Morgunblaðið - 01.09.1949, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.09.1949, Qupperneq 14
1.4 MORGUTSULAfílÐ Fimmtudagur 1. sept. 1949, j issagan 78 Kim Arqunova Eftir Ayn Rand Einn gestanna var kominn undir borðið og var farinn að i óta í kassanum og leita að ann arri flösku. , Það var barið að dyrum. „Kom inn“, öskraði Pavel. Enginn kom, en aftur var barið. „Hver fjandinn er þetta? — Hvern andskotann viltu?“ ■— Hann slangraði að dyrunum og reif þær upp. Nágranni hans, feitlagin, föi- leit kona stóð skjálfandi fyrir utan dyrnar í síðum flónelsnátt kjól. Hún var með gamlan klút yfir herðunum og strauk gráar hárlufsur frá svefnþrungnum augunum. „Borgari Syerov“, sagði hún í vesældartón, „gætir þú ekki hætt þessum hávaða? Það er komið langt fram á nótt. Þið unga fólkið kunnið ekki að skammast ykkar .... hafið engan guðsótta .... og enga“. „Hypjaðu þig út, kelli mín. og það í snatri“, sagði Pavle Syerov- „Skríddu undir sæng- na þína og reyndu að halda þjer saman. Annars skal jeg sjá um að þú fáir ókeypis bíltúr hjá GPU“. Konan signdi sig og flýtti sjer aftur fram ganginn. Fjelagi Sonja sat við glugg- ann og púaði vindling. Hún var í khaki-jakka úr dýru, útlendu 'efni, en pilsið hennar var út- atað vindlingaösku. Stúlkurödd hvíslaði í bænarróm úr myrkr- inu á bak við hana: „Heyrðu, Sonja, hvers vegna Ijetstu reka Döshku af skrif- stofunni. Hún þurfti sannarlega á vinnunni að halda, það veit guð, og ....“. „Jeg ræði ekki um slíkt eftir vinnutima“, svaraði fjelagi Sonja. „Hinsvegar miðast at- hafnir mínar allar við heill heildarinnar“. „Já, það veit jeg vel. — Jeg efast hreint ekki um það. En hlustaðu nú á mig, Sonja..“. Fjelagi Sonja kom auga á Pavel Syerov, þar sem hann stóð skjögrandi við dyrnar. — Hún stóð á fætur og gekk til hans, eins og hún hefði ekki íekið eftir því, að verið var að tala við hana. „Komdu, Pavel“, sagði hún og studdi hann að stól. „Sestu hjerna. Svona. Nú skal jeg láta fara vel um þig“. ,,Þú ert vinur minn, Sonja“, tautaði hann, meðan hún lagði kodda við bak hans. „Þú ert sannur vinur minn. Þú mundir aldrei fara að skammast við mig, þó að jeg hefði dálítið hátt. Heldurðu það?“ ..Nei, auðvitað mundi jeg það ekki“. ,.Og þú heldur ekki að jeg hafi ekki ráð á að kaupa mjer nokkr ar vodka-flöskur, eins og þessi sníkjudýr hjerna. Er það Sonja?“ „Nei, auðvitað held jeg það ekki, Pavel. En sumt fólk kann ekkj ,að meta þig að verðleik- um“. „Já, það er alveg rjett. Það er einmitt það sem að er. Jeg er ekki metinn að verðleikum. Jeg verð mikill maður. En það vita þau ekki. Það veit eng- inn.....Jeg verð mjög, mjög mikill maður. Jeg skal láta út- ’ lendu kapítalistana líta út eins og smálýs í samanbuiði við mig .... já, einmitt .... lýs .... og jeg skal meira að segja skipa sjálfum Lenin fyrir ....“. „En, Pavel, þú veist að hinn mikli leiðtogi okkar er dá- inn“. „Það er alveg satt. Það er líka alveg satt. Fjelagi Lenin er dauður........