Morgunblaðið - 04.12.1949, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.12.1949, Qupperneq 8
s no Rt b * B L A ÐIÐ Sunnudagur 4. des. 1949. far: CJíg.. H.i. Arvakurt Reykjavík, F'ramkv.stj.: Sigíús Jónsson ditstjóri Valtýr Stefánsson (ábyrgðana.) Frjettaritstjóri: tvar Guðmundsson Auglýsingar- Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla- A.usturstræti 8. — Sími 1600. AsKnftar«»ld kr. 12.00 á mánuði, innanland*. kr. 15.00 utanlands. I lausasólu §0 sura eintaklð. 7» mr« með LesDatt Stjórnlög lýðveldisins Á ÚTVARPSKVÖLDVÖKU Stúdentafjelags Reykjavíkur 1. desember s. 1. flutti Bjarni Benediktsson utanríkisráð- herra mjög athglisvert erindi um stjórnarskrármálið. 1 erindi sínu ræddi ráðherrann almennt um stjórnarskrá okk- ar íslendinga, þjóðfundinn 1851, hina fyrstu stjórnarskrá frá 1874 og hinar ýmsu tillögur, sem settar hafa verið fram um breytingar á núgildandi stjórnarskrá lýðveldisins. Ráðherran kvaðst fyrst og fremst álíta það hlutverk sitt í þessu erindi að vekja menn til umhugsunar um þann vanda, sem okkur væri á höndum er stjórnlög okkar væru endurskoðuð en síður að gera ákveðnar tillögur um breyt- ingar. Á einum stað í ræðu sinni komst Bjarni Benediktsson ’þannig að orði: „Formið eitt tryggir hvorki frelsi nje góða stjórn. Sund- urlynd þjóð öðlast ekki allt í einu samheldni við það eitt að setja sjer góða stjórnarskrá, jafnvel þótt þau undur yrðu, að samlyndi skapaðist og entist til slíks þrekvirk- is. Stjórnarhættir þjóðar, góðir eða illir, eru háðir mörgu öðru en stjórnskipunarlögum hennar“. Þetta er vel mælt og rjettilega. Engin þjóð tryggir sjer heilbrigt og rjettlátt stjórnarfar með því einu að setja sjer >nturleg stjórnlög. Þau eru að vísu þýðingarmikið atriði fyrir þjóðfjelag hennar og geta haft margvísleg áhrif til íköpunar jafnvægis og öryggis. Það, sem mestu máli skipt- ir er að þjóðin hafi til brunns að bera þroska og þegnskap til þess að byggja upp rjettlátt og þróttmikið þjóðfjelag. En hvað sem líður þýðingu formsins, rammans um rjett- indi og skyldur einstaklings og heildar í stjórnlögum, þá er það þó víst að þess er brýn þörf að stjórnarskrá hins íslenska lýðveldis verði endurskoðuð. Æskilegt er að þeirri endurskoðun ljúki fyrr en síðar. Þess ber þó að minnast, sem Bjarni Benediktsson einnig henti á, að það skiptir ekki meginmáli, hvort það er gert árinu fyrr eða síðar. Aðalatriðið er að ekki verði kastað liöndunum til þeirrar endurskoðunar. Við verðum að gæta þess að nútímastjórnskipun okkar er ung, enda þótt hún sje byggð á stjórnlögum þjóða, sem miklu meiri reynslu hafa. Þingræðisskipulag okkar er að- eins nokkurra áratuga gamalt. Æfing okkar í framkvæmd frjálslegra stjórnarhátta er lítil. Raunverulega eru það fyrst og fremst tvö aðalatriði, sem til sthugunar koma við endurskoðun lýðveldisstjórnarskrár- innar. í fyrsta lagi ný ákvæði, sem tryggi greiðari leiðir til mvndunar ríkisstjórna. í öðru lagi ákvæði, sem tryggi sem rjettlátasta skipun lcggjafarsamkomunnar og jafnvægi í áhrifahlutföllum milli þjettbýlis og strjálbýlis. Um