Morgunblaðið - 04.11.1949, Side 12
VEÐUEÚTLIT — FAXAFLÓI:
SV- og S-kaldi. Smásl>úrÍT.
253. tbl. — Föstudagur 4. nóvember 1949.
SKÆÐAB farsóttir herja rjúií-1
una. Sjá grein á bls. 7._______
~~ “ " i
Þar á að vera vislheimHi fyrir 25—30 börn.
Harnavemdarnefnd fær
Silungapoll til umráða
Börnin una sjer ve! á Reykjavíkursýninpnni.
BORGARSTJÓRI skýrði frá þvi á fundi bæjarstjórnar í gær,
að bæjarráð hefði heimilað sjer að semja við Oddfellowa, um
að bærinn taki barnaheimilið Silungapoll á leigu sem vistheimili
fyrir þau börn, er Barnaverndarnefnd þarf að ráðstafa ýmissa
orsaka vegna. Upplýsti borgarstjóri að vistheimilið myndi geta
tekið á móti 25 til 30 börnum.
Mikil þörf. <
í upphafi máls síns um þetta
merka nauðsynjamál skýrði
borgarstjóri frá þeirri brýnu
þörf, sem nú væri á því orðin,
að Barnaverndarnefnd Reykja-
víkur hefði aðgang að slíku
vistheimili. Árlega þarf nefnd-
in að ráðstafa utan heimilis
síns allmörgum börnum, ým-
ist vegna þess að annað eða
bæði foreldri barnanna eru lát-
in, eða vegna óreglu á heimili
barnanna og af fleiri ástæðum.
Bærinn hefur hvergi verið að
gerðarlaus í þessu mikla vanda-
máli. Reynt hefur verið árang-
urslaust að fá heppilegan sama-
stað fyrir slíka starfsemi, en
því miður hefur það ekki tekist
þar til nú.
Silungapollur.
Nú hefur svo ráðist, að Sum-
ardvalafjel. Oddfellowa hefur
fallist á að láta bæinn fá Sil-
ungapoll, sem staðið hefur ó-
notaður á vetrum, en bar er,
sem kunnugt er, starfrækt
barnaheimili á sumrum.
Jeg ritaði Sumardvalafjel. 14.
sept. um möguleika á að bærinn
íengi húsið til afnota, sagði
borgarstjóri, og spurðist fyrir
um skilmála þá er settir yrðu
fram af hendi fjelagsins. Þann
4. okt. s.l. barst mjer svar við
brjefi mínu, sagði borgarstjóri
og var þar vel tekið undir þessa
málaleitan. Fór Barnaverndar-
nefnd upp að Silungapolli til að
kynna sjer aðstæður og aðbún-
að allan, en nefndin beindi síð-
an áskorun um það til bæjar-
ráðs, að bærinn tæki Silunga-
poll á leigu og starfrækti þar
vistheimili fyrir 25 til 30 börn
á vetrum og til viðbótar 60
börn á sumrum.
Samningar hafa nú tekist
milli Sumardvalafjel. og bæjar-
ráðs.
Endurgjaldslaus afnot
í 15 ár.
Síðan gerði borgarstjóri grein
fyrir samkomulaginu. — Húsið
láta Oddfellowar endurgjalds-
laust til 15 ára. Bærinn mun
hinsvegar taka að sjer að sjá
ura kostnað allan við breyting-
ar og annað sem til þess þarf
að gera húsið sem best úr garði.
sem gott vistheimili fyrir börn
þau, er þar eiga að dvelja.
Sagði borgarstjóri, að leggja
þ-yrfti miðstöðvarlögn í húsið,
rafmagn heim að því, en allt
þetta myndi kosta mikið fje,
Væri það lausleg ágiskun, að
breytingarnar og nýsmíði
myndi kosta hátt á 3. hundrað
þúsund krónur.
Borgarstjóri gat þess og að
Oddfellowar hefðu sett það skil
yrði, að þeir sjálfir veldu þau
60 börn, er dvelja ættu að Sil-
ungapolli á sumrin.
Borgarstjóri skýrði frá því, i
að húsið sjálft væri að dómi
fróðra manna í besta ásigkomu-
lagi, vandað allt, en það var
tekið til afnota árið 1930.
Framtíðarskipun.
I þessu sambandi benti borg-
arstjóri á, að það væri æskileg-
ast, að hægt yrði sem mest að
sameina slíka starfsemi sem
barnaheimili og hliðstæðar
stofnanir á sama svæði. Hann
hefði því falið skipulagsmönn-
um bæjarins að gera skipulags-
tillögur um slíkt hverfi. — Það
mun þó taka mörg ár að koma
þessu máli í kring, sagði borg-
arstjóri, en eigi að síður mun
ekki verða misst sjónar af
þessu takmarki.
Borgarstjóri benti að lokum
á, að með vöggustofunni að
Hlíðarenda, og svo nú með leig-
unni á Silungapolli, hefði vissu-
lega nokkuð áunnist í velferð-
armálum æsku Reykjavíkur á
þessu ári.
