Morgunblaðið - 01.09.1949, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.09.1949, Qupperneq 16
VEBURÚTLIT — FAXAFLÓI: KORÐ-AUSTAN stinnings- I'.aldi .alihvass, rigning öðm hverju í nótt og á morgtm. 1^8- tlil. — Fimmtudagur 1- september 1949. Ættingjar sjómanna, sem * {rériisl við Island, gera tniklar skaðabótakröfur ÆTTINGJAR 14 breskra sjómanna, sem fórust hjer við iand er togarinn Epine frá Grimsby fórst í Patreksfirði í marsmán- uði s.l., hafa gert ráðstafanir til að lögsækja eigendur togarans lil skaðabóta, á þeim forsendum, að skipið hafi farist sökum alæms útbúnaðar og vanrækslu skipstjórans. Kemur fyrir yfirsjórjett Mál þetta mun verða lagt fyr »i yfirsjórjett Breta og verður ekki tekið fyrir fyrr en í febrú armánuði næst komandi. — Er raálið sótt á grundvelli nýrra Laga, ■ sem gera ráð fyrir að vinnuþiggjandi geti krafist skaðabóta verði hann fyrir tjóni vegna vanrækslu annars vinnuþiggjanda. Eigendur togarans, Premier Steam Fishing Co. hafa boðist til að greiða ættingjum 400 sterlingspund í skaðabætur fyr *> hvern mann og hafa ættingj ar fjögurra tekið því boði. í Ramsókn málsins Umferðamáiaráðuneytið breska ljet rannsaka tildrögin til strandsins og komst að þeirri niðurstöðu, að togarinn hafi strandað að næturlagi, áð- ur en nokkrum manni um borð varð Ijóst hve náiægt landi skipið var. Tveir óvanir hásetar voru á vakt og skip- stjórinn, Alfred Loftis . frá Grimsby, hafði einn aðgang að sjókortum skipsins. í sjópróf- unum þótti sannað, að skipið Jón Þorfáksson seldi vel NÝ SKÖPUNARTOG ARINN Jón Þorláksson, einn hinna fjög urra togara Reykjavikurbæjar, seldi í gær á Bretlandsmark- að 3500 kit, af um 5000 kita farmi, af Grænlandsfiski, fyrir 9200 sterlingspund. Er þessi sala talin vera ágæt, en hún mun jafnframt vera hæsta ís- fisksala í Bretlandi um iangt skeið. Jón Þorláksson fór á Græn- landsmið, beint frá Bretlandi, og voru liðnir 24 dagar frá því hann lagði þaðan úr höfn og þar til hann seldi þar í gær. Þau 1500 kit af fiski skips- ins, sem óseld voru í gær, munu verða seld árdegis í dag. Hljóðfærin hafa nú fundisf I fyrrad. var frá því skýrt hjer í Mbl., að brotist hafi verið inn hefði strandað vegna siglingar í verslun Sigríðar Helgadóttur skekkju og hafi skipstjóri einn borið ábyrgð á þeirri skekkju. Sjódómurinn komst einnig að þeírri niðurstöðu, að það hafi verið vanrækslu skipstjóra að kenna að skipið fórst. Stóðu sig vel á hættustund Sjódómurinn tók það hins- vegar fram í niðurstöðum ín- um, að bæði skipstjóri og skips höfn hafi komið vel fram og í j „samræmi við bestu reglur á sjó“. Þegar skipshöfnin leitaði ofanþilja voru allir í björgunar- vestum, nema einn maður. — Ljet skipstjóri þann mann fá bjórgunarbelti sitt. Loftis skipstjóri fórst með skipi sínu. við Lækjargötu, og stolið þar m. a. tveim klarinettum og ein- um saxófóni. Þessi hljóðfæri hafa nú fundist. í gærmorgun snemma fundust þau, þar sem þau lágu á Grettisgötunni. Hef- ur þjófurinn bersýnilega farið með þau þangað í skjóli myrk- urs í fyrrinótt. Oreia vanfar menn á fogara Eitf kg. af suliusykri til viðbólar. VIÐSKIPTANEFND, sem hef ur á hendi stjórn skömmtunar- málanna. hefur ákveðið, að veita viðbótaraukaskammt af sykri til sultugerðar, eitt kg. á mann. Tilkynnti nefndin þetta í gær, að reitumum skammtur 10 og skammtur 11, skuli hvor um um sig vera gefið gildi til kaupa á 500 gr. af sultusykri. Aður var búið að veita sykur- skammt með hliðsjón af sultu- gerð í heimahúsum. BRESK blöð skýra frá því. að skortur sje á togaramönnum í Bretlandi um þessar mundir. Daiiy Herald I London skýr- íj til dæmis frá því, að togar- ’inn- Rapier hafi átt að fara á veiðar við ísland og komið við í Wick til að reyna að ráða þar tvo háseta til ferðarinnar. En þeir fengust ekki. Ákvað þá skipstjóri að halda til íslands í þeirri von, að hann gæti ráðið íslendinga á skipið er þangað k.emi. Risaflugbáfur fersf undan sfröndum Kaliforníu SAN DIEGE. 