Morgunblaðið - 01.09.1949, Síða 9

Morgunblaðið - 01.09.1949, Síða 9
Fimmtudagur 1. sept. 1949. MORGVNBLABlÐ 9 HINN 25. ágúst Ijest Jón Björnsson kaupmaður hjer í bæn um, eftir mjög langvarandi sjúk- dóm. Hann var fæddur 29. sept. 1887, sonur merkishjómmna Björns Kristjángsonar alþingis- manns og bankastjóra og . konu hans Sigþrúðar Guðmundsdóttur (Þórðarsonar á Hól). Átti hann því til góðra að telja í báðar ætt ir. — Jón Björnsson naut mikilla vin sælda og álits; en hann var ekki hneigður fyrir að starfa að opin berum málum, og gerði því allt hvað hann gat til þess að koma sjer hjá almennum deiium Þó komst hann ekki hjá því að vera kosinn í bæjarstjórn Reykjavík- ur 30. janúar 1938, og í hafnar- stjórn og varamaður í bæjarráð og framfærslunefnd sama ár, og endurkjörinn í þær nefndir 1939 ■—1941. Þá átti hann og meðai annars sæti í stjórn Eimskipa- fjelags íslands og Verslunarráðs- ins. Jón Björnsson. Á unga aldri byrjaði hann verslunarnám, bæði í Þýskalandi og Englandi og hafði aflað sjer framúrskarandi reynslu og þekk- ingar í öllum verslunarrekstri er hann á æskuskeiði keypti verslun föður síns, sem hann svo rak ásamt versluninni Jón Björns son & Co., til síðustu stundar. Með Jóni Björnssyni er í val fall inn einn af nýtustu og reyndustu borgurum þessa bæjar. Alit frá æsku hafði hann stundað og stjórnað hjer verslun, með svo óvenjumiklum dugnaði og fram- sýni að furðu sætti. Var verslur. hans þekkt um land allt fyrir sjerstök vörugæði, áreiðanleg- heit og lágt verð. Enda heyrði jeg aldrei hallað á hann og störf hans, hvorki í orði nje verki. Hann var hinn mesti dreng- skaparmaður. Manna hjálpfús- astur, enda bjargvættur margra, sem til hans leituðu í erfiðleik- um sínum. Þann 16. október 1910 kv.enf- ist Jón, efíirlifandi konu sinni Jakobínu Sigurveigu Guðm.d. írá Grjótnesi í Presthólahreppi. Hinni ágætustu konu. Varð þeim hjónum sex barna auðið, sem nú eru öll upkomin og hafa notið góðrar menntunar og umhvggju þeirra. Eru börn þeirra þessi: Björn Kr. verslunarroaður. Guð- mundur Jóh. stýrim., Hörður efnafræðingur, Gunnar verslun- armaður, Úlfar læknir og Sig- þrúður stúdent. Jeg sem skrifa þessar línur, átti því láni að fagna að njóta yináttu hans um árafjölda. Get jeg ekki hugsað mjer mann, sem er betri vinur vina sinna og tryggari fjelagi en hann var. Um margra ára skeið, hittumst við ávalt vikulega og hjeldum þann- ig við vináttu okfear, sem hjelst alt til enda. Jeg get ekki látið vera að geta þess, sem rnjer virð- ist svo góð mynd af mannkosta- rnanninum Jóni Björnssyni, að er við ferðuðumst nokkrum sinn- um saman erlendis, þá gætti hann mín eins og jeg væri barn og sýndi mjer alla þá alúð og natni, sem hann gat mjer í tje látið, þó jeg væri mörgum árum eldri Þannig var hann fullur alúðar og umhyggju. I dag, er hann er borinn til graiar, kveðjum við hann með innilegu þakklæti fyrir vináttu um árum, og biðjum Guð að hans og órjúfandi tryggð, á liðn- blessa minningu hans. G. Á. Howley hershöfðingi fer frá Berlín BERLÍN 31. ágúst — Howley hershöfðingi, sem verið hefur að undanförnu yfirmaður bandaríska hernámsliðsins í borginni er nú að láta af störf- um. Fór hann í dag flugleiðis frá Berlín áleiðis til Bandaríkj- anna. Hann ræddi við blaða- menn um stöðu borgarinnar. Hann sagði, að með þeirri á- kvörðun, að Vesturveldin her- næmu hluta Berlínar hafi tveim ur þriðju borgarbúa verið bjarg að undan ógnarstjórn. Hann kvaðst gleðjast yfir því, að íbú- ar Vestur-Berlínar væru nú að taka stjórn borgarmála að nokkru leyti í eigin hendur. Hann sagðist trúa því, að Berlín arbúar myndu ekki missa sjón- ar á því markmiði, að gera borg sína að nýju að höfuðborg sam- einaðs og óháðs Þýskalands. —Reuter. Frumvarp Trumans um hernaðaraðsfoð í nefnd WASHINGTON, 31. ágúst — Undirnefnd sú, sem utanríkis- og hermálanefnd öldungadeild ar Bandaríkjaþings skipaði til að fjalla