Morgunblaðið - 31.12.1949, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1949, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. des. 1949. Framhaldssagan 47 iitiiiiiiiiiiiiJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiniiiiiiiniiiiiiiimiiiiimiiiiHniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiÍ SEKT OG Eftir Charlotte Armstrong f^/iiiiiiiiniiiniiititiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiJiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMii Mathilda. En hún brosti ekki við tilhugsunina. Henni var á- kafiega þungt um hjartarætur. '£>ó að hún hlustaði róleg á það, sem hin sögðu. þá var eitthvað irinra með henni, sem grjet beisklega. Ekki fyrir jarðnesk- um leifum Grandys, sem lágu einhvers staðar úti í bæ, held- ur fyrir þeim Grandy, sem bafði aldrei lifað, fyrir þann Grandj', sem hafði aldrei verið til, hann, sem hún hafði elskað og dáð. Með þeim Grandy fannst henni hún hafa misst allt. Allt horfið. Hún gat ekki verið viss um álit sitt á neinu eða nein- um. Hún hafði sjeð heiminn með augum Grandys. Sá heim ur var horfinn. Stóllinn hans hafði jafnvel verið tekinn burt. Hann átti þessa stofu ekki iengur. Þetta var ókunn stofa í ókunnu húsi, þar sem hún hafði alltaf verið ákunnug. „Hann græddi aldrei eins mikið á leikritunum eins og fólk hjelt“, sagði Gahagen. ,,Það byrjað með því að for- stjórinn, sem fór með Frazier- auðævin dó. Grandy lenti í „Þjer hafið aldrei trúað því að hún hafi framið sjálfsmorð". „Nei“, sagði Jane. „Og nú get jeg vel sjeð það fyrir mjer, hvernig hann fór að því. — Hvernig hann ljet hana skrifa fyrir sig miðann, sem hún átti að hafa skilið eftir sig. Hann hefði auðveldlega getað komið með einhverjar skýringar. Hann hefur ef til vill.. ..“. Mathilda lokaði augunum. Rödd Jane var beisk. ,,....ef til vill sagt við hana: Mig langar til að gera smá tilraun, vina mín. — Hún hefði átt að ná í bók uppi í efstu hillunni. Hann hefði get- að sagt, að hann væri að reyna að skilja einn af gömlu glæp- unum sínum. Hann hefur getað undirbúið allt fyrir framan hana án þess að hana hafi grunað nokkuð, því að hann hefur verið masandi allan tím- ann. eins og hann gerði allt af“. Það fór hrollur um Mathildu. Hún sá núna að hann hafði haft hæfileika til að dáleiða fólk í kring um sig. Henni fannst skugginn af dáleiðsl- deilum við hina aðilana og tók unni hvíla yfir höfði sjer. auðævin úr höndum þeirra. Svo liðu tvö ár og fjeð var ekki fast í neinum fyrirtækj- um. Grandy hafði það allt í sínum höndum, keypti og seldi og breytti um. Þegar allt var þannig á ringulreið, hlýtur hann að hafa getað fest eitt- hvað af fjenu á sitt nafn. Svo lagði hann öll auðævin inn í nýtt fyrirtæki. Hvernig átti nokkurn að gruna að hún hafði verið rænd? En jeg skil bara ekki hvernig þjer komust fyrst á snoðir um þetta. Ekki voruð þjer kunnugur neinum aðilan- um‘. „Jane fjekk brjef“, sagði Francis. Dökku augun hans voru alvarleg og þungbúin. „Það var Rosaleen litla Wright, sem kom þessu öllu af stað“. Mathildu sárverkjaði í höf- uðið. „Jeg býst ekki við að við fáum nokkurn tímann að vita nákvæmlega um það hvernig það gekk til“, sagði Francis. „En hún var hjer, þegar Mat- hilda varð tuttugu og eins árs, „Jeg vildi að þið hefðuð snú ið ykkur strax til mín“, sagði Oliver. „Jeg hefði getað hjálp- að ykkur. Althea sagði mjer, frá því sem hún hafði sagt við þig, Francis um kvöldið. Jeg hefði getað verið vitni, og það var einmitt það sem ykkur vantaði. Jeg vissi það bara ekki“. „Það var ekki hægt að bú- ast við því að neitt ykkar liti á málið frá okkar sjónarmiði“, sagði Francis. Hann sagði það ekki ásakandi, heldur eins og hann gæti ákaflega vel skilið það. „Já, jeg býst við því að það sje rjett“, sagði Oliver dauf- lega. „En þjer, ungfrú“, sagði Gahagen og snjeri sjer að Mat- hildu. „Þjer sáuð allt í einu, hvað var á seyði. Hvernig stóð á því að þjer urðuð skyndilega svona vissar?