Æ, hvað það er tilgangslaust, alt saman. Jeg verð að fá eitthvað að drekka, t Sonja. Jeg er svo sorgbitinn, af því að fjelagi Lenin er dauð- ur“. ■ ,Það er fallegt af þjer, Pa- i vel. En jeg held að þú ættir j ekki að drekka meira, alveg strax“. „Já, en jeg er svo sorgbitinn, Sonja, og svo er enginn, sem metur mig neins“. „Jú, það geri jeg, Pavel“. „Þú ert vinur minn, Sonja, besti vinurinn... .“ Victor sat á rúminu með Marishu í fanginu. Hún flissaði og taldi án afláts hnappana á jakka hans en komst aldrei 'lengra en upp að þremur. Þá byrjaði hún aftur. t „Þú ert fínn maður, Victor .... það ertu .... fínn maður .... og jeg er bara götustelpa. Mamma mín var eldabuska, áð- ur en .... áður .... já, áður fyrr. Jeg man eftir því að einu sinni .vann hún í stóru húsi, og þar voru hestar og vagnar og baðherbergi, og jeg afhýddi kartöflurnar niðri í eldhúsinu. Og það var fínn ungur maður sonur í húsinu og hann var í svo fallegum einkennisbúning- um. Og hann gat talað öll mögu leg mál og hann var svo líkur þjer. Jeg þorði als ekki að líta á hann. Og nú á jeg sjálf svona fínan mann“. Hún flissaði á- nægð. „Finst þjer það ekki fyndið? Jeg, Marisha, sem af- hýddi kartöflur. . . .“. „O, haltu þjer saman“, sagði Victor syfjulega og kysti hana. Kvenmaður gekk framhjá þeim í rökkrinu. „Hvenær ætlið þið að láta skrifa ykkur inn í hjónaband- ið?“ sagði hún. „Snautaðu í burtu“, muldr- aði Marisha. „Við látum skrifa okkur. Við erum trúlofuð‘. Fjelagi Sonja settist við hlið ina á Pavel og hann lagði höf- uð sitt í keltu hennar. Hún strauk yfir hár haris og hann fálmaði með annari hendinni undir pils hennar. „Þú ert fágæt kona, Sonja“, tautaði hann, „dásamleg manneskja .... þú skilur mig“. „Já, það geri jeg, Pavel. Jeg hefi altaf sagt að þú værir bet- ur gefinn en aðrir ungir menn“. „Þú eit dásamleg kona, Sonja“. Hann kysti hana og sagði nöldrandi: „Það metur mig enginn að verðleikum". Hann dró hana niður á gólf- ið, hallaði sjer upp að mjúkum þungum líkama hennar og stundi. „Jeg þarf að fá konu .... gáfaða og skilningsgóða konu, sem er góð og heilbrigð....... Hver vill svo sem líta við þess- um grindhoruðu fuglahræðum .... jeg vil fá konu, eins og þig, Sonja. . ..“ Hann vissi ekki, hvernig stóð á því, að hann var allt í einu kominn fram í lítið geymslu- herbergi, sem var á milli her- bergis hans og nágrannans. -— Tungsbirtan fjell inn um lítinn óhreinan glugga, þakinn köng- urlóarvefjum hátt undir loft- inu og varpaði daufri birtu á kassa-stafla og körfur. Hann studdist við öxl fjelaga Sonju. „Þeir halda, að Pavel Syerov sje einn af hvolpunum, sem lifa alla sína ævi á öskutunn- unum .... en jeg skal sýna þeim að það er ekki satt .... jeg skal sýna þeim, hver hefir völdin. Jeg á leyndarmál, Sonja .... en jeg get ekki sagt þjer það......En mjer hefir altaf þótt vænt um þig, Sonja .... jeg hefi altaf þurft að fá kvenmann, eins og þig, Sonja .... svona mjúka og hlýja og skilningsgóða“. Þegar hann reyndi að fleygja sjer niður á stóran, flatan kassa gekk allur staflinn úr skorðum og valt niður með braki og brestum. Nágrannarn- ir börðu fokreiðir i vegginn. Fjelagi Syerov og fjelagi Sonja ljetu sig nágrannana engu skipta. V. Afgreiðslumaðurinn þurkaði sjer um nefið með handarbak- inu og vafði eitt pund af