Morgunblaðið - 24.12.1949, Síða 3

Morgunblaðið - 24.12.1949, Síða 3
Laugardagur 24. des. 1949. MORGUNBLAfílÐ 3 HEIMSÓKN TIL AÞENU Frh. af bls. 2 bæði frá Bretum og Bandaríkja mönnum. Þegar jeg var í Aþenu, bar mikið á hermannaflokkum á götunum þar. Því þá var styrj- öldinni enn ekki lokið. Meðan jeg var þar var sýn- ing, sem leiddi í ljós, hvaða gagn þjóðin hefði haft af Mars hallaðstoðinni. T.d. hvað heilsu þetta hafi áunnist, hefir ástand eftir að Grikkir fengu þessa hjálp. Eins og gefur að skilja var heilsufarið hörmulegt eftir styrjaldarárin. Margt fólk dó beinlínis úr hungri meðan Þjóð- verjar rjeðu í landinu. En þó þeta hafi áunnist, hefir ástand ið tekið litlum stakkaskiftum síðan að öðru leyti. Því eftir að heimsstyrjöldinni lauk, tók innanlandsstyrjöldin við, sem kunnugt er. Fornminjarnar. — Eru engar byggingar í A- þenu uppistandandi frá frægð- artímum borgarinnar? Nei. Ekki heillegar. Ekki ann að en rústir, og þá fyrst og fremst hinar frægu rústir á Akropolis. í elsta borgarhlutanum, sem nú er uppistandandi, eru hús, sem staðið hafa frá því að Róm- verjar rjeðu þarna ríkjum. Þar lifir nú fátækt fólk, frumstæðu lífi, eftir okkar mælikvarða. •— Lítið er farið að endurbæta eða byggja upp, af því sem eyði- lagðist í síðustu styrjöld. Er öðru máli að gegna 1 ítalíu. •— Þar sá jeg ekki betur, en tals- vert hafi verið byggt á síðustu árum. Enda er þar alt betur á vegi statt en í Grikklandi. Listaverkin flutt til London. — Er rústunum eða fornminj unum á Akropolis haldið vel við? — Grikkir hafa mikinn hug á því, að svo sje gert. En sumt af hinum fornfrægu minjum, sem þar varðveittust fram und- ir vora daga, hefir verið flutt úr landi. T. d. hafa partar úr Parthenonhofinu verið fluttir til London, og eru nú geymdir í „British Museum“. Meðan Aþena var undir yfir ráðum Tyrkja, var breski sendi herrann sir Elgin í Aþenu. Hon um blöskraði hve fornminjar þessar sættu slæmri meðferð. Sá hann fram á, að ef ekki yrði gripið í taumana myndu minj- ar þessar líða undir lok. Hann kom því til leiðar. að mikið var flutt af listaverkum frá Akropolis til London, svo sem hinar frægu gaflmyndir af Partheuon. Þær eru nú í hinum svonefnda Elgin-sal í Breska safninu. Grikkir hafa farið fram á, að fá þessar forn minjar heim. En hingað til hef ir þeim verið synjað. Aftur á móti hefir þeim verið boðið, að þeir gætu fengið afsteypur. En ekkert hefir víst orðið úr því. Blaðagreinar og saltfiskur. Meðan jeg dvaldi hjá þeim Giannutsos-hjónum í Aþenu, kom út grein í einu blaði borg- arinnar, um þenna langferða- mann, frá hinu fjarlæga, lítt kunna landi. Var í greininni farið mörgum fögrum orðum um það, hve undraverð bók- mentaafrek svo fámenn þjóð hefði unnið. Eftir að jeg kom heim, sendi Giannutsos mjer þýðingu af annari grein, sem kom út í Aþenublaði eftir að jeg var farinn, um þessa heim- sókn mína, og sagt að jeg hafi verið allur á bak og burt, áð- ur en ritstjórnin vissi af ferð- um mínum. — Varðst þú var við, að Aþenubúar vissu nokkuð um við skifti þau, sem Grikkir hafa haft við okkur íslendinga? — Lítið bar á því. Giannut- sos fjölskyldan hafði víst ein- hverntíma sjeð íslenskan salt- fisk, án þess að hún gerði sjer nokkra grein fyrir því, hvar hann væri upprunninn í heim- inum. Allra síst, að framleið- endur hans hefðu nokkurt sam- band við fornar bókmentir. 