Morgunblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 1. sept. 1949«] Framkvæmd IræSslulaga fjórir gagnfræSaskólar Ræff við fræðslufuiifrúa og skóiastjóra FRÆÐSLUFULLTRÚI Heykjavíkurbæjar, skólastjór- ar gagnfræðaskólanna og barnaskólanna hjer í bænum ræddu í gær við blaðamenn, um fyrirkomulag á starfsemi þessara skóla, með hliðsjón af áhrifum hinna nýju fræðslu- laga. — Sem bein og eðlileg afleiðing þeirra, munu fjórir ^ágnfræðaskólar verða starf- •andi hjer í bænum á vetri komanda, en þessa skóla eiga að sækja allflest þeirra barna, «r voru í gagnfræðadeildum f>eim, er störfuðu í barnaskól- unum í fyrravetur, svo og ílest þeirra barna er á síðastl. vori luku barnaprófi. — Hef- ur börnum þeim, sem hjer «eiga hlut að máli verið skipt * skólana eftir ákveðnum regl «um. Gagnfræðaskólarnir munu taka til starfa 1. október næst- komandi. IMokkur orð um fræðslulögin. Samkvæmt nýju fræðslulög- unum eru barnaskólar 6 ára .skólar í stað 7 ára áður. Skóla- .skyldan hefst á því ári, er barn- ið verður sjö ára. Þau börn, ^em fædd eru á árinu 1942, verða því skólaskyld í haust. A því ári, sem börn verða 13 ára (í ár börn fædd 1936), taka þau svonefnt barnapróf. t*au, sem ná því, hafa lokið barnaskólanámi, en eiga síð- an að stunda nárr. í gagnfræða- Ækóla í tvö ár Því námi lýkur •neð unglingaprófi á því ári, sem nemandinn verður 15 ára, ■og hefur hann þá fullnægt skóla .skyldu sinni. — Að loknu eins árs námi í viðbót getur nem- andinn gengið undir miðskóla- f>róf, sem veitir rjett til inn- ,göngu í lærdómsdeild mennta- Ækóla eða í kennaraskóla- — Þeir nemendur, sem stunda tveggja ára gagnfræðanám að loknu unglingaprófi, ganga und «r gagnfræðapróf, sem verður með öðrum hætti en tíðkast I>efur til þessa og mun veita rjettindi til inngöngu í ýmsa -sjecskóla. fSyrjað að framkvæma lögin. Segja má; að framkvæmd hinna nýju fræðslulaga hefjist J Reykjavík með barnaprófi vor ið 1S48 og kennslu í gagnfræða deildum barnaskólanna hjer s.l. veíur. Nemendur þeirra deilda setjast nú í 2 bekk gagnfræða- skólanna, sem nú geta tekið fleiii nýja nemendur en áður. Þó er þar eigi nægilegt hús- rými fyrir alla nemendur á gagnf'ræðastigi, og starfa því gagnfræðadeildir í Miðbæjar- -og Laugarnesskóla í vetur. — f Austurbæjarskóla og Mela- .skóla verða aðeins börn á aldr- inum 7—12 ára, en engar gagn fræðadeildir eins og s. 1. vetur. Skiptingin. Til þess að tryggja það, að hæfilegur fjöldi nemenda verði í hverjum þeim skóla, sem ann- ast gagnfræðakennsluna. svo og til þess að gera skólasóknina eins haganlega og við verður komið í vetur var það ráð tekið að skipa i skólana eftir ákveðn- um reglum. sem nú verður skýrt frá. Skipting þessi fer að mestu eftir skólahverfum, en sumpart eftir deildaskipun frá s. 1. vetri. Er þess vænst, að aðstandendur festi sjer reglur þessar í minni og hlíti þeim, enda verða und- anþágur frá þeim eigi veittar fyrst um sinn. Börn fædd á árunum 1935 og 1936, sem lokið hafa barna- prófi. eru skólaskyld næsta vet- ur. og fer kennslan fram í eft- irtöldum skólum: Gagnfræðaskólinn við Hring- braut. — Nvr gagnfræðaskóli tekur til starfa í haust í hús- inu nr. 121 við Hringbraut. Þar hefur verið tekin á leigu ein hæð og innrjettuð til skólahalds vegna skorts