smjöri inn í dagblað. Hann hafði skor- ið bitann af stóru, gulu, kring- lóttu stykki, sem lá á tunnuloki á afgreiðsluborðinu fyrir fram- an hann. Nú þurkaði hann hníf- inn í svuntuna, sem einhvern- timann hafði verið hvít að lit. Augu hans voru ljósblá og það rann stöðugt úr þeim, og munn urinn tannlaus og innfallinn. Hann var svo lítill vexti, að litlu munaði að hakan næmi við afgreiðsluborðið. Hann saug upp í nefið og brosti ljúft til laglegu ungu konunnar hinum megin við borðið. Hún var með bláan hatt með rauðum kiris- berjum. „Besta smjörið í allri borg- inni, borgari“, sagði hann. — „Langbesta smjörið í borginni“. Hár stafli af ferhyrndum, rykugum, svörtum brauðum lá á borðinu og yfir því hjengu jpylsur og bjúgu úr þurrkuðum svamp. Flugurnar suðuðu yfir viktarskálunum og skriðu í tugatali á litlu gluggarúðunni. Yfir glugganum úti á götunni hjekk skilti- A því stóð: „Lev Kovalensky, Matvöru- verslun“. En haustrigningarnar voru byrjaðar og stafirnir voru orðn ir óg.reinilegir. , Stúlkan lagði peningana á borðið og tók smjörpakkann. — Hún sneri sjer við og bjóst til að ganga út, en nam skyndi- lega staðar. Henni varð star- sýnt á unga manninn, sem kom inn. Hún vissi ekki, að hann var eigandi verslunarinnar, en hún vissi það, að hún fjekk ekki oft tækifæri til að sjá slíkan mann á götum Petrogradborg- ar. Leo var í nýjum, útlensk- um frakka með belti og gráan útlenskan hatt á höfðinu. Barð- ið var dálítið uppbrett öðru megin, svo að það sá á fallegan ovfiunbl.^örti'í Litli húsálfurinn SAGA FRÁ LÚNEBORG 1 ÞESSI saga er um lítinn húsálf. Hann tók sjer bólfestu í I gamalli höll í Lúneborgarheiði og menn vissu eiginlega ekki !hvort þeir ættu að gleðjast eða hryggjast yfir komu hans, I því að það var ábyggilegt, að sumir húsálfar voru feikn. ! oþægilegir til að hafa á heimili. Og þó vissu menn til, að 1 sumir gerðu mikið gagn. Þessi húsálfur, sem hjer um ræðir Ivar ekki einn af þeim, sem hefur ósköp hljótt um sig, læðist I áfram og lætur ekki á sjer bæra. I Nei, ekki aldeilis. Hann fór út um allar trissur. Kallaði og breytti málrómnum og hermdi eftir og var alltaf að stríða j vinnufólkinu. Svo fólk langaði til að losna við hann. Hitt 1 var bara verra, hvernig í ósköpunum var hægt að losna við hann og koma honum af höndum sjer áður en mein hlytist af. j Annars vöndust menn honum fljótlega. Vöndust því að heyra málróm ókunnugra manna í öllum hornum og hávaða og læti og þó menn vissu, í hvaða herbergi hátt uppi í turninum hann hafði aðsetur, þá voru menn alveg óhræddir og gengu fram hjá herbergishurðinni eins og ekkert væri 1 um að vera. Því að fram að þessu hafði hann ekki gert neinum manni mein. Það vár meira að segja einu sinni ákaflega hugdjörf stúlka, sem vann í eldhúsinu, sem þorði að hvísla í gegnum skráar- gatið að kvöldlagi: „Hvað heitirðu? Hvaðan ertu? Og hvað ertu að gera hjer?“ Þá var svarað inni fyrir með barnsrödd: „Jeg er góður drenghjartaður strákur. Kem frá Bæheimi og heiti Hinrik. Mamma vildi ekki hafa mig lengur hjá sjer og rak mig burt svo jeg varð að flýja á náðir góðra manna, þangað til betri tímar kæmu.