Morgunblaðið - 16.10.1949, Side 16
VEÐUTÍÚTLIT — FAXAFLÓI:
REYKJAVÍKURBRJEF er á
SV kaldi, úrkomu’aust að
mcstu.
9. síJu.
Frá Hvatarfundinum í Sjálfstseðishúsinu á miðvikudagskvöld.
(Ljósm. Guðmundur Hannesson).
Reglugerð um s!arfsh«
I.OKIÐ er við samning reglugerðar fyrir Þjóðleikhúsið og
birtir Lögbirtingabl. hana í heild 12. okt. síðastl. Reglugerð
þessi er í 34 greinum, en menntamálaráðherra staðfesti hana
23. sept. síðastl.
Verkefni Þjóðleikhússins.
í fyrstu grein reglugerðar-
innar er skýrt frá verkefni
Þjóðleikhússins, en þau skipt-
ast í þrjár höfuðgreinar: Að
flytja íslenska og erlenda sjón-
leiki og ennfremur söguleiki
og leikdansa. Að vera til fyrir-
myndar um meðferð íslenskrar
tungu og í þriðja lagi að halda
skóla til eflingar íslenskri leik-
mennt. Auk þess á Þjóðleikhús
ið að flytja leikrit í útvarpið,
sjónleiki utan Reykjavíkur og
vinna að eflingu leiklistar hvar
vetna á landinu, eftir því sem
við verður komið.
Næstu tvær greinar fjalla
svo um stjórn Þjóðleikhússins
og Þjóðleikhúsráð, en í því eiga
fimm menn sæti, fjórir skipað-
ir af fjórum fjölmennustu
stjórnmálaflokkunum á Al-
þingi og fimmti maður tilnefnd
ur af fjelagi leikara. — Þjóð-
leikhúsráð starfar án launa.
Þá er og gerð grein fyrir
hlutverki þjóðleikhúsráðsins.
Verkssvið þjóðleikhússtjóra
Fjórða greinin fjallar um
verkssvið þjóðleikhússtjóra, en
þar segir m.a . að hann ákveði
í samráði við bókmenntaráðu-
naut þjóðleikhússins, hvaða
leikrit skuli sýnd og að þjóð-
leikhússtjóri ráði, hver vera
skuli leikstjóri hvers leikrits
og hann skuli segja fyrir um, í
samráði við leikstjóra, hversu
hlutverkum skuli skipt milli
leikara-
Bókmenntaráðunautur
Um starf bókmenntaráðu-
nauts segir m-a. svo í sjöttu
grein: Bókmenntaráðunautur
þjóðleikhússins annast alla
gagnrýni og könnun leikrita og
annars bókmenntaefnis og ger
ir tillögur um val leikrita. —
Honum ber að kynna sjer eftir
föngum íslensk og erlend leik-
rit, og lesa ný leikrit er leik-
húsinu berast og segja álit sitt
á þeim.
Nrestu greinar fjslla um
j verkssvið leikstjóra, leiksviðs-
Istjóra, leiktjaldamálara, Ijósa-
meistara og annara starfs-
manna.
Leikritaval
| Sjerstök grein fjallar um leik
ritaval og segir þar m.a.: Þjóð-
| leikhússtjóri á'Ifiveður í sam-
j ráði við bókmenntaráðunaut,
hvaða leikrit skuli flutt í þjóð-
leikhúsinu. Val leikrita skal
einnig ræða í leikritanefnd. er
í eiga sæti þjóðleikhússtjóri,
einn fulltrúi, valinn af þjóð-
leikhúsráði og annar valinn af
fastráðnum leikurum.
Næstu greinar fjalla um kaup
og kjör leikara, skyldur þeirra
gagnvart þjóðleikhúsinu o. fl.
Sjerstök grein fjallar um
leikferðir, en leikurunum er
skylt, án sjerstaks endurgjalds,
að leika utan þjóðleikhússins í
leikuferðum, er þjóðleikhúsið
efnir til hvort heldur er innan
lands eða utan, þó eigi lengur
en fjórar vikur á ári.
Þá segir í einni grein að beg-
ar leikhúsið sje ekki notað til
leiksýninga. má nota það til
hljómleikahalds og kvikmynda
sýninga.
Reksturssjóður
í síðustu grein reglugerðar-
innar segir m.a- svo um rekstr-
arsjóðinn: Verði tekjuafgangur
af rekstri þjóðleikhússins, skal
hann greiddur úr reksturssjóði.
Verði rekstrarhalli, skal hann
greiddur úr sjóði þessum. —
Með reksturssjóði leikhússins
telst allur kostnaður við þjóð-
leikhúsbygginguna, eftir að
hún er fullgerð. — Ríkissjóður
ber ekki ábyrgð á skuldbind-
ingum þjóðleikhússins og þjóð-
leikhúsbyggingin stendur ekki
til tryggingar skuldbindingum
þess.
Meirihluti ' Sjálfstæðisflokks-
ins = frjálst þjóðfjyiag, af-
nám baftanna.
IUÓSIÐ D LISTANN.
