Morgunblaðið - 12.11.1949, Blaðsíða 6
6
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 12. nóv. 1949.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Frarnkv.stj.: Sigfús JðnuBon.
LIFINU
Ritstjóri: Valtýr Stéfánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla'
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintalúð, 7» aura með Lesboii.
Undirbúningur
stjórnarsamstarfs
SÍÐAN að kosningum lauk og ríkisstjórnin sagði af sjer
hefur lítið gerst, er miði að myndun nýrrar ríkisstjórnar í
landinu. Forseti íslands hefur að vísu rætt við formenn
stjórnmálaflokkanna og hvatt þá til að hraða myndun þing-
ræðisstjórnar. En samningaumleitanir þingflokkanna um
stjórnarmyndun bíða þess að þing komi saman, sem verður
14. þ. m.
Enda þótt þetta hlje á raunhæfum tilraunum til þess að
koma nýrri ríkisstjórn á laggirnar, hafi orðið, mætti ætla að
ílokkarnir teldu annað henta betur til undirbúnings þing-
ræðisstjórn en heiftúðugar árásir hver á annan. En einn
lýðræðisflokkanna, Framsóknarflokkurinn, hefur engu að
síður haldið uppi stöðugum árásum og rógi um Sjálfstæðis-
flokkinn, allt frá því að kosningum lauk. Það er hans aðferð
til þess að undirbúa jarðveg þingræðisstjórnar í landinu.
En það er önnur hlið á framkomu og Framsóknar síðan
að kosningunum lauk, sem er dálítið skopleg. Svo að segja
öaglega hefur Tíminn haldið uppi harðri barsmíð á Alþýðu-
flokkinn. Þessi barsmíð hefur átt að sanna Alþýðuflokknum
og blaði hans að honum bæri helg skylda til samstarfs og
undirgefni við Framsókn. Er ekki annað sýnt en að Fram-
sókn telji sjer trú um að hún geti beinlínis þröngvað Al-
þýðuflokknum til fylgis við sig.
Tilefni þessarar annarlegu uppviðrunar Framsóknar við
Alþýðuflokkinn eru þau ummælr Stefáns Jóhanns Stefáns-
sonar forsætisráðherra um kosningaúrslitin, að hann telji
þau ekki leggja Alþýðuflokknum þá skyldu á herðar að
standa að stjórnarmyndun.
Til þess er ekki ástæða að gera hnotabit Tímans og Alþýðu-
blaðsins um þetta atriði að frekara umræðuefni að sinni.
Hins vegar er ekki ástæðulaust að ræða stuttlega um þýð-
ingu kosningaúrslitanna almennt fyrir stjórnarmyndun og
stjórnarfar landsmanna almennt.
Eins og kunnugt er fjekk enginn einn flokkur aðstöðu til
þess að mynda ríkisstjórn er styðjist við meirihlutafylgi hans
eins á Alþingi. Engum einum flokki ber þess vegna þing-
ræðisleg skylda til þess að mynda flokksstjórn. Það er sú
ályktun, sem fyrst og fremst verður dregin af úrslitum
kosninganna. Sjálfstæðisflokkurinn benti þjóðinni á það fyrir
kosningar að ef hún vildi vinna að aukinni festu í stjórnar-
fari sínu, heilbrigðari stjórnarháttum, öruggari fjármála-
stjórn, þá yrði hún að veita einum flokki, stærsta flokknum,
meirihlutaaðstöðu á Alþingi. Ef hún gerði það ekki gæti
hún ekki búist við öðru en áframhaldandi samstjórnum
ilokka með meira og minna sundurleitar skoðanir á viðfangs-
efnunum. Dómur þjóðarinnar fjell og styrkleiki flokkanna á
þingi breyttist sáralítið. Þess vegna standa íslendingar nú
frammi fyrir stjórnarkreppu, sem enginn veit í dag, hvernig
kann að leysast.
Aðfarir okkar íslendinga við myndun ríkisstjórna undan-
farin ár, hafa verið þunglamalegar og klaufalegar. Vikur og
mánuðir hafa liðið og engin stjórn hefur fæðst. Flokkarnir
hafa skipað viðræðunefndir, sem setið hafa á fundum og gert
hvert uppkastið á fætur öðru að stjórnarsáttmála. Eftir mikið
þóf hefur svo slitnað upp úr eða gengið saman og þingræðis-
stjórn hefur fæðst á grundvelli víðtækra sáttmála, sem jafn-
vel hafa fjallað um smáatriði, meira og minna þýðingarlaus
fyrir stjórnarstefnuna og stjórnarfar þjóðarinnar.
Þessi aðferð ber það greinilega með sjer, að það, sem mjög
skortir á í íslenskt stjórnmálalíf, er gagnkvæmt traust stjórn-
málaleiðtoganna og hæfileikar til þess að greina á milli aðal-
atriða og aukaatriða. Þess vegna hefur verið dútlað við að
breyta nöfnum á nefndum og ráðum, smávægilegar laga-
breytingar, sem raunverulega skiptu engu máli, hvorki vegna
þjóðmálastefnu nje hagsmuna þeirra, sem hiut eiga að máii.
