Morgunblaðið - 31.12.1949, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1949, Blaðsíða 16
VEOLRUTLiTIÐ. FAXAFLOI: og SV kaldi fyrst, — Kni >t til SA-áttar með kvöid- inu. — ÁRAMÓT, eftir Ólaf Thors fcr- sætisráðherra, er á bls. 9, 308. tbJL. — Laugardagur 31. descmber 1949. IVis. Hekla bjargaði skipi úr sjávarháska i gær Vj«l þess bilaði grunnl út af Ingólfshöfða. £T?.AXDFERÐASKIPIÐ Hekla, skipstjóri Ásgeir Sigurðsson. fiiB'.g&ði í gær við hinar erfiðustu aðstæður, norsku LatipSkipi frá Bergen, er var i sjávai’háska grunnt út af Ingólfs- höfða. í gærkvöldi var Hekla á leið til hafnar með skipið f eftirdragi. Gide áffræðiir Þetta norska skip heitir^ Cieveland og er frá Bergen. j l’að er um 900 smál. að stærðj og var nú á leið til hafna á Austfjörðum til að taka salt- fisk á vegum SÍF. Hjer í Reykja vík lestaði skipið um hálffermi. ■Meðan það var hjer, var fram- k 'semd viðgerð á stýri þess 1 ■Sltppnum. Vjelabilun í stórsjó. í gærmorgun kl. langt geng- ói sjÖ, sendi skipstjórinn á Cieveland út neyðarskeyti. — Sagði hann vjel skipsins hafa bilað og var skipið þá statt út af Ingólfshöfða. Sennilega ver ;ið innan við 20 mílna fjarlægð frá landi. Þá var álandsvind- ur mjög hvass og stórsjór. Hekla var stödd í nokkurri fjarlægð og bjóst skipstjórinn við, að geta verið kominn skip- -til' hjáipar -eftir svo sem 'atundir. Liitlar fregnir Skilyrði fyrir talstöðvarsam- t>and við Heklu, voru svo slæm » gær, að allar fregnir af björg- un Cleveland voru óljósar í gær •rkveídi. Hitt er vitað, að veður hefir verið hið versta og stór- • fijór og bersýnilegt að Ásgeir sktpstjóri á Heklu, sem er þjóð kunnur sjómaður, hefir orðið • að gæta fyllstu varúðar með 'sitt eigið skip, svo slæmt var Rá-í-sjóinn, il»eðan;á björg- uninni stóð, og björgunarverkið tnjög erfitt verk og vandasamt. 'JEftir 12 klst. Þær fregnir komu svo frá Heklu í gærkveldi, milli klukk- an sex og sjö, að tekist hefði að koma öruggum dráttartaug- um í Cleveland. Var þá þegar Jagt af stað til Seyðisfjarðar, sem er eina höfnin þar eystra sem hægt er að fram- kvæma nauðsynlega viðgerð á skipinu. Hekla fór sjer hægt. enda versta veður, var farið rneð um fímm sjómílna hraða. Ti l Seyðisfjarðar í dag Hekla var á leið til hafna á Austfjörðum, m. a. Hornafjarð ar, svo og hafna sunnan Seyðis- fjarðar, en framhjá þessum höfn um hefir skipið orðið að sigla í nótt, en að öllu óbreyttu er Hekla væntanleg til Seyðisf jarð ar síðari hluta dags í dag með híð bilaða skip. Mun þar verða ákvörðun um hvort Hekla sn ' i aftur og fari til hafna þ' ra er hún neyddist til að sitla framhjá, vegna björgunar 27.000 skömlunar- seðlar afheniir í GÆR var byrjað að afhenda í Góðtemplarahúsinu skömmt- unarseðla þá, er taka gildi á næsta ári „á morgun“. í gærdag kl. 5 er hætt hafði verið afhendingu seðla, kom í Ijós, að 27,000 seðlar höfðu ver- ið afgreiddir og er hjer um „nýtt met“ að ræða, við skömmt unarseðlaafgreiðslu. í dag kl. 1.0 árd. verður svo haldið áfram afgreiðslu seðl- anna í Gómtemplarahúsinu og lýkur því á hádegi. Brennur eru