Morgunblaðið - 22.11.1949, Blaðsíða 6
, 6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 22. nóv. 1949.
Kristmann Guðmundsson skrifar um
„Kvika“.
Eftir Vilhjálm S. Vilhjálms
son. — Helgafcll.
,.KVIKA“ er þriðja bindið í
hinum mikla sagnaflokki V. S.
V. Fyrri bindin voru: „Brimar
við bölklett“ og „Krókalda* —
og enn er von á einu, því fjórða,
sem nefnist: „Beggja skauta
byr“.
Um þetta verk sitt segir höf.
sjálfur að það sje „folkelivs-
skildring“, en ekki vil jeg ganga
inn á það, nema að nokkru
leyti. Verkið er stórt, frásögnin
líkust breiðu, lygnu fljóti, með
strengjum hjer og þar. Lesand-
inn kynnist þorpinu og fólkinu
þar vel. Stundum eru mynd-
irnar nokkuð svipaðar ljos-
myndum, en oft eru þær lika
svo góð list, að óþarfi er að
krefjast betra. Bókin er ekki
öll þar sem hún er sjeð í fljótu
bragði. Stundum mætast, á
þessum blaðsíðum, líf og list 1
slíku samræmi, að það minnir
á höfunda sem löngu eru heims-
kunnir. Oftar en einu shmi
kom mjer í hug undir lestrin-
um hinn pólski Reymont og
bændaróman hans, er hann
fjekk Nóbelsverðlaunin fyrir.
Ekki er þó svo að skilja, að
um neina eftiröpun sje að ræða.
V. S. V. á sinn eigin tón og
hátt, hann líkist engum öðrum
höfundi — og það eitt er í raun-
inni mikils virði. En þessi yíir-
lætislausa, einfalda og tæra frá-
sögn, verður ósjaldan, þrátt
fyrir ýmsa augljósa agnúa, að
svo góðum og lifandi skáldskap,
að jafna má til hinna bestu
höfunda. Finna má að mörgu,
— sálfræðilegri þróun persón-
anna, trúleika sumra lýsinga á
atburðum, o. s. frv. Þetta er
stundum um of líkt sjálfu líf-
inu til þess að verða skáldskap-
ur! En aðfinnslumar þagna
einatt og hjaðna í huga lcsr
andans fyrir því, sem hjer er
gott og hrífandi. Það er eiít-
hvað í sjálfum straumi sögunn-
ar, sem á sjer ósvikna, frum-
stæða, en óflekkaða töfra og að-
löðun, — líkt og stundum á sjer
stað með frásögn barna — og
aldraðra meistara. — Jón gavnli
Sveinsson kunni þennan gaid-
ur!
Á miklu veltur fyrir verkið
sem heild, að síðasta binclið
takist ekki verr en hin. Og þá
fyrst verður hægt að gagnrýna
og ritdæma bókina, svo í lagi
sje. Mjer finnst ekki rjett að
fara nánar út í það, að þessu
sinni. En athygli skal vakin á
þessari sjerstæðu og merkilegu
sögu. Mjer þykir ekki ólíklegt,
að hún eigi eftir að skipa höf-
undi sínum allveglegan sess í
íslenskum bókmenntum.
„Hvítsandar“.
Eftir Þóri Bergsson.
Bókfellsútgáfan.
EFTIR Þóri Bergsson eru til
meistarglegar smásögur, sem
aldrei gleymast. Hann er skáld
af náð guðanna, þegar honum
tekst best.
Sagan „Hvítsandar“ er á
köflum full af góðum skáld-
skap, töfrandi náttúrulýsingum,
svo ferskum, að blaðsíðurnar
anga! En hún er skrambi laus
í reipunum, atburðarásin ekki
eðlileg og lýsing aðalperson-
unnar nokkuð sundurlaus og
reifarakend. Aftur á móti er
lýsing Ásu prýðileg lágmynd,
hrein og frísk og hressandi, eins
og náttúran í kringum þessa
dóttur hinna afskekktu stranda.
Og sumar aukapersónurnar eru
góðar.
„Myndin af Dorian Gray“.
Eftir Oscar Wilde.
Þýtt hefur Sigurður Ein-
arsson. — Helgafell.
MÖRG ár eru liðin síðan jeg
las þessa sögu í fyrsta sinn. Þá,
sem nú, þótti mjer mjög gam-
an að málskrúði Henry lávarð-
ar. Athugasemdir þessa fágaða
og fyndna talsmanns spilltrar
stjettar eru óneitanlega skemti-
legasti þáttur bókarinnar —
sem í rauninni er heldur illa
saminn reifari. Wilde ljet ekki
vel að rita langar skáldsögur.
