Morgunblaðið - 24.12.1949, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.1949, Blaðsíða 14
14 MORGUISBLAÐIÐ Laugardagur 24. des. 1949. Framhaidssagan 43 iiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiimiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiniiiiir1. SEKT OG SA Eítir Charlotte Armstrong j&niHiiiiiiiiiiiiifiimitiiiiiiiii (111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 vaeri á þakhæðinni og fengu lánaðan stiga. Einn mannanna fór upp. Hann kom von bráðar niður aftur. „Það er enginn þarna“, sagði hann og dustaði af sjer rykið. Og þá voru þeir búnir að leita um alt húsið. Blake gaut augunum til Tyl. Hún var orðin föl yfirlitum. „Bílskúrinn . er eftir“, sagði hann. Bílskúrinn var kaldur og auður. Enginn þar. Það var leitað í garðinum á bak við húsið. Þeir fundu dyr niður í kjallarann, opnuðu þær með skyndilegum ákafa, en lokuðu þeim hægt aftur. Það var enginn í húsinu eða í garð- inum nema kvenmaðurinn, sem stóð á forstofutröppunum og horfði þegjandi og fyrirlitlega á þá. „Jæja,“ sagði Gahagen og yppti öxlum. Hann leit á Mat- hildu. Allir litu á hana. „En jeg veit að hann var hjerna“, sagði hún. „Hann er ekki hjerna núna“, sagði einn mannanna. „En hann var hjerna. ...... Grandy“, hún leit biðjandi á hann. „Hvað leið langur tími frá því að þjer fóruð hjeðan og hittuð Luther Grandison?“ „Það var ekki langur tími“, sagði hún hikandi. „Svona ein m-mínúta“. Þeir hristu höfuðið og ypptu öxlum. Hana langaði til að æpa. „Ef þið eruð búnir, þætti mjer vænt um ef þið vilduð fara“, sagði konan uppi á íröppunum. Tyl sneri sjer að henni. — „Hvað skeði?“ hrópaði hún. — „Hún veit það..........Sjáið þið ekki, að hún hlýtur að vita það? Hversvegna látið þið hana ekki tala?“ „Vogar hún sjer að bera upp á mig að jeg sje að ljúga?“ — Augu hennar skutu neistum. „Svona, svona“, sagði Grandy.........„Tyl, vina mín, það getur verið að þjer hafi skjátlast“. Hún vætti varirnar með tunpubroddinum. „Nei“. „Ur því þið eru(ð búnir að skoða það sem þið ætluðuð, getið þið eins farið“, sagði kon- an og gekk snúðug inn. \ Grandy leit á Gahagen. „Ef til vill er Mathilda yfir sig breytt á taugum ....“. Rödd hans var blíðleg og full um- hyg.gju. „Jeg er ekki“, hrópaði Tyl. Hún vissi um leið að rödd henn ar var of Örvæntingarfull til þess að orð hennar gætu talist trúanleg. „Jeg er það ekki“. — Hún reyndi að vera róleg og á- kveðin. „Ó, vina mín....“, sagði Grandy fullur meðaumkunar. ; „Francis var þarna“. var það, ungfrú Franzier .. frú. .. .“. Blake vildi hlusta á hana. „Súkkulaðimolarnir“, Sagði hún. „Þannig komst jeg á slóð- ina. Hann fleygði út súkkulaði molum þar sem bíllinn beygði .... Það var úr hollenska súkkulaðikassanum, sem jeg gaf þjer. Grandy. Þannig fann jeg húsið. Hjelduð þið kanske að jeg hefði gægst inn um alla kjallaraglugga? Komið þið hjerna fram fyrir húsið og jeg skal sýna ykkur“. En á grasblettinum, þar sem molarnir höfðu legið í hrúgu, var ekkert að sjá. Og ekkert neinsstaðar í grasinu. Þau leituðu í kring. Gahagen reif upp grassvörðinn með hæln um og merkti við staðinn. „Komdu heim, Tyl“, sagði Grandy blíðlega. „Nei“. „Hann er ekki hjerna, vina mín. Þú ert búin að komast að raun um það“. „En hann var hjerna“, sagði hún með grátstafinn í kverkun- um. „Jeg veit að hann var hjerna. Grandy, gerðu það fyrir mig, að trúa mjer“. „Svona, svona. Reyndu að vera róleg“. „Er þetta ekki litla stúlkan, sem lenti í sjóhrakningunum?" spurði Blake varfærnislega. Hún vissi að Grandy kinkaði kolli og hún vissi að þeir lásu hvor út úr annars svip. „Þetta hefir verið allt ákaf- lega erfitt fyrir hana“, sagði Grandy. Hann ætlaði að fara að breiða yfir og afsaka þetta glappaskot hennar. Alt mundi verða eðlilegt og trúanlegt eftir að hann var búinn að fara um það orðum dálitla stund. „Voða