Morgunblaðið - 22.11.1949, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.11.1949, Blaðsíða 12
12 íl O R K I' y R L 4 f* I *• Þriðjudagur 22. nóv. 1949. Enn um kvikmyndun Herra ritstjóri- HVORKI Landsútgáfan nje Jón Leifs hafa tekið á móti neinni greiðslu fyrir kvikmyndunar- rjett á Fjalla-Eyvindi, enda samningar ekki gerðir. Til þess að taka af allan vafa, leyfum vjer oss að senda yður hjer með brjef frá sendifulltrúa íslands í París. Af brjefinu er augljóst að ekki var enn fyrirliggjandi kvik myndunarhandrit verksins stað- fest af ríkisstofnun kvikmynda- fjelaganna (Union Générale Cin ématographique), sem þarf að samþykkja kvikmyndanir þar í landi. Skortur á slíku sam- þykki er einasta orsökin fyrir því að samningaumleitanir hafa strandað í bili, enda höfðu hvorki Landsútgáfan nje Jón Leifs slitið samningatilraunum þeim, er getur í brjefinu. Eftir- tekt skal vakin á því að í samn- ingsdrögum þessum er ekki tal- að um hundraðshluta af sýninga tekjnm heldur tekjnm upptöku- fjelaganna, sem eru venjulega um 40% af sýningartekjunum. Tæpur þriðjungur af þeim tekj- uiíi í 5 smálöndum var ætlaður Landsútgáfunni fyrstu tvö árin. Virðingarfylst Landsútgáfan h.f. e. u. Jón Leifs. Til Landsútgáfunnar, Reykjavík. Samkvæmt ósk tónskáldsins Jóns Leifs skýri jeg yður hjer með frá því, að í viðtali, sem hann átti við tvo forstjóra franska filmfjelagsins „Je vois toUt“ M. de Roubaix og M. Aulois, að viðstöddum M. Pierre DUcrocq og undirrituðum, hinn 15. þ. m., varð það að samkomu- lagi milli forstjóranna tveggja og Jóns Leifs, að reynt skyldi verða að fá alla aðila til að gera samninga um að filma Fjalla- Eyvind Jóhanns Sigurjónssonar ög skyldu skilyrði vera sem hjer segir: 1. Fyrir öll rjettindi til þess að gera filmu eftir skáldverkinu, þar með talin rjettindi til að sýna filmuna í öllum löndum og á öllum tungum greiðast 500,000 frankar fyrir fram, og síðan 30% af tekjum filmtökufjelags- ins í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Dahmörku og á íslandi fyrstu 2 árin, sem filman er sýnd í þess- um löndum, en að þeim tíma liðnijín 50% af tekjunum frá sömu löndum. 2. Jón Leifs skal semja mús- ikina við flimuna, og búa hana í hendur þeirra marma, sem síð- ar aðhæfa hana filmunni. — Jón Leifs skal koma til Frakklands og stjórna leik og upptöku tón- anna og skal filmtökufjelagið greiða honum ferðakostnað og hæfilegan dvalarkostnað í Frakk landi meðan á því stendur. Auk yillUlllllllllfUllilltllllillUlllilMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIK ! Markúb s „Fjalla-Eyvindar" þess skal gréiða honum 500,000 franka fyrir verk hans, auk þeirra tekna, sem hann og fje- lag hans hafa, samkvæmt lög- um, fyrir músikina af sýningum filmunnar. 3. Samningur þessi fellur úr gildi ef fjelagið Union General Cinématographique (U. G. C.) ekki hefur fallist á tillögu fje- lagsins „Je vois tout“ um ákveð- ið filmtökuhandrit áður en 1 ár er liðið frá undirritun samnings ins. 4. Samningurinn fellur úr gildi, ef ekki er byrjað að taka filmuna áður en 2 ár eru liðin frá undirskrift samningsins. — Skal þá fjelagið „Landsútgáfan“ eignast hina 500,000 franka, sem greiðast skulu fyrir rjettindi fyrir verkið eftir að samningar eru undirritaðir. — Helmingur þeirrar upphæðar skal greiðast ,(Landsútgáfunni“ þegar samn- ingar eru undirskrifaðir. Það skal tekið fram, að for- stjórar „Je vois tout“ og Jón Leifs hinsvegar töldu sig ó- bundna af þessu munnlega sam- komulagi. Var hjer aðeins um að ræða tilraun til að komast að niðurstöðum. um hvað hugsan- legt væri að fallast á af beggja hálfu. Tóku forstjórarnir það skýrt fram, að þeir gætu ekkert ákveðið í þessu máli án þess að bera sig saman