Morgunblaðið - 18.11.1949, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.11.1949, Blaðsíða 9
Föstudagur 18. nóv. 1949. M O R G V N B L A Ð IÐ 9 Skiptar skoðanir 'd utan- *sr mf -f mt “5s''s «r w ***•%, srr “*• *w rr /r *f . ríkisstefnu Svíþjóðar Eftir Thomas Harris, frjettaritara Reuters. STOKKHÓLMI. — Landvarna ráðherra Svíþjóðar, Alan Vo- ugt, hefur gefið skýringu á þvi, hvernig á því stendur, að landið getur, að hans hyggju haldið hlutleysi sínu í hverri þeirri styrjöld, sem brjótast kynni út í fram- tíðinni. Skýring hans sýnir ljós legar en áður var, þann skoð- anaágreining, sem er milli stjórnarinnar og yfirherstjórn arinnar, og hefur komið til átaka í blöðum landsins vegna þessara sundurleitu viðhorfa. Kjarnorka og langfleygar flugur Voúgt telur, að kjarnorku- sprengjurnar og langfleygar flugur til að flytja þær auki mjög á líkur Svíþjóðar til að halda öryggi sínu í nýjum á- tökum. Fórust landvarnaráðherran- um svo orð á landvarnafundi hjer nýlega, að kjarnorku- sprengjan væri Bandaríkjun- um svo dýrmæt, að ,,megin- 'land N.-Ameríku er eitt talið nægilega fjarlægt til að vera bækistöð fyrir hana“. Ennfremur upplýsti Vougt, að hinar nýju sprengjuflugvjel ar svo Sem B-36 í Bandaríkj- unum, eru orðnar svo langfl., að þær geta flogið frá bæki- stöðvum sínum í heimaland- inu og inn yfir óvinaland í hvaða átt, sem þær vilja fara. Niðurstaðan verður sú, að Skandinavía er ekki eins mik- il freisting fyrir stórveldin í framtíðinni, ef til styrjaldar skyldi koma. Hver sá, sem telur, að Svíþjóð hljóti óhjá- kvæmilega að dragast inn í slík átök, segir Vougt, að sje „svartsýnn og reisir skoðanir sínar á úreltum rökum“. Samt hefur Vougt lagt á- herslu á, að Svíþjóð verði að standast hernaðaráætlun sína. Einnig vonar hann, að Svíar geti bætt við eigin framleiðslu vopnum keyptum utan frá. ,,Jeg tel víst, sagði hann á þessum landvarnafundi, ,,að það muni verða talið í þágu viðurkendra hagsmuna þess landsvæðis, sem við teljumst til menningarlega, að við verð um hæfir til að standa með öllu okkar afli gegn hverri til- raun til að misnota land okk- ar í heimsátökum“. Stefnan í „Dagens Nyheter“ Hermálasjerfræðingar og sjerstaklega höfundur forystu greinanna í „Dagens Nyheter“, hinu stóra, frjálslynda dag- blaði í Svíþjóð, sem hefur bar- ist fyrir því, að landið gangi i Atlantshafsbandalgið, hafa borið Vougt barnaskap á brýn, og haldið því fram, að stjórnin vaði í villu og svima. Þessir menn halda því fram, að Vougt sjáist alveg yfir þá staðreynd, að Bandaríkjamenn, svo að eitthvert stórveldanna sje nefnt, sjeu ekki á einu máli um notagildi B-36. — Þessir sömu menn bæta því við, að þeir hafi ekki heldur sýnt minkandi áhuga á bækistöðv- um erlendis, hvorki með því að hverfa frá Grænlandi nje kalla hinar stóru sprengjuflug vjelar sínar frá Bretlandi, svo að dæmi sjeu nefnd. „Dagens Nyheter“ hefur glegst gert grein fyrir veilun- um í einangrunarstefnu stjórn arinnar og röksemdum Vouts. Bæði Vougt og andstæðingar hans eru á einu máli um, að Svíþjóð verður að vera öflug, ef hún á að komast heilu og höldnu frá þriðju heimsstyrj- öldinni, hvort sem landið yrði þar hlutlaust eða yrði stríðs- aðili. Og blaðið bætir við: „Hin mikla gáta, sem við glímum nú við er þessi: Getum við nálg- ast stórveldin svo mjög að styrkleika, að við fáum veitt nægilegt viðnám, ef á okkur yrði ráðist?