Morgunblaðið - 09.12.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.1949, Blaðsíða 8
8 w n m • • * t i « i #» Föstudagur 9. des. 1949. Útg.: H.l. Árvakur, Reykj^vík. Fraxnkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar- Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla- Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskrlftargjald kr. 12.00 á mánuði, Innanlands, kr. 15.00 utanlands. lausasölu 10 aura elntakið. 7* mra með Leabea \JilzMrji ókrifar: ÚR DAGLEGA LIFINU i þetta reykháf smerki. Sömu jsögu er að segja um fjelags- 1939 - 1949 TÍU ÁR eru ekki lengi að líða. En margt getur engu að síður breyst á þeim tíma. Árið 1939 var mynduð samsteypu- stjórn þriggja lýðræðisflokka á íslandi, þjóðstjórnin svo- kallaða. Forsætisráðherra hennar hjet Hermann Jónasson. í ræðu, sem hann flutti er stjórnin settist að völdum lýsti hann höfuðtilgangi hennar og stefnu. Hún var m. a. fólgin í þessu tvennu: „1. Að efla framleiðslustarfsemina í landinu." „2. Að sameina lýðræðisöflin í landinu til vemdar og efling- ar lýðræðinu.“ — Síðar í þessari sömu ræðu komst forsætis- ráðherrann þannig 8ið orði: „Það, sem tvímælalaust hefur ótt sterkastan þátt í því að þoka mönnum saman til sam- starfs, er hið erfiða ástand íslensks atvinnulífs, fyrst og fremst framleiðslunnar, og þó einkum við sjávarsíðuna, — og þar af leiðandi fjárhagserfiðleikar þjóðarinnar allrar “ Þannig lýsti Hermann Jónasson ástandinu 1939 og til- drögum þeirrar samvinnu, sem lýðræðisflokkarnir tóku þá upp með sjer. Síðan þetta gerðist eru liðin tíu ár og. nú er árinu 1949 að ljúka. Hvernig er umhorfs í íslensku atvinnu- lífi? Atvinnutæki þjóðarinnar eru að vísu glæsilegri og íull- komnari en nokkru sinni fyrr. Samt sem áður á framleiðsl an, athafnalífið við mikla örðugleika að etja. Vofa verð- bólgunnar ógnar öllum atvinnurekstri og stendur við dyr hvers einasta manns. En hvað segir forsætisráðherra þjóð- stjórnarinnar frá 1939 í dag? Hefur hann e. t. v. endurtekið hin ábyrgu ummæli sín frá 1939? Hefur hann hvatt til sam- starfs lýðræðisaflanna um stuðning við atvinnulífið og varð- veislu lýðræðisins? Nei, hann ljet flokk sinn rjúfa samstarf lýðræðisflokkanna á s.l. sumri. Hann ræddi við sendinefnd irá kommúnistum um stjórnarmyndun eftir kosningar og blað kommúnista sagði að málefnaágreinings hefði ekki orðið vart á þeim fundi!!! Svona getur margt breyst á einum áratug. En árið 1939 settist Hermann Jónasson í ráðherrastól sem þjóðstjórnar- formaður. Ætli það hafi gert hann eitthvað dálítið sáttfúsari? Eimskipafjelags- merkið og hakakross inn. fánann. Fyrir það fyrsta er SKIPSMAÐUR Á TRÖLLA- er þórshamarsmerkið ekki eins FOSSI sendir okkur úrklippu 'og hakakross, þótt svo virðist úr blaði í New York, þar sem í fljótu bragði og auk þess er sagt er frá því, að þórshamar- ,þetta fornt merki, sem er víðar inn í flaggi Eimskipafjelags ís- -j merkjum, en Eimskipafjelags lands valdi oft misskilningi í íánanum. erlendum höfnum vegna þess Til dæmis er þórshamars- hve flaggið er líkt hakakrossi merki á flöskumiðum Gamla Hitlers sálaða. |Carlsberg, hinum ágæta danska Þótt nokkuð sje ýkt í grein bjór og enginn hefir neitt við þessari, þá mun það vera rjett. það að athuga. að áhafnir á Eimskipafjelags- skipum urðu oft fyrir óþæg- indum vegna f jelagsfánans í er- lendum höfnum meðan á styrj- öldinni stóð. • „Sífelt rifrHdi“. I FYRGREINDU New York- blaði er sagt, að skipsmenn á Eimskipafjelagsskipunum eigi í stöðugu rifrildi þegar þeir koma til New York vegna þórsham- arsmerkisins. Þegar Eimskipa- f jelagsskipin komi til New York hringi fjöldi manns til lögreglunnar og blaðanna til að kvarta yfir þessum fána. „En“, bætir blaðið við, „venjulega tek ur Það ekki langan tíma að þó að vjta þetur sannfæra folk um að þetta is- _ lenska