Morgunblaðið - 15.11.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.11.1949, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. nóv. 1949 - Þingsefning Frh. af bls. 1. sætisráðherra (St. Jóh. St.) mælti: ,,Lifi íslrnd“. Var tekið undir þau orð með ferföldu húrrahrópi. Ræða Forseta íslands birtist á öðrum stað í blaðinu. Bað forseti þvínæst aldurs- forseta þingsins, Jörund Brynjólfsson, að stjórna fundi uns kosinn væri forseti. Minning láíiisna þingmanna. Aldursforseti minntist síðan þriggja fyrverandi Alþingis- manna er látist höfðu frá því að Alþingi lauk síðast störfum. Það eru Sveinn Olafsson í Fi>'ði, sjera Þorsteinn Briem og Þárarinn Benediktsson frá Gilsárteigi. Rakti aldursforseti helstu æviatriði þeirra og minntist þeirra lofsamlega. Þingmenn vottuðu hinum látnu virðingu sína með því að rísa úr sætum. Rannsókn kjörbrjefa Þessu næst fór fram rann- sókn kjörbrjefa. Skiptu þing- menn sjer í þrjár kjördeildir, og var gefið hálftíma fundar- hlje til að rannsaka kjörbrjef- in. Að loknu hljeinu komu þing menn aftur saman í sal Neðri deildar. Tók fyrstur til- máls Bern- harð Stefánsson, framsögu- maður fyrstu kjördeildar og lagði til að öll kjörbrjefin, sem sú deild hafði rannsakað yrðu þykkt. Voru þau samþykkt einróma. Þá tók til máls Gunnar Thor- oddsen, framsögumaður ann- arar kjörd.eildar, og lagði einn ig til að öll kjörbrjef, sem sú deild athugaði yrðu tekin gild, sem og var samþykkt. Loks tók til máls Ásgeir Ás- geirsson, framsögumaður þriðju kjördeildar og lagði sömuleið- is til að kjörbrjefin, sem sú deild rannsakaði, yrðu sam- þykkt. Var það einnig sam- þykkt samhljóða. Nýir þingmenn Nú bað aldursforseti þá þingmenn, er aldrei höfðu áð- ur setið á þingi, að undirrita eiðstaf sinn að stjórnarskránni. Þessir þingmenn eru: Ásgeir Bjarnason, Finnbogi Rútur Valdimarsson, Jónas Árnason, Jónas Rafnar, Karl Kristjáns- son, Kristín Sigurðardóttir, Rannveig Jorsteinsdóttir, Sig- urður Ágústsson og Vilhjálmur Hjálmarsson. Eq auk þess tekur sæti á þingi Sigurður Ólafsson í stað Eiríks Einarsson, 2. þingm. Árn esinga, sem ekki getur mætt á þingi sökum veikinda. Tveir þingmenn, Haraldur Guðmundsson og Gísli Guð- mundsson, sátu ekki á síðasta þingi, en hafa áður setið á Al- þingi, taka nú sæti á þingi. Að^ lokum lýsti aldursforseti yfir að forsetakoosningum yrði frestað, og fara þær væntan- lega fram kl. 1,30 í dag. Járnbrautarslys. CAIRO — Sex manns ljetu lifið, er járnbrautarlestir rákust á við Dairut, um 170 mílum fyrir sunn- an Cairo. - .íídiit’. í Hyndir úr „Hringnum'' % Þau hlæja dátt: Valur Gíslason, Arndís og Ævar R. Kvaran. / Arndís Björnsdóttir Ævar R. Kvaran LEIKFJELAG REYKJAVÍK- UR sýnir um þessar mundir „Hringinn", gamanleik, eftir breska skáldsagna- og ieikrita- höfundinn Somerset Maugham. Hefur leiknum verið mjög vel tekið og fólk skemt sjer prýði- lega, enda fara ýmsir gamal- kunnir leikendur f jelagsins með hlutverk í leiknum, en ný leik- j kona birtist á sviðinu í Iðnó,! Elín Tryggvadóttir, sem lofar góðu um framtíðina. Sumir leikendanna, eins og Arndís Björnsdóttir, Þóra Borg Einars- son, Valur Gíslason, Jón Aðils og leikstjórinn Ævar Kvaran, eiga varla afturkvæmt á leik- sviðið í Iðnó fyrst um sinn. Þar eð þeir