um frumvarp Tru- mans forseta um hernaðarað- stoð, hefur komið fram með málamiðlunartillögu. Eíns og kunnugt er, eru þingmenn ekki á eitt sáttir um hve há þessi upphæð skuli vera. En i frumvaipinu fer Truman fram á 1450 milljón dollara fjárveitingu í þessu skyni. Lagði nefnd þessi til, að hernaðaraðstoðin yrði tak- mörkuð við 1000 milljón doll- ara. Ennþá verður ekki sjeð, hverjar lyktir málið muni fá. — Reuter. Byilingin í Bolivíu La PAS 31. ágúst — Útvarp Boliviu kom í dag með frjetta- tilkynnihgu frá stjórninni, að nú mætti telja, að byltingin í landinu væri bæld niður. Hafa stjórnarherirnir náð á sitt vald aðalbækistöð byltingarmanna í ICochabamba sem er önnur stærsta borg landsins. — Reuter Efíir GUY BETTANY, frjettaritara Reuíers. HAMBORG. Þýska lögregl- an á breska hernámssvæðinu í Þýskalandi hefur lagt sig mjög fram um að reisa elkur við þeirri glæpagengd, sem óð i kjölfar hruns nasismans. Lögreglunni fer frain. En þýska lögreglan er að sumu leyti langt frá því að full nægja þeim kröfum, sem Bret- ar gera til hennaar Margir lög- reglumannanna eru mjög ung- ir, og nutu því margir hverjir stjórnmálauppeldis Hitlers- stjórnarinnar. Það hendir enn of oft, að þeir ógni borgurunum fram úr hófi Breskir lögreglumenn hjer virða á skynnsamlegan hátt margar aðferðir Þjóðverja til að komast fyrir glæpi, og vfir- leitt verður að telja, að góð sam vinna sje með þýsku lögreglu- foringjunum og öryggislögregl- unni, sem er skipuð Bretum. í sept. 1945 náði morðfar- aldurinn hámarki á breska her- námssvæðinu, en þá voru 167 manns drepnir. Nú eru framin þar 15 morð mánaðarlega að meðaltali, og í hverjum 14 til- fellum af 15, ér komist að því, hver morðinginn er, Enda þótt framdir sjeu enn mjög margir glæpir miðað við það, sem gerist í Bretlandi, þá hafa orðið miklar framfarir í því að komast fyrir glæpina. í júlí 1946, var aðeins komist fyr- ir 36 morð af 61, en nú er svo komið, að þetta má verða í flest- um tilfellum. Á öndverðu ári 1947 voru framin meir en 1000 rán á mán- uði og hafðar voru hendur í hári 768 manna. í apríl síðastl. voru 162 slík afbrot framin og varð komist fyrir 119 þeirra. Árið 1947 voru kærðir yfir 250 þúsund þjófnaðir mánaðar- lega. miðað við 34 000 nú Glæpum frömdum með skot- vopnum hefur fækkað úr 216 í 30 á mánuði. en samtímis hef- ur uppljóstrunum fjölgað úr 20 í 65 af hundraði. 50.000 lögreglumenn. Eitt fyrsta verk örvggislög- Ireglunnar, er hún tók við í Þýskalandi, var pð afnema hina svonefndu stjórnarlögreglu, er var með nefnið niðri í öllu. — Til að mynda er skárr.ing bú- staðaskifta ekki framar í hönd- um lögreglunnar, en hefúr ver- ið fengin bæjaryfirvöldunum í hendur. Liðinu hefur verið skift nið- ur, þannig að hinir 50.000 þýsku lögreglumenn a breska henámssvæðinu hafa verið að- skildir í 41 deild. Er ein fvrir hvert hjerað svo og hverja borg sem hefur 100.000 íbúa og þar yfir. Hamborg, sem er stærsta borg Þý'skalands (með 1,500.000 íbúa) að Berlín undanskilinni, hefur 6,000 manna lögreglulið, en venjulega hafa einstakar deildir lögreglunnar þetta frá 750 og upp í 1500 manns. Ýfir- stjórn lögreglunnar er ekki í höndum innanríkisráðuneytis- ins, eins og áður var, heldur fer með hana gæslunefnd viðkom- andi staðar. Þýska lögreglan handarjaðri breska Foringjar frá öryggislögregl- unni, eru við allar liðsdeildir lögreglunnar, sem eru 41 tals- ins, eins og fyrr greinir. Hafa þeir yfirumsjón með lögregl- unni og eru henniinnan hand- ar um ýmislegt ,auk þess, sem þeir líta eftir hagsmunum her- námsyfirvaldanna. Breska öryggislögreglan er vinsæl. I öryggislögreglurmi eru liðs- menn hvaðanæfa úr breska heimsveldinu Aðallögreglufull trúinn er fyndinn íri, M. S. ORourke að naíni, og hefur hann aflað sjer víðtækrar reynslu í heimalandi sínu, og erlendis. I lögreglunni eru foringjar frá Bradford, Cardiff og Ply- mouth, ásamt mönnum frá Pale stínu-lögreglunni, nýlendulög- reglunni og víðar og víðar að. Flestir hafa þeir verið lánaðir öryggislögreglunni Hafa þeir aflað sjer góðs orðstírs hjá þýsk um lögreglurr.