á skólahúsnæði. í þessum skóla verða 6 deildir. Þangað eiga þau börn að sækja skóla, sem voru í 1. bekk gagn- fræðadeildar í Melaskóla s. 1. vetur, ennfremur þau börn, sem voru í deildunum 12 ára A, 12 C og 12 E í Melaskóla s. 1. vet- ur og luku barnaprófi. Arni Þórðarson, kennari, hef ur verið skipaður skólastjóri þessa nýja skóla, Gagnfræðaskóli Vesturbæj- ar. — Sá skóli starfar í Stýri- mannaskólanum gamla eins og að undanförnu og verða þar 10 deildir. Auk þeirra nemenda, sem fyrir eru í skólanum, verða teknar 2 deildir í 1. bekk, og eru það börn sem luku barna- prófi í vor úr deildunum 12 B og 12 D í Melaskóla. — í 2. bekk verða tekin börn f- 1935, sem voru i gagnfræðadeildum Miðbæjarskóla s. 1. vetur og eiga heima vestan Lækjargötu. Miðbæjarskólinn. — Þau börn f. 1936, sem luku barna- prófi í Miðbæjarskólanum í vor, verða í 1. bekk gagnfræðadeild- ar í Miðbæjarskóla í vetur. Verða þar 4 deildir. Gagnfræðaskólinn við Lind- argötu. — Unnið hefur verið að viðgerð og endurbótum á Franska spítalanum, og tekur þar til starfa sjálfstæður skóli í haust með 8 deildum. í 2. bekk þess skóla verða þau börn tek- in, sem voru í gagnfræðadeild- um Miðbæjarskólans s. 1. vet- ur og eiga heima austan Lækj- argötu, en hin fara í Gagnfræða skóla Vesturbæjar, eins og áður var getið. Þau börn f. 1936, sem luku barnaprófi í Austurbæjarskóla í voru og eiga heima á svæð- inu norðan Bergþórugötu og Brautarhólts að þeim götum meðtöldum, eiga einnig að sækja skólann við Lindargötu. Jón Gissurarson, kennari, hef ur verið skipaður skólastjóri þessa skóla. Gagnfræðaskóli Austurbæj- ar. — Sá skóli, er áður starfaði í Franska spítalanum og Sjó- mannaskólanum, tekur nú til starfa í hinni nýju skólabygg- ingu við Egilsgötu. í skólanum rúmast 22 deildir. Auk þeirra iÍt) ci b ó h 211. dajgur ársins. Árdegisflæði kl. 1.50. Síðdegisflæði kl. 13,25. Næiurlæknir er í læknavarðstof- unni. simi 5030. Nælurvörður er i Ingólfs Apóteki, sími 1330. Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. I.O.O.F. 5=1309181/2= ftjónaefni Nýlega hafa opjnberað trúlofun sína ungfrti Kristin Árnadóttir, Hellnafelli, Grundarfirði og Halldór Sigurjónsson bifreiðastjóri, Grafar- nesi. S.l. laugardag opinberuðu trúlofun sina ungfrú Greta Jónasdóttir, Boða- slóð 5, Vestmannaeyjuin og Kristinn Sigfússon, Norðurkoti, Kjalarnesi. Brúðkaun Nýlega hafa yerið gefin saman í hjónaband af sr. Garðari Þorsteins- svni, ungfrú Þóra Jónsdóttir frá Laxa mýri og Páll Flygenring. Hafnarfirði Tveir ræðismenn í Finnlandi I siðasta Lögbirtingablaði, er frá því skýrt, að skipaðir hafi verið tveir ræðismenn í Finnlandi. Er anuar ^ Heillaráð þeirra í Abo og er það Bror Sievers. j — Hinn er í baenum Kotka og heitir sá K. W. M. Fjörd. Baðvörðurinn í Nauthólsvik hættir störfum í dag. Til Strandarkirkju N. N. 50, T. M. 15, E. G. 20, I. S. 10, I. B. A. 10, Kagnar 20, H. J. 25, H. G. P. 150, Þ. S. 5, áheit 50, Eirík- ur 50. Jóna S. Sigurðard. 100, N. N. 200, N. N. 200. F. J. 10, T. G. 10, K. J. 50. R. B. 5, B. S. 15. Rúna 20, kona á Snæfellsnesi 50. gömul áheit Helga 60, Fríður og Gunna 50, tvær mæðgur 50, tvær konur á Skagastr. 150. gamalt áh. J. R. 50. Guðmundur 50. ónefndur 20. Haraldur Þórðarson 10. Illa Þorbjörnsd. 