Morgunblaðið - 24.12.1949, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.1949, Blaðsíða 16
HVASS S í dag. Hvöss SV og ALL-HVASS eða hvass SV —■ MORGUNBLAÐIÐ er 48 síður skúrir eða eljaveður. í dag, hlað I, II, III. — Glcði- leg jól. r 11 ungir Ssraelsmenn koma á eigin skipi til Islands HJER í HÖFNINNI liggur flutningaskipið „Merkur“. Er það eign 11 ungra Gyðing'a, sem tóku þátt í styrjöldinni í Gyðinga- lanái, en keyptu skip þetta í Danmörku og stofnuðu um það samvinnufjelag. Skipið keyptu þeir fyrir peninga þá, sem þeim voru greiddir er þeir gengu úr herþjónustu og hugsa þeir sjer cð gera skipið út til siglinga í Miðjarðarhafi í framtíðinni. Taka fisk á íslandi. „Merkur“ er 1050 smálestir og er það hingað komið til að taka saltfisk og flytja til ítalíu, en síðan fer skipið til Palestínu, þar sem því verður gefið nýtt nafn. Fengu hinir ungu Gyð- ingar lánað flagg hjá ræðis- rnanni ísraels í Kaupmanna- höfn til að nota í þessari ferð. Norsk og dönsk áhöfn. Skipstjórinn á „Merkur“ er ftorskur, Alf Bergesen, stýri- menn danskir, en eigendumir vinna sjálfir um borð við vms störf. ( Talsmaður skipaeigendanna er Kongreiki, ungur Gyðingur. Segir hann að ísraelsmenn sjeu r.ú sem óðast að koma sjer upp kaupskipaflota. Með skipinu er dansku.r og amerískur blaðamaður. Jörgen Simonsen, sem ætlar að skrifa fyrir dönsk blöð um ferðalag- ið og Palestínu og Mr. Harris frá Boston í Bandaríkjunum, sem ritar fyrir blöð þar. Mr. Harris er sá eini, sem komið hefir áður til íslands. Hann var Ljer kapteinn í her Bandaríkj- anna á stríðsárunum. Hjeðan fer Merkur á mánu- dag á hafnir úti á landi til að taka fisk. Mesta tlóð í 29 ár NÍCOSIA, Kyprus, 23. des. — Óttast er um líf 27 manna hjer á Kyprus. Munu þeir hafa farist í fióðunum. sem eru hin mestu e: komið hafa í 29 ár. Yfir 140 (rianna voru heimilislausir vegna flóðanna. Sums staðar hafa allar samgöngur teppst. — Reuter. fiefði gjarnan viljað fá Ti’yman í hijómsveifina LOS ANGELES — Sjötugur prentari, að nafni Clyde Marsh aw, skýrði frjettamönnum hjer í Los Angeles nýlega frá því. að Truman forseti hefðí verið „allgóður“ píanóleikari 1908 og m anað minnstu, að hann yrði ráðinn til að leika með hljóm- sveit. .ÖJeg var að stofna hljómsveit í Kansas City og hefði gjarnan viijað fá hann,“ sagði Marshaw. „Hann var leiknari en píanist- inn, sem við höfðum, en hljóm- sveitin fór á höfuðið.11 Marshaw bætti því við, að hann héfði lítið sjeð af Truman eftir þetta. enda þótt núver- anai forseti Bandaríkjanna ynni þá um skeið í lyfjabúð í nánd við prentsmiðjuna, þar sem „• iómsveitarstjórinn“ starfaði. Fjórir fórust í Guil- fossbrunanutn Einkaskeyti til Mbl. KAUPMANNAHÖFN, 23. des.: — Tveir þeirra manna, sem skaðbrenndust er eldur kom upp í Gullfossi á dögunum, hafa látist í sjúkrahúsi. Hafa þá fjórir dáið af afleiðingum þessa eldsvoða. Tveir dóu strax. Tveir menn liggja enn í sjúkrahúsi mikið brenndir. — Páll. Sýning á gömlum eriendum málverk- um opnuð í Rvík í FYRRADAG var opnuð hjer í Reykjavík sýning, á nokkrum gömlum, erlendum málverk- um. Er hún í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar og hefur Sig- urður Benediktsson gengist fyrir henni. í formála fyrir sýningarskrá segir hann að málverk þessi sjeu flest hingað komin frá Englandi, en nokkur frá Ítalíu, Frakklandi og Hollandi. Málverkin eru til sölu og verður sýningin opin fram um áramót. Rudolf Hess heldur jólin háliðleg BERLÍN. 