Morgunblaðið - 27.09.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1949, Blaðsíða 2
MORGVISBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. sept. 1949«'] HULDU-LIÐIÐ REYIMDIST KOMMÚIMISTUM LÍTILSVIRÐI Heiðl verið betra oð tóta það aldrei sjóst ÁLLIR ÞEIR, sem eptnvað þekkja til starfshátta kommún- ista vita, að eitt af helstu brögð- um þeirra er það, að láta veru- legan hluta af fylgendum sínum neita því, að þeir sjeu komm- únistar, en koma þó megin- ílokkinum til hjálpar, hvenær shm á þarf að halda. Með þessu verður moldvörpu- starfið auðveldara. Þessir huldu kommúnistar geta náð ýmiskon ar ítökum, sem yfirlýstum kommúnistum væri ekki unnt. Þeir geta smogið inn í marghátt aðan fjelagsskap, sem er and- stæður kommúnstum og haft áhrif á hann til ills og borið þaðan njósnir til sinna andlegu heimkynna. Örðugleikar kommúnista Sökum mannfæðar og kunn- ingsskapar eru slíkir starfshætt ir erfiðari hjer en víða annars- staðar. Engu að síður hafa kommúnistar einnig reynt að beita þeim hjer á landi. Þeir hafa beinlínis bannað sumum áhugasömum unglingum að ganga í flokk sinn, vegna þess, að þeir hafa sagt, að slíkir menn gætu gert meira gagn utan flokksins. Vitað er, að megnið af þeim, sem Sigfús Annes kallar „heið- arlega vinstrimenn11 eru ekkert annað en kommúnistar, þótt þeir hafi reynt að dylja það, og sumir jafnvel að nafninu til verið í öðrum flokkum. Skilyrði þess, að huldu- lcommarnir verði að tilætluðu áframhaldandi gagni er það, að þeir afklæði sig aldrei alveg hulduhjúpnum. Ef þeir gera það, geta þeir að vísu í eitt skipti gert kommúnistum nokk urt gagn, en frambúðarnotin eru þá búin. Örðugleikar kommúnistadeild- ai innar íslensku við framboð að þessu sinni hafa verið miklir. Allar óttast broddarnir, að fylg- ið muni hrynja af þeim og þing- sætin verði mun færri en áður. Hefur þetta valdið hinni mestu togstreitu um, hverjir skyldu komast í þau sætin, er örugg- ust mega teljast. Ncituðu að vera í kjöri Ýmsir af fyrri frambjóðend- urn flokksdeildarinnar, sem helst hafa dregið almenna kjós- endur, hafa neitað að vera í kjöri. Jónas Haralz neitaði að bjóða sig fram í Þingeyjarsýslu nema með skilyrðum, sem Bryniólfur Bjarnason neitaði að fallast á. 1 stað Jónasar fer í framboð norður þar Kristinn Andrjesson, maðurinn, sem rússneski stjórn- arerindrekinn sagði um, að hon- ,um hefði hann ætíð mátt treysta. Hermann Guðmundsson neit- aði með öllu að bjóða sig fram í Hafnarfirði á vegum kommún- ista og er í hans stað kominn Magnús með „mískunnarleys- ið“, einna skoplegasti skriffinn- urinn, Sem nokkru sinni hefur ritað í íslenskt blað. síðast var á lista kommúnista hjer í bæ, er nú kominn utan- bæjarmaðurinn kompásakonni. Örvæntingin knýr þá til að kasta huldu-hjúpnum Þannig mætti lengi telja ó- farnað kommúnista í framboð- um að þessu sinni. Það var því að vonum að þeim fyndist góð ráð dýr og gripu til örþrifaráða til að reyna að halda baráttu- kjarkinum við. Þessvegna var til þess grip- ið að láta nokkra þá helstu í hópi huldukommúnistanna nú gefa sig fram. Slíkt hefur að vísu í för með sjer, að felu- menn þessir koma flokknum ekki framar að gagni í því hlutverki, sem þeim fram að þessu hefur verið fengið. En svo mikils þykir við þurfa að hugsuninni um framtíðina er slept, aðeins ef það getur eitt- hvað hrest upp á hrörnandi liðs kost í bili. Er og nokkuð til í því, sem sumir af kommúnista- broddunum hafa sagt í öllum átökunum um þetta innan flokksins, að skaðinn væri ekki svo mikill, því að allir kunn- ugir hefðu fyrir löngu vitað, að þetta fólk var kommúnistar. Gömul komma-hjú Þjóðviljinn lætur raunar all- drýgindalega yfir, að ekki muni vera komið að hruni í þeim flokki, þar sem slíkir höfuð- skörungar koma fram sem Guð geir Jónsson, Jón Múli Árna- son, Kristinn Björnsson og Þor- steinn Ö. Stephensen. Engum ætti þó að vera kunnugra en Þjóðviljamönnum, ef þeir vildu satt segja, að allir þessir menn hafa langa lengi verið komm- únistar, enda hefur það verið vitað Iangt út fyrir