“. En hún gat ekki hugsað. Hún mundi það ekki. „Fram að því, voruð þjer víst farnar að halda að þjer þegar hún skrifaði erfðaskrá hefðuð sjeð ofsjónir. Jeg skil sína. Ef til vill.... ‘ „Þau unnu lengi við hana' sagði Mathilda, „lögfræðingur- inn og Rosaleen. Hann vildi ekki koma nálægt því“. „Grandy?“, spurði einhver. Sjálf treysti hún sjer ekki til að nefna nafn hans. „Hann hafði óbeit á fjár málum sagði hann“. Hún snjeri höfðinu upp að veggnum „Ef til vill hefur Rosaleen þót: undarlegt að skjölin voru ekki frá því áður en faðir þinn dó“, sagði Gahagen. „Það var enginn hægðar- leikur að gabba hana“,, sagði Jane allt í einu. „Heiðarleik inn var Rosaleen svo mikið i blóð borinn“. „Þekktuð þjer hana vel?“, spurði Gahagen. „Hún var frænka mín“, sagði Jane. „Við vorum ná- grannar og ólumst næstum því upp sgman“. ekki hvernig þjer gátuð allt í einu orðið svo vissar um hvernig í öllu lá“. „Jeg veit það varla sjálf“, sagði Mathilda veikum rómi. „Jú, jeg veit það, en jeg veit ekki hvernig jeg get útskýrt það“. „Reyndu það ekki“, sagði Francis. „Jú“, sagði hún. „Jeg ætla að reyna það .... Þetta kom allt í smáskömmtum. Jeg vissi allt um það, hvernig öryggið sprakk. Og Oliver sagði mjer að Althea hafði heyrt einhvern mann í útvarpinu og hvað hann sagði. Og Jane. Hún sagðist hafa farið til að taka tímann og maðurinn hafði sagt: „Bak- að við hægan hita“, á þessum og þessum tíma. Svo lagði jeg þetta saman og skyndilega stóð allt heima“. Það varð stutt þögn, en svo hjelt hún áfram. „En þetta var ekki allt“, sagði Tyl. Hún var orðin styrk ari í rómnum. Henni leið bet- ur, þegar hún gat talað um þetta. „Jeg vissi að Francis hafði verið niðri í kjallaran- um“. Hún var risin upp við dogg. „Og jeg var viss um að það var Francis, af því að jeg fann súkkulaðimolana. Hver annar hefði svo sem getað merkt slóðina þannig?“. „Og hver annar en þú hefðir getað fundið hana?“, sagði Franvis. „Jæja, svo sagði Jane okkur frá þessum Press og flutninga- vagninum. Jeg sá allt í einu að þó að Grandy væri ekki bein- línis meðsekur, þá var hann að minnsta kosti ekki ábyggileg- ur. Jeg var alveg viss um að Francis hafði verið þarna. En hann var þar ekki lengur. — Hann hlaut að hafa farið, og Jane benti á einn möguleika. Og svo“, sagéi hún, „þegar mjer varð litið á Grandy þar sem hann lá á gólfinu og sá hollenska súkkulaðimolann renna upp úr vasa hans“. „Súkkulaðimolann?“. „Já“. Það fór hrollur um hana. „Mjer datt ekki í hug þá, að hann hefði getað sjálfur haft með sjer míolann að heim- an. Jeg mundi bara að jeg hafði sjeð þá í grasinu við hús- ið og þeir hurfu. Hver tók þá? Ef jeg var þá ekki búin að missa vitið .... Hver hafði vit á því að taka þá? Hver vissi, hvaða þýðingu þeir gátu haft? Aðeins jeg og Francis .... og Grandy“. „Þess vegna“, hjelt hún á- fram. „vissi jeg að hann var ekki ábyggilegur. Jeg held að jeg hafi bara .... sjeð hann eins og hann var. „Hann var. ...