Morgunblaðið - 24.12.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1949, Blaðsíða 2
c MORGUTSBLAÐÍÐ Laugardagur 24. des. 1949. ^ Sigurður Guðmundsson skólu- aneisturi — Sn memorium Alexandrína drottning JEG SJE á blöðum að heiman að Sigurður Guðmundsson skólameistari hefur verið graf- •inf- eir.s og eitt af stórmennum landsins, með viðhafnarmikilli jarðarför, minningarathöfnum oórðan lands og sunnan, og löngum eftirmæium í blöðum allt a ílokka. Er vel til þess að vita að slík viðurkenning hefur hlofcnast manni, sem ekki vann sifcí dagsverk á neinum þeim vettvangi, sem beinast blasir við sjónum almennings, nje er umtéikinn hávaða hins opin- bera lífs. Hundruð af gömlum nemendum hafa við lát kenn- ar og skólameistarans minnst þessa einstæða manns af hlýjum og þakklátum hug, og samtök myndast um að lyfta kistu hans hátt þegar hún væri borin til moldar. Því eldri sem jeg verð því meira met jeg mína gömlu kennara, því betur skilst mjer trúmennskan og hinn góði vilji í sfcarfi þeirra flestra; viljinn til þess að koma þessu ung- viði, sem þeir höfðu fyrir framan sig í skólastofunni, til nokkurs þroska og færa því sem rr.est af hinni dýru gjöf þekkingarinnar. Starf kennar- an heimtar þrautsegja, og ó- endanlega mikið af góðu skapi; það þarf að endurtaka og end- urtaka; skýra sömu hlutina aft ur og aftur; berjast við tregðu og áhugaleysi, stundum hálfs bekksins, stundum nálega allra. Ken narar eru eðlilega misjafn- ir, og góður vilji og mikil þekk ing ekki einhlít. Náðargáfu kennarans — ást á sinni náms- grein, sem kveikir sömu ást í brjóstum nemenda — hafa þeir útvöldu einir svo að um mun- ar og kennslustundin verði að upplyfting og opinberun. Hinn fyr -ti kennari minn, sem hafði þer: x náðargáfu, vpr Hallgrím- uj Jónsson. sem kenndi okkur íslensku í áttundá bekk barna- skólans. Hann gat ekki sitið kyrr í sæti sínu, en gekk bros- andi um gólf og kenndi. Þetta bros kom til af því, að hann var ástfanginn af íslenskunni, og af kvæðum skáldanna. Og við krákkarnir urðum það líka. Sigurður Guðmimdsson var á Ijettasta skeiði, rúmlega þrítugur. þegar hann tók við okkur í tvö ár, og Itenndi okk- ur íslehsku í þriðja og fjórða bekk Menntaskólans í Revkja- vík. — þar sem hann var þá stundakennari, í ígripum. Hver kennslustund hans var sem fjörvsprettur í ungum gæðing, og vítt farið vfir og útsýn-opn- uðust, í hressandi lofti. undir háum himni. Jeg vona að jeg geri engum af mínum gömlu kennurum órjett þó að jeg segi, að þessar stundir mennt- uðu mig best á mínum skóla- árum, Það skal fúslega játað að það er hægara að vera skemmtilegur kennari þegar kennslubækurnar eru Egla og Njála, en ekki t. d byrjenda- bók t latínu eða þýsku. Það er auðveldara að muna t>á tiifra sem Ijeku um þessar Eftir Kristján Albertson istundir, en að gera grein fyrir |þeim með dæmum um aðferð jog tök kennarans. Ekkert sem laf vörum hans kom gat nokkru sinni orðið að þurri fræðslu. j Allt. sem hann snerti á, varð líf og andi. Að heyra hann skýra merking í orði var að berast langt aftur í aldir og standa þá frumhugsun að verki [sem hafði skapað sjer málið, |og gefið því svip af lundarfari og lífi kynsins. Við höfðum áð- ur lesið foiman skáldskap með öðrum kennara, en að lesa Höfuðlausn og Sonartorrek með Sigurði Guðmundssyni var að finna anda norrænunnar svífa yfir vötnunum. Að lesa með honum blaðsíðu i Njálu var að komast að raun um, að það stóð miklu meira á þessari blaðsíðu, en nokkurn okkar hafði getað órað