Morgunblaðið - 16.10.1949, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 16. okt. 1949.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla'
Austurstrœti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með LesbóE.
„Þeir eru hermenn
en ekki búandmenn“
SÍÐAN það var fullreynt orðið, að Framsókn gat ekki verið
bændaflokkur, og hætti tilraunum sínum eða tilburðum, til
þess að vera umbótaflokkur, hefur tilvera þessa flokks verið
ömurleg, flokkurinn, sem heild orðið sálrænt fyrirbrigði í
þjóðfjelaginu, sem erfitt hefur verið að átta sig á. Allur til-
verurjetturinn verið tvísýnn, stefnan orðið brask með völd,
og starfið mótað af dutlungum einstakra manna.
Hin ítarlega grein Páls V. G. Kolka hjeraðslæknis, sem
birst hefur hjer í blaðinu undanfarna tvo daga, og fjallar
að nokkru leyti um stefnu, starf og sálarástand Framsókn-
arflokksins, gefur gleggri og meiri innsýn í þróun og aðstöðu
þess flokks til þjóðmálanna og þjóðfjelagsins í heild, en áður
hefur fengist. Skal hún því gerð hjer að nokkru umtalsefni.
Kolka læknir hefur áður lýst því hjer í blaðinu, hvernig
Framsóknarflokkurinn lenti snemma á villigötum. Hvernig
forystumenn hans lögðu, og leggja enn, meiri áherslu á
vörudreifinguna og allskonar verslunarbrask en það hlut-
verk bændaflokks, sem kallar sig, að einbeina hug og starfi,
að umbótum í atvinnu bændanna, jarðrækt og kvik-
fjárrækt. Þeir hafa eins og Kolka kemst táknrænt að orði,
lagt meiri stund á „pundarann en plóginn'C
I þessari grein sinni rekur hann nánar ólánsferil Fram-
sóknar, hvernig hún hefur innprentað mörgum upprennandi
bændum, eða bændasonum, óbeit á öllu því, sem gamalt er
og rótgróið í íslenskri menningu, af því Framsókn tókst að
sverta hollar erfðavenjur með íhaldsnafni. Með þesskonar
áróðri, hefur Framsókn að dómi Kolka, stuðlað að því, að
rofnað hafa þau bönd, sem tengja bændastjettina við fortíð
hennar og forna menning þjóðarinnar og hefur þannig „auk-
ið á flótta hugarfarsins frá fornum þjóðlegum dygðum.“
Og þessari upplausn kemur Framsókn af stað einmitt þegar
mest er þörf á djúpsettum og sterkum rótum í þjóðlífsakr-
inum, „þegar skrælnandi næðingur leikur bæði frá austri
og vestri um allan þann gróður, sem íslenskur getur kallast.“
Kolka efar ekki, að efniviður íslensku bændastjettarinnar
standist fyllilega samanburð við bændastjettir nágranna-
þjóðanna. En segir hann: „Á örlagaríkum tímamótum þeg-
ar atvinnuhættir þjóðarinnar voru að bræðast í deiglu breyt-
inganna, varð íslenska bændastjettin fyrir því áfalli að á
henni náðu andlegum tökum, menn sem höfðu gleypt ofan
í sig tormeltar fræðikenningar, upprunnar í öreigahverfum
erlendra stórborga, þar sem sjónarmið neytandans voru ein-
ráð, en ekki framleiðandans.“
„Framsóknarmenn eru hermenn, en ekki búandmenn,11
segir Kolka. „Það hefur aldrei vakað fyrir þeim að sameina
bændur, með friðsamlegu móti um framfaramál landbúnað-
arins.“
Skýringu á því þjóðfjelagsfyrirbrigði, að margir ungir
Framsóknarmenn hafa hneigst til fylgis við kommúnismann
á síðari árum, telur Kolka vera þessa:
Kommúnistaflokkurinn hefur vaxið ,á rógi Tímans um
þjóðskipulagið. Hver nýr árgangur af ungum Framsóknar-
mönnum, er lengra frá þeirri drengskaparhugsjón, og sann-
leiksást, sem var sterkur þáttur í gamalli þjóðmenning Is-
lendinga. Hatrið til Sjálfstæðisflokksins aðal fulltrúa hins
ríkjandi þjóðskipulags, eignarrjettar og athafnafrelsis verð-
ur blygðunarlausara, eftir því sem gömlu bændurnir innan
Framsóknarflokksins falla fleiri frá.“ Ungu Framsóknar-
mennirnir sem fara úr sveitinni, segja fljótt skilið við íslenskt
þjóðskipulag, því trúin á það hefur verið vængbrotin heima
fvrir, segir greinarhöfundur ennfremur.