15, N. N, 20, Karl 10, K. Á. I. 10, N. N. 50, Kona 10, N. N. 50, H. 0. 100, tvö áh. 40,: N. N. 60. gamalt áh. 10, áheit 20, stúlka 5. Guðríður Þorkelsson 20, A. A. 10, N. N. 50, E. I. 2, S. L. 25, Þ. Þ. 10, Þ. Þ. 20, G. R. 10, N. N. 15, ónefndur 100. gamalt áh. 5, Þ. Þ. 10. gömul kona að vestan 10, E. S. 30. Standard 10. áh. frá B. Ö. 30, H. K. 17, P. J. 10, H. G. B. 20, N. N. 50. gömul og ný áh. V. V. 50, F. H. 50, S. J. gamalt áh. 10, G. T. H. 10, V. K. 5, gamalt áb. ónefndur 5, J. J. 10, 4 áh. í brjefi 200, N. N. 50, N. N. 50, É. R. 15, J. A. 300, ónefnd 50, gamalt og nýtt 70, gam- alt áh. L. J. 20, óriefndur 20, FI. B. 10. N. N. 50, S. J. Kaupmh. 10, Ingunn Hallgrimsd. Holti 100, Inga g. á. 20. N. N. 5. A. H. 20. S. T. 50, S. G. Hafnarf. 10. Til bóndans í Goðdal Nokkrir vinnufjelagar 240,00. Þegar lenglar á rafmagnsfram- lengingu vilja losna, t. d. þegar þjer eruð nieð straujárn eða ryk- sugu, þá er ágætt að binda þá sam an eins og sjest á myndinni. lendgir: 16—19—25—31—49 m. —« Frjettir og friettayfirlit: Kl. 11—13 —14—15.45—16— 17,15 -18—20-. 23—24—01. Auk þess m. a.: Kl. 13,15 Óperm músik eftir Verdi og Rossini. Kl« 16,15 Lundúna-symfóníuhljómsveitiil leikur. Kl. 19,00 Óperettumúsik. Kl« 0,15 Músik frá Grand Hotel. Noregur. Bylgjulengdir 11,541 452 m. og stuttbylgjur 16—19—23 —31,22—41—49 m. — Frjettir kl. 07,05—12,00—13—18,05— 19,00 — 21,10 og 01. Auk þess m. a.: Kl. 16,10 Siðdegiss hljómleikar. Kl. 19,00 ,,Maskerade‘* eftir Holberg. 1 hljeum verða lexkirj lög eftir Grieg. Danmörk. Rylgjulengdir 1250 31,51 m. — Frjettir kl. 17,45 og kl, 21.00. Auk þess m.a.: Kl. 18,40 Symfónitj hljómleikar. Kl. 19,30 Leikrit í til- efni af þvi að 10 ár eru liðin frú byrjun heimsstyrjaldarinnar síðarij Kl. 20,15 Kvöldhljómleikar. Kl. 21,13 Stúdentarnir koma til borgarinnar. Svíþjóð. Bylgjulengdir: 1388 og 28,5 m. Frjettir kl. 18 og 21,15. Auk þess m. a.: Kl. 18,30 Rosg Marie, operetta eftir Friml. Kl. 19,3.Sj Hvemig heimsstyrjöldin braust út« Kl. 20,05 Symfóníutónleikar. Kl« 21,30 Tríó í b-dúr opus 99 eftir Schu- bert. Frh. á bls. 12 Til bágstöddu hjónanna Einar 100. G. J. 100.' Flugferðir Loftleiðir: 1 gær var flogið til Vestmannaeyja (2 ferðir), Isafjarðar. Þingeyrar, Ak- ureyrar (2 ferðír). 1 dag verður flogið til Vestmanna- eyja (2 ferðir), Akureyrar, ísafjarð ar. Sands, Bildudals og Patreksfjarðar Hekla kom frá Kaupmannahöfn í gær kl. 17.30. fuilskipuð farþegum, fer aftur í fyrramálið til Prestwick og Kaupmannahafnar, væntanleg aft- ur á laugardag. Fiugfjelag íslands: Áætlunarferðir vcrða farnar í dag I til Akureyrar (2 ferðir), Vestmanna- eyja. Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Keflavíkur, Siglufjarðar og Ólafsfjarð ar. Þá verður einnig flogið til þeirra | staða, sem ekki var hægt að fljúga til í gær sökum óhagstæðs veðurs. j 1 gær var flogið til Akureyrar og ■ Isaf jarðar. I Gullfaxi kom í gaér frá Prestwick og London. Flugvjelin fer áætlunar ferð til Kaupmannohafnar á laugar- dagsmorgun. Skipafrjettir Eimskip: Brúarfoss er í Leith. Dettiföss er í Kaupmannahöfn. Fjallfoss er í Lond on. Goðafoss er á leið frá Reykjavik til Antwerpen og Rotterdam. Lagar- foss var væntanlegur til Reykjavikur i nótt. Selfoss er á Akureyri. Trölla- foss er í New Yórk. Vatnajökull er fyrir norðan. 