leg áreynsla, andlega og líkam- lega“, heyrði hún harm segja. „Fyrst það og svo dauði Alt- heu. Henni hefði ekki getað þótt vænna um hána, þó að hún hefði verið fj^in sýstir hennar. Og loks er ei%inrhaður hennar horfinn, án þess að senda frá sjer nokkur bbð. Það ei engin furða. Vesalings baf-nið“. Þeis ^yöMðu einhverju sem hún he>4ði ékki hvað var, en hún heýr^ji það á tóninum. að þeir voru fúllir meðaumkunar og skildu þetta alt ákaflega vel. „Þétta hefir alt veflð mj'ög erfitt“, sagði Grandy. „Jeg get aldrei sr.gt ykkur al4a má'la- vöxtu. En í rauninni er hún.. Það er ekkert að undra, þó að eitthvað gangi úr skorðum. Jeg býst við því að ef þið yrðuð fyr ir öðru eins og hún hefir orðið að....“. Röddin smálækkaði* þangað til hún dó út. Þetta var honum of mikið hjartansmál til þess að hann gæti talað um það. Tyl stirðnaði af skelfingu. Hvað var hann að segja? — Gefa í skyn að hún væri orðin vitskert? Hún vissi ekk! hvort hún ætti að trúa því, sern hún þó vissi að hún átti að trúa. Grandy sagði nákvæmlega það sama og Francis hafði sagt. eða hvað? Það var ekki hægt að treysta því, sem hún sagði eða sagðist hafa sjeð. Það sem hún hjelt að hún mundi eftir, mundi enginn annar. Vegna þess að eitthvað hafði gengið úr skorð- II111IIIlllllllll11111111111111*111111111111111IIIII>>1111111111111)11» um? Var það rjett? Á þessu augnabliki var hún ekki viss sjálf. Hún var ekki viss um neitt lengur. „Enginn skaði skeður“, sagði Gahagen glaðlega. „Það sakaði ekki, þó að við gengjum úr skugga um að þetta var vitleysa“, sagði Blake vin- gjarnlega. Hún las úr augum þeirra: — „Þetta gerir ekkert til, stúlka mín. Við skiljum þetta alt“. Hún gat hvorki hreyft legg nje lið vegna skelfingarinnar sem gagntók hana. Alt í einu rann leigubíll upp að húsinu. Ung stúlka kom út. Það var Jane. Hún kom til þeirra. Hún var festuleg og á- kveðin á svip. „Hvað er þetta?“ sagði hún. „Hvað eruð þið öll að gera hjer“. 31. KAFLI. En engin virtist vilja verða til þess að segja henni af Ijetta. „Ó, Jane, kæra barn“, sagði Grandy. „Má jeg kynna ykk- ur. ... þetta er skrifstofustúlk- an mín.......Heyrðu, vina mín, getum vdð ekki keyrt Mahildu heim í bílnum, sem þú ert með þarna?“ „En bíðið augnablik....“. „Jeg hjelt að Francis væri þarna inni“, sagði Mathilda þreytulega. „Jeg hjelt að jeg hefði fundið hann“. Jane leit ekki af henni. „Það er undarlegt", sagði hún. „Því það er hjer, sem Press býr“. „Press?“ Það var Grandy, sem sagði það. „Já, það er rjett. Hann heitir Press, maðurinn sem á heima hjer“. sagði Blake. „Ernic Press?“ „Já“. „Þá þekki jeg hann“, sagði Grandy. „Auðvitað þekki jeg hann. Ætlarðu að segja mjer að....“. Jane greip fram í fyrir hon- um. „Mjer þætti vænt um að fá að vita hvað er að ske hjer“. Það var svolítil vandræðaleg þögn. Svo sagði Gahagen henni hvað skeð hafði. Mathilda fann hvernig styrk- urinn læstist um hana á ný. •— Jane var engin brúða. Hcsn var sterk. Og hún var greihd. Hún fylgdist nákvæmlega með því sem Gahagen sagð-i. „Já, og jeg náði sambandi við hann, Jane“, sagði Tyl. „Hann svaraði mjer“. „Jeg get sagt ykkur eitt“, sagði Jane. „Francis sagði einu sinni við mig, að ef eitthvað kæmi fyrir sig, þá ætti jeg að leita uppi mann að nafni Prcss.“ Þetta var undarlegt. Tyl sá að þetta fannst hinum líka at- hyglisvert. Viðhorfið breyttist og tók aðra stefnu. „Hann vinnur fyrir bæjaryf- irvöldin“, sagði Jane. „Já, auðvitað“, hrópaði Mat- hilda. „Bíllinn var frá bæjar- yfirvöldunum. Bíllinn, sem Francis fór upp í. Garðyrkju- maðurinn getur verið vitni að því“. Grandy hallaði sjer í áttina til hennar, eins og hann vildi vara haná við að sýna of mik- inn ákafa. „Já, auðvitað, barnið í klandri með Simba Etfir GILBERT VEREN J 15. Húsið ómaði af skellihlátri og svo var einhver bjáni í á- horfendasalnum, sem kastaði