Kolka læknir spáir því, að líkt muni fara fyrir Framsókn-
arflokknum eins og sóttkveikjunum, sem framleiða svo mikið
eiturefni, að það verður þeim með tímanum sjálfum að bana.
Mistök Framsóknarflokksins hafa vissulega tafið fram-
farir landbúnaðarins hættulega mikið. En það. skilur Kolka
læknir, betur en margir aðrir, að hvernig sem saga Fram-
sóknar hefur verið og hve torlæknandi sem þau mein verða,
er af starfsemi hennar haía hlotist, þá hefur þörfin fvrir
sterka, starfhæfa bændastjett, aldrei verið brýnni en nú.
Uíhuerji óírij^ar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Vetrarklúbburinn
NÝJUNG er það í fjelagslifi höf
uðstaðarins, að fyrir forgöngu
nokkurra áhugamanna, verður
starfræktur klúbbur hjer í
bænum í vetur. Verður þetta
fjelagsskapur, líkt og tíðkast
víða erlendis og fá ekki aðrir
að koma i salarkynni klúbbsins
en þeir, sem gerst hafa fjelag-
ar, eða gestir þeirra, eftir sjer-
stökum reglum.
Fjelagsskapurinn hefir hlot-
ið nafnið „Vetrarklúbburinn“
og hefir tryggt sjer húsnæði í
veitingahúsinu í Tivoli hjer
suður í Vatnsmýrinni.
e
Eins og heimili
FYRST UM SINN verður Vetr-
arklúbburinn aðeins opin fjóra
daga í viku. Þangað geta með-
limir komið eftir k^lukkan 4 á
daginn, fengið sjer hressingu,
að loknu dagsverki, tekið slag
á spil, eða rabbað saman.
Verður þetta eins og annað
heimili meðlima. Að kvöldinu
verður svo framreiddur matur
fyrir þá, sem það vilja og
hljómsveit leikur fyrir dansi.
•
„Prívat“
FJELAGSSKAPURINN verður
að sjálfsögðu alveg „prívat“ og
gera má ráð fyrir, að það verði
einhverjum takmörkunum háð,
að fá að gerast meðlimur. Þeir
sem sækja um upptöku verði
að hafa góð meðmæli og aðrar
serimoniur, sem nauðsynlegar
þykja í sambandi við fjelags-
skap, eins og þenna.
Forstöðumenn klúbbsins
munu fyrst og fremst leggja
áherslu á góða og prúða fram-
komu klúbbgesta í alla staði,
svo ekki falli þar neinn blettur
eða hrukka á.
•
Virðingarverð
tilraun
ÞESSI klúbbhugmynd er virð-
inearverð tilraun til að auka
fjölbreytni í fjelagslífi bæjar-
ins. — Hvort hún tekst, mun
tíminn einn sanna.
Þ_;ð er vitað, að margir, bæði
einstaklingar og hjón, myndu
fara oftar út að skemta sjer.
ef hægt væri að fá inni í lítilli
veitingastofu, þar sem matur
væri góður og þjónusta öll.
