Morgunblaðið - 15.11.1949, Blaðsíða 2
2
M O RGV N B L AÐIÐ
Þriðjudagur 15. nóv. 1949
Myndun
HJER fer á cftir ræða forseta
íslands, hcrra Sveins Björns-
sonar við setningu Aiþingis í
gær:
þingræðisstjórnar
þoiir enga bið
ER fráfarandi ráðuneyti fjekk
lausn 2. nóvember bar jeg fram
þá ósk að flýtt yrði sem mest
myndun nýs ráðuneytis þegar
er Alþingi kæmi saman til
funda. Sömu ósk bar jeg fram
við formenn allra þingflokk-
anna fjögra er jeg ótti tal við
þá um viðhorfið daginn eft-
ir, 3. nóvember. Skildist mjer
á þeim öllum, að þeir væru
mjer sammála um, að þetta
væri mjög æskilegt og tóku því
vel að hefja þá þegar þann und
irbúning undir stjórnarmyndun
sem kleyft væri. Nú er Al-
þingi er komið saman til funda
ber jeg fram sömu óskina enn
þá einu sinni.
il að vem lokið
ffir nóvemberlok
LISTSYNING
Gunnars Gunnarssonar
Þsngietniniarræðs forsefa íslands.
í 15. gr. stjórnarskrárinnar
segir: „Forseti skipar ráðherra
og veitir þeim lausn“. í lýð-
frjálsu landi með þingræðis-
venjum er ráðgert að þjóðhöfð-
inginn noti þetta vald sitt ekki
mema í fullu samræmi við vilia
þingsins, þannig, að hann skioi
að.jafnaði ekki ráðherra, nema
úður sje fengin trygging fyrir
því, að þeir njóti stuðnings
meiri hluta þings, eða að minsta
kosti, að meiri hluti þings sje
■ekki andvígur ráðuneytinu. Af
þessu leiðir aftur að það hvílir
raunverulega á þingmönnum,
að skapa þau skilýrði sem þarf
til þess að hægt sje að skipa
•slíkt ráðuneyti. Þetta er bæði
rjettur og skylda þingmanna,
.samkvæmt þingræðisvenjum.
Nú hefir það farið svo hjer
á landi í hvert skipti eftir ann-
að að stjórnarmyndun hefir tek
ið mjög langan tíma, jafnvel svo
fnánuðum skiptir. Þetta hefir
tafið mikið önnur störf þings-
ins, því segja má með nokkr-
um sanni að öll venjuleg þing-
störf sitji á hakanum þar til
fenginn er nægur stuðningur
fyrir nýtt ráðuneyti. Jeg þyk-
ist viss um, að bæði þingmenn
sjálfir og þjóðin öll telja það
æskilegt að þessi töf frá störf-
um verði sem stytst.
Alþingi það, sem nú er kom-
ið saman til funda, á að sam-
þykkja fjárlög fyrir næsta ár.
sem eiga að ganga í gildi eftir
6—7 vikur. Fjárhags- og efna-
bagsmál kalla mjög að um ráð-
stafanir stjórnar og þings, sem
ckki þola neina bið, dráttur
á þeim getur orðið landi og
þjóð mjög örlagaríkur.
En hvað á að gera, ef ekki
tekst samt að mynda stjórn
sem hafi trygðan stuðning meiri
hluta Alþingis, án of mikilf
<iráttar?
Jeg skil stjórnarskrá vora
svo, að er mikið liggur við —
Og það liggur mikið við nú —
Þá sje það bæði rjettur og
skylda forseta, að reyna að
skipa ráðuneyti, innan þings eða
utan, þó það hafi ekki fyrir-
fram trygðan meiri hluta þings,
ef slíkur stuðningur fæst ekki.
