Morgunblaðið - 30.11.1949, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.1949, Blaðsíða 14
MORGUUBLAblÐ Miðvikudagur 30. nóv. 1949 J4 m iimifiiii Framhaldssagan 22 «iiii»»iiiiiaajsiaiii>«iiiiiiiiii<i(iiuiiaiiufnmv SEKT OG SAKLEYSI Eítir Charlotte Armstrong —mimp‘miiu<i iiimiiiiiifiuiiiaiiiuiiiiiiniummiiaiuiataiuiuuuuHuiiiiiMmB^ „Já“, sagði hann. „Jeg get "ckki litið á það öðruvísi". Þau heyrðu hurðarskelli. — Einhver hafði gengið um bak- dyrnar. Þau hrukku í kút og fttu spyrjandi hvort á annað. Einhver gekk með vasaljós að híiskúrnum. Bílskúrsdyrnar runnu upp, Augnabliki síðar tfeyrðú þau að bifreið var sett í gang. Það var Oliver. Hann Ireyrði með ofsahraða út á göt- una. ,.Oiiver?“. „En hvað .... hvert er hann að' fara“. „Það hefi jeg ekki hugmvnd um“, sagði Francis. „Hann var fokreiður við Alt heu. Þau hljóta að hafa rifist“. „Og það hefur líklega ekki ■ verið neitt smárifrildi“. Þau heyrðu ekki lengur til bíísins. Næturkyrrðin um- tlíkti þau á alla vegu. Nú fór íwellur um Jane. „Það er lík- lega best að koma sjer inn aft- «r. Hún leit upp á húsið. Allt virtist þar með kyrrum kjör- um .... ennþá, að minnsta fcosti. „.Tá, bað er líklega best“, sagði Francis. , Heyrðu, við glevradum annars einu. Það getur verið að Grandy viti ekkert um manninn í útvarpinu ' en það er annað. sem hann veit. .Teg hefði átt að siá það fyrr. fíann veit að ljósið í ísskápn- ■um slokknaði þegar öryggið fiprakk. Hann veit það vegna bc-^.s að Althea saeði honum Jaað. Þess vegna fór hann strax um morguninn niður í kiallar- ann ou setti nvtt örvgei í stað- tnn ,H”n sá revndar ekki, hve- nær Ijósið slokknaði ....“. „Fn bað var ekkert Ijós, f»egar hún opnaði hann“, sagði Jar>°. „O* höfum við ekki bar með næear sannanir, að það slokknaði um leið og dauða Rosaieen bar að höndum? Get- um \ið ekki notað það? Núna strax í nótt?“. „Nei, vegna þess að hann getur vel sagt að öryggið hafi sprungið af einhverjum öðrum ástæðum“, sagði hann. „Hann er slunginn og hann mundi á- tbyggilega geta komið með ein- trveria skýringu. Jane, jeg „Hvað er að?“. „Guð má vita, hvað honum getur dottið í hug að gera“. „Hvað áttu við?“. Rödd hennar titraði. „Mjer þykir það leitt að burfa að biðja þig að vaka í nótt, þegár þú þarft að gera svo margt á morgun. En Jane, viltu ekki hafa auga með hurð inni inn til Altheu?“. „Hafa auga með hurðinni?“. „Vegna þess að Oliver er farinn“, sagði Francis. „Oli- ver er ekki hjá henni. Hún er ein. Og Gahagen er búinn að vara Grandy við. Þú mátt ekki sofna, Jane. Jeg held að það j; .... að það sje ekki öruggt“. „Þú heldur þó ekki, að !■; hann .... Ekki Altheu“. L „Ekki það?“, sagði Francis. ! „Rosaleen var líka ung og í falleg“. I „Ö. Fran“. „Ef þú verður vör við {ÉJokkra hreyfingu, kvejkía þá og slökktu þá ljósin hjá þjer á víxl. Jeg verð á næstu grös- um“. Þau hlupu fremur en gengu inn í skuggann við eldhús- tröppurnar. Francis hjálpaði henni upp stigann. Dauft ljós logaði í glugga Mathildu. Það var orðið kalt úti, hugsaði Fran cis. 16. KAFLI. „Jæja“, sagði Grandy, „nú fer vel um okkur“. Hann sat í stóra hægindastólnum og Mat- hilda hjúfraði sig á legubekkn um við hlið hans. Lítið ljós log aði á lampa á borðinu. Það var notalegt í herberginu. „Hvað liggur þjer á, hjarta, dúfan mín“, sagði hann. — „Leystu nú frá skjóðunni“. „Bara það, að Francis er hreinræktaður lygari“, sagði hún hvatskeytislega. — „Jeg þekki hann alls ekki. Jeg hefi áldrei sjeð þennan mann áð- ur á ævi minni. Sagan um það að við höfum hittst og jeg hafi giftst honum, er einber upp- spuni. Vegna þess að jeg man vel hvað jeg hafðist að, þessa . þrjá daga, sem jeg var í New , York. Og hann kom þar hvergi nálægt. Og það er satt, en hitt tómur uppspuni“. Grandy