Morgunblaðið - 03.01.1950, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.1950, Blaðsíða 2
2 MORGUKBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. janúar 1950, Hetri ræktun á vísindalegum grundveili Áramótaræða forseta íslands HERRA SVEINN BJÖRNSSON FORSETI ÍSLANDS. sonas.% sem hann flutti í útvarp á nýársdag: EE RENNI huganum yfir árið, s#m nú er liðið, árið 3 949, viL jeg^fyrst nota tækifærið til l-'ess að endurtaka þakkir mín- ai- fyrir það traust, sem mjer hiéfur* t-erið sýnt, er jeg á árinu var endurkjörinn forseti um n.ýtt kjörtímabil, án atkvæða- greiðáCb. Á ámnu var Alþingi rofið og fcfnt til nýrra kosninga rúmu niisseri áður en lokið var kjör- týriabilinu. Þjóðinni gafst tæki- færi tiT þess að gefa nýkjörn- um .Alþingismönnum nýtt um- boð til þeirra ábyrgðarmiklu starfa.j sem á Alþingi hvíla. Þrátt fyrir orð og ummæli, sem falla í‘blöðum og á fundum við undirbúning slíkra kosninga — og sum þeirra fela því miður ekki í ^jer skýringar á málun- ura og rök fyrir rjettum málstað — þá gefst þó sjerstakt tæki- færi, \fð undirbúning Alþingis- kosninga, til þess að varpa ljósi á áhugamálin og vandamálin frá fleiri hliðum en einni. Hugs andi menn fá með því betra tækifæri en oft ella til þess að mynda sjer rökstudda skoðun um velferðarmál þjóðarinnar. Sú skoðun, sem hver einstakur kjósandi myndar sjer með hugs un o| nokkurri fyrirhöfn ætti að vera meira virði en ef menn ganga beint af augum í trölla- trú á. það, að fyrirhafnarminnst sje að iáta aðra menn, hjer- lenda eða erlenda, hugsa fyrir sig. Að vísu hvílir það á for- yi-.tumönnum á stjórnmálasvið- in u að halda málum vakandi og foenda á færar leiðir. En algert frelsi kjósendanna til þess að velja og hafna á vissu árabili, er traustur grundvöllur undir sönnu iýðræði. Og þrátt fyrir ýmsa annmarka á lýðræðis- •stjörn, eins og vjer búum við, vifðist ekkert stjórnarfyrir- komulag betra eða öruggara um filmenn mannrjettindi og um xjettindi og skyldur einstakra þlóðfjelagsborgara en þetta lýð ræði. ★ Mörgum hefur orðið tíðrætt um árferðið 1949. Haustið var að vísu gott. En veturinn var foorðari og lengri en um mörg ér undanfarið; sumarið votviðra fiamt, hjer sunnan lands og vestan í öllu falli. Síldveiðin Norðanlands brást enn þá einu fcinni. Ótti fyrir verðfalli á fram leiðsluafurðum til útflutnings. Er þar við bætist verðbólga og dýrtíð, og svo það, sem mönn- um er nú tamt að nefna vönt- un á jafnvægi I fjármálum og efnahágsmálum þjóðarinnar. — LeLðir af þessu að minningarn- ar um liðna árið verða ekki eins gLæsilegar og margir mundu óska. Vjer vitum og öll, að fram- undan eru fyrir oss íslend- Snga eins og aðrar þjóðir, átök sem rnikið veltur á hvernig oss tekst um. Meiri framleiðsla, auk in, vinna á því sviði, meiri sparn aður einstaklinga og þess opin- bera. Slík orð má heyra úr öll- um áttum um skilyrði þess að k ima málum svo að öryggi skap ist, ym afkomuna í framtíðinni. Jeg hygg að fyrir oss liggi að ganga líkar brautir. Og jeg vona það og óska að vjer reyn- umst ekki eftirbátar annarra þjóða um að koma skipulagi á efnahagsmál vor og f jármál inn á við og út á við. Það er verkefni stjórnar og þings að finna leiðirnar, og mun jeg ekki fara út í þá sálma. ★ En við þetta tækifæri á jeg sjerstaka ósk. Hún er sú, að landbúnaðurinn megi skipa þann sess, sem oss er nauðsyn- legt að hann geri í því upp- byggingarstarfi, sem er fram- undan. Fyrir 40 árum var jeg í klefa með breskum manni í járn- brautarlest í Englandi. Við tók- um tal saman og bar ýmislegt á góma. Hann lagði m. a. fyrir mig þessa spurningu: Hvern teljið þjer vera aðalatvinnuveg bresku þjóðarinnar, þann sem flest fólk vinnur við og hefur af komu sína af? Jeg gat upp á fleiru en einu. Hann hristi höf- uðið; en sagði að jeg væri ekki sá fyrsti útlendingur, sem flask aði á þessu. Nei, það er land- búnaðurinn, sem