Morgunblaðið - 01.09.1949, Page 2

Morgunblaðið - 01.09.1949, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 1. sept. 1949*] öjálf sf æöisf Sokky rlnn einn andvígur höftum, hömlum og nefndafargani Kjósendur hafa úrsSifaráðin ENGINN VAFI er á, að Is- Jendingum hentar ekki það fyr- irkomulag hafta og margshátt- íir þvingana af hálfu almanna- valdsins, sem magnast hefur unndanfarin ár. Fá lönd í heiminum eiga meira undir framtaki og dug hvers einstaklings en Island- - Lífsskilyrðin hjer á landi eru óhlíð og erfið. Ef erfiðleikana á að sigra, verður það ekki gert nema með dug, framtakssemi og athöfnum sem allra flestra einstaklinga. Ófarnaður of.sfcjórnarinnar Lögskipaðar nefndir, sem sitja og starfa í hlýjum stofum hjer suður í Reykjavík megna aldrei að bæta upp og koma í stað- inn fyrir framtak athafnamann ánna. Ef sjerstaklega stendur á getur mikil íhlutun ríkisins um framkvæmdir og atvinnu ein- staklinganna verið óhjákvæmi- leg. En stöðugar framfarir og góð lífsafkoma almennings get- ui ekki byggst á nefndafargani og ofstjórn, heldur . hinu. að þeir, sem dugur er í og áfram vilja brjótast sjálfum sjer og öðrum til góðs, eigi þess kost. Þa'ð er minnstur vandi að jafna lífskjörin, ef auðlegðar hefur verið aflað. Galdurinn liggur í því ,að brjóta ekki nið- ur sjálfsbjargarviðleitnina. sem að lokum er þó undirstaða allr- ai auðlegðar, jafnt einstaklinga sem heildarinnar. Þetta eru auðsæ sannindi, sem óþarft ætti að vera að fjöl- yrða um. En því miður er nauð- syn að endurtaka þau, vegna þess að stefna þriggja stjórn- málaflokka hjer á landi er and- víg þessum frumsannindum. Akæði iiommúnistaklíkunnar Kommúnistar vilja ganga lengst í hverskonar áþján og kúgun. Ætlun þeirra er að innl. svokallað alræði öreiganna. í fi amkvæmd er það alræði þannig, að lítil klíka pólitískra ofstækismanna fær öll völd í sínar hendur. Kommúnistar segja að nauð- synlegt sje að banna atvinnu- rekstur einstaklinganna af því, að atvinnurekendurnir hafi of mikil völd yfir verkamönnum sínum. En ef svo er, hversu miklu ískyggilegri eru þá ekki völd ^þeirra, sem hafa í senn völd yfir öllum atvinnutækjum lands síns og algert einræði í sljórnmálum þjóðarinnar? En á þann veg er stjórnar- fyrirkomulagið í Rússlandi — Kenning kommúnismans segir, að þannig eigi stjórnarfyrir- komulagið að vera, og þess- vegna er óumflýjanlegt. að ef kommúnistar fá einir völd hjer á iandi, munu þeir einnig koma sliku skipulagi á hjá íslending- um. Kommúnistar vita, að fáir muni girnast slíka stjórnar- hætti. Þessvegna eru þeir ekki ir.jög fjölorðir um, hvert loka- takmark þeirra sje. Alt hið illa hjer margfalt verra austan Járntjalds Þeir eru þeim mun margorð- ari í fordæmingu sinni á nú- verandi ástandi. Það er rjett, að nú er mörgu ábótavant. — Aðalgallinn er sá, að of langt hefur verið gengið til móts við hinar sósíalistisku kenningar. Þegar kommúnistar reyna að æsa til óánægju út af skömmt- un, fjárfestingarleyfum, svarta markaðsbraski og öðru slíku, þá eru þetta einmitt allt hrein- ræktuð sósíalistisk og kommún- istisk fyrirbæri. í kommúnistisku þjóðfjelagi má einstaklingurinn ekki aðhaf ast neitt nema með samþykki almannavaldsins. Hömlurnar og höftin hjer á landi nú eru að- eins barnaleikur miðað við það, sem verða mundi, ef kommún- isminn yrði hjer alls ráðandi. Svarti markaðurinn lög- helgaður í „sælu- ríkjunum“ Eitt af ráðum kommúnista til að halda völdum sínum við. er að láta enga aðra en fylgjend- ur sína fá skömmtunarseðla. Yfirlýstir andstæðingar eru beinlínis sviftir skömmtunar- seðlum og verða að afla sjer nauðsynja á svörtum markaði. í fljótu bragði mætti svo virð ast, sem menn með þessu væru dæmdir til hungurdauða. Ef svo er þó ekki, þá er það vegna þess, að í kommúnistiskum löndum er svarti markaðurinn beinlínis einn þáttur þjóðskipu- lagsins. Það er ætlast til, að vissir hópar í þjóðfjelaginu fái aðaluppihald sitt á svarta mark aðinum, og aðrir eiga