Alþingi getur lýst vantrausti á
slíku ráðuneyti, en verður þá
um leið að sjá fyrír öðru ráðu-
neyti, sem því líkar betur. Löv-
gjöfum aðsteðjandi vandamál
Og aðrar ráðstafanir þola ekki
þá bið, sem leiðir af því að óeðli
lega lengi starfi ráðuneyti, sem
fengið hefir lausn vegna þess,
að það telur sjer ekki fært að
fara lengur með stjórn, eða tel-
úr sig ekki njótá lengur trausts
meiri hluta þings. Því er ekki
hægt fyrir Alþingi að ætla sjer
> kveðinn frest í von um að
viðhorfið breytist. Þessvegna
eru það algerar undantekning-
ar i öðrum lýðræðis- og þing-
ræðislöndum að það taki nema
stuttan tíma, jafnvel einn dag
eða fáa daga, að mynda nýtt
ráðuneyti í stað þess, sem fer
frá. Þegar það kemur fyrir að
það taki lengri tíma, eins og
t. d. í sumar í Belgíu og nú ný-
verið í Frakklandi, er það al-
mennt talið nokkurskonar þjóð
arógæfa og af sumum jafnvcl
talið til þess fallið að draga
úr áliti og virðingu þjóðarinn-
ar einnig út á við. í Frakklandi
tók stjórnarmyndun þrjár vik-
ur og þótti altoí langur tími.
Það, sem kemur fyrir hjá öðr-
um þjóðum sem undaniekning,
má ekki verða venja hjá oss ís-
lendingum, ef vjer viljum telj-
ast í hópi þingræðisþjóða.
Jeg veit að það er álit sumra
að öðru vísi horfi við hjer en
annarsstaðar, en get ekki fall-
ist á þau rök, sem færð eru fyr
ir því. Fyrr á árum var þjóð-
höfðinginn í fjarlægu landi, nú
er hann hjer viðstaddur. Hjer
eru fjórir flokkar og enginn
þeirra hefit- meiri hluta þings;
nú hafa að vísu tveir fíokk-
anna saman slikan meiri hluta
en hvorugur þeirra hefir meiri
hluta ásamt öðrum hvorum
hinna tveggja flokkanna. Víða
annarsstaðar stendur ver á,
flokkamir eru fleiri og þarf
stuðning fleiri en tveggja
flokka og jafnvel fleiri en
þriggja flokka. — Málum vor-
um er svo komið vegna verð-
bólgu, dýrtíðar, of mikils fram-
leiðslukostnaðar til þess að geta
keppt við aðra innanlands og
utan, of hárra ríkisútgjalda, of
hárra skatta og tolla o. s. frv.,
að erfitt er að sameinast um
það, á hvern hátt skuli fram úr
ráðið. Mjer finnst þessi rök
frekar vera rök fyrir því að
stjórnarmyndun þolir enga bið
en fyrir því að langan tíma
þurfi til stjórnarmyndunar, sem
aftur leiðir af sjer langa töf
á aðkallandi störfum þings og
stjórnar.
í samræmi við það, sem jeg
hefi sagt, tel jeg rjett að skýra
hinu háa Alþingi frá því á þess
um fyrsta fundi þess, að ef svo
skyldi fara, mót von minni, að
ekki hafi tekist að tryggja nýju
ráðuneyti nægan stuðning fyr-
ir 30. þ. m., þó helst fyrr, mun
jeg líta svo á, að ekki beri að
fresta því lengur, að jeg geri
tilraun til þess að skipa nýtt
ráðuneyti, sem Alþingi getur þá
hafnað eða sætt sig við — enda
eru þá liðnar fjórar vikur frá
„Hún stóð enn við um stund og hjelt áfram að gá til hafs.
Skip heiðríkjunnar. —
'’mh. í\ bls. 6
Forse»i j^iands og v^g^^piskup ganga í kirkju.
GUNNAR GUNNARSSON byrj
aði ungur að teikna og mála.