rotnandi rótarmyglu, sömu teg- undar og finnst oft undir eikartrám, upp á leiksviðið. Jeg vissi ekki hfvað þetta var, fyrr en Simbi leit upp og til mín, — eftir það var varla hægt að þekkja hann. — A-ha-ha, hlógu allir niðri í áhorfendasalnum og voru að springa af hlátri. — H, ha, ha, hlógu allir og tárin streymdu niður kinnarnar á Simbi. Hann kom til mín eins og til að fá einhverja hluttekningu frá mjer. — Það er dálítið þykkt, muldraði hann og reyndi að ná frá augunum á sjer þessari gulu kvoðu, sem huldi allt andlit- ið á honum. — Jeg verð að fara og þvo mjer, sagði hann. — Heldurðu að þú getið haldið leiksýningunni áfram meðan jeg skrepp frá. Halda henni áfram án Simba, hvort jeg gæti það! Oh, þetta var eins og hræðileg martröð, sem var fyrir utan allt mannlegt vald að fá stjórn á. Allir heiðvirðir borgar- ar, sem hefðu getað haldið reglu á hlutunum voru farnir, en eftir var bara óviðráðanlegur skríll, sem stöðugt hækk- aði ópin og öskrin og reyndi að hitta mig með allskonar óþverra, sem þeir köstuðu að mjer. Heilmikið af grútnuðum rauðbeðum þaut yfir höfuðið á mjer, hver á eftir öðrum og síðan margskonar rófur og næpur og rotnaðir tómatar. Mjer tókst að forðast köstin all-lengi, en loksins hitti einn andlitið á mjer með appelsínu, sem hlýtur að hafa verið orðin minnsta kosti ársgömul. Þá heyrði jeg allt í einu í bílflautu til hliðar við mig og hafði rjett ráðrúm til að taka eftir Simba þar sem hann kom inn á mótorhjólinu mínu. Nú átti hið stórkostlega mót- orhjólsatriði að byrja. — Heyrðu, heyrðu, öskraði húsvörðurinn. — Við viljum alls ekki fá þig hingað inn á þessu verkfæri. Farðu burt rneð mótorhjólið. Hann hefði eins getað öskrað inn í eyrað á mannlausri eimreið, sem rennir eftir teinunum. Asrua, Jólasveinninn ,,prívat“. ★ Auga fyrir auga. I Kona nokkur hafði fengið kinversk an þjón og var að venja hann við að svara dyrabjöllunni. | I'Iún fór út, hringdi bjöllunni og þjónninn kom til dyra. Efiir nokkra daga heyrði hún dyrabjölluna hringja aftur og aftur. Hún skildi ekki hyernig á þessu gat staðið, og þegar hringingin hætti ekki, og enginn virt- ist fara til dyra, fór hún sjálf. Þegar hún opnaði hurðiria, sá hún sjer til mikillar undrunar, að kínverski þjónn inn hennar stóð á tröppunum. „Hvað í ósköpunum meinarðu með þessu Li?“ spurði hún. Lí svaraði: „Um daginn þú plata mig, nú jeg plata þig-“ ★ Prestur nokkur var einu sinni í heimsókn í fangelsi, og sagði við einn fangann: „Maður minn. Var það vin- löngun vðar, sem kem yður hingað?“ Máðurinn glápti á hann og svaraði illilega: „Virðist jeg vera það fífl. að taka þessa holu fyrir krá?“ ★ Vinnukonur nútímans. Húsmóðirin (gröm): „Litið þjer nú á þetta ryk þarna, María, það er að minnsta kosti sex vikna gamalt.“ María: „Það kemur mjer ekkert við. Jeg er ekki búin að vera hjer nema mánuð.“ ★ Hún þurfti ekki að vera hrædd. Taugaóstyrk gömul kona (við sjó- mann á bátnum, sem hún er að ferðast með): „Týnist fólk aldrei í þessa á?“ Sjómaðurinn: „Uss, nei, nei, aldrei! Það finnst alltaf daginn eftir." ★ Kona Williams Dean Howell, hins fræga rithöfundar, rjeð eitt sinn til sin stúlku til að sjá um heimihs- störfin. Nokkrar vikur liðu og stúlk- an sá húsbóndann alltaf heima og dag nokkum kom hún til húsmóður sinnar og sagði: „Fyrirgefið þjer frú, en mig langar til að segja ofurlítið." „JS, hvað Vár það, Maria? 1 Stúlkan roðnaði og vafði svunt- unni sinni utan um hendumar. „Þjer borgið mjer fjóra dollara á viku .“ „Jeg get þvi miður ekki borgað yður meira,“ greip frú Howeli fram í afsakandi. „Nei, það var ekki það“, sagði stúlkan i flýti, „en jeg er fús til þess að taka bara þrjá, þangað til herra Howell fær vinnu.“ — Anna litla les upp íyrir jóla- sveininum, hvers hún óskar sjer í jólagjöf. y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.