Keflavík
Rjettarrannsókn út af dylgjum um
ólöglegan innflutning og smygl
VEGNA söguburðar og þrálátra skrifa kommúnistablaðanna
um, að smygl eigi sjer stað í stórum stil frá Keflavíkurflugvelli
og að þangað sje flutt inn mikið af vörum á ólöglegan hátt,
hefur dómsmálaráðuneytið fyrirskipað rjettarrannsónk, Sem nú
er lokið. Hefur rannsóknin leitt í ljós, að alls ekki er um ólög-
legan innflutning til Keflavíkurvallar að ræða og að þeir, sem
hæst hafa talað um smygl, geta ekki staðið við söguburð sinn.
Frjett frá . '
dómsmálaráðuncytinu
Dómsmálaráðuneytið gat út
eftirfarandi frjettatilkynningu
um rjettarrannsóknina í gær:
„Vegna blaðaskrifa og um-
taj.s um ýmislegt misferli á
Keflavíkurflugvelli, þ.á.m.
smygli, skipaði dómsmálaráðu
neytið, fyrir nokkru, fyrir um
rjettarrannsókn, svo að komist
yrði fyrir lögbrot, sem þarna
voru sögð framir..
Höfðu engin gögn fyrir
dylgjunum
Voru þess vegna kvaddir til
skýrslugerðar þeir, sem mest
höfðu ritað um þessi efni og
helst mátti ætla, að hefðu á-
kveðnar upplýsingar og tiltek-
in gögn til að styðja mál sitt
við.
í rannsókninni kom fátt
fram, er hægt væri að henda
reiður á, enda neituðu sumir,
sem spurðir voru, eins og rit-
stjórar og blaðamenn Þjóð-
viljans að svara frambornum
spurningum.
Af hálfu blaðamanna Þjóð-
viljans kom þó fram, að ásak-
anirnar um smygl væru byggð
ar á því, að meira væri flutt
inn af vörum til Keflavíkur-
flugvallar tolfrjálst en heimilt
væri samkvæmt Keflavíkur-
samningnum. Þessi fullyrðing
á hinsvegar við engin rök að
styðjast.
íslensk tollgæsluyfirvöld
fygljast vel með
íslensk tollyfirvöld fylgjast
með því, sem flutt er til Kefla-
víkurflugvallar og er það eitt
flutt inn án tollgreiðslu, sem
heimilt er samkvæmt 9. gr.
auglýsingar nr. 87, 11. okt.
1946, um niðurfelling hervernd
arsamningsins við Bandaríki
Ameríku frá 1941, og 1. gr. laga
nr. 95, frá 28. desember 1946
um, að ákvæði samnings frá 7.
október 1946 við Bandaríki
Ameríku, er varða aðflutnings
gjöld o. fl., skyldu öðlast gildi.
Staðlausir stafir
A Alþingi hefur verið gerð
grein fyrir framkvæmd þess-
ara ákvæða og hefur það ekki
gert neina athugasemd við
hana og eru það því staðlausir
stafir að lýsa þessum innflutn-
ingi sem smygli og lögbrotum.
Hinsvegar hefur að sjálfsögðu
verið farið með öll lögbrot, sem
upp hafa komist á Keflavíkur-
flugvelli á sama veg og önnur
brot sörriu t.esundar“.
560 íurstadæmi
DELHI, 15. okt. — Stiórnin í
Delhi tók í dag við yfirstjórn
málanna í tveimur furstadæm-
um í austurhluta Hindustan.
Hefur hún þá alls tekið við
stjórn yfir 560 furstadæma frá
því Indlandi var skipt.
íslendingar verða að þurka
út áhrif kommúnistanna eins
og Norðmenn — og losa fólkið
við óttann af hryðjuverkum og
ofbeldi kommúnismans.
KJÓSIÐ D LISTANN.
Vigfús Einarsson
skrifsfofustj. lálinn
VIGFÚS EINARSSON. fyrrum
skrifstofustjóri í Atvinnu- og
samgöngumálaráðuneytinu and
aðist í fyrrakvöld. Hann var
67 ára.
Vigfús var fæddur 20. sept.
1882 að Felli á Sljettuhlíð.
Hann varð stúdent 1903 og lauk
lögfræðiprófi 1910. Hann var
yfirdómslögmaður í Reykjavík
en síðar sýslumaður í Norður
Múlasýslu og fulltrúi bæjarfó-
geta í Reykjavík, en lengst af
var hann skrifstofustjóri í
Stjórnarráðinu. Sigfús var ein
staklega samviskusam.ur og.
vandaður embættismaður.
Undanfarin ár hafði hann
átt við vanheilsu að stríða og
leitaði hann lækninga m. a. til
Frakklands og dvaldi hann þar
sjer til heilsubótar.
Kona Vigfúsar var Guðrún
Sveinsdóttir og lifir hún mann
sinn.
Vmáffuheimsókn
LONDON 15. okt. — Þrír eg-
ypskir aðstoðarráðherrar komu
í dag í vináttuheimsókn til Bret
lands. Þeir munu eiga viðræður
við ýmsa breska stjórnarfull-
trúa. — Reuter.