flokksrað- irnar, að svo var. Guðgeir Jónsson hefur raun- ar til skamms tíma látið svo sem hann væri Alþýðuflokksmaður. En það hefur öllum verið jafn- kunnugt, eiginlegum alþýðu- flokksmönnum, kommúnista- flokksdeildarbroddunum og hlutlausum áhorfendum, er fylgdust með viðureign þessara manna, að Guðgeir Jónsson hef ur í mörg ár verið helsti erind- reki kommúnista innan Alþýðu flokksins. Hann hefur ekki að- eins ætíð stutt málstað komm- únista þar, heldur hefur hann einnig flutt fregnir af öllu því, sem hann fjekk vitneskju um og kommúnjstum gat komið vel að vita, til vina sinna í þeim herbúðum. Eyðu-fyllar Ástæðurnar fyrir því, að syn ir Árna frá Múla gerðust komm únistar, er óþarft að ræða, en vitað er að þann flokk hafa þeir fyllt frá því að faðir þeirra því engin nýjung heldur að- eins staðfesting á því sem vit- að var, er það frjettist, að Jón þessi Múli hefði verið einn í grjótkastliði kommúnista á Austurvelli 30. mars s.l. Piltur þessi er annars alger eyðufyllir á lista kommún- ista á borð við kompásakonna, sem valinn er vegna þess, að enginn málsmetandi sjómaður fjekkst til að vera á kommún- istalistanum. Kommúnistum þykir í þessu betra að veifa röngu trje en engu, svo að ekki fari nú fyrir þeim eins og á s.l. vetri, þegar þeir höfðu auglýst að „tog- arasjómaður“ ætti að tala á fundi þeirra. En vegna þess að yfir stóð æsingafundur stúd- enta, þá gat „togarasjómaður- inn“ ekki mætt á fundinum. Það kom sem sje á daginn. að togarasjómaðurinn var enginn annar en háskólastúdent, sem verið hafði nokkrar vikur til sjós í sumarfríi. Þrátt fyrir það þótt yfir stæði sjómannaverk- fall, var andúðin á brölti komm únista svo mikil meðal sjó- manna, að kommar gátu engan fengið til þess að tala á fundi sínum annan en þennan eina háskólastúdent, og þegar hann kom ekki fjell ræðan niður. Stórefnamaður Um Kristinn Björnsson lækni er það að segja, að hann ei að vísu einn af stórefnamönnum bæjarins, og er því dálítið bros- legt að sjá hann í fylkingu þeirra, sem þykjast vera að berjast á móti þeim ríku. En Kristinn hefur verið kommún- isti frá því á námsárum sín- um, og ætíð reynt að mynda um sig kommúnistahreiður, þar sem hann hefur starfað. Sjálfsagt hefur verið allfast að Kristni lagt úr því, að hann kom nú fram úr skúma- skoti sínu. Honum hefur verið komið í skilning um, að bak- trygging hans yrði lítils virði, ef hann kæmi nú ekki fram í dagsljósið, þegar mest riði á. Af hverju ekki allir þrír? Þorsteinn Ö. Stephensen er að vísu mikill að vallarsýn. Að manngildi er hann sýnu ómerk- ari þeim kompásakonna og Jóni Múla Árnasyni. Þeir hafa báðir kannast við það í verkum sínum, að þeir væru kommún- istar. Þorsteinn hefur sennilega verið lengst kommúnisti af þessum þremur, en hann hefur alltaf öoru hvoru neitað því, að hann væri kommúnisti og aldrei gengið fram fyrir skjöldu fyrr en eftir að Brynjólfur Bjarna- son ljet hann hafa stóran bitl- ing í sambandi við Þjóðleikhús- ið, er Brynjólfur var ráðherra. Einar Ögmundsson, bróðir Þorsteins, er annars mun Iið- tækari maður en Þorsteinn. En sennilega hefur þótt of mikið að bæta þriðja bróðurnum við á þennan 16 manna lista, þar sem Stefán Ögmundsson var þar þegar fyrir ofar Þorsteini Rír eftirtekja Nýta flest í nauðum skal, hafa kommúnistar hugsað þeg- ar þeir drógu þessa „heiðarlegu vinstrimenn“ fram á sjónar- sviðið. Flestum öðrum mun finnast, að mjög fækki um fína drætti hjá kommúnistum, þegar hjálp- armennirnir, sem gripið er til þegar mest á ríður, reynast ekki meira virði en þeir Guðgeir Jónsson, Jón Múli Árnason, Kristinn Björnsson og Þorsteinn Ö. Stephensen. Ef ekki er meira mannval í hulduliði kommún- ista en þetta, hefur til lítils ver- ið öll sú fyrirhöfn, sem komm- únistar hafa haft af þeim liðs- kosti. A)H er hey í harðindum ÞETTA máltæki kom mjer í hug, er jeg hafði lokið lestri feitletraða pistilsins á 5. síðu Tímans s. 1. föstudag. Það, hvaða sæti jeg skipa á lista Sjálfstæðisflokksins hjer í bæn um, verður blaðinu tilefni til umræddrar greinar, en í