En þjóðin verður að gera sjer það ljóst, að þetta er ekki
aðeins sök stjórnmálaleiðtoganna, sem hún hefur fengið
þingmannsumboð. Það er hennar eigin sök. Hún hefur fellt
dórninn og hún verður að hlýða sínum eigin úrskurði.
Tískutónlist vekur
hneyksli
SIRA Árelíus Nielsson hefir
fyrstur manna sent mjer brjef
um nýtísku söng, eða gól, sem
farið er að iðka hjer á landi.
Tísku tónlist þessi hefir borist
með kvikmyndum og grammó-
fónplötum hingað. — Öllum
ber saman um, að vælið
sje leiðinlegt og eigi lítið, ef
þá nokkuð skylt við tónlist. —
Það er ekki hægt að lýsa í
hverju þessi samsöngur er fólg
inn, en það virðist helst vera,
að hver söngmaður, eða kona
væli með sínu nefi á sem hjá-
kátlegastan hátt.
•
Pistill prestsins
PRESTURINN tekur til athug
unar einn söngflokk, Ránardæt
ur, sem orðið hafa vinsælar fyr
ir söng sinn, enda hafa þær
góðar raddir og söngeyra, að
því er best verður vitað. En
þær hafa fallið fyrir tískutón-
listinni, blessaðar.
Svo hefst pistill síra Árelíus-
ar:
,,Jeg hlustaði á barnatímann
í gær. Hann er oft eftirtektar-
verðasti timinn í útvarpinu. —
Ljett gleði og ljúf alvara skipt-
ast þar á. Ljós og skuggar lið-
innar bernsku og æsku líða
gegnum vitundina. Ljós og
skuggar frá þeim stundum, þeg
ar mamma og amma sögðu sín-
ar sögur, rauluðu sín ljóð. —
Stundir þeirrar sáningar, sem
borið hefir íslenskri menningu
kjarnmesta ávexti.
•
Viðbrigði
„ÞESSVEGNA hrökk jeg við
með hrolli, þegar „Ránardæt-
ur“ hófu söng sinn. Stúlkurnar
hafa góðar raddir og allgóða
þjálfun. Lögin voru góð. En
raddirnar voru afskræmdar,
líkt og takmarkið væri að gera
þær líkari fuglagargi en kven
röddum. Og lögin heyrðust
naumast, fyrir meðallagi hljóm
næm eyru. Á líklegustu og ó-
líklegustu stöðum voru þau
skreytt- með jóðli, ýlfri og góli
af öllum hugsanlegum gráðum
að formi og skyldleika.
Nú veit jeg, bæði sem hlust-
andi og um nokkur ár leiðbein
andi ungra stúlkna, sem syngja
með gítar-undirleik, að slíkur
söngur er undarlega nærri því
að stilla strengi saknaðar, gleði
og fegurðar í hjörtum barna og
saklausra sálna til fullkomins
samhljóms, sem vekur sönn
bros og gullin tár.
•
Ofögur fyrirmvnd
,.NÚ VIL jeg spvrja: Spillir
ekki þessi erlenda skrækja-
tíska smekk íslenskra barna
fyrir göfgandi áhrifum og ein
faldri fegurð söngs og orða
Ijettra laga og ljóða.
| Hugsið ykkur: Sjö og átta ára
börn svngja vísurnar: ,.Nú er
frost á Fróni“ og „Svífur að
haustið“, með slíkum skræpu-
tónum, skrykkjum og rykkj-
um ,að áherslur liggja jafnvel
á síðust.u samstöfum íslenskra
kjarnvrða.
Er þetta ekki byrjunin að
sökkva í glaum erlendra skríls
láta?
•
Söngur
Ránardætra
,,OG VILDU ekki „Ránardæt-
ur“ atliuga það framvegis að
nota sínar fallegu raddir og
söngtækni til söngs í samræmi
við íslenska nafnið sitt.
Fátt lætur Ijúfar í evrum né
á lífmeiri bergmál í íslenskum
sálum en söngur Ránardætra.
Öldurnar hafa lengstum sung-
ið íslendingum þrótt og frið,
hvort heldur það eru ljettar bár
ur við bláan fjörusand, effa ólg
andí brimboðar á skerjum og
flúðum við faðm úthafsins.
7. nóv. 1949.
Árelíus NieIsson“.
Utbreiddara en liann
vreit
SANNLEIKURINN er nú sá,
að þessi tískutónlist er út-
breiddari en presturinn heldur.
Og þótt forsjónin hafi forðað
honum til þessa, frá að heyra
unglinga syngja „Nú er frost
á fróni“ og fleiri íslensk lög í
jazztakt, þá er það svo sem
gert og heyrist oft hjer á landi.
Bæði einstaklingar og hljóm-
sveitir syngja og leika „Fjár-
lögin“ í „viltu geimi“.
Fáir þola að sígild lög og
þjóðlög sjeu útsett í jazz og
síst í trylltan takt.