fyrir. Við skild um hina látlausu tignu list sög- unnar, að segja óendanlega mikið með fáum tiisvörum, eða einni stuttri setningu, og að hefja menn og viðburði upp á efra svið. þar sem allt var í senn dularfullt og ljóst, stór- fenglegt og mannlegt, og göfg- að krafti og yndisleik málsins. Við skildum að listin var feg- ursta afrek mannsins, að henn- ar var mátturinn til að gefa hlutunum æðra líf og ódauð- legt gildi. Eins og kennari spilar Beet- hoven eða Chopin með nem- anda sínum til þess að kenna honum að spila, eins las Sig- urður Eglu og Njálu með okk- ur til að kenna okkur að lesa — taka eftir, njóta, hugsa, skilja. En hinsta takmark kennslu hans lá þó ofar og ut- ar. Handan við bækurnar lá hið raunverulega líf, og fram undan beið okkar starfið, og okkar eigin óorðna æfi — það var ekki nóg að gera okkur að góðum lesendum, hitt hlaut að verá aðalmarkið, að gera okk- ur að góðum og nýtum mönn- um. íslenskan og bókmenntirn- ar voru í hönd Sigurðar Guð- mundssonar eins og heilög ritn ing í hönd prestsins, þangað sækir hann guðspjall dagsins. Hann var síhugsandi um mann leg efni, og að eðlisfari sáð- maður, hans mesta yndi að gróðursetja í ungum hjörtum hinar eilífu bestu nugsanir mannsandans. sem eru upphaf allrar visku og alls rarnaðar. Af þessum hreina góða vilja voru ræður hans sprottnar. þeg ar hann kvaddi nemendur sína á vorin á sal Akureyrarskóla. Sigurður Guðmundsson elsk aði sína námsgreín, en þó fyrst og fremst sína nemendur, þessa aðkomuhópa af vaxandi ungl- ingum, sem lögðu leiðina út í lífið í gegnum kennslustofu hans, horfðu til hans sínum spurulu augum, og bjuggust við hjálp til að verða að mönn- um. Og hann elskaði þá eins og kennari á að elska nemendur sína —- var forvitinn um hæfi- leika þeirra, eggjaði krafta þeirra, og gladdist með þeim, yfir hverjum sigri. Ef einhver heldur af því sem á undan er sagt, að kennsla hans hafi ver- jð löng eintöl eða prjedikanir, þá er ekkert fjarri sanni. ■— Kennslustundir hans voru sam töl, galdur hans var einmitt sá, að gera allan bekkinn eins lif- andi og hann gat orðið. Og það var eins og hann ætti alltaf von á því, að einhver okkar segði eitthvað gott — og þegar það kom, hin greindarlega athuga- semd, hið gáfulega svar, þá rjeði hann sjer ekki fyrir fögn- uði. Hver okkar man ékki Sig- urð Guðmundsson, þegar svo bar undir, spretta úr sæti sínu og þjóta aftur í bekk (eins og aðrir kennarar gera í bræði) — allur eitt gleðibros frá hvirfli til ilja: „Má jeg þakka yður fyrir orðið!“ Og sá, sem fyrir viðurkenningunni varð fann hönd hans á öxl sinni, hlýja, órólega hönd, sem sló og klappaði í senn. Eða þá ánægj- an þegar hann Ijet lesa upp góðan stíl. Þegar honum líkaði eitthvað vel var lofið látið úti af drengilegri rausn. — Góðan stíl gerði hann að bókmennta- legum viðburði í skólanum. Maður var frægur það sem eft- ir var vetrar. Hann stansaði okkur á götu, tók sjer göngutúr með okkur, bauð okkur í kaffihús, bauð okkur heim til sín, lánaði okk- ur bækur, og var alltaf reiðu- búinn að ræða þær spurningar, sem við vorum að glíma við. Hann var góður við okkur, á- kaflega góður við okkur. Og alltaf þegar maður hitti hann síðar minntist hann á gamla nemendur, frá ýmsum tímum, eins og honum fyndist hann eiga eitthvað í okkur öllum. Kannske var engum manni á landinu persónulega annt um eins marga menn og Sigurði Guðmundssyni. Þegar við komum í fimmta bekk var hann ekki lengur kennari okkar, en við vildum ekki vera án hans. Við