Morgunblaðið - 18.11.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.11.1949, Blaðsíða 6
6 MORGVNDLAÐIÐ Föstudagur 18. nóv. 1949. Sigurður Guðmundsson skóianieistari ÖKKUR má virðast svo, að Sig- ulrður Guðmundsson hefði að réttu lagi átt að vera að byrja nýtt æviskeið þessa heims, þeg- ar hann féll frá eftir skammæ veikindi aðfaranótt 10. nóvem- bers síðastliðins. Hann hafði um áramótin 1947—1948 látið af skólameistaraembættinu vi.ð Menntaskólann á Akureyri fyr- ir aldurs sakir og þau hjónin flutst hingað suður næsta vor. Síðan höfðu þau búið til bráða- birgða við mjög þröngvan og ófullnægjandi húsakost, uns þau festu kaup á góðri íbúð fyrir fáum mánuðum og voru að ljúka við að búa þar vistlega um sig, þegar Sigurðar missti við. Honum auðnaðist ekki að fá að njóta þar ellidaga sinna við ritstörf og önnur hugðar- efni, eins og ætlunin hafði ver- ið. En raunar má þó segja, að Sigurður hafi þegar að nokkru verið kominn út fyrir takmörk jarðneskrar tilveru sinnar, er hann hafði slitið sig frá skólan- um nyrðra, því að þar var ríki hans af þessum heimi. Sigurður var fæddur á Æsu- stöðum í Langadal í Húna- vatnssýslu 3. september 1878, sonur hjónanna Guðmundar Erlendssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur, er þar bjuggu þá, en síðar í Mjóadal. Stúd- entsprófi lauk Sigurður 1902, en meistaraprófi í norrænum fræðum frá Hafnarháskóla í desember 1910. Síðan hóf hann kennslustörf í Reykjavík, fyrst sem stundakennari við Mennta- skólann 1911—1920, en 1912 tók hann jaíníramt að kenna við Kennaraskólann, í stað dr. Björns Bjarnasonar frá Við- firði, og var þar skipaður kenn- ari 1917. Fór svo mikið orð af kennslu- og stjórnarhæfileik- um hans, að þegar skólameist- araembættið við Gagnfræða- skólann á Akureyri varð laust við fráfall Stefáns Stefánsson- ar 1921, var Sigurði veitt það þá um sumarið. Á stjórnarár- um hans efldist skólinn svo mjög, að hann brautskráði fyrstu stúdentana 1928 og varð menntaskóli 1930. Á þeim rúmu 26 árum, sem Sigurður gegndi skólameistaraembættinu, braut- skráði hann h. u. b. 570 stúd- enta og yfir hálft annað þúsund gagnfræðinga, og nemenda- fjöldinn hafði meira en þre- , faldast frá fyrsta skólastjórnar- ári hans til hins síðasta. Árið 1915 gekk hann að eiga Halldóru Ólafsdóttur prests frá Kálfholti Finnssonar, sem lifir mann sinn. Þau eiga 5 börn á lífi: Ólaf, lækni á Akureyri, Þórunni, gifta í Englandi, Ör- lyg listmáiara, Guðmund Ingva lögfræðing, fulltrúa hjá saka- dómara, og Steingrím, kennara i Reykjavík. Öll eru þau nú hér við útför föður síns. Einn son hafa þau hjón misst nokkurra vikna gamlan, og átti hann að heita Arnljótur. Sigurður Guðmundsson tók skjótt eftir heimkomu sína frá námi að láta allmjög að sér kveða sem rithöfundur, þótt tímafrekar kennsluannir og síð- ar umfangsmikil skólastjórn hlytu að setja ritstörfum hans miklar skorður, enda var hann ] INNINGARORÐ ritgerðirnar um einstök skáld 20 ár, svo að síst var kennslu- sýna einmitt glöggskyggni hans efnið honum ókunnugt. En á aðal og einkenni ólíkustu ‘ þetta sýnir eitt með öðru ein- manna. En hann skrifaði um dæma alúð haps við störf sín qjargs konar manngerðir og fólk í margs konar stöðum, m. a. stjórnmálamenn og lista- menn, kennara og nemendur, bændur, hefðarfrúr og ræst- ingakonu menntaskólans. Safn af skáldagreinum Sig- og vöndugleik. Og hann gat líka, þegar honum tókst upp, gætt málfræðina því fjöri og iífsmagni, að næst gekk töfr- um — að ég segi ekki sjón- hverfingum. En það var í bókmennta- urðar og mannlýsingum kom út: kennslunni, sem Sigurður naut 1946 og hét Heiðnar hugvekjur og mannaminni. Þar kom og sín í fyllsta mæli. Og hann er einn þeirra örfáu íslensku- fram það, sem fæstir vissu áð- kennara, sem sýnt hefur í verki, ur, að Sigurður orti. Kvæði hans munu vera fá, sum lipur að kveðandi, fleiri stirðleg að stíl, en