þessi atriði ríkir verulegur ágreiningur. Varðandi hið fyrrnefnda hafa ýmsir aðhyllst mjög auk- ið vald þjóðhöfðingjans að hætti Bandaríkjamanna. Má færa fram ýms rök til stuðnings því fyrirkomulagi. Lík- legt er þó að það hentaði ekki íslendingum, sem illa kunna mjklum völdum í hendi eins og sama manns. Trúlegra er að sú skipan hentaði okkur betur að halda þjóðhöfðingjanum utan við dægurþrasið en tengja löggjaf- arsamkomu og ríkisstjórn sem traustustum tengslum að hætti Breta. En jafnhliða yrði að setja ákvæði, sem kæmu í veg fyrir langvarandi stjórnarkreppu og stjórnleysi. Um kosningafyrirkomulagið verður að öllum líkindum criiðast að ná samkomulagi. En yfirleitt eru menn þó sam- mála um að nauðsyn beri til að breyta því. Ekki er líklegt að sú skoðun hafi mikið fylgi að gera allt landið að einu .hjördæmi með hlutfallskosningu. Nær sanni er hitt að skipta því í nokkur stór kjördæmi með hlutfallskosningu. Kemur þá fyllilega til athugunar að afnema uppbótarþing- sæti og fækka þingmönnum nokkuð. En öll þessi atriði eru á athugunar- og umræðu stigi. Hin rólega og fróðlega ræða i.tanríkisráðherra hefur lagt grundvöll að öfgalausum og rólegum umræðum um þessi mál. ,L\ \JiLuerji ákrifa ÚR DAGLEGA LÍFINU 1 Barnaskemtanir. ÞRÍR menn hjer í bænum hafa , tekið sig saman um að stofna fjelag í þeim tilgangi að gang- ast fyrir skemtunum fyrir yngstu borgarana. | Lengi hefur verið yfir því kvartað, að það vantaði hollar og góðar skemtanir fyrir börn- in. Verður nú fylgst vel með hvernig þessu nýja fjelagi tekst að koma upp góðum skemtun- um fyrir börnin. Hepnist þessi tilraun, þá er vel farið. • Efast um lagaheimildir Hjer fer á eftir siðari hluti af brjefi Snæbjarnar Jóns- sona?, þar sem hann gagn- rýnir póstþjónustuna: „EKKI er jeg lögfróður maður, en mjög a jeg erfitt með að trúa að sumar ráðstafanir pósthúss- ins eigi sjer nokkra stoð í lög- um. Víst er um það, að sje svo, þá fara íslensk lög í gagnstæða átt við lög þeirra þjóða, sem við yfirleitt höfum viðskifti við. Jeg skal nefna dæmi. Um tutt- ugu ára skeið rak jeg bóka- verslun (fólk mundi daglega spara bæði mjer og sjer ómak, ef það vildi minnast þess, að jeg er ekki lengur bóksali) og verslaði með erlendar bækur. Þá leið að jafnaði varla sá dag- ur að jeg væri ekki beðinn að útvega erlenda bók. Það var föst regla mín að reyna að láta þær útveganir ganga svo greið- lega sem unt var. Tók jeg því upp þann sið, er erlendir bók- salar hafa, að senda pöntunina áfram samdægurs. Og jeg gerði þetta með sama hætti og þeir, — ljet prenta sjerstakt lítið eyðublað og útfylti það með titli bókarinnar ásamt nafni höfundar og forleggjara. Þetta sendi jeg svo í opnu umslagi og frímerkti það eftir prenttaxtan- um. Lengi gekk þetta vel, en svo er mjer alt í einu tjáð, að frímerkja verði pantanirnar sem almenn brjef. Ef fyrir þessu voru (eða eru) lög, þá voru það skrælingjalög, gagnstæð lögum siðaðra þjóða. — Jeg skrifaði aldrei annað á seðlana en það er að ofan greinir, en aftur á móti fjekk jeg stundum erlend- ar pantanir með nokkrum at- hugasemdum. Frá Þýskalandi voru þær athugasemdir stund- um svo margorðar að mjer þótti furða að leyfast skyldu.