Morgunblaðið - 24.12.1949, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1949, Blaðsíða 5
Laugardagur 24. des. 1949. MORGUNBLAÐIÐ o UMHUGSUNAREFNI og al- mennar umræður Norðmanns- ins hafa síðustu vikurnar ver- ið með talsvert öðrum svip en Venja er til. Fram að kosning- linum 10. október var það kosn ingaáróðurinn sem setti svip á blöðin, og vitanlega voru nokkr ar pólitískar eftirhreytur fyrstu Vikurnar eftir kosningarnar. En nú liggja innanlandsmál- in í þagnargildi um sinn. Stór- þingið kemur ekki saman fyrr en eftir nýár. Þó að ýmsar hin- ar föstu nefndir þingsins starfi að undirbúningi merkilegra mála um þessar mundir, þá er minnst af því látið vitnast. Svo Stjórnmálalífið er með óvenju- lega mikilli værð. Og innan- íandsmálin yfirleitt líka það sem veit helst að að almenn- ingi, svo sem skömtun og ýms ar hömlur. Það er miklu minna rifist út af skömtuninni en á sama tíma í fyrra, enda er hún rýmri, og Jítið hefir gerst af atburðum, Sem orðið hafa hitamál. Helst er að nefna morðmálið í Kristianssand, Brekkemálið svo nefnda, sem gaf tilefni til æs- inga vegna þess að raunveru- lega saklausri stúlku var bland að í það mál á óviðfeldinn hátt. Hefir nú verið fyrirskipuð rann sókn á atferli hins opinbera Saksóknara í þessu máli. Það, sem einkum bindur Jiugi manna nú, er afstaðan út á við, einkum í viðskiftamálun- lim. Undanfarið he'fir mikið ver ið rætt um væntanlegt tollmála samband Norðurlanda. Og nú hafa Bretar stungið upp á toll- inálasambandi eða að minnsta kosti nánara verslunarsam- bandi við Norðurlöndin þrjú. Hjá öllum þessum þjóðum hef- ir það komið fram að æskilegt Væri að geta afnumið tollmúr- ana eða að minnsta kosti tekið kúfinn ofan af þeim, og einnig, eru hinar þrjár skandinavisku þjóðir sammála um að rýmka sem fljótast ákvæði þau, sem nú eru um hámark útflutnings hverrar vörutegundar úr einu Jandinu í annað. En, ekki síst frá Noregs hálfu. Margvísleg vandkvæði Erling Petersen prófessor, gem er fastur fyrirlesari út- Varpsins um viðskifta- og íjár- hagsmál, gerði nýlega nokkra grein fyrir þessu. Hann gerði samanburð á verslun milli fylkja innanlands og verslun milli tveggja landa. Milli fylkj- anna er verslunin óhindruð, eitt fylkið kaupir framleiðslu ann- ars, þangað til vöruframleiðsl- unni er fullnægt eða meðan það hefir nóg til að borga með, og jöfnuðurinn kemur sjálf- krafa. En öðru máli er að gegna um viðskifti landa á milli, jafn- vel þó að tollar væru engir. Próf. Petersen tók viðskiftin milli Noregs og Svíþjóðar sjer- staklega sem dæmi. Aðstaða Noregs í þeim viðskiftum væri Veikari, svo að halli hlyti að verða á Norðmanna hlið. Færi nú svo að verslunin yrði gefin alveg frjáls og norskir seðlar gerðir gjaldgengir í Svíþjóð, hlyti að fara svo, að mikið af norskum seðlum safnaðist fyrir IMOREGUR SJT Á VIÐ Ftjettabrjel itó Skúla Skúlusyni ÞEGAR norska Ameríkufarið ,,Oslofjord“ kom í íyrsta sinn til Nevv York, var þar mikið um dýrðir og skipinu fagnað vel. Hjer sjest, þegar ,,Oslofjord“ rennur inn höfnina í Nevv York. — í Svíþjóð og Noregur yrði skuld ugúr þar. Að vísu mætti bæta sænsku seljendunum þetta með því að greiða hærri rentu en venjulega, eða hækka verðið á vörunni. En að öðru jöfnu vildi seljandinn selja vöru sína til þess lands, sem gæti greitt út í hönd. Þá minntist hann á afstöðuna til iðnaðarins. Með afnámi versl unarhafta yrði eflaust hægt að kaupa ýmsar vörur ódýrari er- lendis en framleiðslukostnaður þeirra er í Noregi. Hlutaðeig- andi