Morgunblaðið - 15.11.1949, Blaðsíða 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. nóv. 1949
Aðalfundur Sfanga-
veiSifjei. Rvíkur
AÐALFUNÐUR Stangaveiði-
fjelags Reykjavíkur var hald-
inn að Tjarnarcafé s. 1. sunnu-
dag. Á annað hundrað manns
sátu fundinn.
í byrjun fundarins bað for-
maður, Pálmar ísólfsson, fund-
armenn að rísa úr sæturíí og
minnast þriggja fjelaga, sem lát
ist höfðu á árinu. Síðan kvaddi
hann Ingimar Jónsson til þess
að gegna störfum fundarstjóra.
Síðan flutti formaður skýrslu
stjórnarinnar um síörf fjelags-
ins á liðnu starfsári. Ræddi
hann nokkuð um þau veiði-
svæði, sem á höndum fjelagsins
eru, og ennfremur um klakmát-
ið og önnur áhugamál fjelags-
ins. Fjelagið hefir ákveðið að
beita sjer fyrir byggingu ný-
tísku klakstöðvar í samráði við
rafveituna og ríkisstjórnina, en
af vissum orsökum hafa fram-
kvæmdir á því máli dregist á
langinn, en því verður væntan-
lega hrynt í framkvæmd svo
fljótt og auðið er.
Síðan flutti Albert Erlings-
son, gjaldkeri, skýrslu um hag
f jelagsins og stendur hann með
miklum blóma. Eignir f jelagsins
nema nú um 200 þús. kr.
Þá fór fram stjórnarkosning.
Fráfarandi stjórn, en meiri hluti
hennar hefir setið í henni síð-
an 1944, baðst mjög eindregið
undan endurkosningu. í stjón-
inni áttu sæti: Páimar ísólfs-
son, Sigmundur Jóhannsson,
Knútur Jónsson, Albert Erlings
son og Einar Þorgrímsson.
f hina nýju stjórn voru kjörn
ir: Gunnar ftíöller, sem er for-
maður, Gunnbjörn Björnsson,
varaformaður, Konráð Gísla-
son, ritari, Ólafur Þorsteinsson,
gjaldkeri og Valur Gíslason,
fjármálaritari.
Ýmsar tillögur voru lagðar
fram á fundinum, en tími
vannst eigi til að aigreiða þær
og var aðalfundinum fresíað.
Inp L. Lárusdóftir
Minningarorð
Bardapr vfS
ræningjaíoriagja
PALERftlO, 12. nóv. — Sikil-
eyski ræningjaforinginn Salva-
tore Giuliano, hóf í dag að nýju
gagnárásir sínar á lögregluliðið
með tveimur launsátrum. í
þeim særðust tveir lögreglu-
menn og einn liðsmanna Giuli-
anos var tekinn höndum. Sjálf-
ur ræningjaforinginn komst
undan á flótta í bæði skiptin,
eftir harða bardaga.
t
í DAG verður til moldar borin í
Fossvogskirkjugarði Inga L.
Lárusdóttir, kennslukona.
Hún var fædd að Selárdal
23. sept. 1882. Hún var bæjar-
fulltrúi 1918 til 1924. — Hún
ljest 7. nóv. 1949.
Hún tók mikinn þátt í kven-
f jelagastarfseminni. Ritari í
nefnd Landsspítalasjóðsins. Gaf
út „19. júní“, kvennablað, frá
1917 til 1925. Ritaði meðal ann-
ars þátt í Iðnsögu íslands.
Það sjest af ofanskráðu stuttu
yfirliti að hin látna merkiskona
var gædd miklum og góðum
hsgfileikum. Hún var prýðilega
menntuð og eftir hana liggur
mikið starf í þágu þeirra hug-
sjóna er hún ljeði lið sitt. Hún
var góður rithöfundur og flutti
greinagóð og skýr erindi um
þau mál er hún unni. Er hún
kunn útvarpshlustendum fyrir
erindi þau er hún flutti um
hin ýmsu áhugaefni kvenna og
góðgerðastarfsemi, er hún tók
þátt í. Þurftu stjórnir fjelaga
þeirra, sem að þessmn störfum
unnu oftlega á liðveislu hennar
og fórnfúsu starfi að halda, sem
var besta sönnunin fyrir hæfi-
leikum hennar og getu til þess
að vinna þau verk er aðrir
hliðruðu sjer hjá að vinna. Hún
vann störfin, en aðrir nutu góðs
af áhuga hennar og hæfni. Blað
ið „19. júní“ gaf hún út með
prýði og smekkvísi, sem henni
var svo lagin. í þessum fáu
línum er það ekki ætlunin og
ekki rúm til nje geta að lýsa
öllum þeim viðfangsefnum sem
hún hafði með höndum.