Hann getur brugðið upp leiftr-
andi skyndimyndum, en sam-
ræmdar mannlýsingar eru frem
ur ljelegar hjá honum. Aðal-
persóna bókarinnar, Dorian
Gray, öðlast eiginlega aldrei ,íf,
nema í lokaþættinum. Hann er
hundleiðinlegur, lesandanum er
ómögulegt að trúa á glæsileik
þann og persónutöfra, sem höf.
fullyrðir að honum sjeu gefnir.
Öll lýsing persónu hans er
flaustursleg og órakennd. Hið
eina sem vekur hjá manni
nokkurn áhuga, í sambandi við
hann, er myndin af honum,
málverkið, sem speglar allt inn-
ræti hans og lesti. Enda er
samspil mannsins og myndar-
innar það, sem ber uppi bókina
alla og það, sem hefur bjargað
henni frá gleymsku. Hugmyr.d-
in er genial, en fljótfærnislega
útfærð. Þó er bókin vel þess
virði að hún sje lesin, — en
ekki er nú kanski vert að gefa
hana í fermingargjöf! Ýmsir
myndu líklega kalla hana s-ð-
spillandi. En í raun og veru er
hún alvarlegt verk og aðvörun
við spilltum lífsháttum.
Um þýðinguna er það að
segja, að allt það, sem best er
í bókinni er prýðilega þýtt og
hefðu líklega fáir gert það bet-
ur en Sigurður Einarsson. En
hitt er flausturslegt verk —
eins og hjá höfundi sjálfum. Og
hvað viðvíkur slæmum pióf-
arkalestri, eru öll met slegin í
þessari bók.
„Lifað og leikið“.
Eftir Eufemiu Waage.
Hersteinn Pálsson færði í
letur.
Bókfellsútgáfan.
MINNINGABÆKUR eru mikill
og merkur þáttur í íslenskum
bókmenntum. Mjer er nær að
halda, að hvergi á byggðu bóli
skrifi jafn margir þjóðfjelags-
þegnar endurminningar sínar
og hjer á íslandi. Og það er
hreinasta afbragð! Sá menn-
ingarsögulegi fróðleikur, serri í
þessum bókum felst, er ómet-
anlegur, — þótt ekki sje anuað
talið. íslenska þjóðin er og hef-
ur verið á svo sjerstæðum og
merkilegum tímamótum í til-
í
veru sinni, að fátítt mun vera
í sögu nokkurrar annarar þjóð-
ar. Svo snögg hafa umskit'tin
orðið í lífi hennar og aðstæð-
ur hennar allar breyst svo gjör-
samlega á nokkrum árum, að
fólk, sem nú er um tvítugt. á
mjög örðugt með að skilja við-
horf afa síns og ömmu!
Á slíkum tímamótum, þegar
elfur sögunnar rennur með.
fossaföllum, er h’ætta á að ým- j
islegt verðmætt fyrnist og
gleymist, jafnvel glatist, af hin- !
um margþætta menningararfi j
þjóðarinnar. En þá hættu verð-
ur að varasfc og fyrirbyggja
hana, svo sem hægt er. Ein að-
ferðin til þess, er að kyr.na
æskunni menningarsögu tím-
ans, sem er að hverfa og I ífs-
viðhorf fólksins, sem þá var
íslensk þjóð. Góður þáttur í
þeirri viðleitni eru einmitt
minningabækurnar, — ekki
síst, þegar þær geyma æfiatriði
þjóðfjelagsþegna, sem tekið
hafa beinan þátt í menningar-
baráttunni, eða verið nákomnir
þeim mönnum, er það gerðu.
Eufemia Waage hefur trá
mörgu að segja úr gömlu
Reykjavík. Hún bregður upp
leifturmyndum af ýmsu, sem
horfið er og hálfgleymt, og hún
segir vel frá. Oft finnst manni,
að þetta og hitt hefði mátt vera
lengra og fyllra. Gaman hefði
verið að fá nánari lýsingar frá
íyrstu skrefum leiklistarinnar
hjer á landi. Þetta er lítið og
gott; en dóttir Indriða Einars-
sonar og kona Jens Waage gæti
efalaust sagt okkur miklu meira
um þessa hluti. — Ekki skal
þó vanþökkuð sú þekking og
skemmtan, sem bók þessi hef-
ur að færa. Hún er góður feng-
ur. Lestur hennar mun veita
gömlum Reykvíkingum ánægju
lega stund; — hinir yngri munu
íræðast um sögu borgarinnar
og lífsviðhorf þeirra manna, er
áður settu svip á hana, — og
þurfa ekki að óttast að þeim
leiðist kennslan.
„Ilionskviða.“
„Kviður Homers“ I.
Kristinn Ármannsson og
Jón Gíslason bjuggu til
prentunar.
Bókaútgáfa
Menningarsjóðs.