norsk iðngrein yrði þá ekki lengur samkeppnisfær, dýr framleiðslutæki yrðu óarðbær og þó væri það versta enn ó- talið, að fjöldi fólks missti at- vinnu. Fleiri dæmi færði hann fyrir því, að afnám verslunar- haftanna í einni svipan væru svo hættuleg fyrir þjóðina, að leiðin væri ófær í Joili, en hitt kvað hann víst að margt mætti rýmka frá því sem nú er, og sömuleiðis að sjálfsagt væri að stefna að því að gera verslun- ina alfrjálsa og lækka tollana sem mest. Þetta hefir verið rakið nokk- uð ítarlega vegna þess, að í þessu felast flestar ástæður norsku stjórnarinnar fyrir því að hún hefir tekið dræmt í hug- myndina um tollsamband hinna þriggja landa. Annars hefir þeim umræðum verið frestað um sinn vegna tilboðs Breta um tollmálasamband, því að það skapar nýtt viðhorf í málinu. En það sem rekur á eftir eru brýninéar Paul Hoffmans, framkvæmdastjóra Marshallað- stoðarinnar, um að Evrópuþjóð irnar sem aðstoðarinnar njóta, verði sjálfar að sjá sjer far- borða 1952, og að þeim verði það ókleyft með því viðskifta- fyrirkomulagi, sem enn sje ríkjandi í Vestur-Evrópu. Greiðslujöfnuðurinn við útlönd Spár hinna sjerfróðu manna voru mjög ósamhljóða um það, hver áhrif verðfelling pundsins og gjaldmiðils flestra annara Vestur-Evrópuþjóða mundi hafa á hag þjóðarinnar. Enn sem komið er hafa þeir svart- sýnu beðið lægra hlut. I Ein aðalútflutningsvara Nor- egs, pappír og trjákvoða virðast t. d. hafa haft gott af verðfell- ingunni. í sumar var farið að verða vart sölutregðu á þessum vörum, og verðið fjell, en eftir verðfellinguna hefir eftirspurn- in aukist að mun. Og yfirleitt virðist kaupskipaflotinn hafa haft ábata af verðfellingunni. Og vegna hennar gera Norð- menn sjer vonir um stóraukinn ferðamannastraum til landsins á komandi sumri. Amerísk yfir- völd eggja beinlínis borgarana til þess að ferðast sem mest til Marshall-landanna og eyða sem mestu af peningum þar •— allir skemmtiferðamenn frá U.S.A. fá eins mikinn gjaldeyri og þeir vilja kaupa. Hjer sjá Norðmenn sjer leik á borði og hafa aldrei lagt eins mikið fram í auglýsingakostnað og nú. Þeir háfa líka eignast góða ,,auglýsingu“ fyrir landið nýlega, þar sem er hið nýja glæsilega Ameríkufar Norsku- Ameríkulínunnar. Oslof jord Þetta er vandaðasta og íburð armesta skipið, sem nokkurn- tíma hefir verið byggt fyrir norskan reikning. Teikningarn- ar eru norskar en smíðið er hollenskt, skreytingin eftir norska listamenn. Þetta „flagg skip“ norska flotans er um þess ar mundir í fyrstu Ameríkuferð sinni og hefir vakið mikla at- hygli í New York, þar sem þús- undir manna skoðuðu það með- an það stóð við. Og það var sann kallaður þjóðhátíðardagur í Oslo, er skipið kom þangað frá smíðastöðinni í Amsterdam, með um 200 boðsgesti innan- borðs. Síðan brá það sjer til Kaup- mannahafnar í sýningarferð, því að gert er ráð fyrir að dansk ir Ameríkufarar noti „Oslo- fjord“ að miklum mun, því að nú eiga Danir enga „Ameríku- línu“. Norðmenn eru vongóðir um að hið nýja skip gefi af sjer marga dollara, bæði í fargjöld um og svo í uppihaldi Banda- rikjamanna, sem með því koma, en annars mundu ekki hafa komið til Noregs. Þeir treysta „Oslofjord“ til að draga að sjer farþega, þrátt fyrir samkeppni flugvjelanna. Um flugsamgöngurnar er talsverður styr í Noregi. Eins og kunnugt er, gerðust Norð- menn, eða „Det norske Luft- fartsselskap", aðili að skandi- naviska samrékstursfjelaginu S. A. S. (Scandinavian Airways System), en ýmsir, sem vit þykjast hafa á, telja, að