Morgunblaðið - 22.12.1949, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 22. des. 1949.
Framhaldssagan 41
11111111111111 nitiimiiiiiiiimiimimimtMiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiimmiimiiiHiimmiiiii .
j, iMiimmiMmmmmimM
Hún hafði heyrt höggin. —
Henni hafði verið svarað. Hún
tók af sjer annan skóinn og
barði með hælnum í rúðuna.
Hún brotnaði og brotin hrundu
niður á gólfið. En hávaðinn var
ekki mikill. Hún var viss um
að enginn hefði heyrt það. Hún
beygði sig yfir gatið. „Francis“.
Francis reyndi af öllum
mætti að svara, en kom ekki
upp nokkru hljóði. Hann barði
í gólfið með hælunum.
„Francis! Heyrirðu til mín?
Hann barði aftur i gólfið.
„Geturðu ekki talað?“
Hann barði tvisvar.
„Berðu tvisvar fyrir nei,“
hvíslaði hún, „og einu sinni fyr
ir já“.
Ekkert svar.
„Geturðu ekki talað?“
Hann barði tvisvar.
„Er þetta ekki Francis?"
Hann barði einu sinni.
„Guði sje lof“, sagði hún. —
„Ertu særður?“
„Nei“.
„Hvað á jeg að gera?“
Ekkert svar. Hverju gat hann
svarað?
„Kemst jeg inn?“
„Nei“.
„Á jeg ekki að fara og sækja
hjálp?“
„Jú“.
„Ertu í hættu?“
„Já“. Ó. Mathilda, og það
ert þú líka Flýttu þjer. Flýttu
þjer burt. En hann gat ekkert
sagt. Hann barði bara einu
sinni.
„Jeg fer og sæki lögregluna“.
„Já“.
Hann langaði til að hrópa:
Tyl, þú mátt ekki sækja
Grandy. Forðastu hann í
lengstu lög. Þú mátt ekki einu
sinni segja honum að þú hafir
fundið mig. Flýttu þjer bara
strax til lögreglunnar eða ein-
hverra yfirvalda. Flýttu þjer
áður en kvenmðaurinn sjer þig.
En farðu varlega. Þú mátt ekki
hlaupa. Ó, Tyl, vertu varkár.
„Jeg flýti mjer“, sagði hún.
Honum fannst hún mundi hafa
lesið hugsanir sínar. Hann
barði einu sinni í gólfið. „Já“.
„Vertu óhræddur", sagði
hún.
Hann gat ekki svarað því.
Vertu óhræddur. Hvernig átti
hann að geta annað en verið
hræddur? Ó, Tyl, hún hafði
opin augun. Hún hafði fundið
slóðina. En hann gat ekki tal-
að. Hann gat ekki varað hana
við. Bara að hún færi nú beint
til lögreglunnar og færi var-
lega. Bara að hann hefði getað
sagt henni það.
Hann var orðinn vongóður
núna .... alltof vongóður. Það
var hræðilegt að vera þannig
á milli vpnar og ótta. Hann var
hræddur vegna hennar. Hann
óskaði þess næstum því að hún
hefði ekki fundið hann. Hann
sneri til höfðinu á gólfinu í ör-
vinglun. Hann óskaði þess jafn-
vel frekar að geta verið róleg-
ur í vonleysinu.
29. KAFLI.
Mathilda fór aftur í gegnum
limgirðinguna. Hún beygði sig
niður og bóttist taka eitthvaðj
upp, ef ske kynni að konan I
í næsta húsi væri enn við glugg
KT OG SAKLEYSI
Eftir Charlotte Armstrong
IM IIMMMMIIMMMIIMIIIIIIMIIIIIIIIIMMIMIIIMMIMIIMIIMIMIIMIMIMMMMMMIIIMIIMMIIIMIIMIIIIHIMIMIIIIIIIIMimillllMIIMIIIIIMMIIIIMMMMIMII
ann.