31. ágúst — í morgun hrapaði amerískur risaflugbátur í sjóinn 3 kíló- metra vestur af San Diego í Kaliforníu. Áhöfn flugbátsins var tíu manns. Hafa nú fengist öruggar fregnir um, að áhöfnin hafi öll farist. — Reuter. Winston (hurchill í Strasbourg WINSTON CHURCHILL talar í Strasbourg. Malurimi til vinstri (með skegg) er Cauvvelaert, fulltrúi Grikklands, en til hægri er Gigloani, fullirúi ítala. Síidveiðar Norðmanna hafa gengið ágætlega Hala aflað um 250 þús. funnur við ísland NORSK BLÖÐ skýra frá því, að Norðmenn hafi aflað vel á síidveiðum við ísland í sumai. Er gert ráð fyrir að heildarafli norsku síldveiðiskipanna í sumar verði um 250.000 tunnur á móti 207.000 tunnum í fyrra. — Norsku skipin eru nú se'm óðast að búa sig til heimferðar frá íslandi og sum þegar farin. 750 tunnur meðalafli á skip. Norsku blöðin segja að á- stæða sje til að vera ánægður með þann árangur sem norsku síldveiðiskipin hafa náð í sum- ar, einkum þegar litið sje á það að síldveiðarnar hafi gersam- lega brugðist bæði ísienskum skipum og þeim sænsku. Meðalafli á síldveiðiskip Norðmanna við Island í sumar er talin vera ’750 tunnur hjá herpinótaskipum og 530 hjá rek netaskipum. Sum skipin hafa að sjálfsögðu aflað miklu meira en önnur minna. Geta staðið við sölusamninga. Talið er að Norðmenn geti vel staðið við þá fyrirframsölu, sem þeir höfðu gert á íslands- síld. Gerðir höfðu verið samning- ar um 80,000 tunna útflutning til Svíþjóðar 50 þús. tn. salt- síld og 30 þús. tn. kryddsíld. Norðmenn höfðu og gert samn- inga á sölu 30 þús tn. til Rússa og um 35 þús. tn. til Bandaríkj- anna. Skipunum fylgt heim. Um síðustu helgi var vitað um 10 norsk síldveiðiskip. sem voru á leið frá íslandi til Nor- egs. Næstu daga mun mestallur norski flotinn halda heim. Send ar hafa verið þrjár björgunar- skútur frá Noregi til að fylgja norsku síldveiðiskipunum heim, en mörg munu hafa samflot til Noregs eins og venja er til. Loftárás á La Pas. La PAS — Flugvjelar uppreisn- armanna í Bolivíu hafa gert loft- árás á borgina La Pas. Lítið tjón varð. ííðindalítið af síldveiðunum FRJETTARITARAR Morgunbl. á Siglufirði og Raufarhöfn, símuðu í gærkvöldi, að austur við Langanes hefði verið lítil veiði í gær, þó var það sem undanfarið, er veiðiveður hefur verið á þeim slóðum, að fáein skip, náðu góðum köstum. Skipin, sem þessum köstum náðu, munu þó ekki hafa kast að á síld sem var að vaða, held ur á „morbletti“, en þar stend ur síldin djúpt. Nokkur ósjór var og erfitt við síldina að fást. .Sílveiðiskipin ,sem frjettaTit- ararnir hafa haft frjettir af í sambandi við veiðina í gær, eru Helga RE, sem á að hafa náð um 150 málum, Fagri- klettur með 400 málum, Hag- barður 300, Helgi Helgason 250, Illugi 100 mál, en nokkur skip önnur voru með minni afla, svo sem: Björgvin með 60 mál og Þorsteinn EA, með 50 mál hvort skip og Olivetta. — Sigurfari hafði og fengið ein- hvern afla. I gærkvöldi var komin bræla á miðunum og voru skipin, sem úti voru í gærmorgun, á leið til lands- Frjetaritari blaðsins á Siglu firði, lauk skeyti sínu með því, að skýra frá að um 30 skip, flest hinna burðameiri í flotan um, væru hætt veiðum og á leið til heimahafnar. Gagnfræððskóli í Laugameshverfi FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur samþykkti fyrir nokkru á fundi sínum, að beina því til bæjar- stjórnar Reykjavíkur, að þegar verði hafist handa um byggingu gagnfræðaskóla í Laugarnes- hverfi. Leggur fræðsluráð til, að' við framkvæmdir í þessu máli verði miðað við að skólinn verði tilbúinn haustið 1950. Tolisföövarbygging leyfö við höfnina HAFNARSTJÓRN Reykjavíkur og bygginganefnd, hafa nú gef- ið samþykki sitt fyrir bvggingu tollstöðvar við höfnina. Þessi bygging á að verða rúm. lega 200 ferm. að stærð. Á þar að vera til húsa, auk hinnar almennu tollstöðvar fyrir öll skip sem hingað koma, skrif- stofa fyrir lögskráningu sjó* manna. ■ ]

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.