Morgunblaðið - 27.09.1949, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 27. sept. 1949.
regtfttM&frfö
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 71 aura með LesbóE. W
A vegamótum
TÆPUR MÁNUÐUR er til kosninga. Framboðum öllum lok-
ið og kjósendur geta farið að átta sig á til fulls hverja end-
anlega afstöðu þeir eigi að taka, er að kjörborðinu kemur
í lýðræðislöndum, með nokkurra ára kjörtímabili gerist
margt milli kosninga. Margir kjósendanna geta, hvað eftir
annað, verið á báðum áttum með það, hvaða flokki þeir eigi
að fylgja og hvern að styðja, næst þegar kosið verður.
Jafnvel þegar kosningabaráttan er hafin fyrir alvöru,
kemur það stundum fyrir, að línur flokkanna eru svo loðnar
og óákveðnar, að mörgum kjósandanum getur reynst það
erfitt, að fylgja einhverjum flokkanna af fullri sannfær-
ingu um, að þeir hafi valið sjer rjetta afstöðu í stjórnmál-
unum.
Að þessu sinni eru línurnar hjer óvenjulega skýrar.
Almenningur í landinu er orðinn leiður á höftum og
nefndum, sem sitja með alræðisvald yfir framtaki einstakl-
inga til að bjarga sjer. Menn vilja, að atvinnuvegir lands-
manna geti starfað styrkjalaust, þannig sje að þeim búið.
Frjáls, sterkt, þróttmikið atvinnulíf geti blómgvast með
þjóðinni.
★
• í kosningafyrirheitum flokkanna, jafnt hinna íslensku sem
erlenda flokksins, kemur það í ljós, að allir vilja þeir láta
sem þeir vilji fara að óskum almennings um linun eða af-
nám viðskipt&haftanna, svo svartamarkaðsbrask og annari
óhollustu verði útrýmt og atvinnuvegum landsmanna verði
gefið meira olnbogarúm en það hefir riú.
Kjósendur spyrja eðlilega: Hvernig hafa stjórnmálaflokk-
arnir sýnt þá trú sína í verki að það sje þjóðinni fyrir bestu
að viðskipti og atvinnulíf landsmanna njóti frelsis svo þjóð-
inni geti vegnað vel.
í öll þau ár sem Framsóknarflokkurinn hefir verið til, hefir
hann verið hlynntur höftum og hömlum og stefni að því að
reka haftapólitík í flokkshagsmunaskyni.
Framsókn og Alþýðuflokkur hafa hvað eftir annað fall-
ist í faðma þegar um hefir verið að ræða að koma á allskon-
ar einokun í landinu. Og verið því fegnir, þegar þeim hefir
hugkvæmst, að koma einhverjum hömlum á framtak manna,
undir því yfirskyni, að verið væri að koma á einhverskon-
ar „áætlunarbúskap", er lækna kynni öll mein. En reynslan
hefir verið sú, jafnt hjer á landi sem annarsstaðar, að með
hverju fótmáli sem stigið hefir verið á haftabrautinni, hvort
það hefir verið gert af fúsu geði eða af illri nauðsyn þá
hefir lífsafkoma þjóðarinnar orðið erfiðari.
Kjósendur, hvaða flokk sem þeir hafa fyllt á undanförn-
um árum, og vilja nú leggja lóð sitt á metaskálarnar til þess
að íslendingar geti lifað sem frjáls þjóð í frjálsu landi, vita
sem er, að það er Sjálfstæðisflokkurinn einn hinna íslensku
stjórnmálaflokka, sem hefir og hefir alltaf haft, atvinnu-
frelsi og frjálst framtak á stefnuskrá sinni. Honum einum
er því til þess trúandi, að vinna markvisst að því, að hin
leiðu, þvingandi og skaðlegu höft, sem nú gera einstakling-
um og öllum landsmönnum tjón, leiðindi og óhagræði, verði
afnumin svo fljótt sem þess er nokkur kostur.