En hvort ástæða er til að
taka svo djúpt í árinni, eins
og presturinn gerir, að alt sje
að sökkva í skrílmensku. Það
myndi jeg taka með fyrirvara.
o
Fleiri kvartanir
FLEIRI kvartanir hafa borist
útaf söng Ránardætra í barna-
tímanum. — Þessi söngur hef-
ir farið eitthvað illa fyrir brjóst
ið á hlustendum. Og verð jeg
að segja, að þeim er ekki lá-
andi.
Það er nú tími til, kominn,
að farið sje að finna upp á ein-
hverju skemtilegra efni fyrir
börnin, en verið hefir í barna-
tímunum undanfarin ár. Það
er sama tuggan upp aftur og
aftur, engin hugkvæmni, eða
tilbreyting fyrir yngstu hlust-
endurnar, sem þó eru svo þakk
lát fyrir hvað lítið, sem er, eins
og sjá má á ánægju þeirra með
jólabarnatímann, þótt varla
sje þar hugkvæmninni fyrir að
fara.
I MEÐAL ANNARA ORÐA .... I
immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi
11 • i
Mannfal lekið á fljótari og örugaari hátt en tíðkast hefir
Eftir frjeettaritara Reuters.
OTTAWA: — Sjerfræðingar
stjórnarinnar hafa nú með hönd
um manntal til reynslu í Kana
da, og taka 120.000 manns þátt
í tilraun þessari. Sú aðferð við
manntalið, sem hjer er verið
að reyna, kann að valda gjör-
breytingu á þeim gömlu aðferð
um, sem notaðar hafa verið um
aldaraðir, er manntal hefir ver
ið tekið.
• •
SPARAR TÍMA
OG KOSTNAÐ
ÞESSI tilraun er nú gerð til að
fá úr því skorið, hvort hin nýja
aðferð sje hæf til notkunar,
þegar næst fer manntal fram í
Kanada 1951, en manntal er
tekið þar á 10 ára fresti. En
niðurstöðum þessara tilrauna
verður gefin gaumur um all-
an heim.
Embættismenn vona, að nýj
ungin muni minnka manntals-
kostnaðinn um helming frá
3ví, sem verið hefir. Og talið
er, að með henni fáist vitneskja
um helstu staðreyndirnar á 6
til 9 mánuðum eða á meira en
helmingi skemmri tíma en tíðk
ast hefir hingað til.
• •
VJELAR VIÐ
MANNTALIÐ
í SAMBANDI við nýju aðferð-
ina verða notaðar nýjar, hrað
virkar vjelar. Þesskonar vjelar
til vinnusparnaðar við mann-
tal hafa aldrei áður verið not-
aðar í heiminum.
Helstu nýjungarnar eru þess
ar: —
1) Við tilrauna-manntalið
verður notuð merkjaaðferð. —
Notað verður 7 þumlunga
spjald í stað hins langa og ó-
handhæga sniðs þessara eyðu-
blaða, sem áður hefir verið
notað. Á spjaldinu er 31 spurn
ing um einstaklinginn og heim
ili hans. Skrásetjarinn, sem
kveður dyra letrar þær upp-
lýsingar, sem hann fær með
kúlupenna, en í honum er sjer
stakt blek. Spjald þetta verður
lagt til grundvallar, þegar sam-
ið er manntal þeirra 13.000.000
manna, sem Kanada byggja.
Það er láti'5 inn í vjel, (raf-
eindavjel), en þar eru burstar,
sem gata spjöldin á rjettum
stöðum, er þeir snerta þetta
sjerkennilega blek, og verða
þau á eftir hæf til skýrslu-
gerðarinnar.
í þessu felst raunar það, að
vjelin gerir á svipstundu það,
sam margar hendur eru vanar
að vinna.
. Önnur vjel mun raða á ann-
an hátt og sundurliða niður-
stöður þær, sem fást á þessum
mörgu spjöldum og veita þann
ig fljótt og nákvæmlega undra
verða tölfræðilega mynd af
húsakosti og atvinnu íbúa
Kanada.
• •
VERKINU ST.TÓRN
AÐ FRÁ MÖRGUM
STÖÐUM
2) Kanada vinnur nú ekki
framar úr gögnum manntals-
ins á einum stað. Árið 1951
verður manntalinu stjórnað frá
skrifstofum, sem eru víðsveg-
ar. í St. Johns, Halifax Montre
al, Toronto, Winnipeg og Van-
couver. Verða 18.000 manns í
bjónustu þeirra. Áður var öllu
þessu verki stjórnað beint frá
Ottawa.
Vegna þess að nákvæmni og
skilningur hvers einstaks skrá-
setjara verður nú brýnni en
nokkru sinni fyrr, hefir mann-
talsstofnunin gefið út 94 bls.
ritling eða handbók honum til
leiðbeiningar í starfi hans.
Yöruverð hækkar vegna
gengisíellingarinnar
LONDON, 11. nóv. — Samkv.
tölum, sem verslunarmálaráðu
neytið breska birti í kvöld,
hækkaði vöruverð í stórsölu
um 2,1%, þegar er gengis-
fellingin var um garð gengin.
Nokkru olli tímabundin hækk-
un á ávöxtum og grænmeti um
verðaukningu þessa. — Reuter.