Svo gekk hún greitt yfir grás
flötina og út á götuná. Hún
gekk dálítinn spotta eftir göt-
unni, en svo tók hún til fót-
anna og hljóp eins og fætur
toguðu Hún hafði ákafan hjart
slátt og náði varla andanum.
Hún varð fyrst og fremst að
komast nógu langt í burtu og
komast svo í síma. Henni var
svo umhugað um að flýta sjer
að hún tók ekki eftir gamla bíln
um, þangað til hún heyrði
hvellt bílflaut og hann rann upp
að gangstjettinni. „Tylí Tyl!“
Hún átti fullt í fangi með að
nema staðar.
„Tyl! Hvað er að þjer, vina
mín“.
Og Grandy steig út úr bíl-
skrjóðnum og greip um axlir
hennar. Elsku Grandy. Hann
mundi vita, hvað hún ætti að
gera. Hún var búin að gleyma
öllu nema því einu að hún var
að flýta sjer og hún varð að
bjarga Francis. Og þarna var
Grandy komin til að hjálpa
henni. Alla sína ævi hafði hún
trúað honum fyrir vandræðum
sínum.
Hún fleygði sjer í fang hans.
Henni ljetti svo að hún fór að
gráta.
„Ó, Grandy, jeg .... jeg er
búin að finna Franeis. — Jeg
fann hann. Það hefir eitthvað
hræðilegt skeð“.
„Svona“, sagði hann. „Svona,
Tyl. Stilltu þig og reyndu að
segja mjer alt“.
„Ó, Grandy, þú verður að
hjálpa mjer að finna lögreglu-
þjón. Eða einhvern til að ná
honum út. Hann er þarna inni.
Hann er þarna“.
„Hvar?“
„í kjallaranum. Hann er bund
inn. Hann getur ekki talað. Ó,
Grandy, við verðum að flýta
okkur“.
„Þú Segir að þú hafir fundið
Francis? Ertu alveg viss?“
„Auðvitað. Það er hann. Ó,
Grandy, flýttu þjer“.
„En hvar, vina mín?“
___„í húsinu þarna. Þessu hvíta.
Sjerðu það ekki? Hann er þar
í kjallaranum. Jeg sá það í
gegnum gluggann. Hvað eigum
við að gera?“
„Ná í lögregluna", sagði
Grandy. „Tyl, vina mín, hvern-
ig...... Heyrðu, ertú alveg
viss?“
„Já, alveg viss“.
„Sá nokkur þig?“
„Jeg veit það ekki. Þessvegna
verðum við að flýta okkur“.
„En hvernig veistu að það var
hann?“ i *
„Jeg braut rúðuna“.
„Tyl, vina mín. . . .“.
„Ó, flýtum okkur. Hann er í
hættu“.
„Já“, sagði hann. „Það er eitt
hvað bogið við þetta“. Nú var
hann ekki undrandi lengur en
rólegur og ákveðinn. Hann
mundi áreiðanlega gera það sem
rjett var. „Tyl, heldurðu að þú
getir tekið bílinn og farið og
fundið einhvern síma. Þú hring
ir í lögregluna. Spurðu eftir
Gahagen sjálfum. Heldurðu að
þú getir það ekki?“
„Jú, jú, jeg get það“, sagði
hún.
„Á meðan fer jeg og hefi auga
með húsinu“.
„Ó, já“, sagði hún ánægð. —
„Það er einmitt ágætt, Grandy.
Þú ferð og heldur vörð .... þú
heldur vörð um Francis".
„Já, það er einmitt", sagði
hann. ,.Þú hringir úr einhverj-
um símaklefa. Við viljum ekki
að þetta frjettist út um allan
bæ“.
„Láttu mig fá tuttugu og
fimm eyring“, sagði hún ákveð-
in.
Hann vissi að hún mundi fara
eftir þessum fyrirmælum hans.
Hún mundi reyna að ná sam-
bandi við Gahagen. Það mundi
allt taka sinn tíma.
Frú Press opnaði bakdyrnar
tortryggin á svip. En þegar hún
sá hver var kominn, opnaði hún
upp á gátt.