“ Nú vissu menn þó, hvað hann hjet, en það sást sjaldan, hvernig hann leit út, nema stundum birtist lítil barnshönd i myrkrinu, sem var að teygja sig eftir einhverju, sem litla húsálfinn langaði mikið til að fá. Og víst var litli Hinrik duglegur og hjálpsamur. Hann hjálpaði til, bæði í hesthúsinu og eldhúsinu og sýnd- íst vita fyrirfram, ef gestir voru að koma, því að þá fægði hann allt og pússaði. vncPijCfiUAnJkcu Ifr/rux t Dóu ekki ráSalaus. Dóra var úti. að ganga með litla hundinn sinn. þegar hún hitti Palla. Palli var dálítið skotinn í henni, og ekki var laust við að Dóra veitti Paila meiri eftirtekt en öðrum strák- um. Strax og Palli sá Dóru bauð hann henni að koma með sjer inn á „bar- inn‘, þar sem þau gætu fengið sjer is. Dóru langaði i ísinn og vildi mjög gjarnan þiggja þetta ágæta boð Palla — en hvað átti að gera við Seppa, ekki mátti fara með hann inn á ..barinn“. — Jeg kann ráð við því, sagði Palli, þú ferð bara með hann á lög reglustöðina og segir að þú hafir fundið hann. Þá tekur lögreglan hann í sina vörslu. Dóru fannst þetta snjall ræði hið mesta og gerði það. Dóra og Palli voru nú hin ánægð- ustu, sátu lengi á „bamum“, röbb- uðu saman og fengu sjer tvo ísa. Þegar Dóra þurfti að fara heim, fór Palli inn á lögreglustöðina, og spurði hvort enginn hafði komið þangað með óskilahund. Lögreglan sýndi honum Seppa, og Palli sagði cð þetta væri hundurinn. — Þá geturðu tekið hann, sagði lögreglan, en þú verður að borga 20 krónur í fundarlaun. Palli gerði það. Pijett á eftir fór Dóra á lögreglustöðina og varðstjór- inn ljet hana hafa fundarlaunin. Fóru aS læra frönsku. — Hvernig stendur á því. að Jóns- son-hjónin eru farin að læra frönsku, bæði komin yfir fimmtugt? — Þau hafa tekið franskt barn i fóstur, og þau gera það til þess að geta skilig það, þegar það fer að tala. I'eningar og vinátla. — Síðan hann tapaði öllum fjár- mununum, hefir hann misst helm- inginn af vinum sínum. — En hinn helmingurinn? — Hann veit ekki um það ennþá, ★ I'arðu að beggja ráðum. Wilson: — Becker hershöfðingi seg- ir: Drekktu aldrei, þegar þjer finnst þú þarfnast þess. — En gamli Brown ing sagði: Drekktu aldrei, nema þeg- ar þjer finnst þú þarfnast þess. —■ Nú, hvað á maður svo að gera? Manson: — Fara að ráði beggja, það er það besta. ★ Hann tóki ekki eftir svipnum. Það var á dansleik. Unga stúlkan var kynnt fyrir manninum, sem ætl- ast var til að yrði hennar herra. Til þess að segja eitthvað fór hún að tala um fólkið í kringum þau. — Hver er þessi hræðilega ljóti maður þarna yfirfrá?, spurði hún. — Hva, það er bróðir minn, sagðí dansherrann hennar. — Ó. fyrirgefðu, sagði unga stúlk- an afsakandi, jeg hafði ekki veitt þvi athygli, hvað þið eru líkir. | 4 herb. og eðdhús I = óskast til leigu strax eða f | 1. október. Má vera í § 1 gömlu húsi. Skilvís og 1 1 umgengnisgott fólk. Til- | f boð sendist afgr. Mbl. fyr = | ir laugardag, merkt: „Skil f | vís — 175“. IIHIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIMIIIIIIMIIIIIIItlllimtililHilMiiiiMii BEST AÐ AUGLTSA f MORGUNBLAÐlíW

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.