Hann stundaði listnám í einka
skóla Karl Larsens, í Kaup-
mannahöfn, að því loknu fór
hann námsferðir til Þýskalands
Hollands og Frakklands, en síð
ustu tíu árin hefir hann dvalið
hjer á landi og lengst af á
heimili foreldra sinna á Skriðu
klaustri í Fljótsdal. Er Gunn-
ar málari fluttist til íslands,
komst hann fyrst í kynni við
íslenskt landslag, sem er æði
ólíkt því, sem hann var vanur
í fæðingalandi sínu, en hann
komst fljótt upp á að mála hið
nýja umhverfi, er hafði tölu-
verð áhrif á að móta stíl hans,
sem sjá má á þessari sýningu,
þar sem bæði eru myndir frá
Danmörku og frá umhverfi
Skriðuklausturs. Þessi sýning
Gunnars er sú fyrsta, sem hann
heldur hjer á landi og eru þar
26 olíumálverk og 90 teikning
ar. Oliumyndir hans eru mál-
aðar í mjúkum og fáguðum lit-
tónum án sjerlega sterkra mót-
setningu. í landslags myndum
eins og þeim úr Fljótsdalnum,
er aðal áhersla lögð á túlkun
Ijósbrigða mildrar síðsumars-
birtu. í hinum þrem sjálfsmynd
um og nokkrum samstæðum er
beitt sterkari litum og ákveðn-
ara formi.
Á síðari árum hefir Gunnar
Gunnarsson unnið að teikning-
um í „Kirkjan á fjallinu" og
á að gefa hana út innan
skamms með teikningum þess-
um. Þetta er mjög mikið verk,
þar sem hin langa skáldsaga
er rakin í myndum, sem eru
margar hugnæmar og ímynd-
unarríkar og í alla staði sam-
boðnar hinu merkilega verki
föður hans. Það er ekki algengt
að faðir og sonur þannig hjálp
ist að til að gefa þjóð sinni var-
anleg listræn verðmæti, hvor
á sínu sviði. Það er mikill vandi
að skreyta bækur með mynd-
um, þannig að það sje ávinn-
ingur fyrir bókina og er það
ánægjulegt fyrir alla, hvað vel
hefir tekist með þessar teikning
ar, því satt að segja erum við
naisjöfnu vön á því sviði, sem
vonlegt er. Myndir Gunnars eru
stílhreinar, sjálfstæðar og vel
útfærðar. Hann ræður vel við
stuðlum hínna ólíkustu við-
fangsefna. Það er mýkt og
styrkleiki í meðferð hans á rit
blíinu. Kímni og glaðværð þeg-
ar sagan gefur tilefni til þess,
en alyara og sorg, þegar það á
við, en heildar svipur þessarar
„seriu“ er æfintýraleg, glað-
værð og æskuþróttur. — Hjer
verður ekki raktar einstakar
myndir, til þess þyrfti langt
mál, en jeg vil hvetja menn
til að skoða þessa sýningu, sem
verður opin til næstu helgar.
Orri.
Jólapafckarhandsii-
leRdiMH"! nrlendis
VIÐSKIPTAMALARAÐU-
NEYTIÐ hefir ákveðið, að
leyfa að senda jólapakka til ís-
lendinga og venslaipanna er-
lendis.
í pökkunum má aðeins vera:
Óskömmtuð íslensk matvæli. —•
Óskammtaðar prjónavörur úr
ísl. ull.- íslenskir minjagripir.
Hver pakki má ekki vera
þyngri en 5 kg. Leyfi verður
aðeins veitt fyrir einum pakka
til hvers manns.
Pakkarnir verða tollskoðaðir
og kyrrsettir, ef í þeim reynist
að vera annað en heimilað er.
Greina þarf nafn og heimilis
fang móttakanda, hvað senda
skal og nafn og heimilisfang
sendanda.
Leyfi þarf ekki fyrir bóka-
gjöfum.
Leyfi verða afgreidd í við-
skiptamálaráðuneytinu í Arnar
hvoli frá 15. nóv. og fram til
jóla alla virka daga kl. 4—G
e.h. aðeins, nema laugardaga
kl. 1—3 e.h.
Umsóknir uatn af landi sencl
ist viðskiptamálaráðuneytinu.
De Havilland kvikmynd.
LONDON — Ákveðið hefur ver-
ið að taka kvikmynd af De Havil
land Comet þrýstiloftsflugvjel-
inni. Mynd þessi verður stutt og
kvikmyndahúsum um allan heim
gefinn kostur á að sýna hana.
1