henni er því lýst á átakanlegan hátt, hvernig mjer hafi verið „spark- að“ úr öruggu sæti á listanum. Að vísu er Tímanum varla láandi, þótt hann reyni að gera sjer mat úr hverju sem er, því að vissulega ríkja nú harðindi í þeim herbúðum, en jeg tel þó rjett að svará þessum skringi- legu hugleiðingum blaðsins nokkrum orðum. Þegar til þess kom að velja konu í 5. sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins, lýsti jeg því þegar yfir við flokkssystur mín- ar í uppstillingarnefndinni, að ef einhverri þeirra kynni að detta það í hug að benda á mig í það sæti, væri það þýðingar- laust, þar sem jeg væri svo bundin af heimili mínu og öðr- um störfum, að mjer væri ekki unnt að sinna þingstörfum. Þetta er sannleikurinn í því máli og hann ósköp hversdags- legur. Frú Kristín L. Sigurðardóttir, sem skipar 5. sætið á lista flokksins, er kona, sem okkur mun verða sómi að að eiga sem fulltrúa á Alþingi, og sjálf- stæðiskonur í Reykjavík og flokkurinn í heild munu vinna að því ötullega að tryggja henni glæsilegan kosningasigur. Auður Auðuns. r7ABT3a!hysfrr ve! fekið LONDON, 26. sept. — Yfirvöld- in í Colombo Céylon, efndu í dag til skemmtunar fyrir áhöfn ina á ,,Amethyst“, breska skip- inu, sem tókst að komast und- an kommúnistum á Yangtse. „Amethys" er nú á leið til Bretlands. — Reuter. Það vekur eftirtekt — AÐ Þ JÓÐ VILJINN skuli á föstudaginn var, hafa bein- línis ljóstrað upp um sam- vinnuna við það, sem hanrS kallar „vinstri öfl“ stjórn-* málaflokkanna. Það gefur að skilja. að þar getur blaði3 ekki átt við aðra menn utara flokksdeildar kommúnista, en þá, sem hafa hlaupið und-> ir bagga með kommúnistum á undanförnum árum, svo sem Hermann Jónasson, Pá$ Zoph., Skúla Guðmundsson, eða yfirlueitt vinstri arrri Framsóknaar. ÞJÓÐVILJINN segir í forustuj grein sinni, að mynduð sjfi „Samfylking þjóðarinnar“. —> Er þetta hið. venjulega heiti á öllum „samferðamönnum1* og attaníossum kommúnista, hvar sem er í heiminum. —< Þegar engir menn eru fáan« legir utan kommúnistaflokk« anna sjálfra til þess að geras§ meðhjálparar þessa svika- flokks, þá eru menn sendig úr flokksdeildunum, til þess! að taka að sjer þessi með« hjálparastörf. SAMFYLKINGARMENN þeir, sem Þjóðviljinn tilgreinir, og eiga að heita „Samfvlkihg þjóðarinnar11. með 5 herdeild kommúnista, eru þessir; Fimí bogi Rútur Valdimarsson, sr, Sigurbjörn Einarsson og hinn pólitíski villigöltur s'r. .Jakob' Jónsson, Guðgeir Jónsson, Kristinn Björnsson, Jón Múli' Árnason og Þorsteinn Ö. Step< hensen. Ekki er annað kunn« ugt, en hann hafi verið rak« inn kommúnisti, alt frá þv3 hann byrjaði að hósta og ræskja sig í útvarpið. KOSNINGAUNDIRBÚNING- URINN hefir að sögn Þjóð« viljans farið þannig fram, aSi flokkurinn hefir haft sam- vinnu og samráð við vinstrj sinnaða íslendinga utarí flokksins um framboðin ,og kosningabaráttuna.“ Menn eiga auðvelt með aol gera sjer grein fyrir, hvan gætir samvinnu og samstarfa við kommúnista um fram« boðin. T. d. að þessarar ,,sam« vinnu um framboð við kom- únista hafi gætt, þegar þaci var ákveðið að Páll Zophon- íasson skyldi vera efstur á lista Framsóknar í Norður« Múlasýslu. FRÁ NORÐURFIRÐI á Strönd- um kemur sú fregn, að fram- bjóðandi kommúnista þar i sýslu, hafi á einskonar „sellia fundi“, er hann hafði þar meði flokksmönnum sínum, sagá það berum orðum, að okkj sakaði, þó flokksmenn kom- múnista vörpuðu atkvæðums sínum á formann Framsókn- arflokksins að þessu sinni. —* Kemur þetta mjög vel heirav við uppljóstranir Þjóðviljana á föstudaginn um allsherjap samstarf við vinstri arnj Framsóknarflokksins. YFIRKIiÓR VEGNA upplýs« inga Þjóðviljans kom svo g Tímanum á sunnudaginn, þap sem m. a. er komist þannig að orði, að þjóðin sjái, aö Framsóknarflokkurinn sje öp uggasti andstæðingur komm- únista(!), og þar fram eftin götum. Hin örugga andstaðsj Framsóknar lýsir sjer þá i úrh. á bls. 13 , í stað velmetins reykvísks sjó Bwnjis, Giíms Þorkeissonar, erihæUi. að.veira í .kjöri. Það var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.