við þá Islendinga, sem ætluðu að leggja frám fje til upptöku filmunnar, og eins tók Jón Leifs það skýrt fram, að hann gæti ekki skuldbundið sig til að fallast á nein skilyrði án þess að hafa áður ráðfært sig við stjórn „Landsútgáfunnar“, sem að sjálfsögðu hefði síðasta órðið um rjettindin til upptöku og sýningar filmunnar. Kristján Albertson. „Fvrírmvndar kona" dæmd TUBINGEN, 19. nóv. — Á her námssvæði Frakka hefur rjett ur sá, er fjallar um mál fyr- verandi nasitsa úrskurðað að hin ljóshærða og fagra Gert- rud Schotes-Klink skuli teljast í hópi meiriháttar nasista- glæpamanna. Gertrud var „hin fullkomna kona“ Hitlerstímans og „fyrirmyndar leiðtogi kvenna“. Var hún dæmd í 19 mánaða fangelsi, en var látin laus þeg- ar í stað, þar eð hún hafði þeg- ar afplánað refsinguna. Einnig voru eigur hennar gerðar upp- tækar. Áður var Gertrud leiðtogi 15 miljóna nasista-kvenna. — Reuter. ll•••l•llllll•l•ll■llllll■lllllllll■llllllllllllllllllllllllllllllllllll Sfriplingar á fundi í Lundúnum LONDON — Meira en 80 full- trúar „Breskra sólbaðssamtaka“ hjeldu fund sinn í upphituðum danssal gistihúss nokkurs í Lundúnum fyrir skömmu. Þess ir menn, sem klæddir voru frökkum og skinnbryddum stíg vjelum, voi'u fulltrúar 5/6 hluta þeirra 2000 striplinga, sem í Bretlandi búa. Karlmennirinir voru fleiri, eða 5 á móti hverri konu. Sum- ir fulltrúanna báru málmmerki sambandsins í frakkakraganum. Ættarnöfnum var haldið leynd- um. Forseti sambandsins undirrit aði skýrslu sína aðeins með nafn inu Georg, og flestir fulltrúanna voru einfaldlega kallaðir Cyr- il, Maurice eða Bill. Tvívegis stje ljósmyndari upp á stól til að taka ljósmyndir og hverju sinni fór fram almenn atkvæða- greiðsla um, hvort honum skyldi leyfð myndatakan eða ekki, Honum var líka sagt, að hann mætti ekki taka myndir nema af bökum þeirra, er sam- kunduna sátu. Harmað var mjög á fundinum, hve kven- þjóðin væri treg til að taka þátt í hverskonar samtokum, þar sem menn kæmi fram á eðlileg- an hátt. — Reuter. Flóflamálaslofnun- in hættir sförfum LAKE SUCCESS, 19. nóv. — Fjelagsmálanefnd S. Þ. hefir mælt með því, að allsherjar- þingið kjósi sjerstakan víir- mann til að veita aðstoð og lög mæta vernd flóttamönnum eft- ir að alþjóðaflóttamannastofn- unin hættir störfum. Verður það snemma árs 1951. Var tillaga þessi samþykkt með 24 atkvæð um gegn 12 og mun verða lögð fyrir allsherjarþingið. — Reuter. Til að flytja hvalolíu. OSLÓ, 21. nóv. — Nýlega hefur hvalveiðifjelag samið um 16 500 smál. vjelskip til að flytja hval- olíu. Smíðinni á að vera lokið fyrir árslok 1950. 4fWHnÉiMM»ie i Tíhjóla I herbíll | óskast keyptur. Uppl. í síma | 4032. Aðalfundur fþrétta- kennarafjelags Islands AÐALFUNDUR íþróttakenn- arafjelags íslands var haldinn 17. þ. m. í skýrslu fráfarandi stjórnar kom fram. að á s.l. ári hafði þrem erlendum í- þróttakennurum verið leyft að starfa hjer á landi takmarkað- an tíma. í stjórn fjelagsins var Þórður Pálsson endurkjörinn formað- ur, Hannes Ingibergsson var endurkosinn ritari og Þorgerð- Ur Gísladóttir gjaldkeri, í stað Soffíu Stefánsdóttur, sem baðst undan endurkosningu. Samþ. var að skora á stjórn fjelagsins að gera tildrög að nýrri launaskrá fyrir fjelags- menn. Einnig var samþykkt að íþróttakennarafjelagið hjeldi fræðslu og skemtikvöld fyrir íjelagsmenn og gesti þeirra. — Eftir aðalfundinn flutti Þor- steinn Einarsson, íþróttafulltr., erindi og sýndi kvikmvnd frá Lingiaden fimleikahátiðahöld- unum í Svíþjóð. Var kvikmynd inni vel tekið og skemtilegt á að horfa. Þórir Þorgeirsson í- bróttakennari á Laugarvatni, tók myndina. — Akureyrhtgar Frh. tf bls 5 starfsemi kaupfjelagsvaldsins á Akureyri kölluð: „Lögskipuð, lögvernduð og