23. des. — Rudolf Hess og samfangar hans sex, er á sínum tíma voru nasistar í virðingarstöðum munu halda jólin hátiðleg með því að leika jólasöngva af hljómplötum Þessir 7 fangar, sem mega muna fífil sinn fegri, eru í haldi í stríðsglæpafangelsihu í Spand- au í breska hernámshlutanum í Berlín. — Reuter. Togarar fara á saltfiskveiðar FYRSTI nýsköpunartogarinn, sem gerður er út á saltfiskveið- ar hóf veiðar sínar vestur á Halamiðum í fyrradag. Er þetta ísafjarðartogarinn ísborg og leggur togarinn afla sínum upp á ísafirði. Sennilega munu tveir togar- ar til, hefja saltfiskveiðar á næstunni, er ahnar þeirra Ak- urey en’hinn Venus. Bidaull GEORGES BIDAULT, forsætisráðherra Frakka, sem nýlega tók við stjórnartaum- unum þar í landi og hefur set- ið við völd á annan mánuð. Framboðslisti Sjáffstæðfsmanna á Siglufirði SIGLUFIRÐI, föstudag: — Sigl firskir Sjálfstæðismenn hafa fyrir nokkrum dögum, ákveðið hvaða mönnum framboðslisti þeirra skuli skipaður, við vænt anlegar bæjarstjórnarkosningar 29. janúar næstkomandi. Hjer á eftir fara nöfn sex efstu manna listans: Bjarni Bjarnason bæjarfógeti, Pjetur Björnsson kaupmaður, Jón Stef ánsson framkvstj. síldarútvegs nefndar, Aage Schiöth lyfsali. Alfreð Jónsson verkamaður og Arnfinna Björnsdóttir kennari. Nú hafa Sjálfstæðismenn tvo fulltrúa í bæjarstjórninni. — Guðjón. Fjölmenn útför Guðmundar i Bakka SIGLUFIRÐI, föstudag: Hinn kunni Siglfirðingur Guð- mundur í Bakka, Bjarnason, var til grafar borinn hjer í dag. Var mjög mikið fjölmenni við útförina, svo sem vænta mátti og var kirkjan fullskipuð. Veð- ur var mjög gott og setti það :Svip sinn á útför þessa mæta manns. — Guðjón. Gullfaxi fiyiur vara- sfykki í fogara og Ijósa- úfbúnað í Þjédfeikhúsið GULLFAXI, millilandaflugvjel Flugf jelags íslands, kom hingað til Reykjavíkur, um kl. 8 í gær- kvöldi beint frá London. Með flugvjelinni voru 16 farþegar, en það sem athyglisverðast var við flug þetta, er að flugvjelin flutti nærri tvö tonn af þunga- vöru, og farþegafarangri. Til dæmis kom flugvjelin með vara stykki í ljósavjel togarans Egill Skallagrímsson, sem legið hefur hjer í höfninni undanfarið. Þá var komið með Ijósatæki í Þjóð leikhúsið og vógu þessi tæki um hálfa smálest. Loks flutti flug- vjelin 124 poka af jólapósti frá Bretlandi. Togarartiir eru meS 2500- 3000 kit eítir 15 daga útivist ÁFRAMHALDANDI aflatregða er á Halanum, auk stirðrar veðr áttu, svo útivist togaranna er af þeim sökum löng oft á tíðum og lítinn afla að hafa. Þeiv togarar, af þeim 25 til 30, sem voru á Halamiðum í gær, og lengsta útivist eiga að baki, alít að