Borgarstjóri von-
géSur um kaupin
á Sturiu-húsunum
SIGFÚS SIGURHJARTARSON
gerði um það fyrirspurn á fundi
bæjarstjórnar í gær, til borg-
arstjóra ,hvort hann gæti gef-
ið nokkrar uppl. varðandi kaup
bæjarins á svonefndum Sturlu
húsum við Laufásveg, nr. 53 og
55. —
Á síðastl. vori fóru fram at-
huganir á möguleikum til þess
að af kaupum þessum gæti orð
ið, en í húsum þessum hyggst
bærinn reka barnaheimili.
Borgarstjóri upplýsti, að
hann hefði átt mörg viðtöl við
eigendur þessara húsa. Garðar
Gíslason stórkaupm. á húsið
Laufásveg 53. — Bíða varð eft
ir því að hann kæmi að utan.
Erfingjar Jón Ólafssonar banka
stjóra, eiga húsið við hliðina,
nr. 55.
Eftir umræðurnar sem borg
arstjóri hefir átt við þá aðila
er hjer eiga hlut að máli, sagð-
ist hann vera vongóður um að
samningar um kaupin myndu
takast. En áður verða þær fjöl-
skyldur, sem í húsum þessum
búa nú, að fá annað húsnæði.
Frekari uppl- sagðist borgar-
stjóri ekki geta gefið á þessu
stigi málsins.
BARNAGÆSLAN á Reykjavíkursýningunni gefst vcl. í gær komu mæður með börnin sín og
skildu þau eftir í barnagæslunni, þar sem þau Ijeku s.jer að leikföngum, sem þar lágu frammi.
en tvær barnauppcldiskcnslukonur gættu þeirra. — Sjást þrjú börn og cftirlitstsúlkurnar hjer
á myndinni, sem tekin var í gær. (Ljósm. Mbl. Ólafur K. Magnússon).
í þriðja sinn
á þrem fundum
KOMMÚNISTAR fluttu í gær
á fundi bæjarstjórnar. í þriðja
sinn í röð, ræður sínar um að
bæjarsjóður ætti að taka að
sjer bankastarfsemi og lána
öllum til húsbygginga sem þess
óska (!).
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri, skýrði málin enn á sama
hátt og hann hefir gert á fyrri
fundum bæjarstjórnar og benti
með rökfastri ræðu sinni á veil
urnar í málflutningi kommún-
istanna.
Fjölfefli og hraðskák-
keppni
í KVÖLD mun Baldur Möller
tefla fjöltefli á vegum Taflfje-
lags Reykjavíkur að Þórsgötu
1. — Keppnin hefst kl. 8.
Næstkomandi sunnudag verð
ur svo haldin hraðskákskeppni
í sambandi við haustmótið. —
Keppni þessi fer einnig fram
að Þórsgötu 1.
Koma þarf upp hæli
fyrir vandræðabörn
Umræður um málið hefjasl bráðlega.
Á FUNDI bæjarstjórnar í gær skýrði borgarstjóri frá því, að
bæjarráð hefði falið sjer að eiga viðræður við ráðherra um
byggingu hælis fyrir unglinga, er lent hafa á glapstigum.
Verkefni ríkisins
Með barnaverndarlögunum
frá 1947, er gert ráð fyrir að
ríkið kosti byggingu slíks hæl-
is. Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að ekkert hefir verið
gert í þessu máli
Borgarstjóri sagði, að í þessu
máli horfði beinlínis til vand-
ræða, og ekki lengur hjá því
komist, að hefja raunhæfar að-
gerðir.
Borgarstjóri ræðir við
ráðherra
Fræðslufulltrúi bæjarins hcf
ir lagt fyrir bæjarráð bráða-
birgðatillögur á fundi þcss síð-
astl. mánudag. — Á þessum
fundi var samþykkt, að fela
borgarstjóra að ræða þetta
mikla nauðsynjamál við at-
vinnumálaráðherra. — Upp-
lýsti borgarstjóri á bæjar-
stjórnarfundinurri í gær, að
hann gerði sjer vonir um að
þessar viðræður gæti hafist
bráðlega og myndu þær fara
fram í samráði við fræðslufull
trúa og fræðslumálastjóra rík-
isins.
Kvikmynd frá Grænlai»ú<
sýnd á Ferðafjelagsfundi
uuw
NÆSTKOMANDI mánudags-
kvöld sýnir Árni Stefánsson
kvikmynd, sem hann tók í sum-
ar á Grænlandi, en hann fór
þangað vestur með Súðar-leið-
angrinum. Er þetta litmynd.
Myndin byrjar á því, þegar
lagt var af stað og sýnir undir-
búnginn á leiðinni vestur. Síðan
eru myndir frá miðunum, beit-
ingu, verkun fisksins o. fl. Þá
eru myndir frá Færeyingahöfn,
Norðmannahöfn, Gottorp o. fl.
stöðum, grænlenskri byggð,
grænlenskum blómarósum og
hrikalegu landslagi.
Grænlendingur sjest þar á
húðkeipi sínum, og' einnig sjest,
er hann kennir syni sínum þá
list, að róa honum.
Árni Stefánsson og fleiri Is-
lendingar fóru með skipi til
Noregs á leiðinni heim og loks
til Parísar. Nokkrar myndir
eru einnig úr þeirri ferð.
Það er engum vafa bundið,
að húsfyllir vérður ? Sjálfstæð-
ishúsinu á mánudagskvöldíð, á
skemtun Ferðafjelagsins.
im
tfípup,