kipraði saman dökk- um augunum. Mathilda varð æstari. „Sú mesta og svívirðilegasta lygi sem jeg hefi nokkurn tímann heyrt“, hrópaði hún. „Hann var búinn að múta þjónustufólk- inu til þess að sgeja að það kannaðist við mig sem eigin- konu hans. Og jafnvel prest- inum líka. Og svo þetta brjef til þín, Grandy. Jeg skrifaði aldrei það brjef. Jeg get ekki hafa gert það, því að það skeði aldrei. Og giftingarvottorðið með röngu fornafni. Það er hreinlega falsað. Það hlýtur að vera“. „Hm“. „En þú trúir mjer? Geturðu það ekki? Þú verður að trúa mjer“. „Auðvitað trúi jeg þjer, Tyl“, sagði hann. Hún hallaði sjer fram og lagði handleggina upp á hnje hans. „Hefurðu nokkurn tímann heyrt annað og eins? Þetta er blátt áfram....“. Hana lang- aði til að fara að gráta. „Undarlegt“, sagði Grandy. „1 hæsta máta undarlegt, Tyl“. „Jeg veit það“, sagði hún kjökrandi. „Jeg gat ekki ann- að en reynt að komast sem fyrst heim. Grandy, hvað í ó- sköpunum eigum við að gera í þessu?“ „Að hugsa sjer að honum skyldi takast að gabba mig“, sagði Grandy og það vottaði fyr ir sársauka í rödd hans. „Að hugsa sjer að hann skyldi hafa getað gabbað okkur öll“. „Jeg get vel skilið að honum skyldi takast það“, sagði hún hughreystandi. „Brjefið var svo greinilegt. Jeg veit það. En það er falsað samt sem áður. En Grandy, jeg skil ekki hvers vegna hann er að þessari vit- leysu? „Og hygð eigútn við uð gera? Þú rekur hann auðvitað á dyr?“ Grandy svaraði ekki. „Hvað ertu að hugsa um?“ hrópaði hún. „Vesalings barn“, sagði hann. „Jeg var að hugsa um, hvað þetta hlýtur að hafa verið erf- iður dagur fyrir þig. Það er hreinasta guðs mildi að þú skyldi ekki vera farin að halda að þú værir orðin vitskert". „Jeg hjelt það nú næstum“, sagði hún. „Það hefir verið erfitt“. „Já, þú getur ekki ímyndað þjer, hvað jeg var orðin rugl- uð. Jeg varð að taka á öllu minu til þess að stilla mig og bíða. þangað til jeg kæmi heim, því að þú mundir hjálpa mjer. Og þú gerir það líka, Grandy. Er það ekki?“ „Jú, jeg skal gera það“, sagði Grandy. Hún varp öndinni Ijettara. „Sjáðu til, dúfan mín, við vorum öll svo harmi lost- in. Og hann virtist vera það líka. Það var rjett eins og hann hefði þekkt þig. Jeg vil að þú skiljir, að-----....“. „Jeg get aldrei áfellst þig, elsku Grandy“. „En jeg áfellist sjálfan mig“, sagði Grandy. „Við, sem Ijet- um hann búa hjá okkur og kend um í brjósti um hann. Auðvit- að hefir hann haldið að þú mundir aldrei koma aftur“. „Hann hjelt að jeg væri dá- in. Hann hjelt að jeg mundi aldrei koma aftur til þess að s.egja þjer að hann færi með ósanmndi“. „Við verðum að spyrja okk- ur sjálf, hvað hann vill hjer“, sagði Grandy. Bifreið var ekið hratt niður á götuna. Spangargleraugun duttu niður af nefi Grandys. „Drottinn minn, hvað var nú þetta?“ „Þetta var bíll“, sagði Mat- hilda. „Grandy, hvað með Alt- heu?“ Hversvegna fóru þau út saman?“ Grandy sagði eins og annars hugar: „Sjáðu til, Tyl, Francis sagði mjer, að þú myndir ekki eftir honum“. Hún var undrandi. „Sagði hann þjer það? Hvenær?“ „Strax eftir að þú varst kom- in. Á meðan þú varst uppi“. „Áður en við borðuðum?“ „Já“. „Þá.....ó, Grandy, þú hlýt ur að hafa vitað það strax að það var lýgi“. - „Já, jeg vissi það“. Mathilda hallaði sjer út af á bekknum, og hnyklaði brúnir. „Jeg áleit, að þetta hvarf hans með Altheu væri einn þátt urinn í þessu hlutverki sem hann er að leika“, sagði Grandy. „Hann var vesalings, gleymdi eiginmaðurinn, og auð vitað þurfti að hughreysta hann. Althea hefir gert allmik- ið af því .... að hughreysta Francis“. „Það mætti segja mjer það“, sagði Tyl. Það er Altheu líkt, hugsaði hún og veikur roði hljóp fram í vanga hennar. „Althea vildi vera honum góð“, ' sagði Grandy, „og það var fallega