leyfðnr úfihverfum í kvöld Lögreglysfjóri vaitir undanþágu, en báiin verða undir effiriifi og öryggis gætf. LÖGREGLUSTJÓRINN hefir leyft að kveikt verði bál á nokkr- | um stöðum í úthverfum bæjarins í kvöld, en það er gamall j siður eins og kunnugt er að halda brennur á gamlárskvöld eða j þrettándanum. íþróttamenn í bænum munu standa fyi’ir brenn- | unum á hverjum stað og að sjálfsögðu eru allar. öryggisréð- j stafanir gerðar til þess, að ekki kvikni í húsum út frá þess- um bálum. ANDRE GIDE, hinn kunni franski rithöfundur átti átt- ræðis afmæli fyrir skömmu. Sama íregðan hjá foprunum TOGARINN Jón Forseti hefir nýlega selt afla sinn í Bret- landi. Er þetta síðasta salan hjá íslenskum togara á Bret- landsmarkað á ári því, sem nú er að líða. Jón Forseti seldi 3815 kit af fiski fyrir 7192 sterlingspund. í gær voru að veiðum vestur á Halamiðum 18 togarar. Hef- ir afli þeirra verið tregur, sem að undanförnu. Sjö togarar eru að búa sig undir siglingu út með afla sinn. Tveir togaranna taka afla úr öðrum togurum. Gylfi tekur fisk úr Verði og Kaldbakur tek ur fisk úr Svalbak. Fimm togarar eru nú á leið út með fisk og einn á heim- leið frá Bretlandi. Viðskiflanelnd hæftír störfum RÍKISSTJÓRNIN hefir ákveð- ið að leggja niður viðskipta- nefnd frá 31. janúar n.k. og frá þeim tíma annast innflutnings- og gjaldeyrisdeild fjárhagsráðs núverandi störf viðskiptanefnd ar, eins og upphaflega var gert ráð fyrir í lögum um fjárhags- ráð, innflutningsverslun og verðlagseftirlit. Verður nánar ákveðið á um þessa breytingu í reglugerð. Frjett frá ríkisstjórninni. Hús brennur r 1 Hveragerði. föstudag SNEMMA í gærmc’~gun brann eitt af húsum Garðyrkjuskól ans að Reykjum í Ölfusi. Hús þetta, sem tr á annnað hundrað ferm., var notað sem þvottahús að hálfu og íbúðar- hús, en þessa nótt var aðeins einn maður í húsinu, Guð- mundur Jóakimsson trjesmið- ur. Hitt eru skólapiltar, sem eru fjarveiandi vegna jólafrís. Um klukkan 5 í gærmorgun, vaknar Guðmundur við það, að herbergi hans er því nær alelda orðið. Snarast Guð- mundur fáklæddur út, gerir aðvart heima á skólanum um eldinn, — húsið stóð í björtu báli nokkru síðar og varð ekk- ert við eldinn ráðið Sumarbú- staður stendur nærri húsinu og óttuðust menn að eldurinn kynni að læsa sig í bústaðinn, þareð vindur stóð beint á hann. * En aðstoðarmenn breiddu segl á þá hlið sumarbústaðarins er að eldinum sneri og tókst að bjarga honum. Eftir skamma stund fjell hið brennandi hús að grunni, án þess að nokkru tækist að bjarga úr því, fatnaði þeirra sem þar bjuggu, vjelum þvottahússins eða öðrum verðmætum. Hús þetta var venjulega kallað Barcelona. Eldsuppfökin í „GuHfoss!" kunn Einkaskeyti til Mbl. KAUPMANNAHÖFN, 30. des.: Rannsóknarlögreglan í Kaup- mannahöfn hefir rannsakað eldsupptökin í Gullfossi á dög- unurn og komist að raun um, af hverju þau stöfuðu. Raftaug, sem var í lestinni í sambandi við handlampa, hafði skemst við núning og varð skammhlaup af þeim ástæðum. Neistar frá leiðslunni, þar sem skammhlaupið varð í raf- tauginni, kveiktu í hinni eld- fimu lofttegund, sem var í lest- inni. — Páll. Foringinn finns! ekki PALERMO. — „Hernaðarað- gei’ðum“ gegn stigamannafor- ingjanum Salvatore Giulianö er haldið áfram af alefli hjer á Sikiley. Alls hafa um 70 menn verið handteknir, frá því að ,,orustan“ hófst — en ekkert bólar á Giuliano. — Reuter. Sfærri flofi HAUGASUNDI, 3. 