þess kost að bæta við smáan skammt sinn viðbótum, sem keyptar eru ærnu verði á þeim markaði. Auðvitað neita kommúnistar hjer þessum staðreyndum. Sum ir gera það ef til vill af fá- fræði, en hinir, sem betur vita, gera það gegn betri vitund. Neitanirnar stoða þá ekki. Þó að reynt sje með öllum ráðum að dylja það, sem gerist á bak við járntjaldið, eru nú alltof margar sannar frásagnir, sem þaðan hafa borist, til að komm- únistum tjái lengur að reyna að blekkja menn um ástandið í „sæluríkjunum“ austur þar. Alþýðuflokkurinn vill höft og hömlur Alþýðuflokkurinn er einnig sósíalistiskur flokkur þó að flestir ráðamenn hans vilji forð ast hinar kommúnistisku öfg- ar. En andstaða Alþýðuflokks- ins, annara en Gylfa Þ. Gísla- sonar, Hannibals Valdimars- sonar og annara slíkra við komúnista, má ekki verða til þess, að menn gleymi því, að stefna Atþýðufiokksins er fyrst og fremst aukin ríkisaf- skipti á öllum sviðum og minnk andi frjálsræði einstaklings- ins. 1 Það er mikið til í því, þeg- ar Alþýðublaðið segir hvað eft- ir annað, að núverandi ástand í atvinnu- og fjárhagsmálum sje leið Alþýðuflokksins. Stefnu sinni samkvæmt vill Alþýðu- flokkurinn höft og hömlur á einstaklingana, og öll raunveru leg ráð hjá nefndum og ýmis- konar stjórnvöldum. Völd Alþýðuflokksins Það er að vísu rjett, að Al- þýðuflokknum hefur enn ekki tekist að koma á til fulls sósía- listisku skipulagi hjer á landi, en honum hefur óneitar.lega mjög mikið áunnist í þeim efn- um. Flokkurinn getur þess- vegna eftir atvikum verið á- nægður með árangurinn af starfi sínu. Valdaaðstaða hans hefur orðið til þess, að hann hefur ráðið miklu meira um gang stjórnmálanna hjer á landi en fjöldi flokksmannanna segir til um. Alþýðuflokkurinn má eiga það, að hann fer ekki dult með stefnu sína. Hann játar hrein- skilnislega að núverandi hafta-, þvingunar- og ríkisafskiptaá- stand sje í samræmi við vilja sinn og ávöxtur af starfi flokks ins. Fals Framsóknar Framsóknarflokkinn skortir slík heilindi. Framsóknarmenn þykjast þvert á móti vera óá- nægðir með núverandi ástand. Öðru hvoru eru þeir meira að segja að gera á samkomum sín- um samþykktir um, að þeir vilji aukið athafnafresli og jafn vel „frjálsa verslun“. Þegar betur er að gáð sjest þó, að það er allt annað en það, sem menn í mæltu máli kalla „frjáls verslun“, sem Framsókn armenn sækjast eftir. Þeir hafa enga trú á að raunverulega sje hægt að lina á höftum og bönn- um. í stað þess að sameinast Sjálfstæðisflokknum í baráttu fyrir slíku raunverulegu frelsi, gera Framsóknarménnirnir sig ánægða með það, ef þeir geta fengið þá breytingu á fram- kvæmd haftanna, að sjerkredd- um þeirra sjálfra verði full- nægt. Samvinnufrömuðir and- vígir skömtunarseðla- vitleysunni Síðasta snjallræði þeirra í þeim efnum er að leggja til, að lögfest verði svarta markaðs- brask á innflutnings- og skömmtunarseðlum. Þeim er svo mikið í mun að geta haldið höftunum, að þeir vilja láta skömmtun haldast í ókominni framtíð, einungis til að láta skömmtunarseðlana verða grundvöll að innflutningsleyf- um. Innflytjendurnir eiga síð- an, hver í kapp við annan að bjóða í skömmtunarseðlana. Það er engin furða, þó að fremstu samvinnumenn lands- ins lýstu því yfir á fundum í vor, að slíkar tillögur væri sjer óviðkomandi. Þær væri ófram- kvæmanleg fjarstæða, jafn fá- víslegt úrræði fyrir samvinnu- fjelögin sem aðra. Framsóknarflokkurinn ljet sjer þó ekki þetta að kenningu verða. Á því var heldur ekki von. Snjallræði þetta var ekki fundið upp til að bæta úr ólagi í verslunarmálunum, heldur til að styrkja mesta valdabraskara landsins, Hermann Jónasson, í vonlausri valdabaráttu hans. En Framsóknarflokknum í heild var þeim mun auðveld- ara að fallast á skömmtunar- seðla snjallræðið, sem flokkur- inn frá fyrstu tíð hefur verið frumkvöðull og aðal stuðnings- maður influtningshafta og hverskyns ófrelsis í verslunar- málum landsins. Flokkur frelsisins Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn