Morgunblaðið - 18.11.1949, Síða 1

Morgunblaðið - 18.11.1949, Síða 1
16 síðor Fjnndskapuf From- sóknnr við sjúkra- húsmúi Reykjavíkur Tíminn reynir að breiðe yfir spor sín. Á UNDANFÓRNUIVl árum hefur Tíminn og Framsókn- arflokkurinn sýnt sjúkrahúsmálum Reykvíkinga full- kominn fjandskap. Heilbrigðismálaráðherrann, Eysteinn Jónsson, hefur ekki einu sinni látið svo lítið að svara brjefum borgarstjóra, þar sem óskað hefur verið lög- mælts stuðnings ríkisvaldsins við sjúkrahúsbyggingar og umbætur í heilbrigðismálum. Hann hefur auk þess bar- ist með oddi og egg gegn því að Alþingi veitti fje í þessu skyni. Nú, þegar bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks- ins hefur þrátt fyrir þcnnan fjandskap og dáðleysi heil- brigðisstjórnarinnar, hafist handa um byggingu heilsu- verndarstöðvar og lagt fram fje til bæjarsjúkrahúss, sem á næstunni verður byrjað að byggja, bregður allt í einu svo við að Tíminn og Framsókn fær ofsalcgan á- huga fyrir sjúkrahúsmálum Reykvíkinga. Ilvernig skyldi standa á þessu? Orsökin er sú, að Tímadótið sjer að ekki er lengur hægt að stöðva fram- kvæmdir í þcssum nauðsynlegu niálum með þvergirð- ingshætti heilbrigðismálastjórnarinnar og landlæknis. Þessvegna læst það alltaf hafa haft glóandi áhuga fyrir þeim. Upptalning Tímáns á sjúkrahúsum, sem byggð hafa verið úti á landi er svo fjarri því að ljeíta ábyrgðinni af heilbrigðisstjórninni fyrir svikin og sinnuleysið i heil- brigðismálum höfuðborgarinnar, nema síður sje. Á nær öllum þeim stöðum, sem sjúkrahús hafa verið reist á síðustu árum, hefur ekkert húsnæði verið áður fyrir sjúkt fólk. Þar hefur heldur ekki verið nein aðstaða til þess að taka sjúklinga, jafnvel íil smávægilegra læknisaðgerða. Þessvegna var ástandið þar ekki sambærilegt við að- stæður Reykjavíkur, sem fyrir síðustu styrjöld hafði fengið tvö stór sjúkrahús, Landspítalann og Landakots- sjúkrahúsið, auk nokkurs annars sjúkrahúsnæðis. En það sjúkrahúsrými hefur með hverju árinu, sem leið, orðið meira ófullnægjandi. Hinn mikli vöxtur Reykjavík- ur hefur krafist nýrri sjúkrahúsa. Gegn því hefur Tímaliðið og ráðamenn þess streist af öllum kröftum. En sú framkoma þess er' í fullkomnu samræmi við af- stöðu þeirra til hagsmunamála Reykjavíkur fyrr og síð- ar. Almenningur í þessum bæ man t. d. fjandskap Fram- sóknar gegn Sogsvirkjuninni, svo aðeins eitt mál sje nefnt. Svo mikið þurfti við liggja að stöðva það mál að Framsókn rauf Alþingi árið 1931 vegna þeirrar „hættu“, sem af því stafaði að meirihluti Alþingis hafði ákveðið að hrinda þessu mikla framfaramáli Reykjavíkur og meginhluta Suðurlands í framkvæmd. Reykvíkingar þekkja „vinarhug“ Framsóknar í þeirra garð. Sú þekking er meir en nægileg til þess að skrif Tíjmans um heilbrigðismál bæjarins afhjúpist sem auð- virðileg hræsni og skrum. í sambandi við mynd þá, sem Tíminn birti í gær af sjúkrahúsinu á ísafirði, er svo þess að geta að Tímaliðið sýndi þeirri heilbrigðisstofn- un hlýhug sinn á síðasta þingi með því að greiða at- kvæði gegn 100 þús. kr. fjárveitingu til hennar. En þess fjár var þörf nú til þess að hægt væri að gera bráð- nauðsynlegar endurbætur á sjúkrahúsinu. Alþingi sam- þykkti samt að veita þetta fje. Þannig er allt á eina bók- ina iært hjá Framsókn í heilbrigðismálum landsmanna. Það rekur að því, að Moskvustefnan setji ofan Hagur Vestur-Evrépulandanna iiefur blómgasl í skjóli viðreisnaráætlunarinnar Forseti Islands í opinbera heim- sókn til Noregs. ÞAÐ var tilkynt í Oslo í gær, samkvæmt upplýs- ingum frá Gísla Sveins- syni, sendiherra íslands í Noregi, að forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, myndi koma í opinbera heimsókn til Noregs á vori komanda. Var þess getið, að lík- legt vær að forsetinn myndi verða staddur í Oslo á þjóðhátíðardegi Norðmanna þann 17. maí, og taka þátt í hátíðahöld- unum, sem þar fara fram þann dag. Viðskipti Svía og Rússa STOKKHÓLMI, 17. nóv.: — Síðan samningurinn um lánsvið- skipti milli Rússa og Svía kom til framkvæmda 1946, hafa Svíar afhent Rússum vörur fyrir um 97 miljónir króna, en Rússar hafa beðið um vörur fyrir 375 milj. Metin munu svo jöfnuð á árun- um 1950 til 1952. Einkaskeyti til Mbl. frá