★
Um kommúnista eða kjósendur, sem geta fengið sig til að
greiða þessari fjarstýrðu erlendu flokksdeild atkvæði er allt
öðru máli að gegna. Hin íslenska deild kommúnistaflokks-
ins, eins og aðarar deildir þeáSa alþjóðlega byltingaflokks,
vinnur ekki að því, að þjóðinni vegna vel. Þvert á móti.
Flokksdeildin hjer er gerð út til þess, að hjer geti allt, kom-
ist í upplausn og vandræði. Og land vort geti orðið vettvang-
ur fyrir hinn alþjóðlega kommúnisma, sem vinnur að því,
eð auka áhrif og völd einræðisstjórnarinnar austur í Kreml.
Þar sem kosningar hafa farið fram í vestrænum lýðræð-
íslöndum síðustu árin, hefir það verið framt að því ófrá-
víkjanleg regla, að kommúnistar hafi á undangengnu kjör-
tímabili tapað um helming atkvæða sinna. Það kann að vera,
&ð íslendingar reynist tornæmari á stefnu og starf komm-
únista, en allar aðrar frjálsar þjóðir. Því tornæmi verða
rnenn að taka sem hverri annari þjóðarsmán, sem vafalaust
tekst að þurka af okkur, áður en langt líður.
Götulífið breytist.
UM ÞETTA LEYTI á haustin
tekur fólkið á götum höfuð-
staðarins að breyta um svip.
Það fara að sjást fleiri og fleiri
ný andlit — yngri andlit. —
Skólafólkið er farið að streyma
til bæjarins og með þessu glað-
lega fólki breytist götulífið.
Það gengur saman í hópum,
er fjörlegt og gerir að gamni
sínu. Skólahúfunum fjölgar
þótt á hinn bóginn sje eins og
þær sjeu að fara úr tísku.
•
Stórkostlegur gjald-
eyrissparnaður.
VEL Á MINST, húfur Það
er fleira en skólahúfurnar, sem
virðast vera að fara úr tísku.
Það eru höfuðföt. yfirieitt. Jeg
stót stutta stund á götuhorni
hjer á dogunum og taldi, að af
hverjum tíu mönnum, konum
jafnt og körlum, voru 7—8 ber-
höfðaðir. — Það er hrein und-
anfekning, ef unglingur undir
tvítugu sjest með höfuðfat —
Stúlkurnar hafa hinsvegar flest
ar skýluklúta, ef þær eru ekki
með hatta.
Ekki er mjer kunnugt um,
hvort þetta eru þegjandi sam-
tök, eða hvort það stafar af höf-
uðfataskorti í verslunum. En
hitt er augljóst, að það hlýtur
að spara feikna gjaldeyri, að
fólkið skuli ganga berhöfðað.
•
Siður, sem er að
hverfa.
ÞAÐ VIRÐIST líka alveg
vera að hverfa, að karlmenn
taki ofan höfuðfötin og hneigi
sig, er þeir mæta konum, sem
þeir þekkja. — Það segir sig að
vísu sjálft, að þeir, sem eru í
„berhausaða fjelaginu11, losna
við þessa gömlu hæversku.
Siðurinn er svo ósköp tilgerð
arlegur og mætti hverfa með
öllu. Konurnar vilja hvort sem
er, vera í öllu jafningjar karl-
manna og þá er vist ekki lengur
ástæða til standa upp fyrir kon-
um í strætisvagni, eða taka of-
an fyrir þeim með lotningu og
með bukti. Það væri einlega
hálfgerð móðgun við kvenrjett-
indin. — Eða hvað?
•
Varð það eilífðarniál?
ÞAÐ MUN HAFA verið um
þetta leyti í fyrra, að boð var
látið út ganga til bifreiðar-
stjóra, að þeir yrðu að gera svo
vel að láta stilla ljósin á öku-
tækjum sínurn og ef þeir gerðu
það ekki. fyrir nýar, ættu þeir
að fá bágt fyrir hjá yfirvöld-
unum. Það skein í gegn. að það
myndi ekki verða nein misk-
un hjá Magnúsi í þessum efn-
um.