hefðbundin fje- fletting“. Þessi lögskipaða og hefð- bundna fjefletting kom nokkuð til umræðu fyrir kosningarnar í haust, en annars er hún sífellt í minni bæjarbúa, enda eru menjar hennar augljósar. Svarað í kjörklefanum Þeir, sem kynnast ástandinu á Akureyri skilja fljótlega til hlítar hversvegna það er þýð- ingarlaust fyrir Framsóknar- mann að ætla sjer að ná har bingkosningu. Þótt bæiarbúar verði að vissu marki að lúta yfirráðum kaupfjelagssamtaka, sem misst hafa sjónar á upp- haflegu markmiði sínu, en bjóna nú ekki öðrum en sjálf- um sjer, ná yfirráð þeirra þó ekki inn í kjörklefann, og þar hafa kjósendur á Akureyri í meira en tvo áratugi hafnað bví að afhenda kaupfjelaginu umboð sitt á Alþingi. ........................ Eftir Ed Dodd | Þó Markús sje vfdkur bindur hann vel um særðar loppurnar á úlíunum. — Jæja, við verðum að hvíla ókkur, Andi. i — Vertu hjer hjá mjer, Andi .... og .... hafðu vakandi auga með Tófa. — Oh, jeg er alveg að gefa mig .... samt verð jeg að hanga uppi .... Tófi má ekki ! ná í byssuna mína. Bókarfregn Sigurjón Jónsson: í DYR- UM GLEÐINNAR. Sögur og sumarleyfi. SIGURJÓN Jónsson er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur rit- höfundur af bókum sínum, t.d. Silkikjóllinn og vaðmálsbux- urnar og Glæsimensku, sem vöktu mikla athygli á sinni tíð. Árið 1945 gaf hann út Kræki- ber, nokkrar lausavísur og nú í ár nokkrar smásögur og ferða lýsingar. í dyrum gleðinnar. Fyrsta sagan, Ódáðaborg, sver sig í ættina við fyrri sögur höfund- arins, því að þar er afarhörð ádeila á þjóðmálaspillingu, og mun sjálfsagt ýmsum þykja nærri sjer höggvið, en þó er hvergi svo bert til orða tekið, að þekkjanlegir sjeu einstakl- ingar, þeim sem fyrir utan standa. „Vikan milli æsku og elli“ heitir önnur saga og er bygð á sönnum atburðum — því, þegar gangnamaður að norðan viltist og fór yfir þvért landið og kom fram austan- fjalls, nær dauða en lífi, en í sögu þessari er farið mjög frjálslega með efnið, og er hún fyrir margra hluta sakir merki leg. Athyglisverð er einnig sagan „Slæmir hormónar“, sem fjallar um mannlegt eðli og þarfir þess. Kýmni höfundarins og glað lyndi kemur best í ljós í ferða- minningunum, sem eru skemti legar aflestrar. í bók þessári koma fram tvær hliðar á eðli höfundar, hinn raunsæi, ádeilni umbóta- maður og hin Ijetta gaman- semi, sem höfundi er lagin og varpar birtu yfir lýsingar hans, sem sumar eru í sjálfu sjer nokkuð svartar. Eitt er að minsta kosti víst, — engum þarf að leiðast, á meðan hann les þessa bók. Jakob Jóh. Smári. Barnabók og felpnabók „LÍNA langsokkur“ heitir * barnabók, sem nýlega er komin 1 út. Höfundur hennar, Astrid Lingren, er sænsk. Hefur hún ! skrifað nokkrar bækur um hin i margvíslegustu æfintýri aðal- söguhetjunnar: Línu langsokks, en þessi bók er fyrst í þeim . barnabókaflokki. i Fjelagaútgáfan á Akureyri ætlar að gefa þessar bækur út. Þessa bók íslenskaði Jakob Ó. Pjetursson, en hiin er um 150 blaðsíður. Bókin er prentuð í prentsmiðju Björns Jónssonar. Sama bókaútgáfa, Fjelagsút- gáfan á Akureyri, hefur einnig sent frá sjer bók, sem er við l hæfi telpna. Þessi bók heitir ÍRómantíska Elísabet. Draum- lynda Elísabet hefði verið öllu betra að nefna þessa, bók. þar sem hún er ætluð börnum, sem fæst munu skilja þf tta viður- nefni „rómantíska“. J En efni þessarar bókar, sem gerist í Nöregi, er, að sagt er frá tveim ungum stúlkum, sem fara saman í sumarlevfi. — Þær lenda í smá ástaræfint.ýrum og verða fyrir „smá skotum“. — Helgi Valtýsson hefur þýtt bókina, én höfundur hennar er Inger Slemer Andersen og mun vera norskur. Frágangur þess- ara tveggja bóka virðist góður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.