“ Tvær stoðir landvarnanna Vörn landsins er samslungin tveimur þáttum: Rannsóknum og framleiðslu. Öll lönd hafa í sinni þjónustu menn, sem ein- ungis vinna að rannsóknum og tilraunum. Þar, sem við höfum tök á að hafa nokkra menn til rannsókna, er stórveldunum kleift að hafa nokkur hundruð. í þessu felst tvent. Stórveldin ná ýmsum þeim árangri, sem herfcræðingum er ljóst að mega verða til nytja og þar eru gerð- ar ýmsar uppgötvanir, sem her varnarráð okkar hugsa ekki um fyrr en einstök atriði hafa síast út í blöðum stórveldanna. Svo er hitt, að þegar tíma- bært er orðið að hagnýta ein- hverja nýjung, þá hafa stór- veldin miklu sterkari tækni- og efnahagsaðstöðu til að hefja framleiðslu, heldur en við höf- um. Þau vopn, sem við getum ekki framleitt sjálfir, verðum við að sækja í vopnasmiðjur Vesturheims og bíða þæss þol- inmóðir að röðin komi að okkur. Bæði Bretland og Banda- ríkin ganga fyrir okkur um vopnasendingar, svo líka öll ríki Atlantshafsbandalagsins". Skoðun hershöfðingjanna Þær eru ekki ósvipaðar þessu röksemdafærlur þær, sem yfirmenn hersins færa gegn hinni einstregnislegu ein- angrunarstefnu stjórnarinnar. Bengt Nordenskjold yfirmað ur flughersins, farast m.a. orð á þesas leið: „Við getum því aðeins haft fyrsta flokks út- búnaði á að skipa, að við höfum náið samstarf við stórveldin um tækniatriði. Við verðum að halda svo á málum, að vestur- dyrunum sje haldið opnum til slíks samstarfs“. Nils Svedlund úr herforingja ráðinu styður sömu skoðun, er hann segir: „Tök okkar á að verjast eru að verulegu leyti komin undir því. hvort við fá- um hlutdeild í uppgötvunum stórveldanna og nýjum útbún- aði eða ekki. Andspyrnumátt- ur okkar mundi brátt þverra, ef svo yrði ekki“. Það er ljóst, að hjálp, sem stofnað er til og undirbúin á friðartímum, verður áhrifarík- ust“. Skoðun almennings A milli einangrunarstefnu stjórnarinnar og óskar herfræð inga um fjelag í tæknilegum efnum við Vesturveldin, þar heldur almenningsálitið sig. -— Það trúir því, að eina von Sví- þjóðar sje hlutleysi, uns Vest- urveldin eru orðin öflugri. Þessi skoðun, sem er afarrík í ihaldsflokknum, Frjálslynda flokknum og Bændaflokkn- um, er á þann veg, að Svíþjóð geti ekki staðist árás úr austri, jafnvel þótt Vesturveldin veittu verulegan styrk. Hinsvegar, segja formælend- ur þessara skoðana, eru líkur til, að Sviþjóð geti veitt við- nám í 2 til 3 ár, þegar endur- vopnunaráætlun Vesturveld- anna er komin nokkuð áleiðis. Þessir Svíar segja: Eins og nú er í pottinn búið, þá mundi landið jafnvel nær hernámi, ef það gengi í Vesturbandalag, heldur en ef það hjeldi áfram við hlutleysisstefnu sína. Leikfjelag femplara sýnir „Spanskflug- una" á næsfunni INNAN góðtemplarareglunnar í Reykjavík hefir verið starf- andi