báðum hann að lesa með okkur úti í bæ einhver skáldrit, og hann valdi tvö af verkum Ibsens, Kongsemnene og Brand. Jeg hygg að það sje einsdæmi í annálum skólans, að nemendur hafi sjeð svo eftir kennara, að þeir hafi beðið hann að lesa með sjer utanskóla bækur, sem ekki voru kenndar í skólanum, og engin skylda að vita nein deili á. Sigurður Guðmunds- son vildi ekki taka við neinu kennslugjaldi, en við þökkuð- um honum með því að gefa honum litla standmynd af Kristi, „hinum góða hirði“. — Hann skyldi þá hugsun, sem rjeði þessu váli. Við fundum að gjöfin gladdi hann. ★ Það er heiður Sigurðar Guð- mundssonar, að hafa á þessari öld, þegar þorrinn af hæfi- leikamönnum keppir þangað Framh. á bls. 12. Alexam Dana á sjötugsafnii ALEXANDRINA ekkjudrottn- trausts og virðingar þjóðau ing Dana á sjötugsafmæli í sinnar. dag. Hún ein drottning gisti : ísland, alla þá tíð, sem þjóðin hafði konungsstjórn. Hún kom hingað fjórum sinnum með manni sínum, Kristjáni heitn- j um X. i Alexandrina drottning á fl miklum vinsældum að fagna meðal dönsku þjóðarinnar, að verðleikum. Hún er gáfuð kona og látlaus og alþýðleg í ( framgöngu. Hún var manni ( sínum hin styrkasta stoð á þrengingarárum Dana, og þeg- | ar hann og þjóð hans urðu að þola margskonar þungt mót- læti. Er Alexandrina drottning kom hingað til lands, kepptist íslenska kvenþjóðin um, að sýna henni hlýleik og virðing með vingjöfum, og á annan hátt. Voru þeir, sem höfðu per sónuleg kynni af drottningu á einu máli um, að slik vinátta væri endurgoldin frá hennar hlið. Hún gerði sjer far um, að kynnast lands- og þjóðhögum. Lagði m.a. stund á að læra ís- lensku. En einmitt vegna þess, mun henni og hafa verið ljóst, að þó leiðir íslensku þjóðar- innar og konungsvaldsins hlytu að skilja, kom þar engin per- sónuleg óvild til greina, gagn- vart konunginum, manni henn- ar. — Ung kom hún til Danmerkur, og tók ástfóstri við hina dönsku þjóð. í 35 ár var hún Dana- drottning og tók þátt í lífi þjóð- arinnar, bæði í blíðu og stríðu. Nú lifir þessi sjötuga kona við yl góðrar endurminninga og fær ánægjuna af því að sjá, hvernig sonur hennar á kon- ungsstól Dana og Ingiríður drottning hans njóta sívaxandi ______________ 1 Dr. Sokarno fyrsti forssfi bandaríkja Indonesíu < JOGJAKARTA — Dr. Sokarno! forseti Indónesíubandalagsiruj var kosinn einróma fyrsti for- seti þess í s.l. viku. Formlega tekur hann þó ekki við embætt- inu fyrr en þjóð hans vérðup, viðurkennd jafningi Holland$ undir hollensku krúnunni, þann 27. des. Dr. Sokarno hefur verið forr' seti Indónesíulýðveldisins síð- an 1945, en það hefir tekið tOl hluta af Java og Súmatra, sera eru helstu eyjar ríkjasambandsi ins. Það er ekki nema ár síðan dr, Sokarno var fangi Hollendinga, — Reuter. Rangf númer ■ LEEDS — Fyrir skömmu flýðu tvær f jórtán ára gamlar breek- ar stúlkur úr uppeldissltóla I York. Nú eru þær aftur komnap á skólann, vegna þess að þser, völdu rangt símanúmer. Stúlkunum tókst að komasf til Leeds og þar notuðu þær almenningssíma til þess að hringja á vinstúlku sína í næstu borg. Önnur þeirra lyfti heyrnarw tólinu og valdi ,,0“ nokkrunx sinnum, en það merki er notað. þegar símanotandi vill kornast í samband við miðstöð. Svo vildi hinsvegar til, að stúlkan valdi óviljandi „9“ þrisvar | röð, en númerið „999“ er notað, þegar mikið liggur á að ná J lögreglu, slökkviliðið eða sjúkra bifreið. í þetta skipti kom lögreglaQ á vettvang. — Reuter, j i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.