Morgunblaðið - 18.12.1949, Page 8

Morgunblaðið - 18.12.1949, Page 8
8 M O RGV N B L A Ð IÐ Sunnudagur 18. des. 1949. Næg atvinna og mikil framleiðsla í Færeyjum j PÁLL Ólafsson. ræðismaður íslands í Pæreyjum, var meðal farþega með Dr. Alexandrine hingað til Reykjavíkur s.l. þriðjudag. Hefur Morgunblaðið hitt hann að máli og leitað tíð- inda hjá ’ionum um atvinnu- líf og efnahagsmál Færeyinga um þessar mundir. Næg atvir.na og mikil framleiðsla Atvinna hefur undanfarið verið svo mikil í Færeyjum, segir Páll Ólafsson, að orðið hefur að flytja inn hundruð verkamanna, verslunarfólks og manna í ýmsum sjergreinum. Framleiðsla er þar mjög mikil og munu m.a. .verða flutt út á þessu ári um 30 þús. tonn af saltfiski, sem allt er selt, auk ísvarins fiskjar og hvalafurða. — Hvernig er afkoma al- mennings í Færeyjum? Hún er mjög góð og nægar vörur eru fluttar til landsins. Skömmtun er þar aðeins á ör- fáum vörutegundum. Hátekjur stríðsáranna eru að vísu horfnar og veruleg vandkvæði eru á útgerð hinna eldri togara Færeyinga. Isfirskir knattspyrnumenn heimsóktu Færeyjar í sumar, prúðir reglupiltar, sem gerðu landi okkar sóma. Annars átti jeg tal við rit- stjóra tveggja aðalblaðanna í Þórshöfn áður en jeg fór hing- að heim um ástand og horfur á ýmsum sviðum í Færeyjum, en að baki þeim standa tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir, Sambandsflokkurinn og Fólka- flokkurinn. Sögðu þeir mjer álit sitt á færeysku efnahags- og atvinnulífi, eins og það er nú. Ennfremur ræddi jeg við einn af bestu bændum Fær- evja um viðhorfin í landbún- aðarmálum. Jeg álít að orð þessara manna geíi góða hugmynd um Færeyjar 1 dag. ' Rálegra í færeyskum stjórnmálum Ejden Möller, ritstj. Dimma- lætting, málgagns Sambands- flokksins, komst m.a. þannig að orði: Þróunin hjer í Færeyjum hefur s.l. ár verið örugg og án meiriháttar breytinga bæði á sviði stjórnmála og efnahags- mála. Það er nú liðið rúmlega hálft annað ár síðan að hin færeysku heimastjórnarlög, sem ákveða stöðu og stjórn Færeyja innan danska ríkisins, komu til fram- kvæmda. Hefur öldurnar nú lægt verulega í hinni sterku þjóðernisbaráttu, sem staðið hefur yfir í mörg ár og hafði ekki hvað síst mikil áhrif á af- stöðuna til Danmerkur. í bili eru engin færeysk- dönsk ágyeiningsmál ofarlega á baugi og í Lögþinginu er að- allega unnið að innanlandsmál um okkar Færeyinga. í árslok 1950 eða byrjun árs ins 1951 eiga að fara fram kosn ingar til Lögþingsins, sem háð- ar skulu fjórða hvert ár. En undirbúningur þessara kosn- inga er ennþá ekki hafinn. •— Kcsningaáróðurinn hjer í Fær- Togaraútgerðin á við erfiöleika að etja Frásögn Páls Ólafssonar ræðismanns Islands í Þórshöfn. eyjum byrjar sjaldan fyrr en rjett fyrir kosningarnar. Flokkaskiptingin í Lögþinginu Flokkaskiptingin í Lögþing- inu er nú þannig, að Sam- bandsflokkurinn hefur 6 full- trúa, Fólkaflokkurinn 8, jafn- aðarmenn 4 og hægfara Sjálf- stjórnarflokkurinn 2. Land- stjórn eyjanna er mynduð af Sambandsflokknum, jafnaðar- mönnum og hægfara Sjálf- stjórnarmönnum. — Forsæti ctjórnarinnar skipar lögmaður- inn, Andreas Samuelsson, sem í mörg ár hefur verið formað- ur Sambandsflokksins. Land- stjórnin fer með æðsta vald í innri málefnum Færeyja ásamt hinum danska ríkisumboðs- manni, H. C. Vagn-Hansen. Ut- anríkismálum er framvegis stjórnað frá Kaupmannahöfn en Færeyingar hafa rjett til að senda fulltrúa til samninga við útlönd um mál„ sem snerta Færeyjar sjerstaklega í við- skiptalegum efnum. Ennfremur er hagsmuna Færeyinga gætt af 3 rikisþingmönnum frá þeim, tveimur í fólksþinginu og ein- um í landsþinginu. Fjölþætt löggjöf Lögþingið hefir s.l. ár sett margvíslega löggjöf fyrir Fær- eyjar. Má þar á meðal nefna víðtækar umbætur á fjelags- málalöggjöfinni, elli- og slysa- tryggingar hafa verið hækkað- ar með aðstoð Dana. Ennfrem- ur hafa verið sett