100.000 drökmur. Þegar jeg var ferðbúinn til ítalíu aftur, og kominn á flug- stöðina í Aþenu, kom það upp úr kafinu, að mjer hafði láðst að fá vegabrjefið uppáskrifað, til þess að fá að koma til Ítalíu aftur. Flugvjelin átti að fara af stað eftir klukkutíma. Fylgdar menn mínir og kunningjar, sem með mjer voru, báru upp vand- ræði mín við forstj'óra flug- stöðvarinnar. Hann vísaði okk- ur á ítalska sendiherrann. Við þutum þangað í bíl, og hann ljet tilleiðast, að hjálpa mjer með uppáskriftina. En til þess þurfti jeg að fá tvær ljósmynd- ir af mjer. Við út á torg, til götu ljósmyndara. Hann tekur mynd irnar. Og alt slapp þetta, með naumindum þó. Jeg hafði 100,000 drökmur í vasanum, þegar á flugstöðina kom sem var afgangur af ferða peningum mínum til Grikk- lands. Ætlaði að kaupa fyrir þær einhverja minjagripi. En þær fóru í þessa snúninga, bíl- inn og Ijósmyndirnar. — Hvað er sú upphæð mikil í íslenskum peningum. — Það eru um þúsund drök- mur í krónunni. En þó maður fái þessi ósköp af gríska gjald- eyrinum fyrir lítið fje, mega menn ekki halda, að hægt sje að fá nokkurn hlut ódýran, er þangað kemur. Herbergi og viðurværi á hóteli kostar t.d. alt að því 100,000 drökmur á dag, eða sem svarar 100 krón- um. — Hvað eru þá mánaðarlaun mentaskólakennarans ? — Þau eru 500—600 þúsund drökmur á mmánuði, er jafn- gilda 5—600 krónum hjer, og hafa á mörgum sviðum ekki meiri kaupmátt, en þessi upp- hæð í ísl. krónum hefir hjer. T. d. kosta skór í Aþenu um það bil 100 krónur íslenskar, og fatnaður einar 400 krónur, sem að vísu m talsvert ódýrara en núverandi verð hjer. — En fæði er þar ódýrara, en hjer, að svo miklu leyti, sem fólk getur lifað á grænmeti. Tilraunaskólar. Síðan vikum við talinu að pví, sem Kristinn hafði heyrt og sjeð í öðrum löndum álfunn- ar, sem hann heimsótti, viðvíkj andi nýjungum í skólamálum. Á Norðurlöndum og víðar, sagði hann, eru raddir uppi um oað, að lengja skólaskylduald- ur unglinga, upp í 16 ár, eins og í Englandi. En aðrir telja varhugavert að binda æskuna meira við skólabekkinn, en orð- ið er. í Svíþjóð heyrði jeg því og hreyft, að skólarnir yrðu ríkinu of dýrir, ef ætti að auka mjög við kenslutímann. í skólamálunum eru menn víða að þreifa fyrir sjer, og I hafa stofnað tilraunaskóla, til þess að komast á þann hátt að raun um hvaða fyrirkomulag í kenslunni muni reynast best. —• Er stefnan víða sú, að leitast við að venja nemendurna sem fyrst og best á, að vera sjálf- stæða við nám sitt og vinnu.' Mest dáðist jeg að því, segir Kristinn að endingu, hversu vel breska þjóðin tekur þeim erfið- leikum, sem hún á við að stríða, eftir að hún vann þó sigur í styrjöldinni. Viðurværi almenn ings er t. d. mun lakara en víð- ast á Norðurlöndum, en þq taka menn þessu með furðumikiili ró og stillingu. íþróttaleikvangurinn gamli — Stadion — í Aþcnu, sem nú hefir verið gerður upp. V. StO (jíeéifecj jóí úi QJ oc^ óLlfLtrómLöjan dmci h.f. (Qufíc uölabtcjur / v lacjuuóáon gullsmiður — Laugaveg 11. H.f. Eimskipafjelag íslands óendiu u'dóLi^tamöymam íand alt ómum am (J3eótvi jófaóáLir <4 » Partlieon á Akropolis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.