hjer á landi sem vill frjálsa verslun og er and- stæður óeðlilegum afskiptum ríkisins af málefnum og at- vinnurekstri borgaranna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur, því miður, ráðið of litlu um stefnu og stjórn landsins und- anfarið. Hann er minnihluta flokkur, og af því, að hann af þjóðhollustu hefur ekki viljað skerast úr leik um stjórn lands- ins, hefur hann orðið að sætta sig við ýmislegt, sem er stefnu hans andstætt. Sumit skamm- sýnir menn hafa viljað láta þetta verða flokknum til áfell- is. — En stefna flokksins er skýr. Hann verður eins og aðrir að sætta sig við dóm kjósenda. En nú hafa kjósendurnir færi á að segja til um óskir sínar. Ef þeir kjósa nógu margir Sjálfstæðis- flokkinn, er færi á að ljetta af öftum þeim og hömlum, sem jáð hafa landslýðinn undan- farið. Ef menn vilja losna und- an þessu fargani styðja þeir þessvegna Sjálfstæðisflokkinn. Hjeraðsmót í Austur- Skaflafellssýslu UM síðastliðna helgi varð að fresta hjeraðsmóti Sjálfstæðis- manna í Austur-Skaftaíells- sýslu sökum veðurs. Var hið versta hrakviðri eystra, úrkoma með dimmviðri og allhvasst. Hjeraðsmótið verður nú hald- ið um næstu helgi — ef veður leyfir. Ræður flytja Bjarni Bene- diktsson , ráðherra, og Gunn ar Bjarnason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæminu. Hið nýstofnaða fjelag Sjálf- stæðismanna í Austur-Skafta- fellssýslu stendur fyrir mótinu og hefur undirbúið það af mynd arskap. Mótið hefst síðdegis á sunnudag með ræðuhöldum, en síðan verða fjölþætt skemmti- atriði, og um kvöldið dansað. © © ^ Staksteinar • © Hagnaðnr almennings og þjóðnýtingin Alþýðublaðið og sam- göngumálaráðherra hafa gert sig sekt um það glappa- 1 skot að reyna að verja hinn einstaka hneykslisrekstur hinnar þjónýttu sjerleyfis- leiðar milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Það, sem þegar hefur verið sannað í því máli, er að ríkið hefui stórtapað á rekstri, sem cin- staklingar greiddu af há op- inber gjöld til ríkis og bæj-= ar áður. Það er líka sannað að síðan að ríkið tók þenn- an rekstUr í sínar hendur snemma árs 1947 hefur far- gjald með samgöngutækium þess milli umræddra staða hækka'ð úr þremur krónurn fram og til baka upp í fimm krónur. Finnst fólki ekki að þjóð- nýting Emils Jónssonar spari því fje? Hvað finnst Hafnfirðingum? Helgi S. Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Áætlunarbíla Hafnar- fjarðar, ritar í dag grein um þessi mál. Er þar rækilega svarað vafningum Emils Jónssonar og Alþýðublaösins og saga þjóðnýtingarbrölts- ins sögð eins og hún gerist. 1 i Myndafrjettir kommúnista S.l. laugardag birti Þjóð- viljinn mynd af síldar- bræðsluskipinu „Hæringur'5 í tilefni þess að aflabrestur hefur orðið bæði á vetiar- , og sumarvertíð. í gær birtir , blaðið aftur mynd af skip- inu og nú í tilefni þess að það flytur sig úr innri höfn- innj í Reykjavík út á ytri höfnina. Hversvegna þykir kommum svona varið í Hær ing einmitt nú? Það er vegna þess að síld- j veiðin hefur brugðist og að ; þetta skip, sem er merkileg j nýung í íslensku atvinnulífi, i hefur ekki fengið verkefni, | Yfir þessu hlakka kommún- j istar. Á því furðar að sjálf- ■, sögðu engan. Þessir bjáifar i eiga allt undir því komið að allt gangi sem verst og öf- | ugast fyrir þjóðinni. — En j það fólk annað, sem tekur i þátt í þessari kommúnistísku j gorkæti er undarlega inn- í rætt, svo ekki sje meira j sagt. Framsóknarávarp til Snæfellinga Framsókn hefur sent fólki j á Snæfellsnesi og í Hnappa- j dalssýslu ávarp. Er það £ j ræðu, er frambjóðandi flokksins flutti á Framsókn- 1 arsamkomu vestur þar ekki J alls fyrir löngu. Hefur Tím- j anum eða frambjóðandan j um fundist ávarpið svo merkilegt að það er prentað upp á heila síðu í Tíman- um. í þessu ávarpi lýsir Framsóknarframbj óðandinn því yfir að Snæfellingar ! hafi löngum verið ístöðu ; Frh. á bls. 12 j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.