Hún var ein af þessum hljóð-
Iátu og látlausu konum, sem
ljet í rauninni lítið á sjer bera.
Hún var í eðli sínu hljedræg
og hafði sig ekki í frammi, en
allir þeir, sem kynntust henni
og lærðu að meta hæfileika
hennar, fundu hve góður starfs
maður hún var og því komst
hún ekki hjá því að verða al-
þjóð kunn. Hún lagði aldrei yfir
mat á verk sín og sýndi það hve
dómgreind hennar á menn og
málefni var skarpleg.
Inga sál. var fíngerð kona og
látlaus í allri framkomu, hóg-
vær og prúð.
Við, sem um skemmri eða
lenvri tíma höfum átt því láni
að fagna að vinna með henni
og kynnast henni, minnumst
ætíð hennar miklu hæfilelka,
prúðmennsku og mannkosta og
geymura í vitund okkar minn-
inguna um hana sem góðan og
áhugasaman fjelaga, sem unni
öllu góðu, fögru og kærleiks-
ríku.
Að lokum biðjum við guð
hinn hæsta að leiða hana á ó-
förnum brautum um riki sitt.
Hann opni henni ætíð meir og
meir hinar miklu dásemdir sín-
ar.
Blessuð sje minning hennar.
Jón Árnason,
prentari.
Nehru kominn heim
úr fimm vikna
ferðalagi
BOMBAY, 14. nóv.: — Nehru,
forsætisráðherra Hindustan,
kom í dag flugleiðis til Bom-
bay úr ferð sinni til Bretlands,
Bandaríkjanna og Kanada.
Alls tók ferðin fimm vikur.
Nehru er sextugur í dag og
mikill mannfjöldi fagnaði hon-
um á flugvellinum og á leiðinni
frá honum. Skömmu seinna
ræddi forsætisráðherrann við
frjettamenn og skýrði þeim
meðal annars frá því, að hann
væri mjög bjartsýnn á fram-
tíðina.
Ferðin, sagði hann ennfrem-
ur, hefði sannfært hann um, að
Hindúar ættu fjölda góðra vina
víðsvegar um heim. — Reuter.
Endurreisn breska
samveldisins
LONDON, 14. nóv.: — í
skýrslu, s'ém efnahagsnefnd
bresku samveldislandanna hef-
ir gengið frá og birti í dag, er
skýrt frá því, að útflutningur
þvínær allra samveldisland-
anna hafi síðastliðið ár verið
orðinn meiri en fyrir stríð. —
Þetta þýðir það, segir í skýrsl-
unni, að viðskifti þeirra á
heimsmarkaðinum eru nú kom-
in fram úr því, sem þau voru
mest fyrir styrjöldina, þrátt
fyrir aukinn útflutning Banda-
ríkjanna.
Bresku heimsveldislöndin
selja nú um 30% af því vöru-
magni, sem er á boðstólum á
heimsmarkaðinum.
Innflutningur þessara landa
hefir og að sjálfsögðu aukist,
borið saman við árin fyrir
strí?. — Reuter.
Bretar byggja
nýja logara
NÝLEGA var skýrt frá því
hjer í blaðinu. að Bretar væru
í þann veginn að hefja bygging
ar á nýjum togurum í allstór-
um stíl. Frjettir hafa borist af
tveimur þessara togara, sem
smíðaðir verða í Aberdeen fyr
ir Iago Steam Trawler Comp-
any í Fleetwood. Er ráðgert að
þeir muni kosta 145.000 ster-
hngspund, eða rúmlega 3.7
miljt króna hvor. Togararnir
verða 198 fet og verða fyrstu
bresku togararnir, sem byggð-
ir eru eftir stríð, sem hafa fisk
lestar málmklæddar. — Þeir
eiga að geta gengið 12 sjómíl-
ur og eru ætlaðir til fiskveiða
í Hvítahafi, við Grænland, ís-
land og Bjarnarey.