“ Dæmið um jólakortin. „ANNAÐ dæmi svipaðs eðlis. Fyrir jólin 1947 sendi jeg ung- an mann með talsvert mörg jólakort niður á pósthús. Þau voru prentuð, með íslenskum texta (jeg hygg að einhverjar verslanir hjer selji enn þessi sömu kort) og ekkert á þau rit- að annað en undirskriftin, og þau voru í opnum umslögum. Jeg bað hann frímerkja þau eft- ir prentmálstaxta. En póstþjón- ar tjáðu honum að hann yrði að frímerkja þau sem lokuð brjef. Hann sá sjer ekki annað fært en að hlýða þessu, og ætla jeg að mismunur á burðargjaldi væri milli 20 og 30 kr. Ekki þykir mjer sennilegt að póst- húsið hafi haft lagaheimild til þessarar kröfu, en sje sú heim- ild í rauninni til, þá vita það þúsundir manna í þessum bæ, að hún er gagnstæð lögum ann- ara þjóða, og að einnig þar er því um siðleysislög að ræða. Má vera að ýmsum kynni að koma vel nú fyrir jólin að fá að vita hið rjetta í þessu. Póst- stjórnin mun sjálfsagt með á- nægju upplýsa málið fyrir al- menningi.“ • Innanbæjarbrjefin. „ÞAÐ ER ALKUNNA, að brjef iMifiiMiiiMiiiiiiiMMMMMiiiiifvnMi*nifMMrtrmii»ttiiivTf*tii sem látin eru i póst til innan- bæjarflutnings, geta verið svo lengi á leiðinni, að nálega er ekkert tímatakmark unt að setja. Menn senda því gagngert með þau innanbæjarbrjef. sem áríðandi er að ekki sjeu lengi á leiðinni. Þannig minnist jeg að þeirri reglu var fylgt þau sjö ár, sem jeg var hjá firmanu Helgi Magnússon & Co., og kæmi fyrir að út af væri brugð- ið, þá vildi það reynast svo, að brjefið hefði eins vel mátt vera óskrifað; það komst þá ekki til viðtakanda fyr en um seinan. Ekki getur þetta kallast gott, eða þó a. m. k. ekki nein fyrií- mynd, og alveg er það ómögu- legt að afsaka það algerlega með aðbúnaði póstþjónanna, sem ekki verður of oft sagt að er þjóðarhneisa. Og við allar þessar aðfinslur er rjett að jhnýta því, að framkoma þeirra 'gagnvart almenningi, er einkar lipur og kurteis. Þó væri ekki nema mannlegt að skap þeirra ýfðist, eins og að þeim er búið.“ • Útidyrnar. „PJETUR var Galíleumaður, |hvað sem hann sagði. Málfæri hans sannaði það. Mennirnir jauglýsa sig oft í smáu, og fleiri eru þeir en jeg, sem þóst hafa Jsjeð menningarstig yfirmanna pósthússins í einni lítilli en dag- ,legri auglýsingu. Útidyr húss- ins eru víðar, enda þurfti að gera þær svo, slíkur sægur sem um þær átti að ganga. En það ber nálega ekki við að þær sjeu opnaðar nema til hálfs, svo að inn og út um rifuna verða menn að troðast, og í henni eiga þeir að mætast. Þar var líka nýlega búið að ganga niður úr steintröppunni, en ekki sást að á hinn helm- inginn hefði verið stigið.