Morgunblaðið - 12.11.1949, Síða 1
I
Staðhæfingar Vyshinskys
tim kiariMtrknmá! eru
með öllu tilhæfulausar
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
LACE SUCCESS, 11. nóv. — Fulltrúi Bandaríkjamanna John
Hickérson ljet svo ummæit i stjórnmálanei'nd S. Þ. í dag', a3
Bandaríkin mundu taka fegins hendi hverri tillögu, sem miðaði
að> viðhlítandi lausn kjarnorkumálsins.
Rangfærslur Vyshiriskys.
Sagði fulltrúinn, að ljóst væri
af ræðu Vyshinskys í gær, að
hann hefði annaðhvort mis-
skilið eða afbakað viljandi hin-
ar skýru og greinilegu fyrir-
ætlanir S. Þ. um að hafa eftir-
lit með kjarnorkunni og setjh
' hömlur við notkun hennar.
Vafasamar staðhæfingar.
í ræðu sinni í gær brigslaði
Vyshinsky Vesturveldunum um
hverskonar undirmál í sam-
bandi við kjamorkumálin.
Sagði hann, að þessu væri öðru
vísi farið um Rússa. Þeir hygð-
ust ekki nota kjarnorkuna til
tortímingar, heldur til friðsam-
leg'ra framkvæmda. Sagði ráð-
herrann, að Rússar notuðu
kjarnorkuna til að sprengja
upp fjöll og grafa skurði. Þóttu
- staðhæfingar Vyshinskys missa
, marks, og voru sjerfræðingar
undrandi yfir óskammfeilni
hans, einkum þar sem menn
eru enn minnugir þeirrar nið-
stöðu, sem fjekkst við Bikini.
Fjallað um friðar-
samninga við Japan
CANBERRA, 11. nóv. — Evatt,
utanríkisráðherra. skýrði frá
því í dag, að meginverkefni
þeirrar ráðstefnu, sem fulltrú-
ar samveldislandanna ' hefði
átt með sjer í Canberra að
undanförnu, hefði verið að
flýta fyrir friðarsamningunum
. við Japani.
Fulltrúar Breta og Ný-Sjá-
lendinga á ráðstefnunni munu
hafa staðið á móti því að við-
urkenna kommúnistastjórnina
í Kína þegar í stað. Ástralíu-
menn vildu setja bann. við, að
Japanir mættu hafa óheiðar-
lega samkeppni í frammi á
heimsmarkaðinum, svo og
voru þeir andvígir hverri
þeirri viðurkenningu, sem auð
yelduðu þeim að hefja árásar-
stríð. — Reuter.
---------------------------
Lífcur lil að Rússar
verji 15 prst. ríkis-
fefcnanna !il her-
varna
LONDON, 11. nóv. —- Varaher
málaráðherra Bretlands skýrði
frá því í dag, að við endur-
skoðun hervarnanna bresku
hefði það verið haft í huga, að
Rússar ættu kjarnorkusprengj
ur í fórum sínum. Var her-
málaráðherrann að svara á-
deilu á stjórnina í neðri mál-
stofunni. Var hann spurður,
hví 800 milljónum punda væri
kastað á glæ til hervarnanna,
ef það væri satt, að 20 kjarn-
orkusprengjur gæti tortímt
Bretlandi. Var þessum friðar-
sinna, er svo talaði, svarað því
til, að Rússar eyddu sennilega
15% ríkisteknanna til her-
varna, en Bretarnir verðu þó
ekki nema 8% sinni ríkis-
tekna í sama skyni. — Reuter.
Neifaði að greiða sekt
fyrir iandhelgisbrot
NORSKT varðskip tók breska
togarann ,,Welback“ frá Grims-
by í landhelgi við Norður-Nor-
eg s.l. þriðjudag og fór með
hann til Hammerfest. Þar var
skipstjóri togarans dæmdur í
15.000 króna sekt fyrir land-
helgisbrot.
En skipstjórinn neitaði að
greiða sektina og bar því við,
að samkvæmt mælingum sín-
um hefði hann verið á alþjóða-
miðum.
■Á
Deilan milli Norðmanna og
Breta um landhelgina er nú
fyrir alþjóðadómstólnum í
Haag.
Fyrsti holdsveikisjúk-
iinprinn síðan 1945
Nýr innanrikisráðherra
Bandaríkjanna
WASHINGTON, 11. nóv. —
Truman forseti fjellst í dag á
lausriarbeiðni innanríkisráð-
herrans og skipaði í hans stað
varainnanríkisráðherraTin, Os-
car Chapman. Einhver ágrein-
ingur mun hafa legið lausnar-
beiðninni til grundvallar.
— NTB.
W'ASHINGTON, 11. nóv. —
Heilbrigðismálaráðuneyti
Bandaríkjanna skýrði frá því
í dag, að orðið hefði vart holds
veiki hjá einum sjúklingi. Er
það 15 ára drengur frá Filips-
eyjum. í Bandaríkjunum hef-
tir holdsveiki ekki orðið vart
síðan 1945. Á eyju þeirri, sem
drengurinn holdsveiki er frá,
Cebú, þar er holdsveiki alltíð
að því cr ráðuneytið skýrði frá.