En annað hvort hafa margir
sloppið við hirtingu um ára-
mótin — og við að rjetta ljósin,
—eða þau hafa skekkst aftur
heldur illilega.
•
Stórhætta á ferðum.
EINS OG MARGOFT hefur.
verið bent á, er það stórhættu-
legt, er bifreiðarstjórar aka
með ljós, sem eru skær og vísa
of hátt. Er mjer ekki kunnugt
um, hvort nýlega hafa orðið
stórslys af þesym orsökum, en
oft hefur munað mjóu.
Ljósastilingarmálið má ekki
verða eilífðarmál. Of skær bíla-
ljós hafa þegar sent of marga
inn í eilífðina fyrir tímann.
•
Ekkert svar.
SUM KVIKMYNDAHÚS-
ANNA hafa þann leiða sið, að
svara ekki í síma þegar góð að-
sókn er að myndum þeirra,
einkum á sunnudögum.
Ekki er þó haft fyrir að aug-
lýsa, að þenna og þenna dag
þýði ekki að hringja í síma. —
Viðskiftavinirnir eru látnir
hafa fyrir því, að hamast á sím-
anum og láta hringja í það ó-
endanlega. Oft er númerið „á
tali“, vegna þess, að svo marg-
ir eru að reyna að ná sana-
bandi.
Oþarfa tímaþjófur.
HREINASTI ÓÞARFI er að
baka kvikmyndahúsunum þessa
erfiðleika. Það er tímaþjófur,
og kemur mönnum í vont skap.
Að sjálfsögðu ráða kvik-
myndahúsin því, hvenær þau
láta svara í síma ,eða ekki, en
þó varla, nema, að það hafi ver-
ið auglýst, að ekki verði svarað,
þar sem hitt er venja, sem geng
ið er frá sem vísu.
o
Brevting til bafnaðar.
HITT MÁ segja um leið,
að mikill munur er á, hve stúlk
urnar, sem afgreiða í kvik-
myndahúsanna, eru nú liðlegri
og liprari í tilsvörum, en hjer
var fyrir nokkrum árum.
Nú eru þær yfirleitt ekki
annað en elskulegheitin sjálf,
þótt hjer áður hafi þær verið
stuttar í spuna. Kann þetta að
stafa af því, að nýjar stúlkur
sjeu teknar við, eða hinu, að
þær hafi komist að því, að starf
ið verður skemtilegra, ef þær
eru í góðu skapi.
En af hverju sem þetta 'staf-
ar, er það greinileg framför og
breyting til batnaðar.
•
Fjallgönguur eftir átta
vita.
SLYSAVARNAFJELAGIÐ
ráðleggur mönnum, að hafa
með sjer áttavita í göngurnar.
Síðustu atburðir benda til, að
ekki sje vanþörf á þeirri ráð-
stöfun.
En mikið má það vera, ef *
sumir gömlu fjallkónganna okk
ar, sem voru og hjetu, snúa
sjer ekki við í gröfinni við
þenna nýja sið.
irwilwvllilllllllllHIIIIIIIMmilllllllliiiitiiii.iHiiiiMMlllllllMMtlllllllllini
MEÐAL ANNARA ORÐA ....
llilllllMIIIIMMIIIMIIMIM^IIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIMIIIilllHMIIIIMIIIIIMMMIMHHIIIIMMIIMIIIIIIMIIlJ
Sfarfsemi leiqufiugvjelanna fer vaxandi
Eftir Graham Jenkins,
frjettaritara Reuters.
LONDON: — Eitt hundrað
leiguflugvjelar fara pú daglega
frá Bretlandi til landa víðsveg-
ar í heiminum, alveg á sama
hátt og bresku leiguskipin hafa
í marga mannsaldra siglt um
úthöfin. Hundrað flugvjelar til
viðbótar bíða reiðubúnar á
breskum flugvöllum, til þess
að taka vörur hvert á land sem
er.