fjelagsflagg, sem var til Iöngu fyrir daga Hitlers, er ekki hakakross og stendur í engu sambandi við nasisma". r' Breskar bækur „bann- aðar á íslandi“. BRESKT blað í Wales segir í stórri fyrirsögn, „að breskar bækur sjeu bannaðar á íslandi". Að vísu sje það ekki af póli- tískum ástæðum-, heldur gert til þess „að vernda íslenska rit- höfunda, sem ekki þoli sam- keppni við erlenda höfunda, ef bækur þeirra sjeu á boðstól- um“. Rangfærslur eins og þesáar koma oft fyrir í erlendum blöð- um. Meira að segja er frjetta- ritari blaðsins í Reykjavík bor- in fyrir sögunni og ætti hann Sama merkið á gamla Carlsberg. ÞAÐ ER að sjálfsögðu engin á- stæða til að taka þessi skrif hátíðlega. — Það er viðurkennt, að reykháfsmerki Eimskipa- f jelagsins, hvítt og blátt, sje eitt hvert fallegasta reykháfsmerki, sem til er í heiminum og sagt er að erlend skipafjelög hafi viljað greiða stórfje til að fá Er þetta leiðrjett? ÞÓTT ÞESSI frjett breska blaðsins sje kjánaleg í okkar augum og annará, sem til þekkja, þá er hjer um alvar- legt mál að ræða. Flestir lesendur blaðsins munu leggja trúnað á þessa vit- leysu og það fer ekki hjá því, að þeir dæma landið og þjóð- ina eftir því. Þessvegna er ekki úr vegi að spyrja, hvort ráðstafanir sjeu gerðar til þess, að leiðrjetta slíkan frjettaflutning, en það ætti að vera hlutverk sendi- sveitar okkar í London. Vinahót. SKÝRT HEFIR verið frá því, að Oslóborg sendi Reykjavík jóla- trje í ár. Er trjeð höggvið í skógi Oslóborgar. Hjer er um vinahót að ræða sem taka ber með þökkum. Trjeð er ekki dýr gjöf, en sýnir huginn. Það er líkt og þegar maður sendir vini sínum eða kunningja jólakort. Oslóborg hefir sent Lundúna- borg jólatrje og í fyrra var dá- lítil athöfn á Trafalgar Square, þar sem trjeð var reist. í ár verða það tvær ungar stúlkur af norsk-enskum ættum, sem kveikja á jólatrjenu frá Osló á Trafalgar Square, en Sendi- herra Norðmanna í London verður viðstaddur. Vafalaust verður svipuð at- höfn hjer í bænum þegar kveikt verður á jólatrjenu frá Osló- borg hjer í Reykjavík. • íslendingar borða best. í UMRÆÐUM í breska þing- inu á dögunum, stóð upp þing- maðurinn Jennings til þess að mótmæla fullyrðingu annars þingmanns, sem hafði látið þau orð falla, að í engu Evrópulandi byggju menn við lakara fæði en í Bretlandi. „Menn þurfa ekki annað en að líta í skýrslu um fjárhags- ástand Evrópu“, sagði Jennings þingmaður, „til þess að sjá að besta fæði fær almenningur á íslandi, þá írlandi ,Danmörku, Svisslandi og þar næst kemur Bretland11. Þá vitum við það og bætist nýtt met í safnið. Ekki veitir af. MEÐAL ANNARA ORÐA Merkileg „játning" fallins engils UM ÞESSAR mundir standa yfir rjettarhöld í Sofía, höfuð- borg Búlgaríu, yfir fyrrverandi varaforsætisráðherra lands- ins, Traicko Kostoff. Hann er sakaður um að hafa m. a. rekið njósnir fyrir Breta, Bandaríkjamenn og Júgóslava. Þjóðviljinn skýrir frá þessum rjettarhöldum í gær og segir að Kostoff hafi gefið þá játningu að „verk hans hafi verið gegnsýrð einstaklingshyggju og persónulegri met- orðagirni-----“. Já, já, ekki er nú fallegt að heyra. Það er eins og fyrri daginn að hinir föllnu englar ,í kommúnistaflokknum koma ýmsu upp um innri mann sinn og athafnir, þegar þeir standa augliti til auglitis við „rannsóknardómara" sína. En Þjóðviljinn skýrir frá annarri athyglisverðri játningu vesalings Kostoffs. „Hann játaði einnig að hafa mælt með því í Moskva 1943 að Tito yrði falið pólitœkt hlutverk í Júgóslavíu.“ Hvílíkur glæpur! Hann „mælti með því í Moskva. 1943 að Tito yrði falið pólitískt hlutverk í Júgóslavíu.