öll vönduð og gagnhugs- uð og á ýmsum skáldleg tök. Þá eru ótaldar skólaræður að hann kunni að greina á milli málfræði- og bókmennta- kennslu. Það hefði aldrei hvarflað að honum að nota Sólarljóð sem æfingafexta við kennslubók í setningarfræði, Sigurðar, sem margar birtust í i erfiljóðin um Odd Hjaltalín til skólaskýrslum, þótt hinar muni , orðflokkagreiningar eða Ferða- fleiri, sem aldrei voru prentað- ar — og sumar e. t. v. aldrei skrifaðar. En mikið safn þeirra lok til að liðka nemendur í hljóð breytingalögmálum. Fagrar bókmenntir las hann með okk- gaf Sigurður út á síðastliðnu I ur vegna listar þeirra og hugs- aldrei tvískiptanna maður og enn síður fenginn fyrir að kasta höndum til þess, er gera skyldi. En þrátt fyrir það, að ritstörf hans voru að mestu hjástunda- vinna, verður hann vafalaust að teljast meðal merkustu íslensku ritgerðahöfunda þessarar aldar. Sigurði var örðugt um að semja, og átti hann oft um það tal við mig. En hann áleit, að því meiri sem fyrirstaðan væri, því máttugri yrði sá stíll, sem megnaði að ryðja henni úr vegi. Og skrif Sigurðar bera það með sér, jafnt að orðfæri sem hugs- un, að þau eru fram komin við sterk átök. Orðauðgin var mikil, en orð- in stundum langsótt, og fóru þar mjög saman fornyrði og ný- myndanir Sigurðar sjálfs. Mun hann vera einhver mesti ný- yrðasmiður á þessari öld ásamt Guðmundi Finnbogasyni. Skal hér aðeins minnt á orðin andúð (áður var þó til orðið samúð), skaphöfn (karakter), geðflækja (kompleks), sjálfhverfur (ego- centriskur), róttækur (radikal) og að brautskrá (nemendur úr skóla; áður að útskrifa; en það sagði Sigurður, að sér þætti illt, ef nemendur þeir, sem frá sér hyrfu, yrðu eins og útskrif- að blað, þar sem engu yrði stungið niður til viðbótar.) Varla verður gripið svo niður í grein eftir Sigurð, að ekki gæti þar slíkrar orðsköpunar. Orðskipanin var óhversdags- leg, ekki síður en orðaforðinn, og víða vikið nokkuð til forn- sagnastíls. Hins vegar var þó frásagnarháttur hans breiður og umbúðamikill. Með þessu móti varð stíll hans fremur óþjáll, einkum er á leið, en jafnframt sterkur, svipmikill og ákaflega persónulegur. Segja má, að hann hafi verið stórskorinn og stórbrotinn, eins og Sigurður var sjálfur að útliti og eðli. Fór liann Sigurði vel, en miður þeim, sem stældu hann, viljandi eða óafvitandi. Ritgerðaefni Sigurðar voru aðallega þrenns konar. Islenskar bókmenntir voru eftirlætisviðfangsefni hans. Og hann er einhver allra fyrsti maðurinn, sem skrifaði hér um fornsögur okkar sem fagrar bókmenntir, listaverk. Ritgerð eins og um Gunnar á Hlíðar- enda í Skírni 1918 hlaut að Ijúka upp fyrir öllum þorra les- enda nýjum viðhorfum til ís- lendingasagna, þótt ýmislegt í greininni kunni að vera vafa- samt. Skýlaust bókmenntasjón- armið og listamat mótar og Ágrip hans af forníslenskri bók- menntasögu, ætlað framhalds- skólum, sem fyrst var prentað 1915, aftur 1930, en Sigurður var nú að búa bókina til þriðju prentunar og vann að prófarka- lestri hennar síðasta daginn, sem hann lifði. En öllu meira hafði hann ritað um höfuðskáld 19. og 20. aldar, allt frá Bjarna Thorarensen til Davíðs Stefáns- sonar, og er mikill fengur að því flestu. T. 'a. m. hefur hann skrifað bestu ritgerðina, sem til er um list og skáldleg vinnu- brögð Jóns Thoroddsens (í Skírni 1919). Og fyrirlestrar hans um Bjarna Thorarensen, sem hann flutti við Háskóla ís- lands í desember 1942 og prent- aðir eru í 3. bindi Samtíðar og sögu, verða ávallt ómetanleg leiðsögn um ljóðheima Bjarna. Mannaminni Sigurðar — eins og raunar flestar ritsmíðar hans — bera því órækt vitni, að það var maðurinn, mannlegt eðli, mannleg sál, sem var honum mesta opinberun og merkileg- asta ráðgáta lífsins. Hver ein»- staklingur, sem hann kynntist, varð honum viðfangsefni til þrotlausrar íhugunar, verkefni til úrlausnar. Mannaminnin og ári undir heitinu Á sal. En ,.