leikfjelag um nokkurra ára skeið. Fjelagið hefir hafið starfsemi sína á þessum vetri, með því að taka til meðferðar hinn kunna og vinsæla gaman- leik, Spanskflugan, eftir Arn- old og Bach. en leikur þessi hef ir ekki verið sýndur hjer í bæn um nú um nokkurt skeið. Einar Pálsson, leikari, setur leikinn á svið; og standa æfing ar nú yfir og er þeim langt komið. Gert er ráð fyrir að frumsýning verði 24. þ.m., í Iðnó. Með leikfjelaginu leikur að þessu sinni sem gestur: frú Emilía Jónasdóttir, og leikur frúin eitt að^lhlutverkið. Með- al leikara fjelagsins, er bátt taka í leiknum, eru: Guðjón Einarsson, Gissur Pálsson, Sig- ríður Jónsdóttir, Karl Sigurðs- son, og Þórhallur Björnsson, en alls eru leikendur tólf. Það er líklegt að þeir, sem eldri eru, muni nota þetta tæki færi að endurnýja fyrri kynni sin við ,,Spanskfluguna“, og yngra fólkið láti ekki þann ljetta hlátur, er Arnold og Bach ætíð vekja, fram hjá sjer fara. ýiðræður við Idenauer BONN, 17. nóv.: — Adenauer forsætisráðherra V-Þýskalands, sat á þriggja tíma fundi með hernámsstjórum Þríveldanna í dag. Var á fundi þessum rætt um niðurrif þýskra verksmiðja. — Reuter. narkvenna 30 ára í DAG eru liðin 30 ár frá stofn- un hinna kunnu og merku sam- taka, Fjelags islenskra hjúkr- unarkvenna. Það var stofnað í nóv. 1919 fyrir forgöngu Christophine Bjarnhjeðinsson, prófessorsfrúar. Stofnendur þess voru 8 og fyrsti formaður- inn Harriet Kjær. Á þessum þrjátíu árum hefir hjúkrunarkvennafjelagið unnið mikið og þarft starf. Fyrir stofnun þess var fátt um lærð- ar hjúkrunarkonur á íslandi, en það setti sjer frá upphafi það markmið, að styðja ungar stúlk ur til hjúkrunarnáms, að vera milliliður í útvegun hjúkrunar- kvenna í landinu og að efla skilning á því, hvers virði það er að hafa vel menntaðar hjúkr unarkonur í starfi, einnig að gæta hagsmuna hjúkrunar- kvenna i hvívetna. Núverandi formaður fjelags- ins er frú Sigríður Eiríksdótt- ir, og hefir hún verið það nú í 25 ár. Hún er þjóðkunn kona orðin fyrir dugnað sinn og at- orku og þau störf er hún hefir innt af hendi viðvíkjandi sjúkra húsa- og heilsuverndarmálum, ekki síst í þágu berklavarn- anna. Hún hefir nýlega verið sæmd æðsta heiðursmerki hjúkrunarkvenna, Florence Nigthingale orðunni, sem er hinn mesti heiður er hjúkrun- arkonu getur hlotnast. Þörf hjúkrunarkvennaskóla. Mesta áhugamál F. í. H. er bygging fullkomins hjúkrunar- kvennaskóla, en hans er brýn þörf. Þörf hjúkrunarkvenna er mikil og aðkallandi og eykst stöðugt, vegna hinna mörgu sjúkrahúsa, sem nú er verið að reisa víðsvegar í landinu, en þau verður tæplega hægt að starfrækja vegna skorts á hjúkr unarkonum. Hin nýja trygging arlöggjöf um heilsuvernd, er einnig óhugsandi að komist í framkvæmd af sömu ástæðu, og úr þessu er einungis hægt að bæta með byggingu skólahúss. Margar stúlkur sækja nú um nám í hjúkrunarkvennaskólan- um, og mjög er slæmt að verða að vísa miklum hluta þeirra burtu vegna óviðunandi og allt of lítilla húsakynna.