Morgunblaðið - 18.11.1949, Qupperneq 16
VEÐURUTLIT — FAXAFLOI;
Suð-austan stinningskaldi. —■
Skúrir.
SKIPTAR skoðanir á utanríkis
stefnu Svíþjóðaí. Sjá grein á
blaðsíðu 9.
266. tbl. — Föstudagur 18. nóvember 1949.
Breikkun Lækjargöfu er „fúl-
mennÉa' v segir bæjarfulltr. Framsóknar
„Ski! ekki nauðsyn svo breiðrar götu"
FRÁ ÞVÍ að síðasti bæjarstjórnarfundur var haldinn hafa tveir
merkir atburöir ger.st í umferða- og samgöngumálum bæjar-
ins; sagði (Funnar Thoroddsen borgarstjóri á fundi bæjar-
stjórnar í gær. Tekin hafa verið í notkun umferðaljós eða götu-
vitar á 5 gatnamótum í miðbænum og endurbótun og breikk-
un Lækjargötu er lokið. Borgarstjóri kvað miklar vonir vera
tengdar við umferðarljósin og kvaðst vænta að þau yrðu um-
íerðinni og öryggi bæjarbúa til mikils gagns. En almenning-
ur þyrfti að venjast þeim og læra að fara eftir þeim.
Af fullkomnustu gerrt. <
Götuvitarnir væru af hinni
fullkomnustu gerð og stæðu
fyllilega jafnfætis því, sem best
þekktist erlendis í þessum efn-
nm.
Um breikkun Lækjargötu vís
aði borgarstjóri til skýrslu bæj-
arverkfræðings um þá fram-
kvæmd. Þessi gata væri nú
glæsilegasta stræti bæjarins.
Hefði verið unnið við hana með
stórvirkum tækjum. Drátturinn,
::em orðið hefði á því að byrj-
að var á þessari framkvæmd,
hefði fyrst og fremst sprottið
af þófi menntamálaárðherra og
rektors Menntaskólans gegn
þessari sjálfsögðu umbót og
skipulagsbreytingu. Afstaða
rektors í þessu máli hefði ver-
ið óskiljanleg. Breikkun götunn
ar hefði engin áhrif á framtíð-
arstað Menntaskólans. Hags-
rnunir hans væru við það tengd
ir að fá lóðirnar bak við skóla-
húsið og í suðurátt frá því.
„Skil ekki nauðsyn svo
breiðrar götu“.
Bæjarfulltrúi Framsóknar,
Pálmi Hannesson, lýsti því yf-
ir, að hann „skyldi ekki nauð-
syn svo breiðrar götu“. Breikk-
un Lækjargötu væri „grófleg
árás á Menntaskólann“. „Þúf-
urnar í túninu eru sö'gustaðir“,
bætti rektorinn við. Kvað hann
bæjarstjórn hafa sýnt hina
mestu ,,fúlmennsku“ með
breikkun götunnar. Var auð-
heyrt að Framsóknarbæjarfull-
trúinn var mjög argur yfir
þeirri bæjarprýði, sem er að
hinni nýju Lækjargötu.
Borgarstjóri benti á það aft-
urhald og íhald, sem kæmi fram
í þessum ummælum rektors. —
Hvers mætti vænta þegar kæmi
að því að endurskipuleggja aðra
hluta Miðbæjarins, þegar slík
orð heyrðust falla í sambandi
við þessa nauðsynlegu og sjálf-
sögðu skipulagsbreytingu til
til hagsbóta fyrir umferðina í
bænum, sem auk þess væri til
mikils fegurðarauka. Þá yrði
líklega á ný talað um „söguleg
ar þúfur“ því svo sannarlega
væru þar ýmsir sögustaðir.
Slys í Svíþjóð
STOKKHOLMI, 17. nóv.: —
A þriðjudaginn varð bifreiðar-
slys á vegum úti skammt fyrir
utan Stokkhólm. Ljetu þrír menn
lífið, en sjö meiddust.