önnum fyrþ- áreið anleik, slóttug'uhe't og haldgóða reynslu svo og fyrir þrótt þeirra og leikandi lund, Þessir mor.n eru svo óáleitnir í starfi sinu og leysa það af hendi með svo mikilli háttvísi. að þýskur almenningur er naum ast vitandi um návist þeirra. Lögregla Hamborgar er fuIJ- komin. Rannsóknariögregla Ham- ^borgar er hin stærsta og full- komnasta í allri Evrópu Nýjasti kjörgripur hennar er áhald. sem notað er til rannsókna smá agna, ef þær eru of litlar til að við verði komið venjulegri eína greiningu. Verður það fyrir áhrif hljóð- bylgna. J. Timmerman. annar aðal- maður öryggislögreglu Breta í Þýskalandi og fyrrum starfandi í hinni konunglegu kanadisku lögreglu, hefur komið þessari stofnun á fót. Útbúnaður hennar hefur ver- ið fenginn að frá mögum borg- um í Þýskalandi, jafnframt því, sem nýjum hefur verið bætt við svo að nú fyllir heildarsafnið hálfa aðra hæð stórhýsis Sam- einaðavátryggingarfjelagsins í Hamborg, þar sem bækistöðvar Hamborgarlögreglunnar hafa verið frá því stríðinu lauk. Annað atriði útbúnaðar lög- reglunnar, sem mun ekki eiga nokkurn sinn líka, er í sam- bandi við ritvjelaletur og Upp- runa þess. Er nú svo komið, að lögreglunni er ekki einasta kleift að rekja ritvjelaletrið til gerðar ritvjelarinnar. heldur getur hún jafnvel af letrinu, komist eftir einkennistölum vjelarinnar, sem ritað var á. — Þetta getur mjög auðveldað henni að rekja ýmis mái til upp runa síns. Ástæður minkamli glæpa. Glæpirnir eru í rjenun í Þýskalandi og verður það bæði rakið til þess, hve lögreglan er góð og eins hins, hve dregið hefur úr hörmungum fyrstu áranna eftir styrjöldina. Sú er enn ein ástæðan, að aðflutt fólk hefur smám saman' vefið flutt burtu. Foringjar öryggis- lögreglunnar bresku leggja á- herslu á, að aðfluttir menn, sem margir hverjir hafi verið harð- skeyttir óbótamanna áður en þeir komu til Þýskalands, hafj, framið flesta stórglæpina, sem framdir hafi verið í Þýskalandi, eftir stríð. Nasistar verða sakaðir um þessa hlið málsins, þar eð þeir oftsinnis tæmdu fangelsi her- tekinna landa og smöluðu glæpa mönnunum til Þýskalands, þar sem þeir skyldu vinna. Uppljóstranir þeirra glæpa, sem flóttamenn fremja, eru ákaflega örðugar vegna þess, áð þeir sem dveljast í flóttamanna búðunum, eru fullir fjandskap- ar til lögreglunnar, svo að það- an getur hún engra upplýsinga eða hjálpar vænst. Auk þessa er þeim, er þar búa, mjög í mun að halda hlífiskildi hver yfir öðrum. Neitað um gjaldeyri til kaupa á rottu- eilri Á FUNDI heilbrigðisnefndar, er haldinn var fyrir nokkru síðan, lagði borgarlæknir fram synjun viðskiptanefndar, um. gjaldeyrisleyfi fyrir kaupum á rottueitri fyrir Reykjavíkur- bæ. Eitrið átti að kaupa í Dan- mörku og var beðið um 9000 kr. yfirfærslu í þessu skyni. í sambandi við synjun þessa, samþykkti heilbrigðisnefnd að skora á viðskiptanefndina, að veita hið umbeðna gjaldeyris- leyfi. Benti nefndin í því sam- bandi á, að hún telji mikla nauðsyn á, að stöðugt sje hald- ið áfram að útrýma rottu í bænum. , Þessa samþykkt gerði heil- brigðisnefnd á fundi sínum 12. ágúst s.l. Morgunblaðinu er ó kunnugt um það hvort við- skiptanefnd hafi endurskoðað afstöðu sína til þessa máls, síðan og veitt gjaldeyrisley.fi fyrir kaupum á eitrinu. Bann við erlendum frjettum í kommún- ista-Kína SHANGHAI, 31. ágúst — Blað- ið North China Daily News, sem gefið er út af Englending- um, sem búsettir eru í Shang- hai, er síðasta blaðið á erlendri tungu sem gefið er út í komm- únista-Kina. í blaðinu í dag er skýrt frá því, að útgáfa blaðs- ins muni hætta, vegna þess, að kommúnistar hafa bannað að birta erlendar frjettir, nema þær komi frá rússneskum heimildum. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.