veitir flestu fólki atvinnu í Bretlandi og er aðalmáttarstoðin. Þetta kom þá dálítið flatt upp á mig, því mjer var kunnugt um að Bretar fluttu inn mikið af landbúnaðar efurðum. Síðan hef jeg veitt því athygli, að í langflestum menningarlöndum er landbún- aðurinn aðalstoð þjóðfjelags- byggingarinnar, bæði í þeim löndum sem eru sjálfum sjer nóg eða meira en það um land- búnaðarafurðir, og í þeim sem þurfa að kaupa slíkar vörur frá öðrum löndum. Sennilega á þetta við um menningarlandið Island eins og önnur lönd. þótt áður hafi verið talið af sumum að land vort væri á mörkum þar sem hægt væri að rækta jörðina með hagnaði og reka arðvænlegan landbúnað. ★ Atvikin hafa skipað því svo að jeg hef búið í sveit síðustu 8 árin og haft búskap fyrir aug- um daglega þótt jeg reki ekki sjálfur búið á Bessastöðum eða stjórni því. Þetta hefur ósjálf- rátt rifjað ýmislegt upp fyrir mjer um það sem jeg hafði feng ið nasasjón af í öðrum löndum, m. a. er jeg dvaldi langdvölum í því mikla landbúnaðarlandi, Danmörku. Með mínum leikmannsaugum sjeð, fer því fjarri að mjer finn- ist skilyrðin svo miklu verri hjer til reksturs búskapar en í Danmörku, sem jeg hafði hald- ið og hef heyrt marga halda. Auðvitað er munur vegna hnattstöðu, lengdar sumarsins o. fl. En jeg hugsa að mörgum skjátlist, ef þeir halda að danski bóndinn þurfi að hafa miklu minna fyrir lífinu en sá ís- lenski. Og þó á hann aðgang að miklu meiri þekkingu um danskan landbúnað, vísinda- legri þekkingu og annari, en íslensku bændurnir eiga um ís- lenskan landbúnað. Danmörk hefur um aldaraðir verið vel ræktað land, og er skilað svo að segja fullræktuðu af forfeðrun- um í hendur núlifandi bænda- kynslóðar. En núlifandi bænda kynslóð á íslandi hefur tekið við sínu landi' svo að segja ó- ræktuðu. Góður vinur minn, sem þá var einn af fremstu vísinda- mönnum Dana um rannsóknir á gróðurmold, ferðaðist til ís- iands fyrir 20 árum. Hann at- hugaði gróðurmoldina, tók sýn- ishorn af henni frá ýmsum stöð- um hjer sunnanlands og komst fljótt að þeirri niðurstöðu að ís- ienska gróðurmoldin væri engu síðri en gróðurmold er yfirleitt í Danmörku. Eins og aðrir tók hann eftir vöntun á þekkingu hjer bæði um ræktun og annan búrekstur. Um líkt leyti kyntist jeg dá- lítið breskum manni, sem þá stjórnaði gagnmerkri búnaðar- tilraunastöð í Bretlandi, Rot- hamstead. Jeg lagði fyrir hann spurningu um efni, sem margir voru þá í vafa um. Jeg spurði hann hvort hægt mundi að rækta korn á Islandi með góð- um árangri. Mjer er minnis- stætt hverju hann svaraði. Svar ið var: Auðvitað er hægt að rækta korn á íslandi, ef valdar eru rjettar tegundir. Það er að- eins peningaspursmál, hvort það borgar sig eða ekki, hvort of dýrt verður að búa jörðina undir ræktun og veita henni þann áburð, sem hún þarf. í ágústmánuði síðastliðnum rakst jeg í ensku blaði á frásögn. um ræðu þess sama manns við setn- ingu árlegs fundar í ,,The Brit- ish Association for Advance- ment of Science“, en hann var þá forseti þessa merka vísinda- íjelags. í ræðunni sagði hann m. a.: „Það er von um að hægt sje' að auka mikið matvæla- framleiðslu landbúnaðarins, ef lítt ræktuð lönd eru ræktuð betur, ef betur er borið á, ef bættar eru framkvæmdir um kynbætur búfjár og fóðurjurta, ef betra eftirlit er haft með heil brigði búfjár og fóðurjurta." — Hann sagði ennfremur: „Því eru engin takmörk sett, hve mikið.er hægt að gera með fram förum vísindanna á þessu sviði.