á sal“, þ. e. í hátíðasal mennta- skólans, voru ekki aðeins flutt- ar skólasetninga- og skólaslita- ræður, heldur voru nemendur oft kvaddir þangað endranær til að hlýða á ýmiss konar hug- vekjur, áminningar eða hvatn- ingar, heilræði og lífssannindi. Efni þeirra er ekki auðtalið, því að þar er vikið að mörgum helstu vandamálum mannlegs Jífs og víða komið við, en flest- ar f jalla um uppeldis- og menn- ingarmál á einn eða annan hátt. Vafalaust hefur ýmislegt í þess- um ræðum farið fyrir ofan garð og neðan hjá okkur, sem á þær hlýddum, því að margt er þar djúptækara en svo, að meðtekið verði til fulls af nemendum á tvítugs aldri. Sigurður kom einmitt ávallt fram við okkur sem andlega fullveðja menn og átti þar með drjúgan þátt í að fleyta okkur fram á fullorðins- árin. En aðalinntak og höfuð- boðskapur skólaræðnanna duld- ist engum: ræktun sannleiks- ástar, hlutlægt mat viðfangs- efna, efling ábyrgðarvitundar og skylduræktar, þroskun sið- gæðiskenndar og viljalífs, virð- ing fyrir starfi sínu, fyrir sam- vistarmönnum sínum, fyrir líf- inu. Þetta voru þeir hyrning- arsteinar, sem hann reisti á skólastarf sitt. Það var kennslan og skóla- stjórnin, sem urðu aðallífsstarf ,in rammleik. Einu sinni gaf Sigurðar. I Sigurður sagði oft, að miklir |kennarar væru jafnfágætir og mikil skáld, hvorirtveggju væru unar og minntist þá ekki á mál- fræði nema í lífsnauðsyn, ef hennar þurfti með til einhverr- ar óhjákvæmilegrar skýringar. Heilum vetri, í 5. bekk, varði hann einvörðungu til bók- menntalestrar með okkur og mörgum tímum utan hans. Ég ætla mér ekki þá dul að lýsa þessum kennslustundum. Þær voru ekki sem jafn straumur eins og hjá mörgum öðrum kennurum, þar sem nemendur vita fyrir fram, með hvaða blæ kennslan verður — og jafnvel, hvað sagt verður. Þær gengu nokkuð í bylgjum. Þar kom skýrast fram skyldleiki kenn- arans við skáldið. Bestu kennslu stundir Sigurðar Guðmundsson- ar voru einmitt með einkenn- um innblástursins. Og honum var lagin sú list að upptendra aðra til slíkra hughrifa. Mönn- um gaf sýnir inn í þá skáld- heima, sem þeim höfðu áður verið luktir, seidd var fram „sálin í kvæðunum“, sem Sig- urður kallaði svo, kveikja þeirra og kjarni, menn urðu hluttak- endur í innsæi skáldanna. En Sigurður ól menn ekki að- eins upp sem njótendur, heldur einnig sem gerendur. Hann fól nemendum sínum á hendur verkefni, sem kröfðust sjálf- stæðs starfs. Þannig reyndi hann að vekja viðleitnina til að brjóta efnin til mergjar af eig- 1 gæddir sérstakri náðargáfu. Þetta er vafalaust rétt. Ég held jafnvel, að ég hafi kynnst fleiri mönnum gæddum skáldgáfu en kennaragáfu. Og ég tel mig að- | eins hafa kynnst einum kenn- ara jafnmiklum Sigurði, en engum meiri. j Sigurður var þó cngvan veg- inn fæddur kennari í þeim skilningi, að honum væri I kennslan erfiðislaus. Ég held (reyndar, að enginn kenni vel án fyrirhafnar. Einkum var málfræðikennslan honum ekki þrautalaus. Ég man ekki betur en hann segði mér, að undir hverja kennslustund í 6. bekk byggi hann sig í 2 tíma, og . hafði hann þá kennt íslensku í hann okkur t. a. m. sitt efnið hverju úr Njálu og sum ekkert smáræði. Eftirtekjan hefur víst ekki orðið mikil að fræðimanna- dómi, sem ekki var von, enda ekki til þess ætlast. En slíkt sem þetta var athyglisæfing, og hér urðum við að reyna að standa á eigin fótum. Stílsefni Sigurðar mörg voru annars heimspekileg og raunar oft svo þung, að varla var við því að búast, að við þau yrði ráðið og þeim gerð viðhlítandi skil. En þau kröfðust íhugunar, bein- línis neyddu menn til að hugsa. Það má vera, að einhverjir aðrir kennarar hafi náð meira árangri í greinarmerkja- og stafsetningarkennslu og öðru því, sem Sigurður kallaði „nauðsynlegt böl“ í íslensku- kennslu. En hann veitti okkur Framhald á bls. ?t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.