Olíukynding verður í báðum
skipunum og íbúðir fyrir 32ja
manna áhöfn. Böð verða í sam
bandi við mannaíbúðir og rad-
ar verður einnig í skipunum,
ásamt öllum nýjustu siglingar-
tækjum. Fyrra skipinu, sem
hlýtur nafnið „Red Rose“, verð
ur hleypt af stokkunum 5. des-
ember. Skipstjóri á því verð-
ur Thomas Mckeman frá Fleet
wood.
Alkvæðaseðlarnir
hwnndir
TEHERAN, 14. nóv.: — Pers-
neska stjórnin hefir látið
brenna alla atkvæðaseðlana og
lýst hinar nýafstöðnu þingkosn
ingar ógildar.
Ástæðan á að vera sú, að at-
kvæðakassanna hafi ekki verið
nógu vel gætt í kosningunum.
— Reuter.
Verslunarsdmningur
BELGRAD, 14. nóv.: — Austur
ríkismenn og Júgóslavar hafa
gert með sjer nýjan verslunar
samning til eins árs. Er talið,
samningurinn geri ráð fyrir
talsvert meiri viðskiftum en
síðastliðið ár, en þá skiftust
hessar þjóðir á vörum fyrir um
21 milj. dollara. — Reuter.
Flugsiöðvarskip
heimsækir Tripoli
TRIPOLI, 12. nóv — Banda-
ríska flugstöðvarskipið Leyte,
ásamt sex bandarískum tund-
urspillum, kom í dag í kurteisis
heimsókn til Tripoli í Libyu.
Það er gert ráð fyrir, að heim-
sóknin standi yfir í 10 daga.
m
r Hafnarf jÖrðnr
I Stúika I
: óskast í vist. Getur lært að |
: sauma frá kl. 1.
GuSrún Jónsdóttir
= Sími 9202. Í
I Lítið notað
Það fer æðisgenginn titring-
ur um hendurnar á Tófa. Loks-
ins gefst honum tækifærið.
Hann stekkur afram .. ..
.. .. og hrindir Alak niður
í hyldjúpa sprunguna.
— —rcua er betra en au
skjóta hann. Þarna finnur eng-
inn skrokkinn af honum.
I Gólfiteppi
i til sölu. Uppl. í síma 81878.
■iiHtiiitiiii ii iii ii iii iiiiiiii
Skömfunarmiöafausí
Allskonar fatnaður
Versl. Notað og nýtt
Lækjargötu 6 A.
iinniiHiniiiimw
•iiiitmiiiii
>iiintiiiiiiii
: Tekið á móti
Kjólföfum
þessa viku.
Versl. Notað og nýtt
Lækjargötu 6 A.
•1111111111111111 n n iii •HiHimitHMitHMHiHiiiiiiinvniiiiita
: Amerikani óskar eftir góðu i
( Herbergi |
i rálægt miðbænum. Tilboð send f
| ist afgr. blaðsins fyrir n.k. |
i fimmtudagskvöld merkt: „Her- |
i bergi — 680“.
IIIIIHIHIIIIIIIHIIIIIIIIIHHIIHHIHHHIMHHHIIIIIIIIIIIHHIi
R!<«lltliniHa'
Takið effir
Ungur, lagtækur maður óskar |
eftir einhverskonar atvinnu i
strax. Hefur unnið allskonar
vinnu m. a. byggingavinnu og
1*4 úr í járnsmiðju. Tilboð
merkt: „Lagtækur — 673“,
sendist blaðinu fyrir fimmtudags
kvöld.
| Uppboð
: Opinbert ippooð /erður haldið
: að Hverfisgötu 42 hjer í bæn-
i um, miðvikud. 16. þ.m. ltl.
I 10,30 f.h. Seldar verða til lúkn-
: ingar opinberra gjalda nokkrar
i prjónavjelar og munsturvjel.
i Greiðsla fari fram við hamars-
I kögg.
: Borgarfógetinn í Reykjavík.
llllltlllH’MM'-
UltllSIHUI
Vinna
i Ábyggilegur og duglegur mað :
I ur, sem er handlaginn, getur S
5 fengið vinnu á trjesmíðaverk- :
i stæði. Umsóknir með uppl. um |
Í íyrri otvinnu og aldur, sendist |
§ afgr. Mbl. merkt: „Trjesmiði s
i — 664“. I
Atvinna \
Ungur maður óskar eftir viirnu, §
hálfan eða allan daginn. Er |
vanur verslunarstörfum, hefur |
Lílpróf (minna). Tilboð sendist |
afgr. ftlbl. fyrir 20. þ.m. merkt: :
„Reglusamur — 666“.