“. Gahagen hristi höfuðið. Hann átti ekk- ert orð yfir það, hvernig Grandy hafði verið. „Svo opn- aði hann kistuna til þess að látast gægjast ofan í hana. Og læsti henni aftur fyrir framan nefið á okkur. Hann þorði ekki að hætta á það að hún mundi opnast þegar hún væri komin í kranann. Auðvitað var það einmitt það, sem gerði út um allt“. „Þjer voruð fljótir að sjá það“, sagði Jane. „Jeg verð að segja það að , jeg var heppinn að vera með- vitundarlaus mestan tírnann", sagði Francis. „Jeg er feginn að jeg hafði ekki hugmynd um kranann eða hvar jeg var“. „Jeg var nærri orðin brjál- uð“. sagði Jane. Mathilda leit á æðina, sem hún sá að slóst '^htan á hálsi Francis og hugsaði: Það var jeg líka. „Jæja, það voru hans enda- lok“, sagði Francis. „Hann hafði svo sem getað borið því við að hann væri farinn að sjá illa. Hann hefði vel getað hald ið því fram, að hann hefði ekki getað greint mig í fatahrúg- unni. Ljósið var .heldur ekki upp á það besta. Hann mundi hafa notað tungulipurðina og hver veit nema hann hefði getað klórað sig út úr Öllu saman. Ef beinin mín hefðu I klandri með Simba Etfir GILBERT VEREN 18. Hæhæ, kallaði aulabárðurinn fyrir utan gluggann. —* Vaknaðu þú þarna. Jeg stóð upp, gekk fram að glugganum og leit út. Simbi var þar glottandi, eins og hann var vanur og þegar hann kom auga á mig klakaði hann svo meinfýslega, að mig lang- aði til að skila honum aftur steinvölunni, sem hann hafði kastað, og skila henni á viðeigandi hátt. — Hvað er að sjá þig, gamli kunningi, sagði hann. Geng- ur eitthvað að þjer? Þú lítur út eins og þú hafir sjeð drauga. — Mig dreymdi hræðilegan draum, draum, sem er að- vörun til mín um að jeg má alls ekki taka þátt í skemmt- uninni í kvöld. Það getur svo sem verið að mig hafi dreymt svona út af svínaketinu, sem jeg át í gær, rjett áður en jeg háttaði, en það breytir ekki ákvörðun minni. Jeg ætla ekki að taka þátt í þessari skemmtun í kvöld. — Það gerir ekkert til, svaraði Simbi strax. — Það verð- ur engin skemmtun. Skólameistarinn hefur annaðhvort gleymt henni, eða hann hefur hætt við hana og hann fór í morgun vestur á land og ætlar að taka sjer frí í hálfan mánuð, svo að það verður að fresta skemmtuninni um óákveðinn tíma. Og ef jeg á að segja þjer sannleikann, gamli fjelagi, þá er jeg bara feginn að því hefur verið frestað. Ert þú það ekki líka? Jeg andvarpaði mikið ljettara. Það var eins og bvrði væri af mjer ljett. — Jú, jeg er feginn því, svaraði jeg bara. SÖGULOK Svarti sauSurirm í fjöldskyld- Rœktarlausir foreldrar. Tannlæknir fór í i.cknisferð til smá þorps nokkurs og ma-gir notuðu tæki færið til að fá sjer nýjar tennur og láta gera við sinar eigin. Eins og að likum ketur urðu sjúkl- ingarnir varir ýmissa miður þægi- legra kennda, líkamlegra og andlegra. en fáir fundu til jafn ínnilegrar sorg ar og þriggja ára snáðinn, sem grjet fögrum tárum heilan dag yfir því óskiljanlega kæruleysi íoreldra sinna, að nota ekki tækifærið og láta smíða falskar tennur í nýfædda systur sína. ★ Undunarefni beggja. Skólakennari var að reyna litla drengi í reikningi. Hann benti á lít- inn náunga og sagði: „Mangi, hvað er sjö sinnum níu?“ „Sextíu og þrír“, svaraði drengurinn hiklaust. „Ágætt,“ sagði kennarinn undrandi og hrifinn, „vissulega ágætt.“ „Je minn eini“, sagði Mangi og augun í honum urðu stór eins og undirskólar. „Það er RJETT!" ★ Málgefinn maður sagði við kunn- ingja sinn: „Hefirðu tekið eftir hvað Jón er hræðilega ókurteis? Hugsaðu þjer, um daginn geyspaði hann þrisv- ar ó meðan jeg var að tala við hann“. Og kunninginn svaraði: „En það er ekki víst, að hann hafi verið að geyspa'. Ef til vill hefir hann verið að reyna að segja eitílivað." „Hvaða þrjú orð cru það, sem eru mest notuð í skólum af nemendum?" spurði faðir nokkur son sinn. „Jeg veit það ekki,“ svaraði sonurinn. „Rjett", sagði faðirinn, „þú hittir á það í fyrsta sinn.“ (jott oý paróœit nýtt ár, e i/ ahhlœti ^yrir ul&óhiptm il a uona armu. AUGLÝSING ER GULLS í GILDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.