi § i herbergi. Barmahlíð 54. i = Reglusemi áskilin. 11111111111111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiina Franska „STEF" 100 ára. Undirbúningur að háfíðahöidum í París FYRIR hundrað árum settust þrír fjelausir höfundar inn á fínan veitingastað í París, pönt uðu dýrindis krásir og vín, skemtu sjer vel og átu og drukku eins og í varð látið. — Þegar langt var liðið á nóttu, og þjónninn kom með reikning- inn, neituðu' þeir að greiða hann, fjelausir sem þeir voru, sögðu sem satt var, að verk þeirra hefðu verið leikin og sungin þetta kvöld eins og oft endranær á veitingastaðnum og að þeir ættu heimtingu á greiðslu fyrir flutninginn. Ut af þessu reis deila, sem kom fyrir dómstólana, og fór svo að höfundarnir unnu málið fyrir Hæstarjetti. — Dómurinn var bygður á stjórnarskrá Frakk- lands og friðhelgi eignarrjett- arins. Afleiðing af þessum dómsúr- skurði varð stofnun franska STEFS, Samband tónskálda og eigenda flutningsrjettar, er óx og dafnaði, telur nú 10 þúsund rjetthafa og hefur árlega pen- úngaveltu, er skiftir mörgum miljörðum franka. Ur einu landi í annað heyrð- ist kjörorðið: „Tónskáld allra landa, sameinist!11 Franska „STEF“ teigði arma sína til annara landa, Belgíu, Hollands, Sviss o. s. frv. og setti þar á stofn umboðsheimtu, þangað til tónskáld þessara landa skipu- lögðu sjálf starfsemi sína, en ríkisstjórnir þeirra veittu þeim fulla aðstoð til að tryggja sjálf- stæði sitt gegn franska „STEF- INU“, sem tókst þó að gerast nokkurskonar heimsveldi á sviði tónrjettinda. Enn í dag hefur það eigin innheimtuskrif- stofur í öðrum löndum t d. í Grikklandi, Tyrklandi og víðs- vegar í Asíu. Breska „STEF“ hefir einnig innheimtuskrif- stofur víða um lönd. Þegar Island gekk í Bernarsamband- ið voru gerðar tilraunir til að gera íslenska ,,STEF“ háð stóru erlendu systurfyrirtæki, en'fyr- ir fulltingi viðurkenndra tón- verka íslenskra höfunda og for- göngu íslenskra tónskálda tókst að koma i veg fyrir það. ís- lenska ,,STEF“ mun því standa jafnfætis hvaða erlendu „STEFI“ sem er, svo framar- lega sem hjer á landi verður fylgt samskonar reglum og ann arsstaðar. Voldugustu ,,STEFIN“ eftir tilkomu franska fjelagsins urðu systurstofnanirnar í Ítalíu, Þýskalandi, Bretlandi og Ame- ríku. Síðar v^rð Bernarsam- þyktin núgildandi sett og marg endurbætt. — Þýska fjelagið tók forgöngu um að skipuleggja starfsemi „STEFJANNA“ eftir sjónarmiðum æðri tónlistar og hafði tónskáldið heimsfræga Richard Strauss forustu i þeim efnum. Norrænu „STEFIN“ tóku síðan upp þýsku aðferð- ina. Um þetta má lesa í minn- ingarriti, sem gefið var út á 25 ára afmæli sænska ,,STEFS“. — Fyrir bragðið greiðist í þessum Frh. á bls. 12 Guomundur Slefánsson frá LýfingssföÖum. Niðinin LÍKLEGA hefur mjer aldrei brugðið meir við neina fregn, sem þó var svo laus við að vera voveifleg, eins og þá er jeg vorið 1924 heyrði, að Guðmundur á Lýtingsstöðum væri í sóknar- nefnd Mæliíellssóknar. Sagt er að hvað eina eigi sínar orsakir og svo var hjer. Þann veg var þá háttað högum minum, að jeg hafði lagt út í bæjarbygg- ingu þá um vorið, máske meir af kappi en forsjá, og mest þó af illri nauðsyn. Margt skorti til þess, það er þurfa þykir, svo sem smiði og fje. Sjerstaklega van- hagaði mig um færa smiði til verksins. En vinkona mín fram- sýn, Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Uppsölum, sagði stöðugt: Fáðu hann Guðmund á Lýtingsstöðum; þá gengur það. Mjer fannst óneitanlega meir en lítið vonlaust við að gera árás á Guðmund. Hann bjó þá stórbúi á Lýtingsstöðum, og rnátti vænta, að hann hefði nóg að sýsla við búið. En Ingibjörg full- yrti mig um, að Guðmundur ynni víðsvegar að smíðum. Svo fór að lokum, að jeg Ijet til leiðast að leita Guðmund uppi. — Jeg þekkti hann þá ekk- ert — ekki einu sinni i sjón. Brátt komst jeg á snoðir um. hvar Guðmundur væri niðurkominn. Hann var þá á kafi í kirkju- byggingu á Mælifelli — en kirkj- an þar hafði þá brunnið skömmu áður. Þegar að Mælifelli kom sá jeg margt starfandi manna við