eru ráðnir í fasta leik- endatölu hjá Þjóðleikhúsinu. — Eru því þessar sýningar á ,,Hringnum“ einskonar kveðju- sýningar þeirra á hinu gamla leiksviði, sem svo margar end- urminningar leikhússins hjer í bæ eru tengdar við. ISIáa kápan verður fríEsit- sýnd hjer í næstu vsku í NÆSTU viku verður frumsýning Leikfjelags Reykjavíkur á óperettunni Bláa kápan. Þessi vinsæli söngleikur var sýndur hjer í bænum fyrir nokkrum árum á vegum Tónlistarfjelagsins Hinir sömu koma nú fram. 4 Leikstjóri er Haraldur Björns son, sem hafði leikstjórnina á hendi fyrir Tónlistarfjelagið, og nokkrir leikendur sem þá fóru með sönghlutverk, koma nú aftur fram í-sömu hlutverk- um, þ. a. m. Sigrún Magnús- dóttir, frú Katrín Mixa, frú Svanhvít Egilsson og Bjarni Bjarnason læknir. í hlutverki því í söngleik þéssum sem Pjet- ur Jónsson óperusöngvari söng áður, kemur nú fram Guðmund ur Jónsson óperusöngvari. Yms- ir fleiri vinsælir söngvarar bæj arins koma og þar fram. Sennilegt er, að frumsýning- in verði eftir miðja viku, en þangað til sýnir Leikfjelagið gamanleikinn Hringinn. Kommar banna ensku. HONG KONG — Hin kommún- istisku stjórnarvöld í Canton hafa bannað enskukennslu í skól unum þar. Þá hefur skólapiltum í borginni einnig verið bannað að gerast skátar. i Hús í Hveragerði « ■ • ■ « ■ ■ ■ ■ ■ • 3 herbergi, eldhús, bað og geymsla, ásamt gróðurhúsi, ■ ■ ■ ■ ■ « ■ • ■ ; er til sölu. Tækifærisverð. Uppl. í síma 4673. : • ■ Sextugur hafnsöyumaiur Frh. af bls. 5 heilsað virðulega af breskum yfirvöldum. Þeim þótti reynd- ar dálítið einkennilegt, að sjá þennan þrílita fána allt í einu birtast, en er þeir spurðu tið- indin, samfögnuðu þeir okkur. — Þegar jeg hætti á Borg, segir Þorvarður, rjeðst jeg á danskt skip, sem var í salt- flutningum suður til Spána1', Frakklands og Ítalíu. Var jeg á þessu skipi í tæplega þrjú ár. Á því voru yfirmerm allir dansk ir og svo jeg, en hásetar allir voru Spánverjar og þótti mjer það einkennilegir menn..Skipið hjet Mjölnir og var heldur lje- legt, og ganglítið. Einu sinm vorum við 22 sólarhringa á leið inni til Norðfjarðar frá Spáni. Það þætti spaugilegt nú á dög- um. Þetta fjelag hafði margt á prjónunum og vildi fjelagið að jeg annaðist umboðsmennsku og eftirlit með fiskkaupum fyrir það hjer, eða eitthvað álíka, en árið 1923 fór fjelagið á haus- inn, og þetta sumar ákvað jeg að sækja um hafnsögumanns- starf við Reykjavíkurhöfn. Hafnsögumaður í 26 ár Síðan 23. júní 1923, hefur Þorvarður Björnsson starfað við Reykjavíkurhöfn. Hann telur það merkilegast við starf sitt, að hann skuli hafa starfað við ' höfnina frá því hún var meðal höfn og þar til nú að hún er orðin stórskipahöfn, með at- hafnasvæði í kílómetra-tali. Þorvarður segir þó að margt megi betur fara í höfninni okk- ar. Hann vill láta bæta aðstöðu vjelbátaflotans. — Annars eig- um við á hættu, að aðrar nær- liggjandi verstöðvar knjesetji okkur í samkeppninni. Við hjer í Reykjavík, segir Þorvarður, höfum góð skilyrði til þess, að geta skapað vjelbátaflotanum viðunandi athafnasvæði. Loks er annað velferðarmál hafnar- innar, sem Þorvarður ber mjög fyrir brjósti, en það er að reyna með öllum ráðum, að útiloka öldu úr höfninni, en þetta er mál, sem verður að athuga sem skjótast og gera