Utanríkisráðherrnraír ánægðir
með Þríveldalnndinn í París
Arangurimi ýmiskGnar rjetlarbæiur
fyrir Vedur-Þýskaiand
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
FRANKFURT, 11. nóv. — Utanríkisráðherrar Þríveldaftna eru
ánægðir með árangur þann, sem náðst hefur á ráðstefnu þeirra
undanfarna daga. Acheson utanríkisráðherra Bandaríkjanna
kom til Frankfurt í dag. Sagði hann, að árangur ráðstefnunnar
mundi koma í ljós smám saman á næstu mánuðum. Aðrar til-
kynningar hafa ekki verið gefnar um niðurstöður ráðstefnunnar,
að því þó undanskildu, sem tilkynnt var í morgun, að afráðið
hefði verið, að veita Þýskalandi meira sjálfræði og stuðlað yrði
að því að landið kæmist á ný í samfjelag Evrópuþjöðanna.
-------------------------®>
EUGENE R. BLACK, forstjóri
alþjóðabankans, sem átti einn
mestan þátt í gengislækkun
pundsins.
Brjóia Yalta-
samþykktina
LONDON, 11. nóv. — Fyrir-
spurn verður lögð fyrir Bevin,
utanríkisráðherra, í neðrimál-
stofunni, þar sem hann verður
spurður, hvaða mótmæli hann
ætli að senda Rússum vegna
tilnefningar rússnesks mar-
skálks, Rokossevskys, í em-
bætti hermálaráðherra Pól-
lands. 1 fyrirspurn þessari eru
notuð þau orð, að skipun þessi
sje ,,brot á Yalta-samkomu-
laginu“. — Reuter.
Andar köldu til
Austurríkismanna
MOSKVA, 11. nóv. — Yfir-
maður herafla Rússa í Austur-
ríki, Sviridov, hefur borið þá
kröfu fram, að Austurríkis-
stjórn leggi áætlun sína fyrir
hernámsráðið að því er
Moskvuútvarpið skýrði frá í
dag. Vill hann og að ríkis-
stjórnin gefi nákvæma skýrslu
um kosningar þær, sem nýlega
fóru fram í landinu. — Mun
Rússunum hafa þótt súrt í
brotið, að fá aðeins 4 fulltrúa
kommúnista kjörna af nokkr-
um hundruðum. Sagði í gagn-
rýni útvarpsins rússneska, að
þegar sætu 16 nasistar þar í
ráðherrastóli, enda þótt enn
væri ekki búið að gera friðar-
Acheson bætti því við, að ef
nauðsyn krefði þá mundu yfir-
menn herafla Þríveíðanna í V-
Þýskalandi veita frekari upp-
lýsingar. Murr hann eiga fund
með yfirmönnum ftteraflans á
morgun (laugardag).
Slakað á fjötrunum.
Ýmsum getum er leitt að
því, að hverju leyti íosað verði
um hernámsfjöturiim á Þjóð-
verjum. Sumir telja, að her-
námsreglugerðinní verði ekki
breytt, heldur verði hún skýrð
meira Þjóðverjum í hag en
hingað til.
Mikilvægar rjettarhætur
Stjórnmálafrjettaritarar telja
þó að 4 mál hafi einkum hlotið
afgreiðslu á fundinum, og hafi
um þau orðið samkomulag með
ráðherrunum.
Samþykkt hafi verið, að
Bonn-stjórnin fengi að setja
á stofn utanríkisráðuneyti. —
Ekki þykir þó sennilegt, að ráðu
neyti þetta verði fullkomið,
heldur fái stjórnin aðeins að
koma á ræðismannsþjónustu
og eiga viðskiptafulltrúa er-
lendis.
Samþykkt hafi verið, að
hætta nifurrifi þýsku verk-
smiðjanna. Skyldi sú rjettarbót
þó því skilyrði bundin, að svo
verði um hnútana búið að
Þjóðverjar geti ekki hervæðst.
Samþykkt hafi verið að veita
Bonn-stjórninni aukið vald
um innanríkismál.
Samþykkt hafi verið, að V.-
Þýskaland fengi fulltrúa í
Evrópuráðið.
samningana. — NTN.
Tjekkneskð kirkjan verður að
sætta sig við ritskoðun
Kommúnidastjómin gaf í gær nýja
tilskipun um kirkju- og trúmál
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
PRAG, 11. nóv. — Ríkisstjórnin gaf út tilskipun varðandi trú-
mál í dag. Þar er mælt svo fyrir, að sjerstök yfirvöld í 19
hjeruðum landsins skuli undir eftirliti stjórnardeildarinnar um
lrirkjumál hafa yfirumsjón með stjórnmálalegu uppeldi klerka-
stjettarinnar tjekknesku. Einnig skulu embættismenn stjórnar-
innar hafa umsjón með allri þeirri fræðslu, sem viðkemur emb-
ættisfærslu klerkanna.
Segja fyrir um <
trúarbragðafræðsluna.
Yfirvöldin skulu hafa umsjón
með framtaki og eignum- allra
kirkna, segja fyrir um trúar-
bragðafræðsluna í skólum lands
ins og menntun klerkanna í
prestaskólunum.
Ritskoðun.
Ennfremur eiga yfirvöldin að
hafa eftirlit með öllum ritum
trúarlegs efnis. Þau eiga að hafa
eftirlit með trúarlegu lífcrni.
Yfirskoða skulu þau alla góð-
gerðarstarfsemi kirkjunnar og
hafa hönd í bagga með sölu eða
skiptum á eignum kirkjunnar.
Vald yfirvalda þessara nær til
allra kirkjufjelaga og klaustur-
reglna í Tjekkóslóvakíu.
Koma seinna til
framkvæmda
Tillögurnar koma ekki til
framkvæda fyrr an þingið í
Bonn hefur fengið þær til at-
hugunar og einnig verður
franska þingið að samþykkja
þær, vegna loforða Bidaults
þar að lútandi, en franska þing
ið kemur ekki saman fyrr en
22. nóvember.