Morgunblaðið - 24.12.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1949, Blaðsíða 2
2 MORGU IV BLAÐIÐ Laugardagur 24. des. 1949. 1 kristinn Ármannsson kennari segir frá — HEIMSÓKN TIL I KRISTINN ÁRMANNSSON, yfirkennari, er fyrir nokkru «'3an kominn heim úr ferðalagi um ýms Evrópulönd. Fór hann utan í sumar til að kynnast skólamálum og öðru sem honum kemur að gagni við kensluna. Fór hann m. a. til Aþenuborgar og var þar nokk- urn tíma. En hann er, sem kunn ugt er, kennari í latínu við Menntaskólann og kennir grísku við Háskólann. Það er svo tiltölulega sjald- art, sem íslenskir mentamenn •fceimsækja þá fornfrægu borg, að jeg gekk á fund Kristins, og bað hann að segja mjer frá þessari heimsókn þangað suð- ur eftir. Sketnmtilegt ferðalag. Hann komst m. a. að orði á þessa leið: Það var að sjálfsögðu mjög skemtilegt fyrir mig, að koma tii Aþenu, í fyrsta skifti á æv- inni, sem jeg lít Grikkland, og fæ tækifæri til að virða Aþenu fyrir mjer. En því miður hafði •jeg minni tíma til þess en jeg hafði ætlað mjer. Því jeg veikt- ist daginn eftir að jeg kom þang að, og varð að liggja rúmfast- ur í tvo daga. Jeg hafði ekki íanávistarleyfi nema eina fimm daga, þegar jeg kom. Fjekk það að vísu ofurlítið framlengt. Og mjer var ráðið frá, að fara til þeirra staða, svo sem •Delfi, sem jeg ætlaði að heim- sækja. Því borgarastyrjöldir. geisaði enn í landinu, þegar jeg var þar, í öndverðum septem- ber í haust. Var mjer sagt að hvergi nærri væri ráðlegt fyrir mig að leggja í neitt ferðalag um þessar slóðir, sakir óeirð- anna. — Hvraða leið fórstu til Grikk lands? — Jeg var staddur í Róm, og þaðan fór jeg í þessa Grikk- landsferð. Jeg ætlaði að fara þá leið, sem venja var til í forn öld. frá Brindisi sjóleiðis. En þaðan eru mjög strjálar farþega ferðir (engar sjóferðir lengur) til Grikklands. Svo jeg flaug frá Róm. Það er ekki nema þriggja stunda flug, og reynd- ist að vera mjög skemtileg flug- leið. Farið suður með vestur- strönd ítalíu, flogið t.d. rjett yfir Vesuv, og síðan beygt aust- ur yfir Torontoflóann og tekið strikið til Aþenu. Lucas Giannutsos. Síðustu tv7ö árin hefi jeg ver- ið í brjefasambandi við menta- •skólakennara einn í Aþenu, Lucas Giannutsos að nafni. ■— Hann hafði einhversstaðar kom ist á snoðir um tilveru okkar íslendinga, fengið einhverja hugmynd um sögu okkar, og bókmentir, og skrifaði mjer síðan, til þess að fá hjá mjer nánari vitneskju um land og þjóð. Áður en jeg lagði í þessa G-rikklandsferð, hafði jeg skrif Kristinn Ármannsson yfirkennari. að honum og beðið hann að út- vega mjer herbergi á gistihúsi. Þegar hann svo kom á móti mjer á flugstöðina, spurði jeg hann um hótelið. Hann svaraði því til, að heimili hans væri hó- tel mitt á meðan jeg dveldi í borginni. Jeg hefi, í einu orði sagt, aldrei mætt annari eins gest- risni eins og hjá þessum gríska starfsbróður mínum og fjöl- skyldu hans. Giannutsos hefir við mjög þröng kjör að búa, eins og all- ir grískir embættismenn á ^ess- um tímum. íbúð hans er' ekki nema 3 fremur smá herbergi. Hann ljet mjer í tje skrifstofu sína. Þar höfðu tvær frænd- konur frúarinnar verið áður en jeg kom á heimilið. Þær urðu að sofa í svefnherbergi hjón- anna þessa dagana, sem jeg var þarna. Þoidí ekki drykkjar- vatnið. Eftir að jeg hafði dvalið einn dag þarna hjá þessu alúðlega fólki, þá veiktist jeg. Var lækn ir sóttur. Hann vissi strax skil á sjúkdóminum. Sagði, að jeg hefði drukkið ofan í mig of mik ið af vatni Aþenuborgar. Heitt var í veðri, og því hafði sókt á mig þorsti. Hafði jeg því drukk ið óspart vatnið sem var á borð um, og þau hjón ekki hugsað um að vara mig við því. „Við þolum það sem erum því vanir, sagði læknirinn. En aðkomu- menn ekki, sem eru heilnæm- ara vatni vanir“. Gvenjulegir þurkar gengu í Suður-Evrópu í sumar, svo af þeim hlutust mikil vandræði, bæði í Ítalíu og á Grikklandi. Sagt var að t.d. í Aþenu hafði ekki rignt þegar jeg var þar, síðan í maí í vor. Á hverjum degi, frá klukkan 9 á morgn- ana, og til kl. 5 á daginn, var borgin vita vatnslaus. En borg arbúar tóku þeim óþægindum sem af þessu leiddi, með hinu mesta langlundargeði, eins og öðru mótlæti, sem eigi yrði um- flúið. , Forna málið og hið nýja. — Hefir þú nokkurntíma kynnst nýgrísku fyrri, spyr jeg Kristin. — Lítið. Hún reyndist mjer