þær ráðstafamr sem með þarf. Öryggismál sjómannastjettar innar hafa altaf verið eitt af áhugamálum Þorvarðar, þó ekki verði farið út í þá sálma nú. — Til þess gefst væntanlega tími síðar. Um nokkurra ára skeið, hefur Þorvarður átt sæti í stjórn Fiskifjelags íslands, og einnig hefur hann átt sæti á þingum Farmanna- og fiskimannasam- bandsins. ★ Það sem mjer fanst einkum einkenna Þorvarð, er við rædd um saman, var hve hljedrægur hann er. En það er vafalaust þetta rólyndi hans, íhygli og festa, sem hafa einna mest hjálpað honum gegnum lífið. Það er mikið starf, að vera yfirhafnsögumaður við Reykja- víkurhöfn og það kom sjer vel fyrir bæjaryfirvöldin, að í því starfi skyldi vera maður sem Þorvarður. Meðan á hernámi landsins stóð, er mjer kunnugt um það, að oft munaði litlu, að hernaðaryfirvöldin ætluðu að ástæðulausu að beita hörku í sambándi við storf hafnsögur mannanna. En Þorvarður þekkti sitt heimafólk og ljet hvorki hlut sinn, nje sinna manna, og benti með rökum á villur her- mannanna. —- En almenningur vissi ekki annað, en að allt væri ákjósanlegt í „sambúo- inni“, niður á hafnsögumanna- stöðinni. En hve þetta fór allt farsællega er einmitt mjög mik- ið Þorvarði að þakka. Áður en jcg kvaddi Þorvarð, á hinu vistlega heimiii hans og konu hans, Jónínu Bjarnadóttur að Miklubraut 26, spurði jeg hann, hvort hann gæti sagt mjer, hve oft hann hefði siglt skipum inn á Reykjavíkurhöfn á liðnum 26 árum. Hann svaraði um hæl: Hve margir stafir heldur þú að verði í Morgun- blaðinu á morgun. Sv. Þ. Framhald af bls. 2 því fráfarandi ráðuneyti fjekk lausn frá störfum og frá því er jeg mæltist til þess við formenn þingflokkanna að hef ja undirbúning að stjórnarmynd- un -— og meira en mánuður frá því kunn voru úrslit kosning- anna en meira en tvær vikur frá því að Alþingi kom saman til funda. - FriSartal Framh. af bls. 1 marskálkum rauða hersins hef- ur verið skipaður hermálaráð- herra landsins — allt lýsir þetta svo vel ofbeldisaðferðum Sovjet ríkjanna, að friðartal þeirra fær þar engu um breytt“. Austin hjelt áfram: ,,Hin ofbeldislega afturhalds- stefna Sovjetstjórnarinnar, sem hefur hindrað það, að Komin- formríkin eigi samvinnu við önnur lönd, hefur neytt þau síðarnefndu til að beita sjer fyr- ir sameiginlegum öryggisráð- stöfunum. Ef Sovjetríkin vilja efla friðinn, skortir þau ekki tækin. Hættið hatursherferð ykkar gegn þeim hluta verald- arinnar, sem er utan við Kom- inform. Segið skilið við þá kenn ingu, að löndin, sem ekki eru í Kominform, sjeu óvinir ykkar. Lyftið járntjaldinu og styrkið þannig friðinn“. Ráðslefna bresku samveldislandanna LONDON, 14 nóv.: — Bevin utanríkisráðherra var í dag boðið að taka þátt í samveldis- landaráðstefnu, sem utanríkis- ráðherra Ceylon vill að efnt verði til í Colombo snemma r.æsta ár. Enn hefir engin ákvörðun verið tekin um ráðstefnu þessa enda þótt talið sje líklegt, að til hennar verði efnt. Þar er meðal annars vitað. að dr. Ev- att, utanríkisráðherra Ástralíu, er þess mjög hvetjandi, að bresku samveldislöndin komi sjer saman um afstöðu til vænt anlegra friðarsamninga við Japan og sameiginlegt svar við viðurkenningarbeiðni kommún istastjórnarinnar í Kína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.