Morgunblaðið - 18.11.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.11.1949, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. nóv; 1949. —í— > jra Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar' Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla* Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 7* mira með LesbóB. Forysta Sjálfstæðis- manna um húsnæðis- umbætur HÚSNÆÐISMÁLIN eru eðlilega meðal mestu vandamála okkar íslendinga í dag. Ástæða þess er fyrst og fremst sú, að á örfáum áratugum hefur sú breyting gerst í landinu að mik- ill hluti landsmanna hefur flutt úr sveitunum til þorpa og kaupstaða við sjávarsíðuna. Þar hafa svo skapast geigvæn- leg húsnæðisvandræði. Örust hefur fjölgun fólksins orðið í Reykjavík. Þar hefur þessvegna reynst mjög erfitt að tryggja öllum almenningi viðunandi húsnæði þrátt fyrir víðtækar framkvæmdir af hálfu sjálfs bæjarfjelagslagsins. Það er ástæða til þess að minnast hjer á þrjá þætti þeirra aðgerða, sem þæjaryfirvöld- in hafa framkvæmt til þess að bæta úr húsnæðiserfiðleikum bæjarbúa. Þess er þá fyrst að geta að Reykjavík hefur allt frá því að lögin um verkamannabústaði voru sett stutt þá byggingarstarfsemi öfluglega. Áður en slíku húsnæði hafði verið komið upp í nokkru bæjarfjelagi voru hjer risnir marg- ir myndarlegir verkamannabústaðir. Forystumenn bæjarins lögðu kapp á að lögin yrðu framkvæmd til hins ýtrasta. Síðar höfðu Sjálfstæðismenn á Alþingi forystu um að þessi löggjöf var endurskoðuð. Af þeirri endurskoðun leiddi að stuðningur ríkis og bæjar við byggingu verkamannabústaða var aukinn verulega. Jafnframt var tekinn nýr kafli upp í lögin um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis í kaupstöðum og kauptúnum. Samkvæmt ákvæðum hans var gert ráð fyrir að á þessum stöðum yrði samin framkvæmdaáætlun um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis á ákveðnu árabili að undangeng- inni rannsókn á húsnæðismálum hvers staðar. Aðeins tvö bæjaríjelög hafa hagnýtt sjer þessi lög og haf- ist handa um framkvæmdir á grundvelli þeirra. Eru það Reykjavík og ísafjörður. Á báðum þessum stöðum höfðu Sjálfstæðismenn forystu um að safnað væri skýrslum um heilsuspillandi íbúðir. Rvík hefur byggt íbúðir fyrir 400—500 manns á grundvelli þessa lagaákvæðis og ísafjörður fyrir rúmlega 70 manns. Á báðum þessum stöðum var ákveðið að byggja miklu fleiri slíkar íbúðir. En þá var 3ja kafla lag- anna frestað. Var það gert í fullkominni andstöðu við bæj ármálaforystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og á ísa- firði. En þessi ákvörðun Alþingis hefur tafið mjög og torveldað baráttuna fyrir útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis bæði á þeim stöðum, sem þegar í upphafi hófust handa á grund- velli laganna og hinna, sem ekki 'voru nógu fljótir til. En það er athyglisvert að aðeins tvö bæjarfjelög, sem Sjálf- stæðismenn hafa forystu í, skuli hafa framkvæmt lögin. í þriðja lagi kemur svo bygging hinna 100 nýju íbúða, sem Reykjavíkurbær hefur hafist handa um fyrir frum- kvæði Gunnars Thoroddsen borgarstjóra. Með byggingu þeirra er ætlunin að sameina frumkvæði bæjarfjelagsins og framtak einstaklingsins, þannig að bærinn geri húsin fok- held og leggi í þau hitalagnir en einstaklingarnir, sem kaupa þau fullgeri þau að öðru leyti. Með þessari aðferð er ætl- unin að gefa efnalitlu fóki tækifæri til þess að eignast þak yfir höfuðið á hagkvæman og ódýran hátt. Var það áform borgarstjóra að bygging 200 slíkra íbúða yrði hafin á þessu ári en Fjárhagsráð veitti aðeins leyfi fyrir helming þeirra. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa haft alla forystu um úrbætur í húsnæðismálum bæjarbúa. Þeim hefur orðið mik- ið ágengt. En geysimikil verkefni bíða samt framundan í þessum málum. Hjer eins og í flestum öðrum kaupstöðum landsins ríkir tilfinnanlegur húsnæðisskortur og margt manna býr í húsnæði, sem er allsendis ófullnægjandi og jafnvel heilsuspillandi. En það er óhætt að fullyrða að undir forystu Gunnars Thoroddsen borgarstjóra muni verða unn- ið að frekari framkvæmdum af festu og dugnaði. Hann hef- ur bæði á Alþingi og í bæjarstjórn haft giftudrjúga for- ystu um djörf átök og skynsamlegar leiðir í baráttunni við húsnæðisvandræðin. UR DAGLEGA LIFINU Nú væri hægt að kvikmynda ÞEGAR Hitaveitan var í bygg- ingu hjer um árið var það al- mæli, að vinnbrögðin í þeirri vinnu væri sein og mikið væri slórað. Ekki munu það hafa verið ýkjur einar, sem sagt var um vinnuhraðann og enda komst orðhvatur gárungi svo að orði, ,,að vinnan gengi svo seint, að ekki væri hægt að kvikmynda hana“. Það mun hafa verið um hkt leyti, sem það orð komst á, að verkamenn í bæjarvinnu svikj ust meira um en aðrir. En því aðeins ryfja jeg upp þenna gamla orðróm, að nú virðist hafa orðið mikil breyting á vinnubrögðum í opinberri vinnu. Hefi jeg það fyrir mjer í þessu, sem kona nokkur sagði mjer á dögunum. • Vinnubrögðin til fyrirmyndar ÞESSI kona býr skamt frá Lækjargötunni og hefur fylgst með gerð hinnar nýju brautar, frá því að vinna hófst í júlí- mánuði í sumar. ,,Jeg má til að segja þjer frá þessu“, sagði hún. „Það gæti orðið til þess að kveða niður það orð, sem á liggur, að ver sje unnið í þjónustu bæjarins, en annara fyrirtækja. En það verð jgg að segja, að vinnu- brögð verkamanna í Lækjar- götunni í sumar og haust, hafa verið til fyrirmyndar. • Einstakt afrek ,,AÐ mínum dómi“, hjelt kon- an áfram, „hafa verkamenn og verkstjórar, sem lögðu Lækjar götuna unnið stórvirki, sem vert er að þakka þeim. „Á hverjum degi fylgdist jeg með hvað vinnunni leið og það var ánægjulegt að sjá hvernig allir, hver og einasti maður gerði sitt til þess að verkið gengi hið besta. — Það var ekki einn og einn maður, held ur bókstaflega allir“. Gaman að heyra þenna vitn isburð konunnar og „heiður þeim sem heiður ber“, eins og þar stendur. • Skrípamyndir í bókum VEGFARANDI gerði á dögun- um athugasemd við sumar aug lýsingateikningar, sem birst hafa upp á síðkastið í glugg- um bókabúða bæjarins. — Hneykslaðist hann, sem von er, á mörgum þessara mynda. En rjett er að geta þess, að margar auglýsingamyndirnar eru vel gerðar. Er óþarfi að nefna nöfn, eða benda á ein- stakar auglýsingar, því vegfar endur sjá þetta sjálfir. En hitt er þó alvarlegra hve mikið er farið að birta af ljót- um og illa gerðum teikningum í bókum. — Auglýsingamyndir eru stundarfyrirbrigði, en „bókstafurinn blífur“. • Viðvaningslegt afskræmi NÝLEGA var jeg að blaða í i barnabók, sem auglýst hefur verið að sje „prýdd mörgum teikningum“. Þetta er ósatt. Myndirnar í bókinni eru viðvaningsleg af- skræmi og auðsjeð, að teiknar- inn hefur hvorki hæfileika nje kunnáttu til þess verks, sem hann hefur tekið að sjer. — Miklu betur gerðar myndir sjást á hverju vori á skólasýn- ingum barnaskólanna. • Nóg af góðum teiknurum OG það er óþarfi fyrir bóka- útgefendur að láta bjóða sjer þessar illu gerðu teikningar. Nóg er af hæfum mönnum í landinu, sem hafa það að at- vinnu að teikna myndir í bæk ur og blöð og gera það smekk- lega og vel. Það er óskandi, að útgefend ur bóka vönduðu betur til teikninga í bækur, sem þeir gefa út. Þeir geta valið og hafnað. Dýrt er að láta teikna og gera myndamót og fátt skemmir góða bók meira, en þessi afskræmi. • Sjómannaklukkan ramvitlausa AUSTURBÆINGAR eru alveg að gefast upp á klukkunni á Siómannaskólanum. — Hún er altaf ramvitlaus. Annað hvort er hún ónýt, eða það er ekkert eftirlit með henni. Það þótti rausnarlegt á sín- um tíma, er Innflytjendasam- band úrsmiða gaf þessa klukku. Blöðin skrifuðu langt mál um höfðingsskapinn, veisla var haldin og myndir birtar. íbúar og vegfarendur í ná- grenni skólans þóttust himinn höndum hafa tekið. Þeir voru ekki aðeins ánægðir yfir að hafa rjetta klukku fyrir aug- unum, heldur og stoltir af klukkunni þarna í hverfinu. Vilja hana nú burt EN nú er svo komið, að fólkið, sem áður reiddi sig á sjómanna skólaklukkuna vill helst fá hana í burt og eru þeirri stund fegnastir á daginn þegar skyggja fer og ekki sjest á hana lengur, því það má segja, að það góða við klukkuna sje, að hún er ekki lengur upplýst er skygga fer. En varla er það vamlaust fyrir samtökin, sem gáfu klukk una, að geta ekki sjeð til þess, að hún gangi rjett og hægt sje að treysta henni. 