'vifnin Landsbókasafnið er opið ki. 10— 12, 1—7 og 8—10 alla virka dage aema laugardaga, þá kl. 10—12 o(i 1—7. — ÞjóSskjalasafnið kl. 2—7 alla virka daga. — Þjóðminjasafnið kl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga oa sunnudaga. — Listasafn Einan jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu áögum. — Bæjarbókasafnið kl 10—10 alla virka daga nema laugar daga kl. 1—4. Náttúriigripasafnið opið sunnudaga kl. 1,30—3 og þriðjv daga og fimmtudaga kl. 2—3. Fimmtug Ingibjörg frá Tjörnum * ^ r ■s if Gengið Sterlingspund----------- 100 bandarískir dollarar 100 kanadískir dollarar 100 sænskar krónur ----- 100 danskar krónur ----- 100 norskar krónur------ 100 hollensk gyllini---- 100 belgiskir f-ankar — 1000 fariskir frankar--- 100 svissneskir frankar — Otvarpið: ___ 26,2* ___ 650,56 ___ 650,50 ___ 181.00 ___135,5' ____131,10 ___ 245,51 ___ 14.80 ___ 23,90 — 152,20 8,30—-9,00 Morgunútvarp. — 10,10 Veðurfregnir. 12.10—13,15 Hádegis- útvarp. 15,30—16,25 Miðdegisútvarp. — 16,25 Veðurfregnir. 19,25 Veður- fregnir. 19,30 Tónieikar: Harmoniku- lög (plötur). 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 19,45 Auglýsingar. 20,00 Frjettir. 20,20 Cítvarpshljómsveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar). Lagaflokkur eftir Pelibes. 20,45 Dag- skrá Kvenrjettindafjelags Islands. — Erindi: Islenskt sveitalíf um aldamót- in (frú Sigríður Björnsdóttir). 21,10 Tónleikar (plötur). 21,15 Iþróttaþátt ur (Jóhann Bernhard). 21,30 Tón- leikar: Joel Berglund og Set Svan- holm syngja (nýjar plötur). 21,45 Á innlendum vettvangi (Emil Björns son). 22,00 Frjettir og veðurfregnir. 22,05 Symfóniskir tónleikar (plötur): a) Píanókonsert nr. 3 í d-moll eftir Rachmaninoff. b) Symfónia í þrem þáttum eftir Strawinski (nýjar plöt- ur). 23,05 Dagskrárlok. Erlendar útvarps- stöðvar Brelland. Til Evrcpulanda. Bylgjc FIMTUG er í dag, fyrsta septem- ber húsfrú Ingibjörg Jónsdóttir frá Tjörnum í Eyjafirði, dóttir heiðurshjónanna Júlíönu Jóns- dóttur og Jóns Jónssonar trje- smiðs, sem bæði eru látin. Þau hjónin eignuðust 4 börn og varð Ingibjörg ung að sjá á eftir þrem- ur bræðrum sínum og nú síðasii á eftir foreldrum sínum, sem bæði ljetust með stuttu millibili. Oft hafa skifst á skin og skúr- ir í lífi Ingibjargar og mörg henn ar spor verið þung, en ávalt hef- ur hið góða skap hennar sigrað alla erfiðleika. Eins er með okk- ur vini hennar að okkur þykir gott að koma til Ingibjargar þeg ar illa liggur á okkur, og erfið- leikar steðja að. Ingibjörg sjer alltaf einhver ráð og glaðlyndi hennar og lífsánægja þeyta burtu öllum leiðindum og frá henni fer maður endurnærður, horfandt björtum augum á framtíðina. Ingibjörg er gift ágætismanni, Haraldi Ásgrímssyni, og hafa þau hjá sjer fósturdóttur 10 ára og tvítugan son. Önnur börn Ingi- bjargar eru tvær dætur búsettar í Hafnarfirði og ein í Ameríku. Ekki er að efa að gestkvæmt verður á Njálsgötu 5 í dag og margir verða þeir, sem flytja af- mælisbarninu hamingjuóskir. Imba mín, jeg þakka þjer allar ánægjustundirnar, og alla þína hjálp mjer og mínum til handa. Megi góður Guð gefa þjer langa og hamingjuríka lífdaga. Vinkona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.