“ Sn. J. inmiMMinm MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . iiiniiiiiHiiiiiiinHiiiiinnMimiiiMiimmiumuMiii Franski ríkisariinn er úflagi í Portúgal. Eftir William Latham, frjettaritara Reuters. PARÍS. — Opinberir fulltrúar hins fertuga útlaga, greifans af París, sem er tilkallsmaður frönsku krúnunnar, fullyrða, að endurreisn konúngdæmisins mundi veita frönsku landstjórn- inni meiri kjölfestu. Þeir segja sem svo, að hverf- ulleiki sá, er nú ríkir og kem- ur glöggt fram í sífelldum stjórnkreppum, mundi hverfa úr sögunni, er greifinn kæmi til ríkis. • • BROSTINN HLEKKUR EITT skjala þeirra, sem gefið er út á hálfsmánaðar fresti til 18.000 þingmanna, kirkjuhöfð- ingja og annarra leiðtoga í and- legum málum í Frakklandi, mælir á þessa leið: „Þar sem stjórnin slær ekki til hljóms í brjóstum og sálum þegnanna, þar sem þjóðin trúir því ekki framar á hana eins og forfeður okkar trúðu á konungdæmið, og’ afar okkar trúðu á lýðveldið, þá er hlekkur trúnaðarins brost inn milli stjórnanda og þegns.“ • • KONUNGDÆMIÐ MIKIL BÓT DELONGRAYE-MONTIER og Longone, sem stjórna málum greifans frá laufvanginum í grennd við franska þjóðþingið, lýsa eftirfarandi yfir: „Breska jfyrirkomulagið er glöggt dæmi Jþess, hvernig konungdómur og lýðræði vinna saman. Frakk- land þarfnast byltingar í fyllstu | merkingu þess orðs, til að leysa ,úr hinum knýjandi vandamál- jum. Við gerum ekki ráð fyrir, að endurreisn konungdómsins mundi sljetta úr öllum misfell- um, en hún mundi skapa það andrúmsloft, sem þarf til að setja á stofn stjórnarháttu, er rísi á föstum grunni.“ • • ELLEFU BARNA FAÐIR. GREIFANUM af París er með lögum bannað að koma til Frakklands. Hann býr í Cintra í Portúgal með konu sinm og 9 börnum þeirra af 11. Fulltrúar hans fengu fyrir skömmu síð- an sjerstakt leyfi handa elsta syni hans, Hinrik, til að koma til Frakklands og mega vera i skóla í Bordeaux. Vegna þess, að ríkiserfðalög- in mæla svo fyrir, að ríkiserfð- ir skuli ekki ganga í kvenlegg, þá er ísabSllu, élstu dóttur greif ans, heimilað að dveljast i land- inu. Hún er nú 17 ára og er í skóla í Signu-hjeraði. • • ANNAR TILKALLSMAÐUR KRÚNUNNAR. MEÐAN þessu fer fi'am, reynir faðir hennar að fá leyfi til að hverfa til Frakklands til þess að geta sjálfur'unnið að því að honum verði fengið ríkið í hend ur. Fulltrúar sans benda á, að frændi hans Louis Napoleon, sje oft í Frakklandi, enda þótt hann ^kalli einnig til ríkis, en sjálf- um sjeu honum allar bjargir bannaðar. Þeir segja, að þesSu sje ef til vill svo farið, því að Louis Napoleon prins hafi alltaf sýnt meiri áhuga á íþróttum en stjórnmálum, en fyrir styrjöld- ina iðkaði hann kappakstur á bifhjólum. Almennt er litið svo á, að Napoleon fengi ekki mikið fylgi, þó hann gerði alvöru úr kröf- um sínum, nema þá í Korsíku, í hinum stóru hverfum Korsíku búa í París og Marsailles. • • LÍKIR UM MARGT. ÞESSUM tveimur fjarskyldu frændum er margt sameigin- legt. Báðir eru þeir niðjar Hin- riks IV. Þeir voru útlagar; 1 Briissel fyrir heimsstyrjöldina fyrri og báðir börðust í frönsku útlendingaherdeildinni. Greif- inn var óbreyttur hermaður, en Louis Napoleon liðsforingi. í þessari herþjónustu kom greifinn í fyrstu löngu heim- sókn sína til Frakklands. Mest- an þann tíma svaf hann í hlöð- um eins og aðrir hermenn. — Einu sinni hafði hann þó komið , Framhala á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.