ný lög um vinnufólk og lög um laun kenn ara. Færeyingar og danska rík ið bera sinn helming hvor að- ili af kostnaðinum við hina nýju fjelagsmálalöggjöf og lög- in um laun kennara. Af hag- nýtum framkvæmdum, sem Færeyingar nú standa andspæn is, má nefna víðtækar umbæt- ur í sjúkrahúsmálum og mikl- ar hafnarframkvæmdir hafa staðið yfir allt þetta ár. Eru þær fyrst og fremst við höfn- ina í Þórshöfn sém er verið að stækka verulega. Munu þær kosta um 10 miljónir króna. En það er einnig unnið að hafn arbótum á öðrum þýðingar- miklum útgerðarstöðum, svo sem á Suðurey, Norðureyjun- um og Vogey og Austurey. Góður afli við Grænland Á sviði verslunar og við- skipta hefir þetta ár verið Fær- eyingum hagstætt. Aflabrögð við Grænland voru mjög góð. Var meginhluti aflans saltaður og fluttur út til Suður-Evrópu, þar sem gott verð fjekkst fyr- ir hann. En útflutningi ísvar- ins fiskjar til Englands var einnig haldið áfram enda þótt sá útflutningur væri miklu minni en undanfarin ár. Fær- eyski togaraflotinn, en í honum Póll Ólafsson. eru nú um 40 skip, á í bili við örðugleika að etja þar sem kostnaðurinn við rekstur þeirra er orðinn mjög mikill. Flestir togaranna hafa þó stundað veið ar allt árið og nú eru margir þeirra að veiðum í Hvítahafi. í Færeyjum hefir eins og víða annarsstaðar verið mikill skort ur á húsnæði hin síðari ár en sá skortur er nú í rjenum eftir að skömmtun hefir verið ljett af byggingarvörum. Um þess- ar mundir er verið að byggja mörg hús í Færeyjum, bæði í- búðarhús fyrir 1—2 fjölskyld- ur og verslunarhús. Byggingar- efnið er aðallega sement, timb- ur, sem flutt er inn frá Dan- mörku og Svíþjóð. Höftin afnumin Flest styrjaldarhöftin hafa nú verið afnumin í Færeyjum. Þannig er aðeins skömmtun á kaffi, smjörlíki og sykri. — Skömmtun á þessum vörum verður ef til vill afnumin á næsta ári. Verðlagi er haldið niðri og verðbólgan, sem um tíma var yfirvofandi, virðist vera liðin hjá. Færeyingar flytja inn nær allar nauðsynj- ar sínar frá Danmörku (mat- vörur) og Englandi (kol, vefn- aðarvörur o. s. frv.). Útflutningurinn er eins og áð ur var sagt fyrst og fremst fisk ur, sem seldur er til Englands, ítalíu og Spánar. Nokkrar fleiri afurðir éru fluttar út svo sem málning, sem unnin er úr fær- eyskum fjallaleir, unnar ullar- vörur, vetlingar, treyjur o. fl. Á Suðurey eiga Færeyingar sína eigin kolanámu, sem sjer okkur að verulegu leyti fyrir kolum. Kol til iðnaðar og skipa verður þó að flytja inn frá Bret- landi. Konungskoman stærsti viðburður ársins Stærsti viðburður ársins í Færeyjum var koma Friðriks konungs og Ingriðar drottning- ar í júlímánuði. Mikill viðbún- aður hafði verið hafður undir konungskomuna og konungs- hjónin heimsóttu auk Þórshafn ar mörg hinna færeysku byggða laga og komust þannig í kynni við fólkið. Var komu þeirra al- mennt fagnað mjög. Færeying ar hafa jafnan verið konugs- hollir menn. Það vakti sjerstaka ánægju að Ingríður drottning vígði nýjan barnaleikvöll í Þórs höfn og ber hann nafn drottn- ingarinnar. Þetta voru ummæli Ejden Möller ritstjóra Dimmalætting, málgagns Sambandsflokksins. Það, sem að Knut Vang, rit- stjóri Dagblaðsins, sem er mál- gagn Fólkaflokksins sagði mjer var fyrst og fremst um útgerðina í Færeyjum, segir Páll Ólafsson. Knut Vang komst m. a. þannig að orði: Erfiðleikar togaraútgerðarinnar Hluti af togaraflota Færey- inga er í dag rekinn með tapi. Á það einkum við hin eldri og minni skip. Það er augljóst orð- ið að framleiðslukostnaður þeirra er orðinn of mikill. Önn ur orsökin eru ljeleg aflabrögð þeirra. Er óhjákvæmilegt að vinna að vísindalegum rann- sóknum til eflingar útgerð okkar, Höfum við gert okkur vonir um að sjómannaskóli í Færeyj- um gæti stuðlað að þessu. Mín skoðun er sú, og hún er í sam- ræði við skoðun margra ann- ara, að við verðum að gjör- breyta sjómannaskóla okkar og