111111111111111111 lllTfllllVVfflllllllllllVllllllltlllllltlltlimilllllllllllllllllltTllllltVlll rllKIIII TTT llllllllllll MEÐAL ANNARA ORÐA 111 ti 111111 r 111 ■ 111 ■ 11111 ■ 11111111 111111111111111111111111111111111 Lílið dæmi um ofheldisaðferðir kokmmúnisfa. ENN einu sinni hafa fengist óhrekjandi sannanir fyrir því, hversu kommúnistar misnota aðstöðu sína í þeim fjelagssam tökum og löndum, þar sem þeir hafa einhvern meðbyr. — Hjer fer á eftir ljóst dæmi: í lok októbermánaðar var í Finnlandi haldið ársþing stjettarfjelags þeirra manna, sem vinna í timburiðnaðinum. Áður en þingið hófst, þurfti auðvitað að velja fulltrúana á það, en leiðtogar stjettarfje- lagsins voru um þær mundir flestir kommúnistar. • • VILDU EIGA MEIRIHLUTA ÞAR sem þessir leiðtogar nú eíuðust um. að þeir gætu á löglegan hátt trygt sjer fylgi meirihluta þingfulltrúanna, á- kváðu þeir að beita ýmsum þeim brögðum, sem kommar hafa orðið hvað kunnastir fyr- ir á undanförnum árum. Þeir ákváðu að hafa svik í tafli, ef þeir mögulega gætu. Frá Helsingfors og nágrenni átti að senda ellefu fulltrúa á áðurnefnt verkalýðsþing. — Þarna efuðust kommúnistar mjög um, að val fulltrúanna yrði þeim í hag. Þeir gripu því til þess ráðs, að innkalla með- limaskírteini þeirra fjelagsmeð lima, sem boðuðu, að þeir mundu ekki geta tekið þátt í fulltrúakosningunni. — Síðan notuðu kommúnistar þessi fje- lagsskírteini þannig, að þeir ljetu suma liðsmenn sína nota þau, framvísa þeim og kjósa, enda þótt þeir væru ekki lög- legir fjelagar í stjettarfjelag- inu. DAUÐIR GREIÐA ATKVÆÐI í TAMMERFORS hugðust kommarnir tryggja sjer sigur- inn með því að innrita 257 nýja fjelaga, skömmu áður en fulltrúakosningin átti að fara fram. Rannsókn leiddi hins- vegar í ljós, að ekki einn ein- asti hinna nýju meðlima starf- aði í timburiðnaðinum. Hjer var meðál annars um járniðn- aðarmenn að ræða og jafnvel eiginkonur þeirra löglegra fje- lagsmanna staðarins, sem fylgdu kommúnistum að mál- um. Á þriðja staðnum stofnuðu kommúnistar nýja fjelagsdeild, sem í voru 120 meðlimir. Með stofnun deildarinnar þóttust kommarnir hafa öðlast rjett til að láta hana senda fulltrúa á ársþingið. En einnig þarna kom það í Ijós við rannsókn, að meðlimir hinnar nýju deildar störfuðu alls ekki við timburiðnað, að tveimur þó undanskildum. Á nokkrum stöðum öðrum gengu kommúnistar svo langt, að þeir notuðu ,,atkvæði“ með- lima, sem verið höfðu látnir í meir en ár, sjer til framdrátt- ar! ?ENGU MINNIHLUTA EN svik kommúnista voru svo auðsæ, að þeim reyndist ó- mögulegt að halda þeim leynd um. í Helsingfors voru þeir þannig kærðir, með þeim ár- * angri, að kjörbrjef allra full- trúanna, sem þeir höfðu látið „kjósa“ þar á ársþingið, voru ekki tekin gild. Árangurinn varð meðal annars sá, að kommúnistar urðu í minni- hluta á ársþingi trjeiðnaðar- manna, og enda þótt þeir neit- uðu að viðurkenna þetta fyrst í stað, fór svo að lokum, að uppvöðsludeild þeirra klofn- aði. Hinum lýðræðissinnuðu á- hangendum kommúnistanna ofbauð yfirgangurinn og þeir neituðu að halda áfram að „leika með“. Þannig mistókst kommúnist um í þetta skipti að ná völd- um með Svikum og ofbeldi. Kosningar í Ástralíu ! CANBERRA: — Almennar þing- kosningar fara fram í Ástralíu hinn 10. desember n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.