„Ofan í hvað getum við
stungið honum?“ spurði Grandy
án nokkurra málalenginga.
„Ferðakistu“, sagði hún.
„Náðu í hana“.
„Hún er uppi á háalofti“,
„Dragðu hana niður“.
Hún skildi að mikið lægi á,
svo hún fór án þess að spyrja
neins. Grandy fór í símann.
„Press? .... Getur þú sent
flutningabifreið hingað innan
fimm mínútna? Það liggur á.
Löreglan. Segðu þeim að þeir
eigi að ná í kistu“. Svo bætti
hann við og byrsti sig: „Það
er tilgangslaust að senda hann
ef hann getur 'ekki verið kom-
inn innan fimm mínútna. Þú
veist hvað er í húfi. Þetta er
þitt hús.....Já, jeg átti líka
von á því. Segðu þeim að hún
sje full af bakteríum. Tauga-
veikisbakteríum, eða hvað þú
vilt“.
Grandy lagði tólið frá sjer.
Skellir og dynkir heyrðust
ofan úr stiganum. Hann fór
fram á ganginn og hjálpaði frú
Press með stóru kistuna.
Þau fóru bæði niður til að
sækja Francis. Þótt hann væri
rammlega bundinn á höndum
og fótum áttu þau þó fullt í
fangi með að ráða við hann. .—
Hann barðist um í höndunum
á þeim eins og hann mögulega
gat. Hann vissi að eitthvað illt
var á seyði. Þessi mikli flýtir
gat aðeins stafað af því að Tyl
hafði sagt eða gert eitthvað, svo
að Grandy hafði komist að því
að hún hafði fundið hann. Nú
var öll von úti. Hann mundi
aldrei fá að sjá hana aftur og
þakka henni fyrir og útskýra
þetta allt fyrir henni. Sárast
var að fá aldrei að sjá hana aft-
ur. —
Konan var sterk og Grandy
hafði líka furðu mikla krafta,
þótt hann væri farinn að eld-
ast. Þau drógu hann með mikl-
um erfiðleikum upp kjallara-
tröppurnar. Viðureignin uppi í
anddyrinu var ógeðsleg og varla
hægt að lýsa henni með orðum.
Það var eins og tóma kistan
gini við bráðinni. Og maður-
inn, lifandi en vanmáttugur,
neitaði að fara ofan í hana.
En hann beið lægri hlut. Um
leið og hann steyptist ofan í
kistuna, slóst höfuðið við, svo
að hann missti meðvitundina.
„Best að Ijúka því af núna“,
sagði konan og bljes mæðinni.
í klandri með Simba
Etfir GILBERT VEREN
13.
Hann stóð upp, trítlaði yfir sviðið og kom að Simba. —
Jeg get ekki þolað svona fílfulæti, sagði hann. — Ef þú
vilt vera fyndinn, þá verðurðu þó að halda þig innan rjettra
kurteisistakmarka. Þú ættir að reyna eitthvað annað. Varstu
ekki eitthvað að tala um töfrabrögð við mig. — Svoleiðis
myndi vera fólkinu til skemmtunar.
— Fyrirgefið, fyrirgefið, skólameistari, stamaði Simbi út
úr sjer. Mjer þykir þetta ákaflega leitt, en jeg var orðinn
svo spenntur, að jeg vissi ekkert, hvað jeg var að gera.
Jú, það var alveg rjett, við getum sýnt hjerna nokkuí
töfrabrögð. Tommi farðu og sæktu áhöldin.
Áhorfendurnir voru nú orðnir reglulega áhugasamir og
þeir voru þegar búnir að fyrirgefa okkur allar fyrri mis-
gjörðir. Jeg staulaðist inn á leiksviðið með stóran skáp, sem
innihjelt áhöldin okkar og lagði hann fyrir framan Simba,
sem ræskti sig og sagði:
— Herrar mínir og frýr, — nei, frúr, sagði hann. Jeg
ætla nú að sýna ykkur snilldarlegt bragð. Jeg hef hjerna
tvö nýorpin egg. Þið getið sjálf sjeð, að þau eru alveg ný.