“ Þetta finnst rannsóknardómaranum stórkostleg „játning" og Þjóðviljan- um ekki síður. — En það, sem athyglisvert er við þessa yfirlýsingu hins fyrrverandi varaforsætisráðherra Búlgara og pótintáta hinna alþjóðlegu samtaka kommúnista, er það að samkvæmt frásögn hans hefur hið raunverulega kjör Titos, sem einræðisherra Júgóslavíu, ekki farið fram í hans eigin landi, heldur í Moskva. Sjálfur barðist Tito mikinn hluta styrjaldarinnar í heimalandi sínu. En það var í Moskva sem ákvörðunin var tekin um að honum skyldi falin for- ysta í stjórn Júgóslavíu. —- Blað kommúnista hefur með þessari frásögn, áreiðanlega óafvitandi og í fullkomnu gá- leysi, staðfest algerlega þá vitneskju manna, að allir þræðir f í stjórn kommúnistaflokka ihinna ýmsu landa sameinast í f einni hendi í Moskva. Það liggur nú eins greinilega fyrir og r.frekast getur orðið. Tt MtllftfftfffffMftMMU IIMllHIIIIHIIIIIUtUHHUm 2,000 smyglarar éhverjum sólarhring Eftir Eric Kennedy frjettaritara Reuters. EUPEN, BELGÍA: — Belgíu- menn, sem búsettir eru við þýsku landamærin, hafa verið varaðir við því, að ef þeir bæti ekki ráð sitt og hætti að að- stoða smyglara, kunni afleiðing in að verða meiriháttar glæpa faraldur í vetur. Belgísku stjórn arvöldin skora því á íbúa landa mærahjeraðanna að ljá yfirvöld unum lið í baráttu þeirra gegn smyglurunum, en smygl yfir þýsk-belgisku landamærin fer enn vaxandi. • • BEITA SKOTVOPNUM LÖGREGLAN skýrir svo frá, að smyglararnir sjeu undan- tekningarlaust vopnaðir. Þeir hika ekki við að skjóta, ef þeir halda, að þeim sje veitt eftir- för. „Sumir af íbúum landamæra hjeraðanna“, segir í skýrslu yfirvaldanna, „vinna að dreif- ingu smyglvara og ýta þannig undir þessa starfsemi“. Að sögn tollvarða við belg- isku landamærin, eru margir ötulustu smyglararnir „illa þokkaðir útlendingar, sem lifa á laun í Belgíu". Starfsbræður þeirra í Þýska landi, segja tollverðirnir, eru forhertustu glæpamenn lands- ins. UNGLINGAR OG BÖRN MARGIR „sendiboðanna", sem á hverri nóttu laumast yfir landamærin með smyglvörur, eru þýskir unglingar. Sumir eru jafnvel enn á barnaskóla- aldri. Allir eru þeir leiknir í list- inni. Þeir liggja í fylgsni tím- unum saman, ef þeir verða var- ir við eitthvað óvenjulegt á leið sinni. Einn af yfirmönnum belgisku tollgæslunnar sagði þeim, sem þetta ritar: „Eins og málum er nú háttað, yrðum við að hafa tollverði á bak við hvert ein- asta trje og tíunda hvert strá, ef við ættum að geta gert okk- ur vonir um að stöðva smyglið frá Þýskalandi. En sannleikur inn er sá, að við höfum einnig meir en nóg að gera við hol- lensku og frönsku landamærin. • • „EKKI TIL HEILSUBÓTAR“ „FRÁ ÞVÍ að gengi frankans var lækkað, hefir tala þeirra Frakka, sem koma til Belgíu, stóraukist. Og við vitum það vel, að fæstir þeirra koma hing- að sjer til heilsubótar“. Vitað er, að tugum tonna af kaffi er vikulega smyglað frá Belgíu til Frakklands, svo að- eins ein vörutegund sje nefnd. En ástandið er þó langverst við þýsku landamærin. Belg- isku yfirvöldin áætla þannig, að að minnsta kosti 2,000 smyglarar fari yfir þýsk-belg- isku landamærin á hverjum sólarhring. • • FIMM TONN Á DAG VÖRURNAR, sem smyglað er frá Belgíu til Þýskalands og seldar þar á svörtum markaði, eru einkum kaffi, súkkulaði, kókó, sígarettur og silki. Talið er, að smyglað sje allt að því fimm tönnum af kaffi á dag. Sumir smyglararnir eru þó of fífldjarfir. Nýlega stöðvuðu landamæraverðir vörubíl og dráttarvagn, sem á voru 20 tonn af kaffi, súkkulaði sykri og feitmeti. Vþrubílstjórinn afhenti vörð unum „opinber“ skilríki, þar sem skýrt var frá því, að Varn ingurinn væri gjöf til bág- staddra Þjóðverja. En skilríkin reyndust fölsuð, vörurnar voru gerðar upptækar og bílstjór- inn og fjelagi hans handtekn- ir. — • • „VÖRUTALNING“ TOLLGÆSLUHÚSIN belgisku á þessum slóðum eru eins og birgðaskemmur. „Vörutalning“ var hýlega framkVæmd í einu þeirra. í ljós kom, að eftirfar- andi hafði verið tekið af Framhala á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.