gera hann að fiskveiðaskóla þannig að sjómenn okkar læri þar ekki aðeins siglingafræði heldur að fara með ný veiðar- færi og margt annað er viðkem ur tækni og nýjum vinnubrögð- um við fiskveiðar. Við verðum eins og íslending ar að reyna að gera útgerð okk- ar fjölþættari. Við erum nú aftur byrjaðir að. fullverka saltfisk. Þá fram- leiðslu verðum við að auka. — Jafnframt því verðum við að kynna okkur frystingu fiskjar og afla markaða fyrir fryst fiski flök. Hvað viðvíkur niðursoðn- um fiskiafurðum þá er .1. F. Kjölbro í Klakksvík forgöngu- maður á því sviði. Ætti hann að njóta opinbers styrks til þess að leita erlendra markaða fyrir framleiðslu sína. Vandamál togaraútge’.ðar okkar verða ekki leyst nema allir leggist á eitt um það. — Fólkaflokkurinn vill styðja einkarekstur þeirra og vili að Lögþingið styrki útgerð þeirra. En engin ákvörðun hefur verið tekin um þetta mál ennþá. — Meirihluti Lögþingsins hefur ekki getað leyst það. Forgöngumenn um Grænlandsveiðar. Við byggjum miklar vonii á fiskveiðunum við Grænland og erum þess fullvissir að það mundi borga sig að koma upp miklum mannvirkjum í Færey- ingahöfn. Færeyingar hafa s.l. mannsaldur verið forgöngu- menn um Grænlandsveiðar en ef við eigum ekki að verða þar eftirbátar annara verðum við að byrja á mannvirkjagerð þar á næsta sumri til þess að skcpa okkur bætta aðstöðu til veið- nana. Færeyingar hafa ekkert á móti samvinnu við aðrar þjóð- ir í Grænlandi, en sú samvinna verður að vera á jafnrjettis- grundvelli. Síðustu árin hafa handfæra- veiðar við Grænland gefið góð- an arð. Þær hafa þann kost fram yfir línuveiðarnar að til- kostnaðurinn er minni. En Fær- eyingar hafa svo slæma reynslu af handfæraveiðunum frá fyrri tímum og þeim hungurlaunum, sem þær veittu fyrir stríð, að jafnvel þó þær sjeu allarðsam- ar nú má það ekki hindra að allt verði gert til þess að greiða götu nútímaveiðiaðferða, botn- vörpu-, herpinóta- og linu— veiða. Hvalveiðarnar við Færeyjar eru þýðingarmikill þáttur at- vinnulífs okkar. Á næstu árum verðum við einnig að notfæra okkur betur með nýtísku veið- arfærum síldargöngurnar, sem árlega leggja leið sína fram hjá landi okkar. Dreifðasti fiskiskipaflotinn. Færeyingar eru minnsta Norð urlandaþjóðin. En engin þjóð á Norðurlöndum á fiskiskip sín dreifð um svo stór svæði sem þeir. Jafnvel þót að við vildum viðhalda þessu ástandi og treysta aðstöðu útgerðar okk- ar í Grænlandi, þá er einnig mikil þörf á að við gerum eitt- hvað fyrir bátaútveginn heima fyrir. Síðustu árin hafa margar hafnir verið gerðar hjer, en við þurfum að fá enn fleiri. Færeysk fiskimið hafa vcrið hart leikin af erlendum vciði- skipum. Danska stjórnin hefur ekki varið fiskimið okkar, held ur vanrækt það fullkomlega. Það er ósk okkar að taka sjálfir landhelgisgæsluna í okk- ar hendur. Getum við í þessu efni byggt á reynslu íslendinga. Fylgjast með íriðunartilraunum íslendinga. Við fylgjumst með tilraunum íslendinga til friðunar fiskimið- um sínum með miklum áhu.ga. Að sjálfsögðu viljum við sem lengst halda þeim rjettindum, sem við höfum í íslenskri land- helgi og vonum að um þau megi semja á vinsamlegum grundvelíi án nokkurs milliliðs. | Við óskum einnig að taka þátt í vísindalegum rannsóknum á þeim slóðum, sem fiskifloti okk ar sækir til og álitum að hann gæti veitt alþjóðlegum hafrann sóknum töluverða aðstoð ef sam vinna tækist við han. Fjárlögin nálgast 10 miljónir kr. Fjárlög munu á næsta ári nálgast 10 milj. kr. Tekurnar fást aðeins með sköttum og toll- um. Lögþingsskatturinn, sem er tekjuskattur, er rennur í land- sjóð Færeyja, hefur farið hækk andi en hefur þó hingað til /er- ið lægri en hliðstæður skattur í hinum Norðurlöndunum. Fvrir Lögþinginu liggur nú frum- varp um eignarskatt. En óvíst er að það verði samþykkt. Framhald á bls.12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.