Takið nú eftir. Jeg legg þessi egg í stráhattinn minn, sem
hjálparmaður minn heldur á. Svo mun jeg slá á botninn á
stráhattinum með þessu priki, svo að eggin kastast upp og
lendir í hægri jakkavasa mínum. Viðbúnir. Einn, tveir og
þrír og nú.
Bjáninn sá arna, hann Simbi hitti alls ekki sjálfan hatt-
inn, heldur kom höggið á hnúana á mjer, svo jeg sárkenndi
til. —•
Krafturinn af högginu var samt svo mikill, að eggin köst-
uðust upp og fóru í sitt hvora átt. Annað lenti á píanó-
nótunum, en hitt kastaðist upp í lampann og datt þaðan á
ennið á skólameistaranum, en allt innihaldið lak niður á
andlit hans. Við þetta stóðu nokkrir fínustu mennirnir upp
14.
cg gengu út, þar á méðal skólameistarinn sjálfur, sem sam-
tímis var 1 óða önn að hreinsa eggjasletturnar framan úr
sjer með vasaklút.
„Æ, jeg hef ekki húið lil op
fyrir höfuðiS, jeg var húin að
steingleyma, að þú hefðir höfuð“.
★
Hún heimtaði að hafa með sjer
ótölulegan fjölda kjóla og þau komu
á járnbrautarstöðina hlaðin farangri.
„Jeg vildi“, sagði eiginmaður henn
ar hugsandi, „að við hefðum tekið
píanóið með okkur.“
„Vertu ekki að reyna að vera fynd-
inn,“ hreytti hún út úr sjer.
„Jeg er ekki að reyna að vera
fyndinn," svaraði hann dapurlega,
„jeg skildi farseðlana eftir á þvi.“
Nærgætni.
Frú Greetv- „Tómas, heyrði jeg
ekki klukkuna slá tvö um leið og
þú komst inn?“
Hr. Green: „Jú, elskan, hún byrj-
aði að slá tíu, en jeg stöðvaði hana,
svo að hún vekti þig ekki.'
★
Smith: „Konan mín er sannarlega
nýtin. Hún bjó mjer til bindi úr
gömlum kjól, sem hún átti.“
Jones: „Það er ekkert. Konan mín
bjó sjer til kjól úr bindi sem jeg
átti.“
★
Eiginmaðurinn: „Við ættum að
hugsa ofurlitið um framtiðina, við
verðum að spara meira. Ef jeg dæi,
hvar værir þú þá stödd?“
Konan: „Jeg! Nákvæmlega hjer.
Spurningin er. Hvar myndir ])ú vera
staddur?"
★
Stúdent vi8 annan stúdent.
„Jeg var að lesa áðan í blöðunum,
að niu prófessorar og eimi stúdent
hefðu farist i flugslysi.“
Hinn: Ó, vesalings maðurinn.“
★
Rektor háskóla var eitt sinn sagt,
að einn af stúdentunum drykki meira
en góðu hófi gengdi. Rektor ákvað
að gera skyldu sína og athuga málið
Nokkrum dögum síðar, skömmu eftit
morgunverð, mætti hann slúdentin-
um, gekk beint til hans og spurði:
„Ungi maður, drekkið þjer?“
„Hva — hva — hva,“ stamaði ungi
maðurinn, „hað, herra rektor, ekki
svona snemma morgúns, þakka yður
fyrir.“
IIMMMMMIII
Húsnæði
Togarasjómann vantar íbúð nú
þegar, 2 herbergi og eldhús
Tvennt fullorðið í heimili. Árs
fyrirframgreiðsla og einhver
húshjálp. Tilboðum sje skilnð á
afgr. blaðsins fyrir lnugardag
merkt: ,,Húshjálp — 280“.
7IIIIIIIIIMIMIMIIIMIMMIMMMMIMMMMMII
EINAR ÁSMUNDSSON
hœatarjettarlögma'Sur
Skrifstofa ;
Tjarnargötu 10. — Sími Í407.