Kviður Homers eru nú báðar
komnar út að nýju. Útgáfa
menningarsjóðs af þessari
glæsilegu sameign grískra og
íslenskra bókmennta er falleg
og virðuleg, sem vera ber. —
Fylgja henni skýringar ágætar,
svo og nafnaskrá. —
Enginn veit með vissu hvort
skáldið Homer hefur nokkurn
tíma verið til. Um hann eru
sagnir einar. Hann var talinn
hafa verið blindur, en það er
sagt um ýms önnur skáld
fornra tíma og mun byggjast á
því, að ljóðsöngvarar þeir, er
fóru um löndin, voru oft blind-
ir og höfðu ofan af fyrir sjer
með þessari göfgu íþrótt. Li.k-
legt er að Kviðurnar báðar sjeu
safn þjóðvísna og hetjukvæða,
upprunalega orktar af mörgum
höfundum, sem geymst hafa
með grískri alþýðu, — svo sem
söguþættirnir, er urðu að ís-
lendingasögum, geymdust með
forfeðrum okkar. Kvæðin hafa
smámsaman safnast í flokka,
meðan þau lifðu á vörum fólks-
ins, en síðan hefur góðskáld
eitt, — eða fleiri, — lagt smiðs-
höggið á. Kannske hefur nafn
þessa skálds verið: Hómer. Þó
má telja vafasamt að sami mað-
ur hafi gengið endanlega frá
þeim báðum. En sennilegt er að
Hómer þessi hafi verið frægt
skáld, meðal þjóðar sinnar, og
hafi honum því verið eignaðar
báðar kviðurnar, eftir dauða
hans, — svo sem Sæmundi
fróða var eignuð Sæmundar-
edda. Þá gæti og verið að
Hómer sje raunverulega höf-
undur Kviðanna beggja, eða
annarar, en síðar hafi aðrir
fjallað um þær, bætt inn í og
íekið úr. Ýms rök hníga að öll-
um þessum getgátum, og mun
seint úr skorið, svo öruggt sje.
Ilionskviða fjallar um mis-
sætti milli tveggja heríoringja
Akkea, meðan stóð á umsátinni
um Trojuborg, Akkillesar og
Agamemnons. Umsátin stóð yf-
ir í tíu ár, en atburðir þeir, er
Ilionskviða segir frá, gerast á
fimmtíu og einum degi. — Aga-
memnon heldur ambátt einni
fyrir Akkillesi. Hin goðborna
hetja kann þessu illa, sem von
er, og hefnir sín með því að
draga sig í hlje frá bardögum.
Hallar þá skjótt á Akkea og
fara þeir hverja hrakförina eftir
aðra fyrir Trojubúum. Á þessu
gengur þar til vinur hans,
Patroklos fellur. Þá gengur
hetjan í orustuna og stenst nú
ekkert fyrir honum. En honum
er ekki langt líf hugað, því ör
af boga París, verður honum að
bana. Áður en það skeður, hef-
ur hann þó sigrað hina hraustu
hetju, Hektor og getið sjer ó-
dauðlegan orðstír.
í rauninni ætti Kviðan að
heita Akkillesarkviða, því þessi
glæsilegi fulltrúi æskuþrótts og
æskufegurðar ber hana uppi frá
byrjun til enda. Hann er tákn-
ræn líking þess hetjuskapar,
sem indogermanskar þjóoir
dáðu svo mjög um langan ald-
ur. Ilionskviða hefur um aldir
haft mikil áhrif á bókmen+ir
margra landa.
íslendingar eiga kviður IJóm-
ers í svo meistaralegri þýðingu,
að hrein unun er að lesa bær.
Og gott er til þess að vita, að
þær skuli nú vera til í bóka-
verslunum að nýju. Það er til-
finnanlegur skortur á menntun
hvers eins, að hafa ekki lesið
þær.
Kristmann Guðmundsson.
'■iiiniHiirmin.iMi
ístandsklukkan
eftir H. K. Laxness
verður eitt af leikritunum, sem
leikin verða við opnun Þjóð-
leikhússins. Allt verkið 3 bindi
fást enn hjá okkur. Þeir sem
vilja panta verkið í sama bandi
og skrautútgáfna (öll bindin i
einu bindi) tilkynni það í síma
1651.
Bœkur og ritföng,
Veghúsastíg 5. Sími 1651
| Til sölu I
: Nýr miðstöðvarketill 3,8 ferm. |
: Haglabyssa no. 12 og útvarps- i
; tæki. Tilboð sendist afgr. Mbl. |
| fyrir fimmtudag merkt: „25-1
i 800“. í
: Ameriskur
BARNAVAGN|
sem hægt er að leggja saman §
til sölu, Hringbraut 80.
Hafnarfjörður
S T Ú L K A óskast til afgreiðslustarfa nú þégar.
GOTT KAUP.
Ólafía Hallgrímsdótflr,
Reykjavíkurvogi 3. Sími 9082.
IBÚÐ
2—3 herbergi og eldhús óskast til leigu.
Fyrirframgreiðsla. — Tilboð sendist afgreiðslu Morg-
unblaðsins fyrir föstudagskvöld, merkt: „0783“.