- Þar við bætist, að það hús- næði í Landspítalanum, sem skólinn hefir nú til umráða, er sjúkrastofur, sem spítalinn hef- ir full not fyrir handa sjúkling- um, svo að í þessum málum rík- ir sannkallað neyðarástand. Skólinn hefir á að skipa góð- um og' vel menntuðum kenn- urum, sem lært hafa erlendis, og námið er fyllilega sambæri- legt við það, sem tíðkast í öðr- um löndum, svo að það er ein- ungis skorturinn á húsrými, sem kallar að. Á 20 ára afmæli FÍF, komst nokkur skriður á skólamálið, og voru lögð lög um heimavist- arskóla handa hjúkrunarnem- um fyrir Alþingi, en síðan hefir þessu máli heldur hrakað, en vonandi er að fjelagið fái ein- hverju framgengt með þetta sem bráðast. FÍH er aðili í Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlönd um og Alþjóðasambandi Hjúkr- unarkvenna, sem er eitt meðal elstu alþjóðasamtaka. Stofnun f jelagsheimilis Sjerstakt takmark innan fjc lagsins er að stofna fjelagsheim ili með íbúðum fyrir hjúkrunar konur, sem komnar eru yfir 60 ára aldur, og eiga þá að kom- ast á eftirlaun, en vegna eklu á starfskröftum hefir ennþá engin íslensk hjúkrunarkona getað hætt starfi, þótt hún hafi náð þessum aldri. FÍH gefur út Hjúkrunar- kvennablaðið og er ritstjóri þess Þorbjörg Árnadóttir. - Núverandi stjórn fjelagsins skipa: frú Sigríður Eiríksdóttir, form., Þorbjörg Árnadóttir, varaform., Sigríður Bachmann ritari, María Pjetursdóttir gjald. keri og Þorbjörg Jónsdóttir meðstjórnandi. FÍH minnist afmælisins með hófi á laugardaginn kemur. S. Enn um kvikmyndun „Fjalla Eyvindar" JEG HARMA það að hr. Jón Leifs, sem að eigin áliti og annara er grandvar maður, skuli halla rjettu máli í tilkynn ingu Landsútgáfunnar h.f. til dagblaðanna í Reykjavík. Það sanna er, að Landsút- gáfan h.f. hefir í tilboði dagsh 31. maí 1949, samþykktu í júní sama ár, selt hr. Magnúsi Thor- lacius hrl., fyrir hönd franskra kvikmyndatökufjelaga, film- rjettinn að ,,Fjalla-Eyvindi“ til 8 ára, gegn 5 þúsund króna gjaldi, sem greitt var ísl. sendi- ráðinu í París eftir ósk hr. Jóns Leifs. Er því algerlega útilok- að að Landsútgáfan h.f. eða hr. Jón Leifs eigi nokkurn ráðstöf unarrjett á upptöku kvikmynd- arinnar í næstu 8 ár. \ Franska f jelagið, sem hr. Jón Leifs telur að hvorki hafi viljað eða getað tekið tilboði um kvikmýndunarrjettinn, nje heldur uppfylt „þær listrænu forsendur“ — er sama fjelag- ið sem hann (Jón Leifs), telur sig hafa gert samningsdrög við og báðir aðilar hafi komið sjer saman um. En það sanna er, að fjelag'ið taldi hinar óheyrilegu viðbótarkröfur Jóns Leifs al- gerlega óaðgengilegar. Kröfurn ar („hinar listrænu forsend- ur“?) voru eins og fyr er sagt, 1 millj. franka viðbótargreiðsla og 30% af sýningartekjum á Norðurlöndum í 2 ár og síðan 50% að þeim liðnum, auk margra annara skilyrða. — Eru frönsku fjelögin því neýdd til að fresta framkvæmdum í þessu máli fyrst um sinn og er það illa farið. Pjetur Þ. J Gunnarsson, form. Eddu-Film h.f. Jeg tel ofangreinda yfirlýs- ingu herra Pjeturs Þ. J. Gunn- arssonar rjetta í öllum atriðum. Reykjavík 17. nóv. 1949. Magnús Thorlacius (sign). t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.