kirkjusmíðina, þeirra er jeg ekki þekkti. En prestinum — ■-kóla- bróður mínum, ■ sjera Tryggva Kvaran — trúði jeg fyrir erindi mínu, sem væri það að fá Guð- mund á Lýtingsstöðum til að byggja fyrir mig bæ! Sjera Tryggva þótti það mál horfa óvænlega við. Guðmundur væri fastur í kirkjubyggingunni, og gæti þaðan ekki horfið. Datt mjer þá það snjallræði í hug að leita til sóknarnefndarinnar um eftirgjöf á Guðmundi um ein- hvern tíma. í því skyni spurði jeg hverjir væru í sóknarnefnd Mælifellssóknar. Þá fekk jeg þetta svar: Það er nú fyrst og fremst Guðmundur sjálfur. Nú tók ekki betra við. Guð- mundur hafði þá tvöfaldra hags- muna að gæta við kirkjusmiðina. Samt vildi jeg freista þess að hafa tal af honum. En nú mátti ekki fara mannavilt. Og því spurði jeg prestinn hver þessara manna væri Guðmundur. „Þekk- irðu ekki hann Guðmund á Lýt- ingsstöðum?“ spurði hann hissa. Jú, jeg hjelt það, en var ekki alveg viss. „Er það ekki maður- inn með glampann í andlitinu?" Þetta var víst barnalega spurt. En það var rjett. Maðurinn með glampann í andlitinu var Guð- mundur Stefánsson á Lýtings- stöðum. Jeg gekk nú á fund þessa manns. Hvort það var af því að hann kenndi í brjósti um mig eða af hinu, að hann hafði ekki tamið sjer þá list að láta menn fara erindisleysu á fund sinn — þá fóru svo leikar að kirkjusmiður- inn á Mælifelli, sem einnig var sóknarnefndarmaður í Mælifells- sókn lofaði að vera hjá mjer „fáeina daga“. En hann sagðist litlu fá áorkað einn saman. Jeg spurði, hvort væri nokkurra fleiri manna von. Hann hjelt að rjett væri að reyna við hann Ólaf — það var Ólafur Kristjáns- son húsasmiður og yfirsmiður við kirkjubygginguna. Og þegar í stað orðaði Guðmundur þetta við Ólaf og fekk hann til að lofa að koma með. Bærinn á Miklabæ komst upp fyrst og fremst fyrir tilstilli Guð- mundar. Hann útvegaði smiði, ábyrgðist þeim greiðslu, greiddi þeim stundum úr eigin vasa, en vann þá sjálfur manna mest með eigin hendi. Guðmundur gerði þessa bæjarbyggingu að áhuga- máli sínu, — Guðmundur gerir öll sín verk að áhugamáli sínu. Og Mælifellskirkja komst upíi eftir sem áður. Árið sem jeg byggði bæinn komst jeg í heyþrot. Þá tók Guð- mundur af mjer nær 100 ær um margra vikna skeið. Var sú fóður taka vissulega ekkl gerð til fjár. ★ Nokkru eftir þetta brá Guð- mundur búi. Hann hafði engan frið á sjer. Fekk jeg hann fyrir kaupamann 2 sumur, og burfti þá litlar áhyggjur að hafa af heyskap mínum. Þá þóttist jeg maður með mönnum að hafa Guðmund á Lýtingsstöðum fyrir ráðsmann — og var ekki grun- laust um að sumir öfunduðu mig. Þannig reyndist Guðmundur mjer — frá fyrstu sýn — ókunn- ugum manni — maðurinn með glampann í andlitinu. Jeg hef oft mjer til ánægju horft á þenn- an glampa. Hann er tjáning þess, er óvenjulegum manndómi og drengskap slær saman. ★ í dag — 26. ágúst 1949 — er Guðmundur 70 ára. Um tvo síð- ustu áratugi hefur hann íarið víða um land, og mörg hús stór og smá hafa sprottið upp í fót- sporum hans. í sumar vinnur hann fram í afdölum, reisir stein hús, þar sem hrærivjel ekki kemst að, hrærir í tunnunni sinni, hefur langan vinnudag og vinnuj* strangt. Slíkur er alla tíð háttur Guðmundar. Þegar hann var kaupamaður hjá mjer fór hann í fyrirdrátt alltaf annað veifið, og svalkaði þá í Hjeraðsvötnum fram á nætur. Þegar jeg benti honum á svefn- þörfina sagði hann: Manni gerir ekkert til þó maður missi dálít- inn svefn svona tvisvar í viku. Þótt Guðmundur hafi lagt fyrir sig húsagerð síðustu áratu.gina, er hann ekki fyrst og fremst smiður. Hann er jafngóður bóndi og smiður, og geta hans er ekki bundin við eitt eða tvennt. Guð- mundur hlaut að verða nýtur maður að hverju sem hann sneri sjer. Hann er fyrst og fremst kraftamaður, kjarkvargur, liam- hleypa. Hann er víkingurinn, ekki til niðurrifs: að höggva strandhögg og brytja niður, held- ur að byggja upp: að reisa úr rústum og veita öðrum mönnum brautargengi. „Glampinn í andliti" Guðmund ar endist enn: Drengskapurinn er Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.