hugsað — En það er alls ekki sú hugs- 'STfMílIieS'IÍ>éfe Litla stúlkan með langa nafnið Eftir MABEL LEIGH HUNT i 27. ^ — Sjáðu bara, sagði hún og benti með vísifingrinum á báðum höndum. — Sko, þarna er Bergþóra og þarna er Helga, — sjáðu bara, tvíburar. Enginn hefði getað orðið svo yfir sig hissa eins og Magn- ús frændi. Þarna stóð hann á miðju gófli og blístraði, —< fiúh. — Ja, aldrei hef jeg nú vitað annað eins, sagði hann og leit á Önnu Soffíu. — Það er slæmt, að jeg get ekki strítt þjer lengur með langa nafninu. En það verð jeg að segja, að þú ert góð, ef þú hefur tímt að gefa systum þínum tvö af nöfnunum þín- um. — Ja, sagði Anna Soffía. Mjer hefði vist þótt leiðinlegt að gefa einhverjum ókunnugum hluta af nafninu mínu. En mjer finnst reglulega gaman að gefa litlu systrum mín- um það, elsku litlu systrum mínum. — Þú getur bara ekki imyndað þjer, hvað jeg er glöð, Magnús frændi. — Svo þarf jeg ekkert að vera sjerstaklega góð, þó jeg hafi gefið hluta af nafninu mínu, hjelt hún áfram. Því að mig hefur lengi langað til að geta gefið eitthvað af því frá mjer. — Og þó gaf jeg þeim fallegustu nöfnin mín og .... Guð elskar glaðan gefanda, — það segir biblían. — Og jeg er svo ánægð, jeg er svo ánægð, Magnús frændi. — Drottinn minn, hvað er þetta, sagði mamma. — Hvað gengur eiginlega að barninu. — Hún hefur verið að tala um svo einkennilega hluti, að við skiljum ekkert hvað hún er að fara, Magnús. Þetta hefur komið henni alltof mikið á óvart, komdu barnið mitt. Lof mjer að finna, hvort ennið á þjer er heitt. En Magnús frændi lyfti Önnu Soffíu upp á arma sína. Hann hallaði höfðinu aftur svo ándlitið vissi beint upp og skellihló. Hann hló svo hátt, að Anna amma kom með miklum flýti inn í svefnherbergið. — S-s-Su! Magnús, sagði hún. — Þú hræðir blessuð ný- fædd börnin með þessum skelfilega hávaða. — Flýttu þjcr heini og sæktu luoinmu. fislca); — Hvað heldurðu að hann faðir þinn myndi segja, ef hann sæi þig vera að veiða á sunnudegi? Drengurinn: — Jeg veit það bara ekki, þjer ættuð að spyrja hann, það er hann, sem er að fiska hjerna ofur- lítið lengra upp með ánni. ★ A veiðum. —Ö, jeg hef gleymt ílátinu, —- sagði annar áiskimaðurinn. — Hvað, hrópaði hinn, — þú, þú, þú heimskingi, hálfviti, ... — Hvað er að þjer, maður, —■ svaraði sá fyrri móðgaður, — það var alveg eins mikið þitt, að muna eftir dósinni. Þegar jeg setii ormana Hann var ekki að læra. Kennarinn: — Róbert, hvað ertu að gera, ertu að læra, eða hvað? Róbert (kurteislega): —- Nei, herra kennari, jeg er að hlusta á yður. ★ Heimskulegt. Jonni hló, þegar kennarinn las sög- una um manninn, sem synti þrisvar yfir á, fyrir morgunverð. — Þú efast þó ekki um, að æfður sundmaður «:afi getað gert þetta? spurði kennarmn. — Nei, kennari, — sagði Jonni — en jeg skil ekki hversvegna í ósköp- unum hann synti ekki fjórum sinn- um yfir ána og kom heldur að bakk- 'anum. þar rm hann hafði skilið eftir fötin sín. ★ Engin vandræði. Kennarinn: — Veistu það, Pjesi, að þú skrifað:i um það bil öll orðin í stilnum þínum vislaust. Hvernig ætlar þú að verða rithöfundur? Pjesi: — Allt í lagi, kennari, jeg ætla að verða mállýskurithöfundur. ★ Hvað ætli hann segði? Kona (við líiinn dreng, sem er að! — Ó, dósinni, sagði hinn og and- varpaði af feiginleika, —- jeg hjelt að þú værir að meina flöskuna. ★ Til vonar og vara. Sonurinn: — Hvað er stærsti fisk- urinn, sem þú hefir veitt, pabbi? Faðirinn: — Farðu og spurðu mömmu þina, jeg er búinn að gleyma hvað jeg sagði henni. Eggert Claessen Gústaf A. Sveinsson hæstarjettarlögmenn, Oddfellowhúsið. Sími 1171. Allskonar lögfræðistörf. jk. EINARSSON & ZOEGA M.s. JOLDir1 fermir i IIull 5.—6, desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.