Norð- menn sjeu hafðir útundan í þeirri samvinnu. Um það skal jeg ekkert segja, en víst er um það, að norska flugfjelagið (D. N. L.) hefir tapað tugum miljóna á undanförnum árum. Nú bar svo við að norskur út- gerðarmaður, Braathen að nafni, fór að fljúga til Austur- Asíu fyrir tveimur árum og loks fjekk hann leyfi norsku stjórn- arinnar til reglubundins áætl- unarflugs á þessari leið. •— En þetta taldi S. A. S. brot á samn ingum við sig og hafa talsverð ar deilur orðið um málið og ekki talið ómögulegt að það verði úr að Norðmenn slíti sam- vinnunni við S. A. S. Þrengra um gjaldeyri næsta ár í fyrirlestri sem Hönsvald skömtunarráðherra flutti ný- lega í Sarpsborg, gaf hann ýms ar upplýsingar um horfurnar á afkomu næsta árs. Hann taldi að þá mundi framleiðslan yfir- leítt verða orðin álíka mikil og hún var fyrir stríð, en það hefði kostað fjárfestingu sem færi langt fram úr núverandi gjaldeyriseign þjóðarinnar er- lendis og Marshallstyrknum til samans. Allur starfsárangur þjóðarinnar („nationalpro- dukt“) mundi á þessu ári verða um 20% meira en hann var 1939, óg munar þar mestu sm iðnaðinn, en samkvæmt áætlun inni um aukning hans mundi hún verða orðin 40% meiyi e:r» 1938 á árunum 1952—’53. 1 fyrra (1948) var vísitala iðn- framleiðslunnar 125 og á þessu ári mundi hún verða 135. Verslunarflotinn er nú fleiri smálestir en fyrir stríð og sömu leiðis hvalveiða- og fiskiflot- inn. En nýsköpunin heíir byggst á því að hægt var ,að hafa eins miljard króna halía á utam-íkisversluninni á ári und- anfarið, meðan erlendu eigniru ar frá stríðsárunum voru að ganga til þurðar. Þessvegna v ar hægt að nota yfir 20% af þjt ð- artekjunum, eða 2 miljard kr. á ári, til fjárfestingar. Á fjárhagsárinu 1950—’5l er talið að Marshallstyrkuriinn verði 20 miljón dollurum lægri en nú, og innstæðurnar erlenð is eru orðnar svo litlar, að eigi má eyða meiru af þeim. Sam- tals verður það 600—700 mílj. kr. minna, sem Norðmenn hafa úr að spila erlendis á næsta ári en í ár, og auk þess hafa sumar aðkeyptar vörur hækkað, vegna verðfellingarinnar. Að vísu má gera ráð fyrir að Norðmenn hafi nok'km meira að selja til útlanda næsta ár en nú, en samt verður það svo, að lækka verður innflutn- inginn um nokkur hundruð milj. kr. Sú lækkun hefði hlcuð að koma þó engin krónuverð- felling hefði orðið. Og hún verður enn meiri þegar Mars- hallstyrkurinn hverfur 1952. ■ Enn væri ekki ákveðið hvort þessi innflutningsrýrnun ætti að koma niður á neysluvörum eða fjárfestingarvörum eða hvorutveggja. Ef innflutningur á neysluvörum verður takmark aður frá því sem nú er, þarf að taka upp skömtun á vörum, sem eru óskamtaðar nú, eoa lækka skamtinn af því sem skamtað er í dag, sagði ráð- herrann. Skömtun á kaffi, sykri og vefnaðarvöru yrði und ir öllum kringumstæðum ha'id- ið áfram. Landsvikin Enn er landsvikamálunum ekki lokið, en það eru nær ein- göngu „fjárhagslegir land- svikarar“, þ.e. menn, sem tóku að sjer byggingar fyrir Þjóð- verja eða ráku verslun við þá í stórum stíl, sem enn eru óaf- greiddir. Stærsta málið þess- arar tegundar var dæmt 29. nóvember — jnál firmans Henry Johansen, sem haft hafði viðskifti við Þjóðverja er námu 171.452.000 krónum. .— Vo.ru jviðskiftin rekin af ýmsum skyldum fjölskyldufjelögum. I Það hefir vakið mikið umtal i hve vægur dómurinn var, eins 'og ýmsir dómar af þessu tagi eru nú orðið. Aðeins annar ac.aL maðurinn í fyrirtækinu var Framh. af bls. 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.