Symfómusveif Gautaborgar
r
boðið til Islands að vori
STOKKHÓLMSBLAÐIÐ „Dagens Nyheter“ skýrir frá því, að
svmfóníuhljómsveit Gautaborgar hafi verið boðið til íslands að
vori og sje hljómvseitarmönnum boðið að ferðast báðar leið-
ir í flugvjel. Ekki getur blaðið þess, hvaða aðili bjóði hljóm-
sveitinni.
60 manna hljómsveit
í symfóníuhljómsveit Gauta-
borgar eru 60 hljómlistarmenn.
Stjórnandi sveitarinnar er
Issay Dobrowen, kunnur hljóm
listarmaður. Hann skýrir Dag-
ens Nyheder svo frá, að hann
hafi fengið stutt símskeyti, þar
sem hljómsveitinni sje boðið,
og telur hann þetta hinn mesta
heiður, sem vafalaust verði
þeginn’ með þökkum.
Ekki er ákveðið hve margir
hljómleikar verði haldnir. —
Bæði hljómsveitarstjórninn og
hljómlistarmennirnir telja sig
ekki eingöngu heiðraða með
þessu boði, segir sænska blað-
ið, heldur þykir þeim einstakt
tækifæri bjóðast til að ferðast
til sögueyjunnar.
Iðnþing kemur
saman i
STJÓRN Landssambands iðnað
armanna, vinnur nú að undir-
búningi næsta iðnþings, en það
verður haldið hjer í Reykjavík
3. desember að öllu forfalla-
lausu.
Þann dag kemur þingið
saman til fundar í Baðstofu
iðnaðarmanna, en milli 40 og
60 fulltrúar iðnaðarmannafje-
laga taka þátt í störfum þess. !
^Að venju liggja mörg mál, er!
skifta hagsmuni iðnaðarmanna,
,fyrir þessu þingL
Flóflaiólk fil Ásiralíu.
Úlför Sigurðar skóla-
meisiara í dag
ÚTFÖR Sigurðar Guðmunds-
1 sonar skólameistara, fer fram
í dag klukkan 2 frá Dómkirkj-
unni. Sjera Bjarni Jónsson
vígslubiskup flytur minningar-
ræðuna.
Bíaðið hefír verið beðið að
birta eftirfarandi tihnæli til
stúdenta og gamalla nemenda
Menntaskólans áÓAkureyri:
í tilefni af útför Sigurðar
Guðmundssonar skólameistara
í dag, eru stúdentar og gamlir
neraendur frá M.A., beðnir að
mæta í Hljómskálanum eigi síð
ar en kl. 1,30. Æskilegt er að
stúdentar beri húfur sínar.
Áformað er, að þaðan verði
gengið undir fána M.A., fyrir
líkfylgdinni til Dómkirkjunnar.
530 FLÓTTAMENN frá Eystrasaltslöndiim, sem dvalið hefir í
Danmörku, eftir að þeir flýðu ættland sitt undan kommún-
istum, hafa fengið leyfi til að setjast að í Ástralíu. Hjcr sjest
ein fjölskylda vcra að sctja niður í ferðatöskurnar til hinnar
löngu fcrðar.
Óhœfl að hörn skorti lýsi
Borgarsljóri hvelur almenning lil að
láta lyfjabúðunum í Ije flöskur.
BORGARSTJÓRI skýrði frá því á bæjarstjórnarfundi í gær, að
honum hefði borist vitneskja um að erfiðleikar væru á því í
bænum að fá lýsi handa börnum. Kvað hann það mjög alvar-
legt ef ekki væri unnt að afla þess. Hinn langi og dimmi vet-
ur og mikill skortur á hverskonar ávöxtum gerði það bein-
linis lífsnauðsynlegt að börn hjer ættu þess jafnan kost að
fá lýsi.