Þessar vjelar — sem sumar
hverjar tóku þátt í loftflutning-
unum til Berlínar — mynda
kjarna þess sívaxandi loftflota,
sem tekur að sjer leiguflug og
er ekki bundinn við neina sjer-
staka áætlun.
e •
VAXANDI
STARFSEMI
SKIPULAGNING þessa flota
er með sama sniði og skipulagn
ing og rekstur skipafjelaganna,
sem leigja út skip sín til vöru-
flutninga. Starfsemi þessara
flugvjela hefir aukist um þriðj-
ung frá því 1948.
Þó eru ennþá mun fleiri
leiguflugvjelar fyrir hendi en
not er fyrir. Þeir, sem kunnug-
astir eru þessum málum, segja,
að aðalástæðan sje sú, að út-
flutningsfyrirtæki sjeu enn
þeirrar skoðunar, að vöruflutn-
ingar í lofti sjeu of kostnaðar-
samir.
• •
GETUR VERIÐ
HAGKVÆMT
SJERFRÆÐINGAR neita því
ekki, að flutningsverð með flug
vjelum sýnist í fljótu bragði
hátt. En þegar gerður er sam-
anburður á þessum flutningum
og vöruflutningum með skip-
um, kemur oft í ljós, að þeir
fyrrnefndu geta verið hag-
kvæmir.
Þó verður varla hjá því kom-
ist, að reyna að finna leiðir til
að lækka flugflutningskostnað-
inn. Eins og er, leggja fjelögin,
sem taka að sjer leiguflug,
mikla áherslu á, að vjelar
þeirra þurfi ekki að fljúga tóm-
ar til baka, er þær hafa skilað
vörunum, sem þær voru upp-
haflega leigðar til þess að
flytja. Með því að fá vörur í
flugvjelarnar á bakaleið, er oft
hægt að lækka flutningskostn-
aðinn um nálega helming.
o •
„PAPPÍRSVINNA“
STJÓRNENDUR flugvjelanna,
sem aðallega stunda leiguflug,
leggja og áherslu á, að það stþr
auki kostnaðinn við þessi flug,
hversu tímafrekt eftirlitskerfi
er notað í hverju landi. — Þær
skifta oft tugum, skýrslurnar,
sem ganga þarf frá, áður en
vöruflutningaflugvjel getur
fengið leyfi til viðkomu á eih-
hverjum flugvelli. Þetta er auð
vitað bæði dýrt og tafsamt.
En það mun taka langan
tíma að útrýma „pappírsvinn-
unni“, og flugmennirnir gera
sjer þetta ákaflega vel ljóst.
• •
MARGT ER FLUTT
ÞÓ ER það furðulegt, hversu
margir hlutir og ólíkir nú eru
fluttir flugleiðis. í ár hafa
breskar leiguflugvjelar meðal
annars flutt jafn ólíkar vöru-
tegundir og gufukatla til Suður
Afríku, vínber frá Spáni, jarð-
arber frá Skotlandi til Norfolk,
brjefdúfur frá Englandi til
Frakklands, olíuvinnsluvjelar
frá London til Damascus og
jafnvel sjaldgæfan og dýran
apa frá Khartoum til dýragarðs
ins í London.
Flugmenn leiguflugvjelanna
fluttu alt þetta með glöðu geði
og án þess að blikna, enda eru
þeir margir hverjir gamlir or-
ustuflugmenn og vilja mun
frekar hafa sjaldgæfa apa inn-
anborðs en vjelbyssukúlur eða
sprengjur,
BOLÍVÍA. — Nýlega lokaði Ar-
gentína afmörkuðum hlutum
landamæranna að Bólivíu. Var
það gert vegna aðgerða uppreist-
armanna í landinu.