Og þar sem ekki væri hætta á,
að mönnum væri troðið um tær,
eða svo það sje hreint út sagt,
engin hætta á að, einhver bráð-
ókunnugur maður reki hausin
ofan í súpuna hjá manni og
elsku vini mann allt kvöldið
að tilefnislausu.
Það væri óskandi að þessari
huemvnd um einkaklúbb tæk-
ist vel.
•
Sk*>mmtileg
skáldsaga
SKÁLDSAGAN nýja hans síra
Jóns Thorarensen á eftir að
vekia athygli og umtal. Það er
jeg viss um. Það er ekki nóg
með að þetta sje spennandi
sögubók um atburði og örlög
manna í samtals 220 ár. — í
sögunni er samankomin sjór af
fróðleik um gömlu sjósóknar-
ana okkar. Vinnubrögð þeirra
og venjur, bæði til sjós og lands.
Ometanlegt, að slíkt skuli vera
samynkomið í einni sögu.
o
Ekki er tilgerðin
MÖRG SKÁLD hafa lagt það
fyrir sig, að safna orðum, sjer-
kennilegum orðum til að koma
leser/um sínum á óvart við og
við. Þetta er áróðursherbragð
skáldsins gegn lesandanum. -—
Það er vel þegið. Sr. Jón
Thorarensen hefir í skáldsög-
unni ,.Útnesjamenn“ safnað
saman sæg af sjaldgæfum orð-
um og orðatiltækjum.
Kiljan lætur karlana í sínum
bókum hrækja út úr sjer á þann
hátt, að maður víkur ósjálfrátt
til hliðar, til að forðast að verða
f^'rir gusunni.
Síra Jón lætur hin fágætu
orð koma af sjálfu sjer og án
allrar tilgerðar. Jeg held, að
lllllllllv«llllllllllllllll(IIMIIIIIIIIIIIlMllllllllllt*vl**wm • •••
það sje ekki gert í áróðursskyni
hjá Nessóknarprestinum, að
hann skrifar gömul orð, sem
horfin eru úr daglegu tali.
Það vantar tilgerðina, eins
og hjá hinum, sem taka sínar
trillur af ásettu ráði og í viss-
um tilgangi. Málið verður því
eðlilegra hjá sr. Jónb
•
„Piltur og stiilka“
frá sjávarsíðunni
RÓMAN síra Jóns Thoraren-
sen er merkilegri fyrir það, að
hjer er eivinlega fyrsta heil-
steypta skáldsagan, sem skrif-
uð er um baráttu útvegsbænda
og búaliðs þeirra. Fyrri íslensk-
ar skáldsögur eru allar úr upp-
sveitum og lvsa lífi fólksins við
heyskap og skepnuhirðingu.
..Útnesjamenn11 er eipinlega
..Piltur og Stúlka“. eða ,.Maður
og kona“ sjávarsíðunnar. Þess-
vegna þurfa allir, sem eitthvað
vilia vita um líf fólksins við
sjóinn, að kynna sjer þessa
skáldsögu. Og það er óhætt, því
ekki fer hann síra Jón rangt
með.
Verðmætum
bjargað
ÞESSI ,nýja skáldsaga vei'ður
þess meira virði, sem lengra
liður. Höfundur skáldsögunnar
hefir bjargað frá gleymskunn-
ar hvldýpis hít, miklum verð-
mætum. Og verður honum seint
bakkað að v-rðleikum. Undan-
farin ár hefir gömlum sjófötum
og verkfærum verið mokað út
úr hjöllum við sjávarsíðuna.
eins og hverju öðru rusli.
En við eigum ekki sjóminja-
safn. — Það er voðalegt að
hugsa til þessa.
Þeir hverfa nú óðum, sem
muna lífsbaráttuna á árabátun-
um .gömlu. — En ef við gleym
um baráttu forfeðra okkar,
hvort sem var upp til dala, eða
fram við sjó, höfum við gleymt
ckkar eigin uppruna og eig-
um engan grunn til að byggja
framtiðina á.
MEÐAL ANNARA ORÐA ....