NTB. NEW YORK, 17. nóv. — Paul Hoffman, framkvæmdastjóri við- reisnaráætlunar Evrópu, hjelt ræðu á alþjóðaráðstefnu versl- unarmanna í Virginía í dag. Sagði Hoffman, að árangur áætl- unarinnar hefði orðið meiri en bjartsýnustu menn hefði gert sjer vonir um. Skírskotaði hann þessu til sönnunar til vaxandi iðnaðarframleiðslu í Bretlandi og V-Evrópu. — „Lífsafkoma manna í löndum, sem njóta Marshallhjálpar er nú orðin svo góð, að ástæðulaust er að kvarta“. Stjórnarbylting und- irbúin í Tyrklandi LONDON, 17. nóv.: — Þær frjettir berast frá Tyrklandi, að 3 menn úr flokki stjórnar- andstöðunnar, þjóðernissinna- flokknum, hafi verið teknir höndum og þeim gefið að sök að hafa ætlað sjer að ráða for- setann, Ismet Inönu, af dög- um. Einnig höfðu þeir unnið að því að steypa stjórnina af stóli. Mun það hafa verið mað- ur úr stjórnarandstöðunni, er ljóstraði upp um samsærið. — Hefir honum blöskrað athafna- semi skoðanabræðra sinna. Stórveldunum að snúast hugur ; JnáiMnnáliifflm l Málsmetandi menn hlynlir stjórnmála- sambandi og efnahagsaðsloð við Spán Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. RÓM, 17. nóv. — Öldungardeildarþingmaðurinn Dennis Chavez frá Bandaríkjunum ljet svo um mælt hjer í dag, að Spánn yrði að vera þátttakandi í viðreisnaráætluninni fyrir Evrópu, ef Bandaríkin væru staðráðin í að berjast gegn kommúnism- anum. Chevez þessi er einn Bandaríkjaþingmanna af 7, sem nú eru á ferð um Evrópu til að kynna sjer árangur Marshall- hjálparinnar. Betri en Ítalía. Sendinefndin mun fara til Madrid"á laugardag. „Ef verið er að refsa Spáni vegna hlut- leysis landsins í styrjöldinni, þá verður ekki sjeð hvers vegna látið er annað yfir þau lönd ganga, sem tóku sömu afstöðu og Spánn. Á jeg þar einkanlega við Svíþjóð og írland, sem ekki hafa verið látin gjalda hlut- leysis síns. Þá hagaði Ítalía sjer vissulega ekki betur í styrjöld- inni en Spánn“. Churchill hlynntur stjórnmálasanibandi. Styrkir það enn þá skoðun, lað breyting sje á viðhorfi stór- þjóðanna til Spánar, að Chur- chill fór um það háðulegum orðum í þinginu í dag, að Bret- ar hefði sendiherra í Moskvu, en ekki í Madrid. „Spánverjinn lifir miklu lán- samara lífi og fyllra en Rúss- inn, Pólverjinn eða Tjekkinn“, sagði Churchill. „Setjum svo, að 10 hæstvirtir þingmenn mætti um það tvennt velja i fyrramál- ið, hvort þeir dveldust í Rúss- landi eða Spáni næstu fimm ár. Ekki efa jeg, að þeir mundu all- ir steðja suður á bóginn. er þeir hefðu tel^ið saman föggur sín- ar“. Mjór er mikils vísir. „Þetta ber þó ekki svo að skilja, að um nokkurn munað sje að ræða eða óhóf, heldur eru kjör fólksins nú orðin slík, að það má vel vaxa til meiri velmegunar af eigin rammleik. Þjóðir Evrópu verða að leggja mikið að sjer, en þær hafa aftur öðlast trúna á fram- tíð sína. Afhroð kommúnista. í hverjum kosningum á fæt- ur öðrum hafa kommúnistar farið herfilegar hrakfarir, en lýðræðisstjórnskipulagið hefur hvarvetna haldið velli og styrktst í Vestur-Evrópu“. — Hoffman ljet þá skoðun í ljósi, að ef Bandaríkin og Vestur- Evrópa hjeldu hópinn og ynnu að eflingu eigin krafta, þá yrði rússneski kommúnisminn ekki einasta stöðvaður á íramabraut sinni, heldur mun hann einnig verða sjálfum sjer að fjörlesti. „Áætlanir mannanna i Kreml, munu fara út um þúfur svo al- gerlega, að jafnvel Sovjetsam- bandið sjálft mun losna úr viðj um þrælatakanna". Óumflýjanleg straumhvörf. Hoffman benti á, að Rússar þörfnuðust Vestur Evrópu, ekki aðeins stáls hennar, kola og olíu, en líka dugnaðar íbúa hennar og atorku. Án þess að ná tökum á þessum eigindum, er núverandi staða landsins fallvölt og hverful. Enginn getur sagt um svo að öruggt sje, hvenær straum hvörf verða í Sovjet-samband- inu. Ef til vill verður það við lát Stalins. En hvað sem því líður, þá kemur að þeim fyrr eða seinna. Truman ánægður með BOSTON, 17. nóv.: — Truman forseti sendi þingi fjesýslu- manna, sem situr hjer nú, orð- sendingu í dag. Sagði þar m.a.: Að Bandaríkjunum hefði nú lán ast að leysa af hendi erfiðasta hluta þeirra lagfæringa, sem farið hefði fram eftir þá verð- bólgu, sem orðið hefði vart á seinasta ári. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.