hálfan mánuð, voru með þetta frá um 2500 til 3000 kitt. Telst þetta lítill afli vfir svo langan veiðitíma. Mifcil umierð— Engin slys EINS og við mátti búast, var umferðin hjer í bænum í gær alveg gífurlega mikil. Samkvæmt uppl'jsmgum frá götulögreglunni, nunu engin meiriháttar umlerðarslys hafa orðið og árekstrar bíla nærri óvenju fáir. í úthverfum bæjarins, þar sem göturnar eru malarbornar, var færðin þó viðsjárverð, vegna þess að enn var svell á götunum, þrátt fyrir hlákuna er gerði í fyrrinótt. Jólalrje sett upp á Hlemmtorgi BÆJARYFIRVÖLDIN hafa lát- ið setja upp mjög stórt og fallegt jólatrje á Hlemmtorgi. Hlemmtorg er þar sem mæt ast Laugavegur og Hverfis- gata og blasir þetta veglega trje við þegar komið er til bæjarins eftir Laugavegi. Jólatrjeð hefur vakið mikla ánægju meðal íbúanna í þessu hverfi, en ,,Jólastemningin“ sem trjeið mun setja í hverfi þessu verður mikil, þegar Raf- magnsveitan er búin að kveikja ljós á trjenu, sem væntanlega verður gert í dag. Mörg skip eru á ’iaf úti í dag BÚAST má við, að kveðjur til sjómanna á hafi úti, verði marg ar í útvarpinu í kvöld. í rær \ voru á veiðum vestur á Hala- miðum milli 25 og 30 togarar úr flotan-um. — Auk þess kaup- skipin sem eru ýmist á leið til landsins eða í ferðum meðfram ströndum þess, en hjer mun vera um allmörg skip að ræða. Kviknar í sfræfisvagni í GÆRDAG kviknaði i strætis vagni, er hann var á ferð i Hafnarstrætinu. Lögreglumenn brugðu begar við með handslökkvitæki og kallað var á slökkviliðið, en vökvinn í handslökkvitækjunr um nægði. Litlar skemdir urðu á strætisvagninum og var hann eftir sem áður í akfæru ástandi. JÓLA-LESBÓKIN var borin út með blaðinu í gær. í hana skrifa sr. Jón Thorarensen, Magnús Jónsson, prófessor, Halvard Mageröy, sendikenn- ari, dr. Jón Stefánsson, Jakob Thorarensen, skáld o. fl. Að öðru leyti er efni Les- bókarinnar mjög fjölbreytt, sögur fyrir börn og fullorðna, gáfnapróf, sagnir um gamla jólasiði, verðlaunakrossgáta - og verðlauna-myndgáta. Það óhapp varð við prentun nokkurs af upplaginu, að strik kom upp í verðlauna-mynd- gátunni efst, og mega menð ekki láta það villa sig, því það þýðir ekkert. — Þá varð. og sú villa í seinustu skákþraut- inni, að biskup er þar í stað hróks á g7. Er vonandi að allir sjái þá villu, því að taflstaðan breytist ekki frá einni þraut til annarrar annað en það, að fyrst hverfur riddari af borð- inu en síðan peð. Egill Jónasson verslunarmaður fisnmlugur FIMMTUGUR verður 27. des, Egill Jónasson, verslunarmað- ur í Húsavik. Hann er þjóð- kunnur hagyrðingur og eru margar vísixr eftir hann orðnar landfleygar. Mörg kvæði hefur hann ort í Spegilinn undir ýmsum dulnefnum. Egill var um eitt skeið frjettaritari Morgunblaðsins. — Frjettaritari, Afkastaverðlaun Prag. — Verkamönnum hafa verið boðin sjerstök verðlaun fyr ir aukin afk.öst í Tjekkóslóvakíu, til að framleiðslan skuli aukast. Hafa verið ískyggilega miklar fjarvistir frá verksmiðjum íands ins að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.