........
Kirkjuofsóknir kommúnista í Póilandi
PÓLSKA stjórnin, sem farið
hefir að dæmi annarra ríkis-
stjórna í Austur-Evrópu og gert
ítrekaðar tilraunir til að út-
rýma áhrifum kirkjunnar, legg
ur nú megin áherslu á að reyna
að fá kaþólska presta til að
lýsa yfir „stuðningi við ríkið
og andstöðu við Páfagarð“. —
Herferð þessi hefir ,þó ekki
borið mikinn árangur, eins og
sjá má á því, að af þeim níu til
tíu þúsund kaþólsku prestum,
sem nú eru í Póllandi, hafa að-
eins nokkrir tugir fengist til að
svíkja starfsbræður sína og
ganga kommúnistum á hönd.
• •
Á FUND
FORSETANS
HIN kommúnistisku yfirvöld
hafa þó að sjálfsögðu leitast
við að gera sem mest úr bví,
að örfáir prestar hafa fengist
til að veita þeim liðveislu. —
Þannig voru birtar um það
margar og langar frjettagrein-
ar, er 43 klerkar fóru á fund
Bierut forseta og „lýstu þar
opinberlega yfir stuðningi sín-
um við pólska ríkið“.
í frjettatilkynningum frá
heimsókn þessari er komist svo
að orði, að Bierut hafi full-
vissað prestana um, að „þjóð-
hollusta og kaþólsk trú geti vel
farið saman“. Forsetinn bað
prestana að breiða þennan boð-
skap út meðal trúbræðra sinna.
• •
„ÓÞJÓÐHOLLAR
RADDIR“
BIERUT á og að hafa lýst yfir,
að „sem alþýðustjórn krefjumst
við bess ekki, að prestarnir
flytji áróður fyrir stjórnarvöld
in“. En pólskir prestar ættu þó
að gera sjer Ijóst, að hin nýja
þjóðfjelagsstefna í Póllandi ,,er
meirihluta þjóðarinnar fyrir
bestu“- Þetta, sagði forsetinn
ennfremur, hefðu þeir hins-
vegar ekki gert, og því væri
deilan til komin rnilli kirkjunn
ar oo ríkisvaldsins.
„Prestastjettin er alþýðu-
stjórninni andvíg“, bætti hann
við. „Það hefir þráfaldlega
komið fyrir, að úr prjedikunar-
stólnum hafa heyrst raddir, sem
Verið hafa hræðilega, jafnvel
glæpsamlega, óþjóðhollar“.
í frjettatilkynningunni segir.
að prestarnir hafi heitið því að
kenna pólska æskulýðnum að
hafa „ósvikna samvinnu við
kommúnista“
PRESTASTJETTIN
ÓHRÆDD
ENGINN skyldi þó ætla, að
heimsókn hinna 43 presta til
pólska forsetans hafi haft í
för með sjer minkandi kirkju-
ofsóknir í Póllandi. Það er
öðru nær. Leiðtogar kaþólsku
kirkjunnar láta engan bilbug
á sjer finna og engar líkur eru
fyrir því, að kommúnistar geti
kúgað þá til hlýðni. Því telja
ýmsir líklegt, að pólsku stjórn-
arvöldin grípi að lokum til
sömu ráða og bau ungversku,
það er að segja, að þau leggi
allt kapp á að koma foringjum
kaþólika í Póllandi fyrir katt-
arnef, með í'jettarhöldum á
borð við Mindszenty rjettar-
höldin í Ungverjalandi.
En pólsku kommúnistarnir
eiga hjer vafalaust erfitt verk
fyrir höndum, því prestarnir
eru staðráðnir í að láta sig ekki
fyrr en í fulla hnefana, enda
vita þeir, að þeir njóta stuðn-
ines nær því hvers einasta ka-
þólika í Póllandi.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks-
ins = frjálst þjóðfjelag, af-
nám haftanna.
KJÓSIÐ D LISTANN.