'des.: — Tólf ný skip bættust við flot- ann í Haugasundi á þessu ári. Eru þau samtals 49,330 tonn. Á sama tíma voru seld burt frá staðnum, sex skip, samtals 17,900 tonn. — Reuter. Vaxandi aðsókn að málverkasýningunni SÝNING Sigurðar Benedikts- sonar á erlendum listaverkum, sem staðið hefir nú yfir um nokkurt skeið. hefir vakið verð skuldaða athygli og hefir að- sókn að henni farið vaxandi. í dag verður sýningin opin frá kl. 2 til 6 síðd. og á morgun, nýársdag frá.kl. 2 til 10. íslendingur selar breskf sölumet FYRIR nokkrum dögum setti breski togarinn Kirknes, nýtt breskt sölumet á ísvörðum fiski. Seldi togarinn alls um 3300 kit fyrir 18.000 sterlings- pund. Var fiskur þessi norðan úr Hvítahafi og voru um 2000 kit af aflanum koli. Athyglisvert er það við þessa sölu Kirknes, að skipstjóri tog- arans er íslendingur, Karl Sigurðsson frá Hafnarfirði. — Karl var lengi með Þórarni Ol- geirssyni útgerðarmanni, og byrjaði hjá honum á Venusi, sem aðstoðarmatsveinn. Karl fluttist svo til Bretland? með Þórarni, kringum árið 1930 og var með honum á togaranum King Sol. Karl Sigurðsson er dugandi sjómaður og hefir hvarveína getið sjer hins besta orðs. ^Kveikt klukkan 11 Brennur hafa verið leyfðar í kvöld á auðum svæðum, í eft- irfarandi hverfum: í Langholti, Vogahverfi. á Framvellinum. á Klambratúni og í Vesturbænum, sennilega í nánd við KR-túnið. Að sjálfsögðu er gert ráð fyr- ir, að almenningur taki því vel, að þetta leyfi hefir verið veitt og geri hvorki usla, eða hafi í frammi nein læti í sambandi við bálin, heldur skemmti sjer við þennan gamla sið, í ró og næði. —- Kveikt verður í bál- köstum kl. 11 í kvöld. Litlar birgðir til af flugeldum Lögreglan telur að litlar birgðir muni vera til af flugeld um og púðursprengjum, en þó nokkrar gamlar birgðir, svo eítthvað muni heyrast af hvelí- um í kvöld. En menn eru áminntir að fara varlega með sprengiefhi og varast sjerstaklega heima- tilbúnar sprengjur. Dinamit- sprengjur eru sem kunnugt er, lífshættulegar, eins og spreng- ingin við Alþingishúsið á gaml- árskvöld í fyrra sýndi. Undanþága lögreglustjóra fyr ir bálunum mun vafalaust mæl ast vel fyrir og ætti að fyrir- byggja, að einstaklingar freist- ist til að kveikja bál sjálfir, en samfara því er hin mesta hættá sem kunnugt er. Sprenging við pélsfca sendiráðið í París PARÍS, 30. des. — Snemma í morgun sprakk sprengja við dyr pólska sendiráðsins í Par- ís. Engin meiðsl urðu á mönn- um,. nema hvað næturvörður, sem nálægur var, skrámaðist lítilsháttar í andliti. 1 Pólski sendiherrann hefur sagt í viðtali við frjettamenn, að hann telji ekki, að franskir borgarar hafi verið þarna að verki. — Reuter. irt *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.