“ Jeg vil undirstrika tvennt í þessum tilfærðu um- mælum. Hann talar um að gera betur en áður hefur verið gert. Hann leggur áherslu á vísinda- legan grundvöll þess, sem gert er. ★ Ummæli embættismanns í landbúnaðarráðuneytinu í Was- hington, sem kom hjer í sumar og ferðaðist allvíða um landið hnigu í líka átt. Þessi maður var mjög sjerfróður, hafði farið til ýmsra landa og rannsakað þar gróðurskilyrði. í Norðurálfunni þekkti hann þetta af eigin sjón á Norðurlöndum, í Stóra-Bret- iandi og í írlandi. Honum leist að mörgu leyti vel á ræktunar- skilyrði hjer. Meðal þess sem hann sagði var þetta: Þið hafið tvennskonar gróðurmold á ís- landi, steineflamold (mineral soil) þ. e. móa, mela og sanda, og jurtaefnamold (bog soil) þ. e mýrar og mýrlendi. Stein- efnamoldin er mun betur fall- in til ræktunar. Ræktunin sjálf oft ódýrari og næringargildi jurta yfirleitt meira í slíkum jarðvegi. Við vitum öll hvílíkt cra- flæmi af móum, melum og sönd um eru óræktuð hjer á landi. Og það er hörmung að hugsa sjer hve mikið af þessari gróð- urmold hefur fokið burtu og er enn að fjúka. Vonandi verður hindrað, að þessi góða gróður- mold verði vindinum að bráð hjer eftir. ★ Af hverju er jeg að tala um þetta?*Af því jeg hef, síðan jeg varð sveitamaður fengið vax- andi trú á því, að landbúnað- urinn eigi áfram að vera önd- vegisatvinnuvegur á íslandi. En til þess að svo megi verða þarf ýmsar gagngerðar breytingar frá því sem áður var og er ennþá, umfram það sem þegar hefur komist í framkvæmd. Ef vjer setjum oss það mark, sem jeg hygg ekki vera neinar öfg- ar að minnsta kosti allvíða í landinu, að hjer verði landbún- aður rekinn svo, að afurðir hans sjeu ekki eingöngu sam- keppnisfærar við afurðir ann- arra landa innanlands, án vernd artolla eða innflutningshafta og án rekstrarstyrkja, heldur einn- ig til útflutnings, þá tel jeg markið rjett sett. Leiðin að því er aukin og betri ræktun, byggð á vísindalegum grundvelli, rækt un gróðurmoldar, aæktun og kynbætur nytjajurta, ræktun beitilanda, ræktun og kynbæt- ur húsdýra, útrýming hvers- konar illgresis, lækning og út- rýming húsdýra- og jurtasjúk- dóma. Auk þess þarf að batna þekking á vjelum og verkfær- um, meðferð þeirra, viðhaldi og viðgerðum. „Rómaborg var ekki byggð á einum degi,“ segir gamalt mál- tæki. Sú breyting, sem þarf í íslenskum landbúnaði verður ekki á einu ári eða fáum árum. Sumir munu telja það of mikla bjartsýni, að hjer sje hægt að reka svo hagnýtan ný- tískubúskap, sem jeg á við. Jeg hef minnst á álit merkra er- lendra manna á gæðum gróður moldarinnar og hvað megi rækta hjer, sem hefur ekki ver ið ræktað áður eða aðeins ný- byrjað á. Þá mun verða nefnt af þeim svartsýnu, að veðrátt- an hjer á landi sje erfiðari en víða annars staðar. Það er rjett, að veðráttan er erfið, en hún er þó ekki mikið erfiðari en í sumum örum löndum, fyrir ýms an búrekstur. Og á sumu má sigrast. Yeturinn síðasti var harðari og lengri en mörg ár undanfarið. Sumarið óþurrka- samt, sífelldar rigningar síðarj hlutann allt fram í október hjer á Suðurlandi. Samt var hlaðan full hjer á Bessastöðum af þurru heyi, enda er hjer súg- þurrkunartæki. Allar súrheys- gryfjur fullar. Bygg og hafrar fullþroskað, þótt seint yði. Kart öfluuppskeran ágæt. Jeg skýri hjer frá staðreyndum sem dæmi en er ekki að miklast af því. Enda er afraksturinn bústjóran um en ekki mjer að þakka. Þótt veðráttan geti verið þreytandi er hún ekki sá Þrándur í Götu, sem ekki megi taka fangbrögð- um, með von um nokkurn ár- angur. t ★ Eitt viðfangsefni er erfitt, það er kostnaður við nægilega varanlegar byggingar. En vjer þurfum að auka að mun vísindalegar rannsóknix fyrir landbúnaðinum og til- raunastöðvar. Nú erum vjer að eignast hæfa vísindamenn á þessu sviði; þeim þarf að fjölga og að þeim þarf að hlúa. Og koma þarf upp tilraunastöðvum svo • mörgum sem þarf til þess að þær hafi gildi fyrir bændur í öllum lands hlutum. Áhugi er vakinn fyrir auk- inni ræktun og umbótum og ýmsar framkvæmdir eru hafn- ar. Það sem jeg óttast er það eitt, að vjer setjum ekki mark- ið nógu hátt, að vjer fylgjumst ekki nógu vel með tímanum. Öðrum þjóðum er það nú Ijóst, að landbúnaður verður að Frh. á bls. 1] J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.