nokkuð torskilin, eins og við var að búast. Oft varð Giannut- sos, vinur minn, að endurtaka sömu setnipguna hvað eftir ann að á grískunni, til þess að jeg skildi hvað hann var að fara með, af því framburður sá, sem jeg hefi vanist á grísku, er svo ólíkur framburðinum í hinu lifandi máli. En þegar hann skrifaði setninguna var þraut- in leyst. Það er að sínu leyti eins og þegar útlendingar, vís- indamenn og aðrir, læra ís- lensku eða fornmálið af bók- um, og búa sjer til framburð, kannske vísindalega rjettara, en allólíkan hinu talaða máli okk- ar. En auk þess sem framburð- urinn er annar, en sá, sem kend ur er í fjarlægum skólum, þá hefir málið breytst gríðarmik- - ið, kominn fjöldi nýrra orða, sem ekki eru til í fornmálinu, T. d. vín er á forngrísku „oinos“, en heitir á nútíma- talmáli Grikkja ,,krassi“, en mikið er af tökuorðum úr tyrk nesku, ítölsku o. fl. málum. En með orðabók og málfræði tókst mjer að gera mig skiljan legan hjá þessu vinafólki mínu, einkum þegar jeg var búinn að vera þarna í nokkra daga, og var farinn að venjast dálítið framburðinum. Frúin kunni líka ofurlítið í ensku. Hún er kennari eins og maður henn- ar, kennir eðlisfræði, en hann grísku. Læknirinn sem kom til mín, gat talað þýsku reiprenn- andi, að því er mjer var sagt. En hann fjekkst trauðla til að bregða því máli fyrir sig. Svo mjög hataði hann Þjóðverja síð an á styrjaldarárunum. — Auk þess aðstoðuðu mig ýmsir starfs bræður mínir, sem töluðu vel ensku. Aþenuborg. Þegar jeg fór að hressast eftir veikindin af vatnsdrykkjunni, fór jeg að skoða borgina, og var Giannutsos jafnan í fylgd með mjer, eftir því sem hann hafði tíma tií. Fyrsta daginn sem jeg var að sjá mig um í Aþenu, fórum við upp á hæð ina „Philopoppon“, sem gnæfir hátt yfir meginbyggð borgarinn ar. Það vildi svo heppilega til, að þetta var um sólsetur, svo jeg fjekk að sjá hina öldnu borg sveipaða dýrðlegu aftan- skini. Jeg skoðaði að sjálfsögðu Akropolishæðina vandlega, og allar þær fornminjar, sem þar eru. Eitt. sinn er jeg var þar staddur, hitti jeg skemmtiferða menn frá Danmörku, sem kom- ið höfðu sjóleiðis til borgarinn- ar. Voru þeir í vandræðum með að gera sig skiljanlega fyrir grískum dáta, sem þar var að taka myndir. Svo að fylgdar- fólk mitt og jeg gerðust túlkar fyrir þá, gagnvart hermannin- um. Aþenuborg er ósamkynja borg/og mikill munur á bæj- arhverfunum. Þar eru bæði ný- tískuhverfi, þar sem ríkir sæmi legur þrifnaður. Og aftur önn ur þar sem aðkomumönnunS getur blöskrað óþrifnaðurinn. Götunöfn og annað minna menn á löngu liðna tíma. En inn anum það, sem að vissu leyti heyrir fortíðinni til, koma svð nýtísku götur með nútímanöfn- um eins og aðalgötur, er bera nöfn Churchills og Roosevelts, Eftir 10 ára styrjöld. Fátækt er mikil í borginni. Það leynir sjer ekki. Þarf ekki annað en líta á hversu almenn ingur er þar illa til fara. Mikið er af allskonar varningi í búð- unum, sem boðinn er til sölu. En kaupgeta virðist vera þaH sáralítil. Þjóðin í sárum eftiu tíu ára þrotlausa styrjöld. Þegar jeg talaði við Grikki um ástandið í landinu og hvað á daga þeirra hefir drifið, varð jeg mjög var við beiskju og svartsýni. Sem eðlilegt er. Þeir telja, að gríska þjóðin hafi orð ið að líða hart nær óbærilegan þjáningar Meðan jeg var í ítalíu, las ieg í blöðum þar, að búist væri við, að uppreisnarherinn í Grikk- landi myndi innan skamms gef ast upp, svo hægt væri að koma á langþráðum innanlandsfriði. En þegar þetta barst í tal við Grikki, var sem þeir gætu ekki trúað því, að hörmungum' ófriðárins myndi linna. -— Þafi kom vonleysi þeirra í ljós. i P Barnaránin. ^ Þegar þeir töluðu um innaQ landsstyrjöldina, fóru þeir hörð ustu orðum um barnarán kom- múnista. Talið er, að als hafl verið rænt 37 þúsund börnum frá grískum foreldrum og heim- ilum. Ekkert beint samband kvað vera fáanlegt við þessi' börn, sem numin hafa verið & brott. En sagt er, að þau sjeu sett á uppeldisheimili kom- múnista í Balkanlöndum, þai! sem á að ala þau upp í kom- múnistiskum anda. íf Á Afstaðan til Vestur- veldanna. T — Hvernig virtist þjer af- staða almennings vera gagn- vart Vestur-veldunum? — Fólk var, sem eðlilegt er, ákaflega þakklátt fyrir þ£ hjálp, sem Grikkir hafa fengið, Frh. á bls. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.