„Hvalar"-fundur
haldinn í kvöld
HVÖT, Sjálfstæðiskvennafje-
lagið, heldur fund í Sjálfstæð-
ishúsinu í kvöld kl. 8,30 e. h.
Mörg mál á dagskrá, sem varða
fjelagið og Sjálfstæðisflokkinn.
Frú Auður Auðuns, bæjarfull-
trúi, og frú Kristín Sigurðar-
dóttir, alþm., tala á fundinum.
Fjelagskonur! Takið með ykk
ur gesti. Nýir fjelagar innritað-
ir í fjelagið. Allar aðrar Sjálf-
stæðiskonur velkomnar meðan
húsrúm leyfir.
Sýnd verður kvikmynd. Síð-
an kaffidrykkja og dans.
Sjálfstæðiskonur! Fjölmenn-
ið og takið þátt í umræðum og
skemmtið ykkur um leið.
Þrír handfeknir í París
Kosið í yfirkjörsljórn
við bæjarsljórnar-
kosningarnar
Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI
í gær var kosið í yfirkjörstjórn
við næstu bæjarstjóTnarkosn-
ingar.
Kosningu hlutu þessir menn
sem aðalmenn:
Torfi Hjartarson, Torfi Jó-
hannsson og Ragnar Ólafsson.
Varamenn voru kjörnir Hörð
ur Þórðarson, Páll Líndal og
Þorvaldur Þórarinsson.
Kosningar lil Iðn-
ráðsslanda yfir
í SJERFJELÖGUM iðnaðar-
manna hjer í Reykjavík, standa
yfir kosningar fulltrúa í Iðnráð
en það fjallar um málefni iðn-
aðarmanna hjer í Reykjavík
aðeins.
Iðnráðið er skipað tveim full-
trúum úr hverri iðngrein, meist
ara og sveini.
Kjörtímabil Iðnráðs þess er
nú situr, er að ljúka, en for-
maður þess er Guðmundur H.
Guðmundsson, húsgagnasmíða-
meistari.
Kosningu fulltrúanna á.-að
vera. lokið fyrir næstu mánaða-
mót.
*Nægilegt lýsi til
I Borgarstjóri kvað§t því hafa PAJÚS, 17. nóv.: — Á dögun-
falið borgarlækni að rannsaka
ástæður þessa skorts. Hefði
hann fengið þær upplýsingar að
nægilegt væri hjer til af þorska
lýsi og upsalýsi. Af lúðulýsi
væri hinsvegar ekkert eða nær
ekkert til.
Ástæðurnar fyrir því að erf-
itt hefir verið að fá þessa vöru
undanfarið, væru hinsvegar
þær, að lyfjabúðirnar hefðu
ekki haft nægilegt af flöskum
undir hana. Einnig væri nokk-
ur skortur á töppum.
Borgarstjóri kvaðst hafa at-
hugað, hvort þessi flöskuskort-
ur sprytti af því að gjaldeyris-
og innflutningsleyfa hefði ver-
ið synjað. Svo væri ekki. Fyrir
lægju upplýsingar um að nóg
<væri til af flöskum undir þessa
nauðsynlegu vöru.
Áskorun til almennings
Nauðsyn bæri til þess að
kippa þessu í lag. Hvatti borg-
arstjóri blöðin til þess að koma
þeirri áskorun á framfæri við
almenning að bregðast vel við
ef lyfjabúðirnar auglýstu eftir
flöskum í þessu skyni. Koma
yrði í veg fyrir að börn skorti
lýsi af þessum ástæðum.
Tóku bæjarfulltrúar þessari
ábendingu borgarstjóra mjög
vel.
um var breskur þegn, Edward
de Muralt, ráðinn af dögum í
París og rændur. Nú hefur
franska lögreglan haft hendur
í hári þriggja Frakka, sem sak
aðir eru um, að hafa stýtt Mur-
alt aldur og rænt hann. — Eiga
þarna hlut að máli 2 ungir sjó-
menn og ungur hermaður.